Dagblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978.
„Augljóst að
Filippseyingar
þorðu ekki að
iáta Korchnoi
llÍnilO^ — segir einn félaga
wIIIIlQ Ananda Marga og Prout
„Með einvíginu á Filippseyjum
hefur glögglega komið í Ijós að K.G.B.
(leyniþjónusta Sovétríkjanna) er á
móti Ananda Marga og vill félagsskap-
inn dauðan. Okkur grunaði þetta fyrir
en nú höfum við fengið sannanir,”
sagði Acanja Krsnarjunananda
Aradhute, sem er aðalritari Prout
hreyfingarinnar, og er hér á ferðalagi á
vegum hennar. En Krsnarjunananda
er einnig félagi í Ananda Marga eins
og Viktor Korchnoi og þekkir hann
vel. Þegar einvígið I skák stóð yfir á
Filippseyjum veitti sá félagsskapur
Korchnoi mikla aðstoð en fékk litlar
þakkir fyrir frá stjórn Filippseyja og
skáksambandinu þar.
„Það er augljóst að stjórn Skáksam-
bands Filippseyja þorði ekki að hætta
á það að Korchnoi sigraði með hjálp
Ananda Marga og því var gömul
morðákæra notuð sem skálkaskjól til
að ' Visa' félaginu frá einvíginu.
Fyrirliði Rússanna var líka K.G.B.
maður og ekki vildu Filippseyingar fá
hann á móti sér.
Það er ekki skrítið að Rússar séu á
móti Ananda Marga eins og reyndar
líka margar aðrar þjóðir, t.d. Ástralir
og Indverjar, þvi hreyfingin býður upp
á fyllingu trúarlegra þarfa fólks og
einnig lausn á efnahagsvandamálum.
Annars er það Prout hreyfingin sem
ég er hér til að kynna. Markmið
félagsins er að skapa eina alheimsþjóð
og höggva á hlekki ójafnvægis. Okkar
skoðun er að Sameinuðu þjóðirnar
hafi brugðizt hlutverki sínu í þvi að
tryggja • friðinn og viljum við. gera
betur,” sagði Krsnarjunananda.
Hann heldur á morgun og 2. og 3.
nóvember fyrirlestra um hreyfinguna
sem þegar hefur 80 þúsund stuðnings-
menn viða um heim, þar af nokkra
tugi á lslandi. -DS.
km wm
Acanja Krsnarjunananda Aradhute aðalritari Prout:
Ástraliu og Indlands.”
.K.G.B. er á móti Ananda Marga eins og rcyndar leyniþjónusta
DB-mynd Hörður.
Slippurinn í
Kleppsvíkina
Svo kann að fara, að Slippurinn
flytjist inn i Kleppsvik. 1 hafnarstjórn
Reykjavikur var samþykkt sl.
fimmtudag að taka upp viðræður við
stálsmiðjurnar I Reykjavík og
Slippfélagið um bætta aðstöðu til skipa-
viðgerða hér I borginni. Var jafnframt
ákveðið að kveðja til aðra hagsmuna-
aðila.
Einkum koma til greina tveir staðir.
Takmarkaðar endurbætur er hægt að
gera þar sem Slippurinn er nú, en góð
aðstaða er talin vera í Kleppsvik.
-BS.
„Sverris-
braut
tókst
yf ir 90
prósent”
— yf irlýsing f rá
Sverri Runólfssyni
„Vegna' fréttar í Dagblaðinu 24.
október sl., þar sem samanburður er
gerður á „Sverrisbraut” og hinum nýja
vegi á Kjalarnesi, sem gerður var af
Vegagerð ríkisins, Þórisós sf. og Hlaðbæ
hf., vildi ég að það væri skýrt í hugum
fólks að „Sverrisbraut” var tilraun en
nýi vegurinn ekki.
Því miður er það eins og sumir vilji
aðeins sjá það neikvæða við „Sverris-
braut”. 1 skýrslu um úttekt á holum i
„Sverrisbraut” frá fyrirtækinu Mat sf.
— sem er eftirlit Vegagerðarinnar — frá
17. september 1976 segir:
„Skemmdur flötur nú ca 90 mJ.”
Niutíu fermetrar eru ca 3 prósent af
„Sverrisbraut”. Yfirleitt þætti þaðsæmi-
leg útkoma að fá yfir niutiu prósent já-
kvæða útkomu úr vegagerðartilraunum.
En þegar aðeins er glápt á það nei-
kvæða, þá er ekki von á góðu. Að mínu
áliti get ég (þvi miður) sannað að þeir sem
hafa ráðið framkvæmdum á „Sverris-
braut" siðan 26. október 1976 hafi lítið
sem ekkert vit á vegagerð — og sizt í
frostalandi.”
Hér sjáum við nokkra hinna yngstu vegfarenda far; yfir .anebrautina cftir að Ragnar Th. Sig. Ijósmyndari DB hafði stöðvað fsrii |ieim. Hann hefði þó að skaðlansi
mátt stöðva fjær gangbrautinni. Gangandi vegfarendum her ekki siður en ökuinonnum að sýna fyllstu aðgæzlu á gangbraulunun *
Gangbrautaslysin:
Vemdum gangbrautimar
Gangandi og akandi vegfarendur taki höndum saman — segir Óskar Ólason yfirlögregluþjónn
„Það verður að vera sameiginlegt
áhugamál gangandi og akandi veg-
farenda að vernda gangbrautirnar.
Við erum að segja foreldrum að kenna
börnunum að nota gangbrautirnar og
þá verða ökumenn að virða rétt
þeirra,” sagði Óskar Ólason yfir-
lögregluþjónn i viðtali við Dagblaðið.
„Við leggjum áherzlu á að öku-
menn stöðvi hæfilega langt frá gang-
brautinni, tvær til þrjár bíllengdir frá
þannig að jafnvel þótt önnur bifreið
taki fram úr þeirri er stöðvað hefur
hafi ökumaðurinn nægilega yfirsýn
yfir gangbrautina. Þá verður heldur
ekki eins mikið hik á gangandi vegfar-
endum að fara yfir. En það hvilir líka
sú skylda á gangandi vegfarendum að
hlaupa ekki yfir gangbrautina. Þeim
ber líka að sýna fyllstu aðgát. Hér þarf
að koma til samspil gangandi og
akandi vegfarenda. Það er algjörlega
bannað að keyra fram úr við gang-
brautir. Á það veröur ekki lögð of
þung áherzla. Menn munar ekkert um
það að stoppa tvær bíllengdir frá
gangbrautinni úr þvi að þeir eru að
stöðva á annað borð. Ef menn sjá bil
sem hefur stöðvað við gangbraut
ættu þaö líka að vera eðlileg viðbrögð
manna að álíta sem svo að hann hafi
stöðvað til að hleypa gangandi vegfar-
endum yfir. Einhver ástæða hlýtur að
vera til þess að bifreiðin hafi verið
stöðvuð.
Það hefur mikið verið rætt um
það að gera eitthvert rherki i
námunda við gangbrautina til að sýna
ökumönnum, hvar þeir eigi að stöðva.
í Englandi er gatan máluð með
skálinum á nokkru svæði áður en
komið er á gangbraut. Þá veit öku-
maðurinn að gangbraut er á næsta
leiti. Þetta hefur verið mikið rætt í
umferðarnefnd Reykjavikur, enda
hafa þessi mál verið mjög ofarlega á
baugi undanfarið- Umferðamefnd
hélt fund eftir slysið við Hallarmúla.
Var fundurinn haldinn á slysstaðnum.
Meiningin er að færa gangbrautina til
móts við dyrnar á Hótel Esju þannig
að hún verði ekki alveg á bláhorninu.”
Óskar sagðist vilja leggja á það
áherzlu í lokin að þaö hlyti að vera
aðalatriðið að ökumenn virtu rétt
gangbrautanna og minntust þess að
algjörlega væri bannað að aka fram úr
við gangbrautir. Gangandi og akandi
vegfarendur yrðu að taka höndum
saman um að vernda gangbrautirnar
þannig að menn færu þar yfir en væru
ekki að hlaupa yfir götuna þar sem
þeim sýndist.
-GAJ.
Smáýkjur til að þjóna góðum málstað
Heildarsala áfengis á timabilinu 1.
júlí til 30. september var að upphæð
3.226 milljónir króna eða rúmlega það
að sögn Áfengisvarnaráðs, sem hefur
tölur sínar úr skýrslum ÁTVR. Sölu-
aukning í krónum miðað við sama
tíma 1977 er um 41%,segir I fréttatil-
kynningu frá Áfengisvarnaráði. Síðan
er bætt við að þess beri að geta að
áfengisverð hafi hækkað töluvert. Hér
fara dagblöðin talsvert betur og itar-
legar I sakirnar, því fram hefur komið
að magn selds áfengis hefur dregizt
saman að undanförnu. Upplýsingar
ráðsins eru talsvert ýktar til að þjóna
góðum málstað.