Dagblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978. Erlendar fréttir JÓNAS HARALDSSON 1 REUTER 8 Sá blindi krækti í metsummuna Blindur lífeyrisþegi krækti i þann stóra í spiiavíti í Las Vegas. Hann var að fást við spilakassa sem gefur slumpa annað slagið er togað er í handfang. Og maskínan tók heldur betur viö sér. Hún dældi peningum i kallangann og hann stóð uppi 85 milljónum ríkari.- Spilavitisforstjórar i Las Vegas töldu þennanfeng metfeng. Bretadrottning ætti að 7 N greiða skatta —að áliti meirihluta þegna hennar hátignar Elísabet Bretadrottning ætti að greiða tekjuskatt og önnur gjöld til ríkisins að áliti meirihluta landsmanna hennar. Þetta kemur fram í niður- stöðum víðtækrar skoðanakönnunar sem brezka vikublaðið Woman lét gera. Brezka konungsfjölskyldan fær um 1600 milljóriir til ráðstöfunar árlega. Flestir telja að þessu fé sé skynsamlega eytt, en með undantekningum þó. Drottningin sjálf hefur til umráða nær 1300 milljónir króna. Meirihluti lands- manna er á þeirri skoðun, að því fé sé skynsamlega varið. En Margrét prinsessa systir drottningar og Anna prinsessa dóttir hennar fá um 38 milljónir hvor. Það fmnst mönnum fullrífiegt. 66% manna töldu að drottningin ætti að borga skatta, en þeim fannst þó ekki ástæða til að fá að vita hve auðug drottningin er. Þriðjungur spurðra taldi að drottningin ætti að skipta sér meira af því hvernig landinu væri stjórnað. Fjórðungur taldi að börn drottningar ættu að ganga í almenna skóla í stað einkastofnana. Tveir þriðju töldu að álit hefði mjög minnkað á Margréti prinsessu vegna sambands við Roddy Llewellyn, sem ætlaði sér að verða poppsöngvari en tókst ekki sem skyldi. Kinverjar eru í óða önn að halda inn í hina glöðu vestrænu veröld. Eftir tuttugu ára bann ætlar Vesturlandaklúbburinn í Peking að halda opinberan dansleik. Þar munu hinir nýju vestrænu dansar verða stignir og diskóhljómlistin hljóma eftir langt hlé. DEILT UM FUND INN FJÁRSJÓD Sjö ára baráttu um eignarrétt á fjársjóði, sem fannst í spönsku skips- flaki, er nú lokið. Fylkisstjómin í Flórida hefur afhent björgunarfyrir- tækinu, sem fann fjársjóðinn, hina fundnu muni. Fjársjóðurinn er métinn á u.þ.b. 700 milljónir króna. Meðai hinna fundnu muna eru 1847 siifurpeningar og fjöldi listmuna. Baráttan um eignarréttin byrjaði árið 1971 er björgunarfyrirtækið fann flak spánska kaupfarsins Nuestra Senora de Atocha á hafsbotni úti fyrir ströndum Flórída. Skipið sökk þarna árið 1622. Björgunarfyrirtækið undirritaði samning þess efnis, að Flóridafylki fengi 25 af hundraði ágóðans. Hæstiréttur dæmdi siðan flakið fyrir utan lögsögu Bandarikjanna. Björgunarfyrirtækið taldi þvi samninginn við Flóridafylki ólöglegan, en fylkisstjórnin neitaði að faliast á það. En þótt fylkið þráaðist við, fór svo að lokum að björgunarfyrirtækinu var dæmdur allur hluturinn. Ráöstefna allra arabaríkjanna — nema Egyptalands Ráðstefna allra arabarikjanna nema Egyptalands mun koma saman í lrak í dag og er markmið hennar að ákveða hvernig bregð- ast eigi við samningum Egypta við tsraelsmen.i. Á ráðstefnunni munu verða öll ríki Arababanda- lagsins nema Egyptaland. Þau eru þó málefnalega séð mjög tvístruð. Stefnan er frá Líbýu lengst tii vinstri og allt til hinnar hægfara og varkáru rikisstjórnar Saudi- Arabíu. Hið síðamefnda riki er þó að líkindum það sem ræður úrslit- um i þessu máli. Fjármálaleg áhrif þess eru svo mikil að engin stefna arabarikjanna sem ekki fær fyigi í Saudi-Arabíu verður að raunveru- leika. „Hvaðveitégsvosemumpáfann? „Hvað kemur mér það við þótt hann sé kaliaður páfi? Mér Uzt ekki meira en svo á manninn.” Pilturinn var ekkert sérstaklega hress þótt hann hitti páfa að máU. Viðstaddir reyndu þó að gera gott úr málinu svo, að báðir mættu vel við una, páfi og stráksi. Það fýlgdi sögunni að um siðir hefði tekizt að kreista út bros hjá guttanum. Menn, aðallega aðstandendur piltsins, vörpuðu þvi öndinni léttar. Fallhlífarstökkvarar sluppu naumlega undan farþegavél Litlu munaði að flugvél, sem var á leið frá Washington til Philadelphia með 21 farþega og þriggja manna áhöfn, lenti á hópi faUhlífarstökkvara. FaUhlífarstökkvaramir voru níu og höfðu stokkið út úr vél sinni er farþega- vélina bar að. Talsmaður bandariskra flugmálayfirvalda vildi ekki gefa upp hve nálægt faUhlifarstökkvurunum vélin hafði verið. Sagði hann að það kæmi í ljós er frekari skýrslur hefðu verið. gefnar um atvik þetta. Hann sagði hins vegar að vélin hefði verið það nálægt að flugmaður vélarinnar hefði orðið að taka skyndiákvörðun til að forða slysi. Talsmaðurinn sagði einnig að viðvör- un hefði veriö gefin út á þessu svæði vegna fyrirhugaðra æfinga faUhlífar- stökkvaranna. Stóraukió lcsefni í stækkaðri\iku Nú verðurwraw 64 bls. f ramvegis er stækkuö

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.