Dagblaðið - 31.10.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978.
3
jÓNAS
HARALDSSON'
Raddir
lesenda
þótt það haf i verið rif ið fyrir hálf u öðru ári
Geir Óskarsson, Stifluseli 2, hafði
1 samhand við DB.
Geir sagðist hafa átt húseign að
Suðurlandsbraut 59 H. Hinn 29. april
1977 seldi hann og afsalaði sér
húseign sína borgarsjóði Reykjavíkur
með öllu sem henni fylgir og fylgja
ber. Kaupverð var að fullu frágengið
og eignin seld borgarsjóði Reykjavikur
til niðurrifs. Eignin var síðan afhent til
niðurrifs 14. mai 1977.
Engu að siður barst Geir krafa um
greiðslu fasteignagjalda af þessari eign
fyrir árið 1978, þ.e. ári eftir að húsið er
rifið. Hann hefur þrívegis raett um
þetta mál við Gjaldheimtuna í Reykja-
vik og hefur honum ávallt verið lofað
að þessum málum skyldi kippt i lag og
leiðrétt. Það hefur þó ekki gengið og
nú barst Geir tilkynning um uppboð á
húsinu sem rifið var í fyrral!
Uppboð þetta á hinni horfnu
húseign skal gert til lúkningar greiðslu
á fasteignagjöldum og kostnaði og
nemur upphæðin 18.568 kr. Húsið
skal á uppboð hinn 4. janúar nk. og er
jafnframt tilkynnt að uppboðsauglýs-
ing hafi verið send Lögbirtingablaðinu
hinn 26. október.
Dagblaðið hafði samband við gjald-
heimtustjórann i Reykjavík vegna
málsins. Hann sagðist ekki kannast
við þetta einstaka mál, en mun kanna
Færri happ-
drættis-
vinningar
— vegna árs-
endurnýjunar?
Elin Friöriksdóttir hringdi:
Ég er ein þeirra sem spila alltaf í
happdrætti og datt ég oft á vinning hér
áður fyrr þegar ég endurnýjaði
mánaðarlega. Eftir að ég fór að endur-f
nýja fyrir allt árið í einu hef ég aldrei
fengið vinning og ég veit að þannig
er það með fleiri. Þetta þykir mér
skrítið og vil ég beina þeirri spurningu
til happdrættanna, hvort hugsanlegt
sé að þeir miðar séu teknir úr umferð
sem hafa verið endumýjaðir fyrir allt
árið.
málið. Hann sagði að nú á þessu ári
væru óvenju margar skekkjur i
álögum fasteignagjalda. Tekið var upp
nýtt fyrirkomulag, þar sem skipt er
eignarhlutum, þ.e. hver íbúð er sérstök
eign. Þetta hefur valdið nokkrum
erfiðleikum.
Hann sagði að mörg blæbrigði væru
af þessum skekkjum. En menn
hjálpuðust að við lausn þessara
mála. Hvað tilvik Geirs snerti, sagði
gjaldheimtustjóri að það mál hlyti að
vera i leiðréttingu. Hann sagði að
uppboðsbeiðnin sem farið hefði til
fógeta hlyti að hafa verið afturkölluð,
eftir að Geir hafði samband við Gjald-
heimtuna.
„Þetta gengur í gegnum kerfið og
hverfur vonandi úr sögunni,” sagði
gjaldheimtustjóri að lokum.
Nýkomið frá ítafíu
Högni Jónsson: Þaðer islenzka mjólkin.
Ég drekk töluvert af henni og læt undan-
rénnuna alveg eiga sig. Ef þú ferð út i
brennivinið þá er náttúrlega til mjólk
sem heitir Vodka.
Stærðir 36—40
Verðkr. 14.975.-
Tveir litir í rauðbrúnu
Stærðir37—41
Verðkr. 14.975.-
Litur.brúnt
Stærðir 36—40
Verðkr. 16.250.-
Litur: beige, svart
ograuðbrúnt
Póstsendum
Skóbúðin Suðurveri
Stigahlíð 45-47. - Sími 83225.
Magnús Þór Magnússon: Þaö er þýzkur
bjór úr tunnu, lifandi, ógerilsneyddur og
án kolsýru. Slíkan bjór er aðeins hægt að
fá í Þýzkalandi.
Gunnar Jónsson: Appelsínulimonaði
þykir mér bezti drykkurinn. Undanfarið
hefur ekki verið hægt að fá þann drykk
og hef ég þá látið djúsið duga.
Eyvindur Albertsson: Þaðer kókió, en ég
drekk mjög mikið af því. Undanfarið hef
ég þó orðið að láta mjólkina duga.
Enn hleypur
ásnærið
— hjá tóbaksvísindamönnum
H.G.skrifar:
Fyrir nokkru vakti ég í Dagblaðinu
athygli á því hvern skerf doktorarnir
Clausen og Schwartzkopf hafa ný-
verið fagt til læknavísindanna. Síðan
sú ábending var rituð hefur enn
hlaupið á snærið hjá þessari vísinda-
grein þar sem er hið eitursnjalla
framlag dr. Geirs Andersens í DB 9.
október.
Hafi hinir fyrrnefndu verðskuldað
hrós þá hefur Andersen unnið fyrir
einhverju ennþá meira og betra — en
nóbelsverðlaununum er reyndar búið
að úthluta í ár.
I grein sinni vegur kappinn í sama
knérunn og hinir tveir og skilur nú við
allt í rúst hjá þeim vondu körlum, sem
halda fram þeirri grængolandi enda-
leysu að tóbak sé skaðlegt. I stuttu
máli segir hann það vísindalega sannað
— og vísar þar eflaust til eigin
rannsókna að annað tóbak en
sígarettur sé vissulega langt frá því að
vera skaðlegt. En hvað várðar sigarett-
urnar þá sé það þetta með bréfið; það
vita jú allir að svona bréf er dálítið
hættulegt.
Þá sýnir hann fram á það með sann-
færandi dæmum að það sé svo langur
vegur frá að tóbakið stytti lífið. Þvert
á móti stuðli sérstaklega mikil tóbaks-
neyzla að langlífi. Því miður gefur
vísindamaðurinn ekki upp þau neyzlu-
mörk sem menn þurfa að fara fram úr
til þess að eiga von á þessum ávinn-
ingi.
• Að loknum lestri greinarinnar-
liggur við að maður sé grátklökkur af
þakklæti til þeirra óeigingjörnu út-
lendu góðmenna, sem hjálpa okkur
um þessa vöru, sem að sögn sér-
fræðingsins tryggir þjóðinni beztu
hugsanlega endingu og hefur raunar
„oft bjargað mannslífum”.
Vert er að minnast varnaðarorða
hins spaka manns er hann í lok greinar
sinnar bregður upp hrollvekjandi sýn
varðandi fótabúnað okkar i framtíð-
inni. Blasir þar við hver ógnin annarri
verri og loks landflótti í kjölfar
grimmilegra laga um bann við
uppháum skóm.
Verði þetta að veruleika þá er það
huggun harmi gegn að við þurfum þó
ekki að missa hann Geir okkar
Andersen úr landi. Hann er ekki
einn af þéssum náungum sem vilja
láta á sér bera. Honum nægja lágir
hælar.
Skrýtið er kerfið:
HÚSIÐ BOÐIÐ UPP
Jón Hjálmarsson: Það er grískur líkjör
sem nefnist Quzo, annars mundi ég bara
segja vatn. Ég drekk það þegar ég er
þyrstur.
Hvaða drykkur þykir
þér beztur?
Árni Árnason: Mér finnst bjór alveg
tvímælalaust bezti drykkurinn. Ég held
að enginji drykkur komist i hálfkvisti við
bjór og beztur þykir mér Heineken. Ég
er þó ekki viss um að það borgi sig að
gefa bjórinn frjálsan þvi að ég er ekki
viss að mér þætti hann eins góður ef
maður gæti alltaf fengið hann. Það er
tilbreytingin sem er kosturinn við
bjórinn.
Spurning
dagsins