Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978.
I
DB á ne vtendamarkaði
Björn Ingi með nýja farsið sitt, sem er talsvert grófara ásýndum heldur en
vcniuleet oe hefðbundið fars.
VIÐ SELJUM HAIMN
I STÖÐUGU SUMRI
Komdu með bífínn þinn
hreinan og strokinn og
hafðu hann í lagi — þá se/st
hann f/jótt
OPIÐ9-7
EiNNiG LAUGARDAGA
NUERKOMHt
KJÖTFARS ÚR
„HBLSUKORNI"
Ódýrara er að kaupa farsið en að búa það til heima
Neytendur hafa fengið aukinn
áhuga á að borða þann mat sem búinn
er til úr grófu korni og heilhveiti
frekar en úr hvítu hveiti. Það sýnir
m.a. aukin notkun grófra brauða og
minnkandi neyzla á hvitu hveiti-
brauði. — En það er hveiti eða mjöl i
fleiri matartegundum en brauði. Einn
af kjötkaupmönnum borgarinnar, sem
sjálfur framleiðir flesta þá unna kjöt-
vöru sem hann hefur á boðstólum,
hefur hafið framleiðslu á kjötfarsi
sem inniheldur ekkert hvítt hveiti,
heldur heilhveiti og gróft korn. Það er
Björn Ingi Björnsson í Kjötbúð Suður-
vers. Sagði Björn að fars þetta hefði
strax fengið góðar viðtökur og eru nú
á boðstólum þrjár tegundir af farsi i
verzlun hans.
í nýja farsinu, sem er búið til úr
nýju kjöti, er ekkert hvítt hveiti,
heldur heilhveiti, undanrennuduft og
gróft korn. Verðið á þvi farsi er það
sama og á venjulegu farsi úr nýju eða
söltuðu kjöti, sem einnig er á boðstól-
um.eða 798 kr. kg.
Neytendasíðan reyndi þetta fars og
matreiddi það eins og kjötbúðing,
bakaði það í hringformi i ofni í um það
bil 1 klst. Kjötbúðingurinn var mjög
ljúffengur og i Ijós kom að það var
mun ódýrara að baka farsið i kjöt-
búðing heldur en að búa það til sjálfur.
Við birtum uppskrift að kjötbúðingi
24. okt. sl. og sögðum frá kjötbúðingi
sem búinn var til úr keyptu kinda-
hakki. Þá kostaði búðingurinn 248 kr.
á mann, en úr aðkeyptu farsi kostar
skammturinn 200 kr. á mann. —
Þetta er gleðileg staðreynd. — Auð-
vitað á að vera ódýrara að farsið sé
búið til í stórum stíl heldur en að hús-
móðirin búi til hæfilegan skammt
heima fyrir. En það hefur bara ekki
alltaf verið þannig hér á landi. Benda
má á að verð á unnum kjötvörum
hefur ekki hækkað i haust, lækkaði
aftur á móti við niðurfellingu sölu-
skattsins af vörunum.
- A.Bj.
Flestar unnar kjötvörur sem eru á boðstólum í Kjötbúð Suðurvers eru unnar á staðnum. Þar er hægt að fá þrjár tegundir af
farsi, bæði saltað og nýtt (með hvitu hveiti) og loks „nýtt” úr grófu hveiti og með undanrennudufti.
DB-myndir Hörður.
Sjóðið rauðkálið
eins og venjulega
og frystið síðan
Húsmóðir hringdi og bað okkur um
uppskrift að niðursoðnu rauðkáli.
Þar sem vizka okkar nær ekki til
„niðursoðins” rauðkáls hringdum við i
Sigríði Haraldsdóttur hjá
Leiðbeiningastöðinni og spurðum
hana ráða.
Sigríður sagði að ekki væri hægt að
sjóða niður rauðkál í heimahúsi. Hins
vegar væri langheppilegast að sjóða
rauðkál eftir venjulegri uppskrift, láta
það síðan annaðhvort í plastpoka eða
plastilát og frysta það.
Út í eitt kg af rauðkáli fer eftir-
farandi:
um 25—30gsmjörl.
um 1 dl edik
1 dl ribsberjasaft (eða önnur saft)
1/2 dl vatn
I tsk salt
sykureftirsmekk.
Rauðkálið er skorið í þunnar
ræmur. Kálið er soðið í um það bil
einn klst., fyrst í smjörlíkinu áður en
neytenda
edik, vatn, saft og salt er látið út í
pottinn.
Gott ' getur verið að gripa til
rauðkáls, t.d. ofan á kæfubrauðsneið
eða með sviðasultu.
-A.Bj.
SILUNGUR EN
EKKIÞORSKUR
Páll Arason hríngdi:
Vildi hann gera athugasemd við
mynd sem birtist á Neytendasíðunni á
laugardaginn af „þeim gula”. Það var
alls ekki þorskur sem á myndinni var
heldur silungur og eru lesendur beðnir
velvirðingar á þessum ruglingi um-
sjónarmanns.