Dagblaðið - 31.10.1978, Side 6
DAGBLAÐIÐ.
Fjöldainnköllun
Fordverksmiðjanna
Fordverksmiðjurnar í Bandaríkjun-
um ákváðu i gaer að innkalla nær 190
þúsund bíla til lagfæringar. Bílarnir
eru af gerðinni Ford Fairmont og
Mercury Zephyr af árgerð 1978. Þeir
eru allir með 3,3 lítra sex strokka vél
og sjálfskiptingu. Galli í bilunum
getur leitt til þess að dragi úr vélarafli
og eyösla aukist.
Verksmiðjurnar sögðust einnig
kalla inn 16.100 bíla í Kanada og 1300
i Bretlandi, V-Þýzkalandi, Grikklandi,
Panama, Mexico og Taiwan. Ekki var
nefnt í Reutersfréttum 1 morgun að
slíkir bílar hefðu borizt til Islands.
Þá hafa Fordverksmiðjurnar einnig
afturkallað 18000 bíla af Fiestagerð
vegna smágalla. t júní sl. innkölluðu
Fordverksmiðjurnar eina og hálfa
milljón bíla af Pintógerð til þess að
endurbæta eldsneytiskerfi bílanna.
Bílar af þessari gerð höfðu lent í
árekstrum og kviknað í þeim vegna
staðsetningar bensíntanks.
AFRAMHALDANDIÓEIRDIR í ÍRAN
Ekkert lát virðist á óeirðum í Iran.
Tveir ráðherrar, Mohammed Baheri
dómsmálaráðherra og Manouchehr
Amzun aðstoðarráðherra, sögðu af sér
í gær. Það hafa þvi fjórir ráöherrar
sagt af sér siðan Jaafar Sharif-Emami
forsætisráðherra myndaði stjórn sína í
ágúst sl.
Mótmælafundir hafa verið haldnir
víða um landið og skorizt hefur í odda
með mótmælendum og öryggissveit-
um keisarans og lögreglu. Bollalagt
hefur verið hvort forsætisráðherrann
muni segja af sér. Neðri deild þingsins
Stórlækkun verðbréfa
Verðbréf seldust sem aldrei fyrr á
markaði í Wall Street i gær. Talin er of
mikil hætta að eiga hlutabréf. Þau
skiptu því ótt um eigendur og snarlækk-
uðu í verði. Orsök þessa er talin hækk-
andi vextir og lítill árangur Bandaríkja-
stjórnar gegn verðbólgunni. Dollarinn er
á stöðugri niðurleið og hefur aldrei verið
láegri frá seinna stríði.
hefur vantrauststillögu til meðferðar,
en talið er að stjórnin muni standa
hana af sér.
Myndin hér að ofan var tekin í
Teheran, höfuðborg Irans. Þar fara
bílar hlaðnir hermönnum og skrið-
’drekar, sem notaðir eru til að sigrast á
andstæðingum stjórnar keisarans.
500látast afheilabólgu
Illviðráðanleg heilabólga hefur
gripið um sig í indverska ríkinu
Uttar Pradesh og vitað er um
fjögur hundruð og nítján manns
sem látizt hafa úr sjúkdómi þess-
um, sem virðist vera af völdum
veiru. 1 gærkvöldi hafði verið til-
kynnt um meira en eitt hundrað
tilfelli á síðasta sólarhring. Sjúk-
dómurinn hefur borizt víðar og
vitað er um tuttugu og sjö dauðs-
föll i rikinu Biharthis en það liggur
að Uttar Pradesh.
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978.
Þessi einstæða mynd sýnir Boeing
þotuna nokkrum sekúndum áður en hún
skall i jörð. Annar vængurinn er illa
farinn og eldtungur standa aftur úr
vélinni.
„MAMMA,
ÉG ELSKA
ÞIG”
—voru síðustu
orð
flugstjórans
Hver eru síðustu orð flugmanns í
brennandi flugvél, sem hrapar til jarðar?
Svarti kassinn í bandarísku Boeing 727
farþegaþotunni sem fórst eftir árekstur
við smávél í San Diego leiðir það í ljós.
Samtöl flugmanna þotunnar og flug-
turnsins í San Diego hafa nú verið gerð
opinber.
Eftir að smávélin rakst á þotuna
kviknaði í henni. Flugstjórinn reyndi
árangurslaust að ná stjórn á þotunni.
„Rólegur, bara rólegurheyrist hann
segja. „Þetta er búið spii ”, grípur að-
stoðarflugmaðurinn inn í. „Mamma, ég
elska þig ”, voru síðustu orð flugstjórans.
Allir sem voru í þotunni, 142, fórust.
Auk þess fórust tveir i smávélinni og
tveir létust á jörðu niðri er brak dreifðist
úr vélinni.