Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 12

Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978. ísland með einn vmning gegn Filipps- eyjum — Ingvarábiðskák íslenzka skáksveitin mætti 1 nótt sveit Filippseyja á ólympiuskákmótinu 1 Argentinu. Þremur skákum lauk, og hafa Filippseyingar hlotið tvo vinninga, tsland einn, Torre og Friðrik Ólafsson skildu jafnir, svo og Rodrigues og Mar- geir Pétursson. Jón L. Árnason tapaði fyrir Bornoda en skák Victor Torre og Ingvars Ásmundssonar fór i bið. Victor Kortsnoj kom til Buenos Aires 1 gær. Hann tefldi i nótt á fyrsta borði og tefldi við Chi Ching-Hsuan frá Kína. Sú skák fór i bið, Sviss hefur forustu, 1—0, en þremur skákum var frestað. Úrslit i 4. umferð: England — Búlgaría 2.5—1.5, Miles — Radulof jafnt, Stean vann Ermenkov, Mestel tapaði fyrir Tringov, Nunn vann Spassov. Sovét — Kúba 2.5—0.5 (Spassky vann Hernandes, Petrosjan og Rod- rigues jafnt, Polugayevsky vann Videlo, Vaganian og Lebredo í bið.) Ungverjaland — Spánn 2.5—1.5 (De Correll vann Portisch, Ribli vann Pomar, Sax vann Calvo, Adorjan og Bellon biðskák). USA — Ástralía 2—1 — ein skák i bið. Júgóslavía — Danmörk 1.5—1.5 (Gligoric — Hamann jafnt, Ljubojevic — Jakobsen jafnt, Velimirovic — Kristiansen í bið, Parma — Fedder jafnt). Holland — Argentína A 1.5—1.5 (Timman — Emma í bið, Sosonko vann Hase, Rae — Campora jafnt, Langeweg tapaði gegn Szmetan). Chile — Sviþjóð 1.5—1.5, ein skák í bið. Indónesía — Rúmenía 1.5—1.5, ein í bið. Mexíkó — Uruguay 2—1, ein bið- skák. Paraguay — Argentína B 2— 1, ein í bið. Sýrland — Bermúda 3—0, ein í bið. Luxembourg — Jamaica 1—1, 2 i bið. Trinidad — Japan 1.5—0.5, 2 i bið. Bólivía — Arabísku furstadæmin 4—0, Puerto Rico — Jómfrúreyjar 3—0, ein í bið. V-Þýzkaland — Finnland 3—1, Israel — Kanada 2.5—1.5. Pólland — Brasilía 2—0, 2 í bið. Malasía — Libía 2.5—0.5, ein í bið. Andorra — Mári- tania 1.5—1.5, ein í bið. Zaire — Brezku Jómfrúreyjar 3—0, ein í bið. Kólombía — Hong Kong 4—0, Skotland — Guyana 4—0, Perú — Færeyjar 3.5— 0.5. Wales — Belgía 3.5—0.5, Dómin- iska lýðveldið — Marokkó 2—0 2 i bið. Túnis — Jórdanía 1—0, 3 i bið. Vene- zuela — Ekvador 1—1, 2 í bið, Guate- mala — Sri Lanka 2.5—0.5,1 í bið. ísland vann Paraguay 3—1 i 3. um- fcrðinni á ólympiumótinu i skák. Þeir Margeir Pétursson og Ingvar Ásmunds- son unnu skákir sinar. Jón L. Árnason og Guómundur Sigurjónsson gerðu jafn- tefli. Skák Guðmundar fór i bið og var tefld i gær. Guðmundi tókst að halda jafntefli þrátt fyrir lakari stöðu. Anthony Miles tókst ekki aö sigra Bronstein, Argentínu, í biðskák þeirra frá 3. umferð jjó svo skákin væri talin unnin fyrir hann, þegar hún fór i bið. England vann því Argentínu með 2.5 v. gegn 1.5 v. Úrslit í þriðju umferð eftir að biðskál ir höfðu verið tefldar í gær. Kúba — V-Þýzkaland 3—1. G. Garcia og Húbner gerðu jafntefli en S. Garcia sigraði Hecht. Búlgaría — Frakkland 2.5—1.5 v. Radulov og Hair gerðu jafntefli. Sovétrikin — Rúmenía 3—1. Roma- nishin vann Ghinda og hefur sigraö í öll- um skákum sínum hingaö til. Austurríki — Skotland 2.5—1.5. Dur vann Reid. Túnis — Perú 2—2. Kína — Dóminíska lýðveldið 3.5— 0.5. Nýja-Sjáland — Luxemborg 3.5—0.5. Equador — Puerto Rico 4—0. Chile — Indónesía 2.5—1.5. Ástralla — Færeyjar 3.5—0.5. Shan vatin Ziska, Woddhams vann Midjord en Fuller og Apol gerðu jafntefli. Finnland — Argentína B 2.5—1.5. Sviss — Mexikó 2.5—1.5. Sviþjóð — Belgia 3.5—0.5. Pólland - Hong Kong 2.5-1.5. Ragnar Magnússon, formaður Leiknis. Ragnar Magnússon, f ormaður Leiknis: ,.HVAÐ ER HÆGT AÐ HAFA UT UR LEIKNI?” Aðferðir manna til að vekja á sér athygli, eru æði misjafnar. Sverrir Friðþjófsson, fyrrverandi skipaður for- maður handknattleiksdeildar íþrótta- félagsins Leiknis, skrifar grein f D.B. 27. okt. sl. er hann nefnir. „Á að ganga af félaginu dauðu”? Þessi fyrirsögn er merkileg fyrir þær sakir, að Sverrir er eini maðurinn sem talað hefur um það við formann félagsins að leggja félagið niður. t upphafi greinarinnar talar Sverrir um að hann hafi starfað fyrir félagið frá upphafi, en nú sé svo komið, að hann telur rétt, aö ibúar Breiðholts 3 fái smá innsýn i vitleysuna, sem er að ganga af félaginu dauðu. Þegar Iþróttafélagið Leiknir var stofnað var ástæðan fyrst og fremst sú, að mikill fjöldi barna og unglinga myndi verða hér í hverfinu og því full þörf fyrir iþróttafélag. Með hliðsjón af því var Skúli Óskarsson, keppir á NM. Valið á HM ílyftingum Dagana 4. og 5. nóvember nk. verður NM unglinga i lyftingum haldið i Danmörku. Eftirtaldir aðilar hafa verið valdir i landslið unglinga, en það heldur utan 2. nóv. nk.: 60 -kg. fl. Þorvaldur B. Rögnvaldss. KR, 67.5 kg. fl. Haraldur Ólafsson ÍBA, 75 kg. fl. Þorst. Leifsson KR, 75 kg. fl. Freyr Aðaisteinsson ÍBA, 82.5 kg. fl. Guögeir Jónsson Á, 82,5 kg. fl. Guðm. Helgason KR, 90 kg. fl. Birgir Þ. Borgkþórsson KR, 90 kg. fl. Sigmar Knútsson ÍBA, 100 kg. fl. Óskar Kárason KR og 110 kg. fl. Ágúst Kárason KR. Fararstjóri verður Björn Hrafnsson. Keppnin fer fram i Engholmskolen i Lillered, sem er í 30 km í norður frá Kaupmannahöfn. Heimsmeistaramótið i kraftlyftingum verður haldið 2. til 5. nóv. nk. i Turku í Finnlandi. Keppendur frá tslandi, er halda utan 2. nóv. nk. verða Skúli Óskarsson i 75 kg. flokki, en hann keppir laugardag og Öskar Sigurpáls- son, sem keppir i 110 kg. flokki á sunnu- dag. fólk almennt sammála um það, aö hér' yrði fyrst og fremst lögð áherzla á að byggja upp yngri aldursflokka félagsins. Um þetta atriöi hefur aldrei verið ágreiningur i aðalstjórn félagsins á hverjum tíma, þrátt fyrir það, að af átta stjórnarmönnum, sem eiga sæti í aðal- stjórn Leiknis hverju sinni, þá eru það aðeins þrír sem hafa setið í stjórninni frá stofnun félagsins. Aftur á móti hefur verið ákaflega erfitt að fá ýmsa aðra, sem þó hafa þótzt réttbornir til forystu til að skilja þessa þörf að byggja upp og hlúa að þeim yngri. Einn af þeim mönnum sem aðalstjórn var samfærð um, að myndi sinna þessu verkefni, sér í lagi vegna menntunar sinnar, er Sverrir Friðþjófsson. Sverrir getur réttilega um það í grein sinni að ekki hafi verið hægt að halda aðalfund handknattleiksdeildar haustið 1977, en hvers vegna? Ástæðan er sú, að þáverandi deildarstjórn hafði ekki innheimt árgjöld og staöreyndin er sú að deildarstjórnir, sem setið hafa frá upphafi í handknattleiksdeild, hafa ekki ofreynt sig á því að innheimta árgjöld. Þannig var staðan haustið 1977 að enginn löglegur félagi var í handknatt- leiksdeild og þvi ekki hægt að halda aöalfund deildarinnar samkvæmt lögum félagsins. Aðalstjórn tók þá í taumana og skipaði nýja deildarstjórn með Sverri Friðþjófssyni sem formanni. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, Sverrir hefur gjörsamlega brugðizt því hlutverki sem hann var settur í. Fyrst og fremst hefur hann brugðist ungu kyn- slóðinni, því með sinni menntun hefði hann getað gert hér góða hluti. Ungur maður, sem ber hag félagsins fyrir brjósti, sagði fyrir stuttu. Ef hann (Sverrir) hefði sinnt málefninu (hand- knattleiknum) fyrst og fremst, en ekki ávallt verið með vangaveltur um mál- efni annarra í félaginu, þá væri ekki þessi staða i handknattleiksmálum félagsins í dag. Það er dálítið erfitt að átta sig á þvi i grein Sverris hvað það er sem er að ganga að félaginu dauðu. Varla getur það verið hvatningarbréf frá aðalstjórn1 um að hefjast/nú handa og vinna aö málefnum handknattleiks innan félagsins. Að mati Sverris skiptir engu þótt það sé dregið í nokkrar vikur að svara bréfum. Nöldur Sverris um, að aðalstjórn hafi yfirtekið málefni deildar- innar og lýsingar hans á þessum óvitum og framagosum látum við liggja á milli hluta um sinn, en Breiðholtsbúum er hægt að segja það, að frá síðasta ári eru ekki til nöfn yfir löglega félaga I hand- knattleiksdeild og reyndar eru upplýs- ingar deildarstjórnar af mjög skornum skammti. Hefði Sverrir Friðþjófsson haft einhvern áhuga á því að vinna félaginu gagn, þá átti hann ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara, þegar hann var skipaður formaður handknattleiks- deildar. Sverrir veit vel, að hann hefur brugðizt vonum manna. Þegar svo er komið reyna menn ýmislegt til að breiða yfir mistök sín. Ekki er hægt að skilja við grein Sverris án þess að minnast á fjármálin. Ekki er alveg víst að Herði Sigmars- syni sé gerður mikill greiði að draga málefni hans inn í blaðagrein. Staðreyndin er sú, að Sverrir Friðþjófs- son tók við lokagreiðslu til Harðar Þ. 28. feb. 1978 samkvæmt kvittun. Orðin sem ætluð eru gjaldkera, að svona fyrir- tæki eigi að reka með gróða eru ekki rétt, en hann mun hafa sagt, að réttast væri að reka félagið eins og hvert annað fyrirtæki sem yrði að standa undir sér. Þar sem hann starfar að viðskiptum í sínu starfi er honum ljóst, að algjört ábyrgðarleysi er að reka, hvort heldur er fyrirtæki, stofnun eða félag með fyrir- sjáanlegu tapi og telur það reyndar varða við landslög. Það sem aðalstjórn hefur gert nú í haust er það, að reyna að forða félaginu frá stórtapi á húsaleigu, með þvi að fylla alla þá tíma sem félagið fékk úthlutað frá Í.B.R. og hefur það tekizt, að undanskildum tímum á sunnu- dagseftirmiðdögum. Húsaleigugreiðsla Leiknis á viku hverri er kr. 122.400. Því miður eru dregin tvö fyrirtæki inn i mál Sverris. Þessi fyrirtæki hafa engan tíma á leigu hjá félaginu, heldur iþrótta- klúbbar starfsfólks þessara fyrirtækja. „Old Boys’ timi aðalstjórnar er eitthvaö sem Sverri hefur dreymt um og er ekki raunveruleiki. Núverandi gjaldkeri Leiknis tók við gjaldkerastörfum 29. marz 1977, og frá þeim degi hefur full- komið bókhald verið haldið um fjármál félagsins. Endurskoðun hefur farið fram af löggiltum endurskoðanda, Sveini Jónssyni, ásamt félagskosnum endur- skoðendum. Ekki hafa komið fram athugasemdir frá ofangreindum aðilum. Einnig hefur Sverrir fengið að fylgjast með bókhaldi þessu. Til þess að ekkert fari á milli mála er hér siðasti árs- reikningur félagsins. Hérfylgja reikningar Leiknis — sjá neðst á síðu Bókhald félagsins er að öllu leyti tilbúið fyrir árið 1977—1978, að undan- skildu þvi, að vantar uppgjör frá t.B.R. sem er nauðsynlegur liður í loka uppgjöri. Að lokum þetta. Fjármál félagsins voru i höndum deilda fram til 29. marz 1977. Það stendur því næst Sverri sjálfum að svara þeirri spurningu, hvar peningar deildarinnar eru frá þeim tima. Nær hefði verið fyrir Sverri að ræða þessi mál, málefnalega innan félagsins og jafnvel á breiðari grunni með þátt- töku áhugamanna um starfið. f.h. aðalstjórnar Leiknis Ragnar Magnússon formaður l1>!!ÖTTAFfiLAGrP LKIKNIU. ________A D A L R E K S T R A R R E I K N I N G U U F R A______________________ C.JÖLD: Kennsla og þ.jálfun: Þjálfarlaun .................................. Kr. 2.165.166 Húsaleiga .................................... " 2.426.590 Búningar og áhöld ............................ " 456.686 Sjúkravörur .................................. "________15.098 Kr. 5-063.540 Iþróttamót: Þáttöi.utjöld ................................ Kr. 105.950 Feröakostnaður ............................... " 1.287.284 " 1.393.234 Annar lcostnaður: Fundir ....................................... Kr. 17-492 Prentun, ritföng, blöð, bælcur ............... " 102.442 Alcstur ...................................... " 11.300 Auslýsingar .................................. " 12.888 Innheimta .................................... " 15-850 - Verðlaun og heiðursgjafir .................... " 46.300 • Gjöld til ráða og sambanda ................... " 12.900 Vaxtagjöld ................................... " 101.563 tmis gjöld ................................... '2_______37.088 " 357.823 1. OKTQBER 1976 T I L 30. S E P 1 TEKJUR: Opinber framlög v/rekstrar: Iþróttabandalag Reykjavíkur ................... Iþróttasamban Islands ......................... Styrkir frá sérráðum .......................... Argjöld félaga o.fl. Argjöld ....................................... Æfingagjöld ................................... Þátttaka í feröalcostnaðir v/móta ............. Söliaun getraunaseðla ......................... Gjafir og styrktarfé .......................... Aðrar tekjur, nettó: Af vörusölu ................................... Auglýsingar á völlum og búningum .............. Blaðaútgáfa ................................... Happdrætti, hlutaveltur ....................... Minjagripasala ................................ Vaxtatekjur ................................... tmsar tekjur .................................. Rekstrarhalli .................................. Kr. 6.814.597

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.