Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31.0KTÓBER 1978.
15
Dæmi um einokun Sambandsins:
Kaffibaunir
fást ekki á
Ströndum
Regína hress eftir sumarheimsókn
Okkar eldhressi fréttaritari á
Eskifirði, Regína Thorarensen, kom á
ritstjórn blaðsins fyrr í haust á leið úr
sinu árlega sumarfríi á Ströndum. Var
gott hljóð í Regínu að vanda og sagði
hún margt góðra frétta, sem ögn hefur
dregizt að koma á framfæri.
„Heyskap lauk fyrstu dagana í
ágúst i Árneshreppi á Ströndum.
Bændur óku þá heyi sínu grasþurru i
hinar nýju flatgryfjur sem þeir hafa
verið að byggja undanfarin 3 sumur.
Gryfjurnar eru áfastar fjárhúsunum
og fylgir þvi mikið hagræði umfram
það sem verið hefur er gripahúsum,
heyhlöðum og súrheystóftum hefur
verið dreift um allt tún. Þurrkur var
mjög sæmilegur til 20. ágúst, en þá
gerði súld og þoku.
Rafmagnað
þingmaður
Árneshreppsbúar fengu rafmagn
um siðustu jól og hefur það verið í
mjög góðu lagi síðan, aldrei bilað neitt
sem heitið getur. Þetta er auðvitað allt
annað lif en að hafa dísilrafstöð sem
bilar oft og tekur oft mánuði að fá
varahluti í. Auk þess skemmdi misjöfn
spenna frystikistur og ísskápa og mjög
dýrt var á sumrin að kynda
dísilvélarnar til þess eins að knýja
þessi heimilistæki. Árneshreppsbúar
þakka sínum dugmikla alþingismanni,
Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, fyrir
að hafa að lokum komið rafmagni í
hreppinn en eftir því hefur verið beðið
i mörg ár. Þó að Árneshreppsbúar hafi
alltaf talið sig eiga dugmikla alþingis-
menn hafa verkin ekki talað fyrir þá i
þessum efnum.
Grásleppa og
hopp og hí
Grásleppuveiði var mjög lítil í vor
og var það bagalegt þar sem grá-
sleppan hefur verið ein aðaltekjulind
fólksins. Aftur á móti veiddist vel á
handfæri og er það nýlunda því heita
má að ekki hafi fengizt hér fiskur i ein
10—15 ár. Hafa hreppsbúar því orðið
að fá fisk frá ísafirði og Bolungarvik.
Hér var mikið um veizluhöld í
sumar. Aðkomufólk segir að Árnes-
hreppsbúar kunni að skemmta sér og
er það sannmæli. Þeir skemmta sér
konunglega. í byrjun júli var haldið
upp á 125 ára afmæli Guðmundar
heitins Péturssonar bónda i Ófeigs-
firði, en sá fjörður er nú i eyði. Komu
ættingjar Guðmundar og makar
þeirra, alls 172, saman i Ófeigsfirði og
dvöldu þar í góðu yfirlæti í þrjá daga.
Fjóla Jónsdóttir i Víganesi efndi
einnig til mikillar veizlu er hún varð
sextug þann 15. júlí. Fjóla á 11
systkini sem búa víðs vegar á landinu
og komu þau öll til að heiðra systur
sína og hefur hópurinn ekki komið
allur saman í mörg ár. Yngsti bróðir
Fjólu, er Guðmundur Þ. Jónsson sem
var 5. maður á lista Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík í vor. Var það
hann sem felldi 50 ára meirihluta
Sjálfstæðisflokksins.
Framkvæmda-
mennina vantar
1 Árneshreppi búa núna 140 manns,
en þegar flest var voru þar 600. Mér
finnst einhvern veginn að Árnes-
hreppur hafi sjaldan átt á að skipa
dugmiklum og áræðnum forystu-
mönnum, nema helzt ef vera skyldi
Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrr-
verandi skólastjóri á Finnbogastöðum.
Hann byggði árið 1929 skóla fyrir
eigið fé í hreppnum því honum gramd-
ist það að aðeins börn rika fólksins
áttu kost á því að læra. Hvorki hrepps-
nefnd Árneshrepps né Kaupfélag
Strandamanna vildu styrkja
Guðmund i nokkru til byggingarinnar
og gaf kaupfélagið ekki svo mikið sem
eina spýtu i skólann. Þetta skólahús,
sem var norskt að gerð og flutt frá
Ingólfsfirði, brann i febrúar árið 1933.
En Guðmundur gafst ekki upp. Strax
um sumarið hóf hann að byggja nýjan
skóla, enn fyrir eigið fé. í þetta sinn
var húsið steypt og stendur það enn. Á
sumrin er það notað sem gistihús fyrir
ferðamenn, sem eru aUir mjög hrifnir
af því. En á veturna er það enn notað
til kennslu. En börnin eru orðin fá. Ég
held að þau séu ekki nema 12 til 15 í
vetur.
Kaupfélag Strandamanna byggði í
sumar við verzlunarhús sitt og einnig
við ibúðarhúsið. En landrými það sem
kaupfélagið á er þegar fullnýtt og
verður að fylla upp í sjó fram undir
viðbygginguna. Ég hefði haldið að
nóg landrýmni væri á Ströndum en
Meistaramótinu í
billjarð lýkur íkvöld
- bæjarkeppni Rvík-Akureyri eftir hálfan mánuð
Mikið er um að vera á sviði knatt-
borðsiþrótta (billjarðs) þessa dagana. 1
gærkvöld hófst á Billiardstofunni á
Klapparstíg í Reykjavik meistara-
mótið 1978 og verður því fram haldið í
kvöld kl. átta. Ráðast úrslitin í kvöld.
Um tuttugu keppendur taka þátt í
meistaramótinu.
Þá verður háð bæjakeppni milli
Reykjavíkur og Akureyrar helgina 11.
og 12. nóvember næstkomandi. Eiga
Akureyringar þar tækifæri til að jafna
metin en Reykvíkingar hafa sigrað í
tveim af þeim þremur bæjarkeppnum
sem háðar hafa verið til þessa. Bæjar-
keppnin fer fram á Júnó í Skipholtinu.
Billjarðmenn hyggjast einnig halda
firmakeppni um mánaðamótin
nóvember/desember. Slik keppni hefur
verið haldin áður og verið spennandi.
-ÓV.
þeir sem stofnuðu kaupfélagið létu sér
nægja smáland undir klettum og í sjó
fram. Þessir menn sáu ekki fram á við
og þó voru íbúar hreppsins um 600
þegar kaupfélagið var stofnað.
Bryggja er lika léleg við kaupfélags-
byggingunna og geta stór skip ekki
lagzt þar upp að.
Vængir halda uppi flugsamgöngum
við Strandir tvisvar í viku árið um
kring. Er þjónusta þeirra einstök við
hin afskekktu byggðarlög.
Hvar er heima-
brennda kaffið?
Ég sakna þcss að fá ekki lengur á
„Höfuðborg” Strandanna, Hólmavik.
Ströndum hið góða heimabrennda
kaffi sem húsmæður þar voru sér-
fræðingar i. En slík er einokun
Sambandsins að það flytur ekki
kaffibaunir til kaupfélagsins þrátt fyrir
beiðnir. Annað dæmi um jsessa
einokun er að eingöngu er hægt að fá
keypt Bragakaffi sem er i sjálfu sér
ágætt. En ekki er hægt að fá Kaaber-
kaffi. Svona er nú farið með þá sem
búa afskekkt úti á landi.
Ungmennafélagið i Árneshreppi
vann gott starf og mikið í sumar. Þeg-
ar Adolf Thorarensen bóndi að Gjögri
slasaðist í marz og sá fram á að geta
ekki heyjað handa skepnum og þurfa
jafnvel að farga þeim tók ungmenna
félagið heyskapinn að sér og byggði
meira að segja súrheystóft líka. Þetta
var unnið fyrir tilstuðlan Guðmundar
Þorsteinssonar á Finnbogastöðum og
Sigurvins Sveinbjör'nssonar í Litlu
Ávík. Fleiri ungir bændur tóku þátt i
þessu," sagði Regina. Hún bað að
lokum fyrir kærar kveðjur til allra
Strandamanna fjær og nær.
-DS.
Tónkvísl og Öóal
efna til hljóófærakynningar
og JAMSESSION í kvöld
þeir slóðuliS
daðinn
3íá þaó veróur allt í botní
£3íguróur Klarlsson Quómundur Inólfsson
jPálmí Qunnarsson Fríórík Karlsson
wk
n
þaó mæta allir í
ÓÐALI í kvöld