Dagblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978.
Spurning
dagsins
3
Hækkun áfengis —
aukning f íknief naneyzlu
Svavar (8684—3528) skrifar:
Fíkniefnaneyzla hefur aukizt
gífurlega hér á landi undanfarin ár.
Ráðamenn þjóðar vorrar undrast
mjög og reyna að hamla á móti með
skipun rannsóknardómara og hertri
tollgæzlu. Öllu lengra nær viðleitnin
ekki. Einstaka menn eru settir í
gæzluvarðhald — samkvæmt blaða-
fregnum — og þjóðin lifir i þeirri góðu
trú að öllu sé haldið í horfinu. Það er
fjarri lagi. Fíkniefnaneyzla hér á landi
eykst með degi hverjum og ekkert er
gert til að kanna rætur meinsins.
Ungt fólk þarf að skemmta sér og
þá helzt um helgar þegar það á frí frá
skóla eða vinnu. Hvort sem okkur
líkar það betur eða ver þá neytir mikill
meirihluti þess einhverra vímugjafa
„til þess að lyfta sér upp”, svo notað sé
málfar hinna rosknari. Við getum sagt
að þetta sé orðum aukið, en það er að
berja höfðinu við steininn. Við getum
sagt að þetta iagist allt með tímanum,
en það er að stinga höfðinu í sandinn.
Staðreyndin er sú, að unga fólkið
neytir vimugjafa við skemmtanir
sínar.
Helzti vímugjafinn hefur verið á-
fengi, a.m.k. fram að þessu. Nú hefur
áfengi hækkað um 40% á sl. ári.
Afleiðingin er sú gagnvart unga
fólkinu að færri hafa efni á að fá sér
flösku um helgar. Ef við leyfum
óskhyggjunni að ráða göngum við
bara út frá því að æskan minnki við
sig eða hætti að kaupa vímugjafa. Það
er nú öðru nær. Þeir sem ekki hafa
efni á að kaupa sér áfengi leita
annarra og ódýrari ráða, m.ö.o. til
fikniefna. Fyrir verð einnar flösku af
vodka má fá 3—3,5 gr af hassi og
tiltölulega auðvelt er að komast yfir
það. Þetta magn nægir í u.þ.b. „8
tripp” eða fjórar helgar. Skyldi
nokkrum ráðamanni koma þetta til
hugar þegar áfengishækkunum er
skellt yfir þjóðina?
Það verður að teljast staðreynd að
hass er á góðri leið með að verða virtur
vímugjafi meðal unglinga. Þessu kenni
ég fyrst og fremst sífelldum áfengis-
hækkunum og svo aftur ónægri
fræðslu i skólum varðandi fíkniefni.
Væri ekki ráð að taka höfuðið upp
úr sandinum og horfast í augu við
þann vanda sem við höfum skapað
okkur.
Þetta sífellda raus um að
áfengishækkanir komi í veg fyrir
áfengisneyzlu unglinga er svo sem gott
og blessað, en jafnframt vekjum við
upp risavandamál sem ekki verður
jafnauðvelt að svæfa. Tökum nú
hendur upp úr vösunum og leysum
vandann.
Það mætti til dæmis ráða nefnd sem
myndi skipuleggja fræðslu í skólum,
einnig gæti hún skrifað vikulega þætti
í dagblöðin um fíkniefni og félagslegan
vanda af þeirra völdum. Slik nefnd
var starfandi fyrir eiriu ári og lét margt
gott af sér leiða, en hún hætti störfum
vegna áhugaleysis stjómvalda. Ég er
sannfærður um að margir af þessum
nefndarmönnum væru tilbúnir að
hefja störf að nýju ef stjórnin myndi
sýna einhvern vott af áhuga varðandi
þessi mál.
Ef ykkur finnst áfengisvandamálið
alvarlegt þá eigið þið heldur betur eftir
að fá skell, loksins þegar þið opnið
augun.
Frá einum af skemmtistöðum borgarinnar. Bréfritari segir að hvort sem okkur
liki það betur eða verr þá neyti mikill meirihluti þeirra sem sækja skemmtistaðina
einhverra vimugjafa.
Ertu farin(n) að
huga að jólunum?
Marfa Jörgensen húsmóðir: Nei, það er
ég ekki farin að gera. Ætli ég byrji ekki
snemma núna. Það verður byrjað á
smákökunum.
Ásta Erlingsdóttir húsmóðir: Nei, ég er
ekkert farin að hugsa um þau. Ég er
svona að athuga með að fara að sauma
fötin á barnið. Svo kemur hitt upp frá
því.
Úmræðuþættir Magnúsar Torfa í sjónvarpssaí hafa vakið mikla athygli. Hér er
hann ásamt fyrrum flokksbróður sínum Karvel Pálmasyni. DB-mynd Hörður.
Sjónvarp:
Þáttur Bryndísar Schram:
AVIt í lagi mé
tvíræða brandara
Góðir umræðu-
þættirhjá
Magnúsi Torfa
Friðfinnur Ólafsson, forstjóri Háskólabiós, hefur komið fram I sjónvarpsþáttum
Bryndísar Schram og sagt þar tvíræða brandara. Eru nokkuð skiptar skoðanir
um hvort slfkir brandarar eigi heima i sjónvarpsþætti sem þessum.
Jónina Björnsdóttir hringdi:
Mig langar til að þakka fyrir út-
varpssöguna Föðurást eftir Selmu
Lagerlöf sem Hulda Runólfsdóttir las
svoskemmtilega.
Einnig vil ég láta í Ijós undrun mína
á þeim neikvæðu blaðaskrifum sem
hafa orðið að undanförnu um þátt
Bryndísar Schram. Mér hefur þótt
þessi þáttur alveg sérstaklega
skemmtilegur. Kona ein skrifaði og
kvartaði undan þvi að brandararnir i
þættinum væru mjögtviræðirog klúrir
og að hún væri hálf feimin að sitja
undir þessu með börnum sínum.
Konunni þeirri hlýtur þá að líða illa
undir hálfgerðum samfaramyndum
sjónvarpsins. Mér finnst þessi þættir
Bryndísar þvert á móti mjög skemmti-
legir og að fólk eigi ekki að þurfa að
fara hjá sér þótt einn og einn tvíræður
brandari heyrist.
Sjónvarpsáhorfandi hringdi:
Ég vil koma á framfæri þakklæti
mínu til Sjónvarpsins fyrir umræðu-
þættina um erlend málefni sem
Magnús Torfi stjórnar. Magnús Torfi
er sýnilega mjög vel heima í þeim
málefnum sem tekin eru fyrir hverju
sinni og leiðir umræðurnar á skemmti-
legan hátt. Ég hef orðið var við að
ýmsum finnst undarlegt að stjórnandi
tali meira en viðmælendur hans en
mér finnst það þvert á móti skemmti-
legt og sýnir að stjórnandinn er vel að
sér í því sem er til umræðu.
Sérstaklega þótti mér skemmtilegur
þátturinn um nýja páfann og málefni
kirkjunnar. Þar kom Magnús Torfi á
óvart með að sýna að hann er vel að
sér í málefnum kirkjunnar sem og
öðru.
Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir húsmóðir:
Já, aðeins. Ég er farin að kaupa
smávegis af jólagjöfum. Nei, ég þarf
ekki að kaupa mikið af þeim.
Steinþóra Ingimarsdóttir húsmóðir: Nei,
það er ég ekki farin að gera. Það þarf nú
að fara að gera það. Ætli ég byrji ekki á
þvi að baka smákökurnar. Ég baka fimm
til sex tegundir af smákökum.
Brynjar Guðmundsson bflstjóri: Það er
víst lítið. Þó svo að ég baki ekki þá þarf
ýmislegt annað að gera. Það þarf að laga
til og hreingera. Svo eru auðvitað allar
gjafirnar.
Svava Árnadóttir afgreiðslustúlka: Já, ég
hef hugsað um þau frá siðustu jólum.
Það er nú ýmislegt sem þarf að huga að.
Það er til dæmis vinnan heimafyrir og
úti.