Dagblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978.
Sveppir gera af-
gangana góða
og hverdagsmat
að hátíðamat
---- Nokkur heilræði ísambandi við sveppi og matreiðslu þeirra
Hin frábœra söngkona
ANNIE BRIGHT
SKEMMTIR / KVÖLD
Matur framreiddur frá kl. 19.00.
Borðapantanir ísíma23333.
Sveppir eru einnig hentugir i ýmiss konar skreytingar á skrautlegu matarfati,
fyrir utan aö bragðbæta allt sem þeir eru bornir fram með.
Annto BHght I Þóracafé I kvttld
Það eru aðeins 25 hitaeiningar i 100
g af sveppum. Þess vegna ættu þeir að
skipa heiðurssæti í sérhverjum megr-
unarkúr. — Sveppir innihalda einnig
mikið af ails kyns bætiefnum, bæði
vítamín og steinefni, sem okkur eru
nauðsynleg. Það er auðvelt að hreinsa
sveppi — skerið rótina af og hreinsið
þá undir rennandi köldu vatni. Þerrið
þá síðan með eldhúsrúllupappir. Látið
sveppi aldrei liggja i bleyti í vatni — þá
missa þeir bragðið og verða leiðinlegir.
Hægt er að geyma nýja sveppi svo
dögum skiptir I luktu plastiláti i kælis-
káp en fyrst verður að skera rótina af
— þá hætta sveppirnir að vaxa. Stórir
sveppir eru bragðsterkari en þeir litlu,
— og það er auðveldara og fljótlegra
að hreinsa þá. Ef skera á sveppi í
jafnar sneiðar er gott að nota eggja-
skera. — Hráir sveppir bragðast mjög
vel, hvort heldur þeir eru heilir eða í
sneiðum. Ef aðeins á að nota „hatt-
ana” er hægt að geyma stilkana og
nota þá seinna í sósur eða súpur.
100 g í sósuna
— Ekki þarf nema 100 g af svepp-
um út í soðsósu til þess að gera hana
gómsæta, hvort heldur á að nota hana
með fiski eða kjöti. Sveppir geta gert
hversdagsmat, sem búinn er til úr af-
göngum, að hreinasta hátiðamat. Ekki
þykir ráðlegt að sjóða sveppi i vatni
heldur láta þá krauma í smjörliki,
smjöri eða olíu. — Smávegis sítrónu-
safi kemur í veg fyrir að sveppirnir
verði flekkóttir og dregur fram hið sér-
stæða sveppabragð, ef nota á sveppina
í hrásalat. Notið hráa sveppi skorna í
sneiðar sem fyllingu í steikta kjúklinga
og annan fiöurfénað. Hægt er að
hakka sveppi i steinselju-kvöminni.
Gróft hakkaðir sveppir bragðast vel i
hvers konar „dipp”. Þeir henta einnig
vel út i hvaða súpu sem er, t.d. blóm-
kálssúpu, spergilsúpu, tómatsúpu eða
kraftsúpu. Látið gróft hakkaða sveppi
út i fisk eða kjötfars til tilbreytingar.
— Þegar sveppir hafa kraumað í
smjöri er hægt að frysta þá.
íslenzkir sveppir
framleiddir
á tveim stöðum
íslenzkir sveppir eru aðallega fram-
leiddir á tveimur stöðum, að Lauga-,
landi i Borgarfirði og í jarðhúsunum I
Ártúnshöfða. Sú framleiðsla er svo
mikil að hún annar eftirspurn eftir
sveppum innanlands og þekkist nú
ekki lengur að sveppir séu fluttir inn,
nema niðursoðnir. íslenzku sveppirnir
Sveppir eru tilvaldir i fyllingu f hvers konar fiðurfénað. Einnig er gott að nota þá hráa i grænmetissalatið.
eru sérlega bragðgóðir eins og annað
grænmeti sem ræktað er á Islandi.
Hægt hefur verið að fá bæði stóra
sveppi, sem henta vel til þess að vera
skornir í sneiðar, og einnig litla sem
hægt er að nota i heilu lagi.
Ótal uppskriftir
Til eru ótal sveppauppskriftir, mis-
munandi flóknar. Einhver einfaldasta
aðferðin er að bera fram sveppi á rist-
uðu brauði og má nota það sem forrétt
eða sem aðalrétt. — Reiknið með
einni ristaðri brauösneið á mann (ef
um forrétt er að ræða og látið smjör-
steikta sveppi ofan á ásamt einum
sítrónubát. Einnig er hægt að búa til
sósu á sveppina áður en þeir eru látnir
ofan á brauðið.
Ef á að frysta smjörsteikta sveppi er
tilvalið að hafa hvem skammt ekki
stærri en svo að hann henti á t.d.
fjórar eða sex brauðsneiðar. Smá-
skammtar af frystum, smjörsteiktum
sveppum eru einnig hentugir til þess
að hressa upp á hversdagsmat og gera
hann bragðbetri og sparilegri.
Tilvalið er að blanda smjörsteiktum
sveppum saman við sýrðan rjóma,
sem á sérlega vel við sveppi, og bera
fram með spaghetti og ýmsu öðru.
á la créme
Hér kemur loks uppskrift að Cham-
pignon á la créme, eða sveppum i
rjóma.
Sveppirnir eru í rjómasósu sem er
dálítið sérstæð að þvi leyti að ekkert
hveiti er notað til að þykkja hana.
Sveppir matreiddir á þennan hátt eru
Uppskrift
dagsins
tilvaldir ofan á ristað brauð (sjá hér að
framan) eða með steiktum kótelettum.
350gsveppir
l/21 rjómi
l dós sýrður rjómi
20gsmjör
l msk. sitrónusafi
l/2 tsk.salt
Rótin er skorin af og sveppirnir
skolaðir undir köldu, rennandi vatni.
Ef sveppirnir eru mismunandi stórir er
gott að skera þá stærstu í sundur. Þeir
eru siðan soðnir í rjómanum — hrærið
í pottinum og hafið góðan hita. Sjóðið
sveppina þar til rjóminn fer að
þykkna. Bezt er að nota pott með
þykkum botni eða pönnu með háum
börmum. Þegar rjóminn er orðinn
nokkuð þykkur er sýrði rjóminn,
smjörið og sitrónusafinn látið út I,
hrært vel í og rétturinn er tilbúinn til
notkunar.
íslenzku sveppirnir kosta 2.350 kr.
kg, 350 g kosta um 822 kr., rjóminn
457 kr. ogsýrði rjóminn kostar 165 kr.
Þannig kostar allur rétturinn I480 kr.
eða370kr. ámann.
- A.Bj.