Dagblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978. 15 DROTTNINGIN TÖFRAR ALLA Silvía Svíadrottning heldur áfram að láta hjörtu karlmannanna taka aukaslag þó hún sé gift kona og móðir. Þegar hún var á ferð i Júgóslaviu á dögunum kom það glögglega i ljós. Og með sinu glettna skapi lagði drottningin gjörvalla þjóðina að fótum sér. Meira að segja maðurinn hennar, Karl Gústaf kóngur, fellur öðru hvoru í skuggann af Silviu. Hún gerir mönnum ekki létt fyrir að lita af sér. Hún hreyfir sig eins og hún hafi verið drottning allt sitt líf en jafn- framt er hún svo lífsglöð að hún hrifur alla. Föt hennar eru líka valin af mikilli smekkvísi og fara henni einstaklega vel. Ekki klæðist hún þó alltaf skv. nýjustu Parisartízku. Margir segja hana vera of oft í sömu fötunum, en aðrir kunna vel að meta það að drottningin tíðki þann sparnað sem aðrir verða að viðhafa. Og menn segja að þegar hún brosi gæti hún klæðzt lörfum, hún sé alltaf jafn falleg. Silvía hlýðir áhugasöm á opinbera ræðu í Júgóslaviu. t barmi hennar er næla með mynd af Karli GústaS. Drottningunni þótti virkilega gaman að júgóslavneskum þjóðdönsum. Myndin er tekin i Ohrid. Við miðdegisverð með forseta Serbiu, Dobrivoje Vidic. Hún á von á bami | Ríkasta stúlka i heimi, Christina Onassis Kauzov, hefur aldrei verið jafn broshýr. Og það er að gefnu tilefni. Myndin er tekin rétt eftir að hún til- kynnti blaðamönnum að hún ætti von á barni. Og það er maðurinn hennar, Rússinn Sergei Kauzov, sem stendur við hliðinaáhenni. Þegar það fréttist fyrst að hún væri ástfangin af Sergei gat enginn trúað þvi. Hann er nefnilega kommúnisti. Og þótt hann sé útgerðarmaður eins og faðir hennar var, þá eru tekjumöguleikunum takmörk sett, þvi hann vinnur hjá ríkinu. Enda höfðu þau Sergei og Christina ekki fyrr gift sig en blöðin fullyrtu að hún væri farin frá honum aftur. En það ber ekki á öðru en þetta gangi ágætlega hjá þeim og nú eru þau sem sagt að verða foreldrar. Þetta er þriðja hjónaband Christinu, sem er 27 ára, en fyrsta skipti sem hún á von á sér. Barnið verður milljónaerfingi. Skyldi ekki afi gamli, Aristotle Onassis, hafa hlakkað til væri hann enn á lifi? Enda þótt tengdasonurinn sé gallharður kommúnisti. Hún brosir nú aftur ríka stúlkan, enda á hún von á sér.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.