Dagblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978.
Útgefandi: Dagblaflifl hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. RKstjórí: Jónas Krístjónsson.
Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Rjtstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar Jó-
hannes Reykdal. íþróttir: Hallur Sknonarson. Aflstoðarfróttastjórar Atli Steinarsson og Ómar Valdi-
marsson. Menningarmól: Aðalsteinn IngóHsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Alberts-
dóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson,
Ólafur Geirsson, Ólafiir Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pólsson.
Ljósmyndir: Ari Kristinsson, Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjólmsson,
Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Pormóflsson.
Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þróinn Þoríorfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjórí: Mór E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11.
Aflalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2400 kr. ó mónufli inqanlands. í lausasölu 120 kr. ointakifl.
Setning og umbrot Dagblaflið hf. Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skerfunni 10.
Hvað gerir Kjartan?
Margir hafa haft á orði,eftir að núver-
andi ríkisstjórn var mynduð, að nýju ráð-
herrarnir þyrftu ekki mikið á sig að leggja
til að standa sig betur en fyrirrennararn-
ir. Svo illa hefði fyrrverandi ríkisstjórn
haldið á flestöllum málaflokkum. Þessa
dagana reynir á sjávarútvegsráðherra. Menn óttast, að
hann falli í sömu gröf og fyrirrennarinn.
Sjávarútvegsráðuneytið íhugar, til hvaða aðgerða
skuli gripið til verndar þorskstofninum. í ráðherratíð
Matthíasar Bjarnasonar var áherzlan lögð á að hafa ráð
fiskifræðinga að engu. Ár eftir ár réðu áhyggjur ráðherra
af kjörfylgi ferðinni. Aflinn fór tugi þúsunda tonna fram-
yfir það, sem sérfræðingarnir töldu ráðlegt.
Núverandi sjávarútvegsráðherra horfir upp á, að
þorskaflinn í ár var í lok október orðinn um þrjú
hundruð þúsund tonn. Enn voru eftir tveir mánuðir af
árinu en aflinn þegar kominn þrjátíu þúsund tonnum
framyfir það, sem fiskifræðingarnir höfðu mælt með.
Sjávarútvegsráðuneytið telur, að á árinu öllu stefni í þrjú
hundruð og fimmtíu þúsund tonna afla, áttatíu þúsund
tonnum umfram mörkin.
Menn höfðu bundið nokkrar vonir við Kjartan
Jóhannsson í stöðu sjávarútvegsráðherra, talið hann
hafa töluverðan skilning á nauðsyn róttækra aðgerða til
að vernda þetta fjöregg þjóðarinnar. Engin merki hafa
enn sézt, sem benda til þess, að hinn nýi ráðherra sé
reiðubúinn til eins róttækra ráðstafana og eðli málsins
krefst. Ríkisstjórnin hefur ekkert aðhafzt, sem að gagni
mætti koma, meðan aflinn hefur sprengt mörkin.
Hætt er við, að þessi ráðherra falli einnig í þá gryfju
að láta stundar pólitíska hagsmuni ráða ferðinni í stað til-
lits til afkomu þjóðarheildarinnar til lengri framtíðar.
Hann getur síðan reynt að leika sama leikinn og fyrir-
rennari hans og borið þá þversögn fram fyrir kjósendur,
að ráðherrann hafi staðið dyggilega vörð um þorskstofn-
inn með því að blása út lítilfjörlegar ráðstafanir, sem
sama og ekkert hafa gert til verndunar þorsksins.
Kjartan Jóhannsson á annan og betri kost. Hann
getur nýtt sér þær upplýsingar, sem fyrir liggja um
möguleika á beitingu auðlindaskatts og ofvöxt fiskiskipa-
flota landsmanna. Hann á þann kost að horfa lengra en
til skammtíma kjörfylgis og tryggja í þess stað góð lífs-
kjör á íslandi í komandi framtíð.
Vafalaust mundi ráðherrann mæta harðri andstöðu
margra stjórnmálamanna og hagsmunahóps, ef hann
gerðist talsmaður nytsamlegra aðgerða. • Auðveldara er
að fara hinn breiða veg. Lúðvík Jósepsson, formaður
Alþýðubandalagsins og valdamesti maður þess, væri til
með að saka ráðherrann um árás á hagsmuni sjávarpláss-
anna. En landsmönnum er, flestum hverjum, ljóst, hvert
hentistefnan leiðir. Kjósendur létu skoðun sína í þeim
efnum í ljós í síðustu kosningum með því að hafna þeim
stjórnmálaflokkum, sem taldir voru ábyrgastir fyrir
þeirri stefnu.
Raunverulegir stjórnmálamenn horfa lengra en til
skammtíma vinsælda. Þegar mikið er í húfi, munu
stjórnmálamenn ekki hagnast á hentistefnu.
Fiskifræðingar hafa leitt ítarleg rök að því, að þorsk-
stofninn er í sívaxandi hættu, verði ekki snúið við blaði.
Sérfræðingar hafa sýnt skýrum rökum fram á, að fiski-
skipaflotinn, sem stundar þorskveiðar, er langt umfram
það, sem óhætt er. Nú dugir ekkert hálfkák.
Réttarhöld yf ir Maf íuforingjum á Ítalíu
Lög þagnarinnar
ráðaútkomu
Mafíuréttarhalda
Sextíu Mafíuforingjar eru nú fyrir
rétti i borginni Reggio di Calabria á
Ítalíu. Þrátt fyrir svo víðtæk
mafíuréttarhöld, hafa Italir utan þess-
arar borgar veitt þeim litla athygli.
Ráðherra rikisstjórnarinnar hefur
verið kallaður fyrir dómstólinn sem
vitni, er fjallað er um hótanir
mafíumannanna, morð og misnotkun
á almannafé svo nemur milljörðum
króna. Þrátt fyrir svo alvarlegar
ákærur eru fáir sem trúa því að hið
sanna verði leitt í ljós í þessum réttar-
höldum.
Allir hinna sextíu ákærðu tilheyra
skipulögðum glæpasamtökum í Kala-
bríu, sem á síðustu árum hafa jafnvel
skyggt á hina illræmdu Mafíu á
Sikiley. Ákæran hljóðar á þá leið að
foringjamir hafi með öflugum sam-
tökum „fjölskyldna” sinna náð tökum
á öllum valdaþáttum í Kalabríu og
stjórni allri framleiðslu á staðnum.
árið 1970 til þess að draga úr landlægri
fátækt á Suður-ltalíu.
Stálverksmiðja þessi átti að veita
7500 manns vinnu og gert var ráð
fyrir því að aukinn iðnaður sprytti upp
í kringum verksmiðjuna. En nú, átta
árum seinna, er u.þ.b. 150 milljörðum
króna hefur verið veitt í verkefnið, er
eini áþreifanlegi hluturinn hálfgerð
höfn, en hinn nýi iðnaður hefur ekki
sézt. Stálverksmiðjan, sem átti að
framleiða 5 milljónir tonna af stáli á
ári, var aldrei byggð og verður að
öllum líkindum aldrei byggð.
Breytingar á heimsmarkaði,
skrifstofubákn, slæm skipulagning og
óreiða í stórkostlegum stíl hafa
sameinazt um að koma þessari
fyrirhuguðu verksmiðju fyrir kattar-
nef. En fjárglæfrarnir vegna stálverk-
smiðjunnar í Gioia Tauro í Kalabríu
eru ekki til rannsóknar í þessum réttar-
höldum. Samt sem áður mun reynt að
1973—74 og hann mun því skýra frá
áætlunum stjórnvalda í stálverk-
smiðjumálinu. Þá hefur fjöldi
opinberra starfsmanna verið kallaður
fyrir, svo og stjórnmálamenn og jafn-
vel blaðamenn.
Ráðherrann er ekki grunaður um
neitt misjafnt, þótt hatin sé kallaður
fyrir réttinn. Hann hefur tilkynnt að
hann muni segja af sér ráðherra-
embætti síðar i þessum mánuði, til
þess að taka að sér starf aðstoðarritara
Kristilega demókrataflokksins, sem fer
eins og kunnugt er með stjórn lands-
mála á Italíu. En talið er að vitnis-
burður ráðherrans kunni að varpa
ljósi á fyrirætlanir stjórnvalda og jafn-
vel einnig aftökur Mafiunnar.
Því aftökur hafa svo sannarlega
verið við lýði í Kalabriu. Á undan-
förnum fjórum árum hafa um 400
manns verið drepnir og þau dráp tengd
Mafiunni. Talið er að hinn mikli fjöldi
Atriði úr Guðföðurnum, síðari hluta. Óliklegt þykir að guðfeður náist I yflrstandandi mafiuréttarhöldum.
En ákæra er eitt og sönnun mála
annað. Og þrátt fyrir það að sannanir
liggi fyrir, þá veit Mafían að hún getur
treyst á „omerta”, þ.e. lög
þagnarinnar. Þessi lög, og óttinn við
að brjóta þau, leiða ýmislegt
hryggilegt en um leið grátbroslegt í
Ijós.
Einn hinna ákærðu, Domenico
Araniti, bar fyrir réttinum nýlega að
hann hefði verið skotinn og særður
alvarlega árið 1975. „Það eru enn sex
byssukúlur í skrokknum á mér og ég
get varla hreyft mig,” sagði hann.
Frændi hans var drepinn í sömu árás,
en þegar Araniti var spurður hver
hefði skotið hann og af hverju sagði
hann réttinum: „Eg hef enga hug-
mynd um það. Það var e.t.v. vegna
mistaka. Það hefur átt að skjóta
einhvernannan.”
Mikil vitneskja liggur fyrir um mis-
notkun sextíumenninganna á sjóði
sem nota átti til stálverksmiðju í
Kalabriu. Áætlun um stálverk-
smiðjuna var gerð af stjórnvöldum
komast að því, hvernig allir samningar
varðandi verksmiðjuna komust
algerlega í hendur Mafíunnar. Ekki
var vörubíll hreyfður né steinn lagður
svo að Mafían fengi ekki sinn skerf,
þ.e. ákveðið hlutfall allrar fjár-
festingar.
Þess vegna er iðnaðarráðherra
ítaliu, Carlo Donat Cattin, meðal
þeirra 44 vitna sem mæta fyrir
réttinum. Hann var ráðherra þróunar-
mála á suðurhluta ttaliu á árunum
drápa að undanförnu standi í beinu
sambandi við baráttuna um hinn
mikla auð, sem Mafían náði sér í í
gegnum fyrirhugaða stálverksmiðju.
Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um
skiptingu auðsins og því komið
keppinautum fyrir kattarnef sitt á
hvað.
Hin nýja Mafía í Kalabríu starfar á
annan veg en hin rótgróna Mafia á
Sikiley. Sú Mafía nýtur „virðingar”, ef
nota má það orð um mafíustarfsemi.
En Mafíuforingjarnir í Kalabriu eru af
nokkuð öðru sauðahúsi, þeir eru
ungir, ómenntaðir og tilbúnir til að
drepa konur og börn í innbyrðis valda-
baráttu um völd og peninga. Hin einu
lög sem þeir virða, eru þau, sem
Mafiuforingjar, hærra settir en þeir,
setja.
Og það er greinilegt að
sextíumenningarnir sem nú eru fyrir
rétti óttast litið aðgerðir réttra yfir-
valda landsins.
Einn hinna ákærðu er Filippo
Barreca, 31 árs gamall og sagður