Dagblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 24
- er til sýnis og sölu í Rey k javíkurhöf n Fer Albert til gæzlu- starfa í Suður- Ameríku? Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum i varðskipið Albert, minnsta skip Landhelgisgæzlunnar, sem litið hefur verið notað nú síðustu ár. Albert mun vera annað stálskipið smíðað hér- lendis. Það gerði Stálsmiðjan árið 1957. Eftir þvi sem blaðið hefur fregnað mun m.a. einn aðili hafa kannað skipið með það fyrir augum að selja V Albert liggur hér utan á „stóru bræðrunum” sinum viö varðskipabryggjuna i Reykjavikurhöfn. Eins og sjá má á stærðarmuninum er Albert fremur veigalitill1 móts við hin varðskipin. það aftur til einhvers Suður-Ameriku- ríkis til gæzlustarfa þar. Albert er ekki gangmikil! og auk þess grunnskreiður þannig að hann er hvorki talinn henta vel til gæzlustarfa né björgunarstarfa hér lengur. Upp- haflega vélin er í skipinu en hún og skipið eru í vel þokkalegu ástandi. Neðan þilja eru aðeins íbúðir og vélarrúm og þyrfti þvi verulegra breyt- inga við til að breyta skipinu í fiskibát, auk þess sem toggeta þess er takmörk- uð. Niu eins manns vistarverur eru í skipinu, vel rúmar og gæti skipið því hentað sem snekkja, eða til minnihátt- ar rannsóknarleiðangra. • G.S. Léztaf völdum vinnuslyssins Ungi maðurinn sem varð fyrir slysinu um borð i Múlafossi s.l. föstudag er látinn. Hann hét Þorlákur Bjarni Halldórsson og var til heimilis að Álfheimum 60. Þorlákur heitinn var 22 áraað aldri. Gangbrautarslysið á Akureyri: Drengurinn látinn Litli drengurinn sem varð fyrir bifreið á merktri gangbraut á Þingvallastræti á Akureyri 25. okt. sl. lézt á gjörgæzlu- deild Borgarspítalans á fimmtudags- kvöld. Hann hét Birgir Már Björnsson, Stekkjargerði 13 Akureyri. Hann var sjö ára gamall, sonur hjónanna Áslaugar Þorsteinsdóttur og Björns Jakobssonar. -GAJ. Harður áreksturá Kleppsvegi Kl. 7.45 I morgun varð harður árekstur á Kleppsvegi er bifreið keyrði aftan á strœtisvagn. Farþegar bifreiðar- innar sem var af gerðinni Mercedes Benz voru fluttir á siysadeiid. - GA J/-DB-mynd SÞorm. Ráðstefna sjálfstæðismanna: Af nema tekjuskatt af launatekjum — ráðstöfunarfé borgaranna takmarkist ekki af umsvifum ríkisins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í vor. Flokksráðs- og formannaráðstefna flokksins felur miðstjóminni að kjósa þrjár nefndir til að starfa fram að landsfundi: Fimm manna framkvæmdastjórn, nefnd um útbreiðslumál og fræðslumál. „Rikið hefur tekið til sín æ stærri hlut af tekjum borgaranna og notað til margvislegra verkefna. Að mati Sjálf- stæðisflokksins draga háir skattar og opinber afskipti af atvinnulífi úr atorku og starfsvilja. Afleiðing: Minnkandi hagvöxtur,” segir í stjórn- málaályktun ráðstefnunnar um sl. helgi. Tekjuöflun ríkisins verði takmörkuð með ströngum reglum og tekjuskattur af almennum launa- tekjum verði afnuminn. Umsvif ríkisins takmarkist af þessari tekjuöflun — ráðstöfunarfé borgaranna takmarkist ekki af umsvifum ríkisins. -BS. H Á fyrsta blaðamannafundi flokksins: Sigurður Hafstein framkvæmdastjóri Geir Hallgrimsson formaður og Birgir tsleifur Gunnarsson, formaður nefndarinnar sem kannaöi orsakir kosningaúrslitanna. fijálst, áháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1978. Smalahundur slapp úr flugafgreiðslu: Skilaði sér sjálfur íbfl eigandans Mikil leit var gerð að fjárhundi um helgina sem tapaðist úr vöruafgreiðslu Flugfélags Íslands sl. föstudag en seint og um síðir skilaði hundurinn sér aftur. Fjárhundur þessi hafði komið i búri með flugvél frá Egilsstöðum á föstu- daginn og var settur i vöruafgreiðslu Flugfélagsins og átti að bíða þar eftir að eigandi hans næði i hann. En áður en að til þess kæmi opnuðu starfsmenn í afgreiðslunni búrið til að huga að hundinum. Hann lét tækifærið hins vegar ekki ganga úr greipum sér og hljóp á braut frelsinu feginn. Flugfélagsmenn settu auglýsingu í útvarpið þar sem lýst var eftir hundinum og einnig hóf lögreglan leit. Ýmsar ábendingar komu frá fólki en allt kom fyrir ekki, hundurinn náðistekki. Þá var það eigandi hundsins sem fann upp á því snjallræði að skilja bifreið sina eftir opna við Flugafgreiðsluna og það hreif, hundurinn rann á lyktina og skilaði sér í bifreiðina aðfaranótt sunnu- dagsins. -GAJ. ' Það er orðin alvanaleg sjón að sjá ekki nema hluta af tækinu, þegar komið er inn i simklefa i Reykjavik. Þessa mynd tók Sv. Þorm. í sím- klefanum við Lækjargötu. Síztlátáskemmdar- verkum á símasjálfsölum: Annan hvern dag er einn af þrem eyðilagður Sizt dregur úr skemmdarverkum á þeim þrem simasjálfsölum, sem eru utandyra í þar til gerðum klefum í miðborg Reykjavíkur. Að sögn eins starfsmanns í bilanatil- kynningum í gær, lætur nærri að skemmdarverk af einu eða öðru tagi séu unnin á einhverjum klefanum annan hvern dag. Gengur svo langt, eins og DB hefur skýrt frá, að jafnvel simaklefinn fyrir utan miðbæjarstöð lögreglunnar, fær ekki frið. Það er heldur ekki nög með að simtækin sjálf séu skemmd á einn eða annan hátt, heldur eru af og til unnin „hervirki” á klefunum sjálfum. -G.S. Kaupið^Vt TÖLVUR. V*, G TÖLVUUR »,1 BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.