Dagblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978. 5 Menntaskólinn mundi standa þar sem bensinstöðin er núna. Kópavogur gamli hyrfi þá og yfir bilastæðin fremst i myndinni yrði byggt. Hafharfjarðarvegurinn yrði hækk- aður upp og gerð göngugata undir Borgarholtsbrautina. I kvosinni yrðu bilastæði sem væru yfirbyggð. Ekkert myndi skyggja á kirkjuna. Athugasemd við f rétt um skipulag Kópavogs —svæði á stærð við Austurstræti við kirkjuna á alla vegu Skúli H. Norðdahl skipulagsarkitekt i Kópavogi óskaði að koma á framfæri nokkrum orðum vegna fréttar sem ég skrifaði og birtist í blaðinu 1. nóvem- ber. Þar ber hann meðal annars að ég hafi ekki aflað mér nægra upplýsinga um málið. Því er til að svara að ég þóttist ekki hafa ástæðu til þess að efast um orð formanns bæjarstjórnar Kópavogs og setti því sumt af því sem hún sagði fram sem fullyrðingar utan gæsalappa. - DS Það ber að þakka blaðamönnum hvert sinn, sem þeir sýna skipulags- málum og mótun umhverfis þann áhuga að gera af því fréttir. En það er jafnframt að harma, þegar svo tekst til að ekki er aflað nægilegra upplýsinga um fréttaefnið svo að frétt verði rétt og skapi ábyggilegan umræðugrund- völL í Dagbl. 1. nóv. er sagt frá skipulagi miðbæjar í Kópavogi og fyrirhugaðri skólabyggingu þar. Um þá grein óskast eftirfarandi athugasemdir birt- ar ásamt meðfylgjandi myndum. Fyrst ber að leiðrétta misskilning. Tillögur um miðbæjarskipulag, sem nú eru til umfjöllunar i bæjarstjórn eru ekki endurskoðun miðbæjarskipu- lags frá 1970, þvi þá var ekki farið að vinna að þeirri skipulagningu. í endurskoðun er aðalskipulag Kópavogs, sem samþykkt var í árs- byrjun 1970. Frumdrög og grund- völlur deiliskipulags miðbæjar i Kópa- vogi voru samþykkt í skipulagsnefnd Kópavogs 1. des. 1971. Bæjarstjórn samþykkti þau í ársbyrjun 1972 og skipulagsstjórn ríkisins vorið 1972. Þær tillögur sem nú eru til umræðu í bæjarstjórn eru úrvinnsla og endur- skoðun siðari áfanga uppbyggingar miðbæjarins. Upphaflega var sá hluti miðbæjarins, sem er austan Hafnar- fjarðarvegar samþykktur og hafnar þar byggingar og vestari hlutinn látinn bíða síðari umfjöllunar. Á fyrsta skeiði skipulagsvinnunnar var ákveðið að vernda sk. Borgarholt, þ.e. sjávar- og isaldarnúnar klappir, sem kallaðar hafa verið Borgir og eru suðvestan í holtinu, og einnig sjávar- núna grjóturð, sem nú myndar áhrifa- ríkan ramma um Kópavogskirkju. . Þessari ákvörðun hefur veriðframfylgt jafnt í skipulagi miðbæjarins, sem i öðrum skipulagsákvörðunum um þennan hluta Kópavogs. Af þessu tilefni skal vakin á þvi at- hygli, að óbyggt svæði kringum Kópa- vogskirkju verður að stærð líkt því að Austurvelli yrði komið fyrir með öll- um hliðum Dómkirkjunnar. Borgarholtið er 3,56 ha eða um þriðjungi stærra en núverandi Landa- kotstún. Borgarholtsbraut var sveigð frá holtinu til að skerða sem minnst áðurnefndar klappir. Hefur verulega verið dregið úr byggingaáformum samkvæmt núverandi tillögum miðað við upphaflegar áætlanir. Er það m.a. gert með því að draga úr byggingar- hæðum húsa. Um skólabyggingaráform skal þossa getið: Bæjarfélagið er og verður það mannmargt að þörf verður fyrir skóla á framhaldsstigi. Þó að fræðsluyfir- völd hafi ekki markað stefnu um þró- un þess skólastigs var þessi framhalds- skólaþörf viðurkennd. Voru á Alþingi samþykkt lög um menntaskóla i Kópa- vogi. Bæjarfélaginu var skylt i sam- ræmi við stefnu í aðalskipulagi og samkvæmt þeim lögum að velja og út- vega skólalóð. Skólastofnun er hvorki einangrað fangelsi né afgirt sóttkví fjarri byggð, heldur þáttur í almennu menningarlífi og menntauppeldi í sinu samfélagi. Skólastofnun á framhalds- skólastigi hýsir fullorðið og hálffull- orðið fólk og er þannig vinnustaður á borð við aðra vinnustaði i samfélagin: í ljósi þess var þessum framhaldsskóla gefinn kostur á byggingarrétti vestar- lega á miðbæjarsvæðinu í þvi augna- miði að auðga og efla menningar- og mannlíf í þeim hluta bæjarins. Til skýringar skal þess getið, að í miðbæ Kópavogs hefur ekki verið úthlutað - lóðum heldur veittur byggingarréttur innan ramma skipulagsins. Tal um fjölbrautaskóla af einhverri óskýranlegri stærð er út í hött. Þó að Menntaskóli Kópavogs þróist með fjölbrautasniði, sem allir eru sammála um að verði, þarf það ekki að þýða að reisa þurfi eitthvert mannvirkjaferlíki til að hýsa slíka starfsemi, enda setur skipulag miðbæjarins því skorður. Þrátt fyrir það hefur verið haldið opnum leiðum til að skólinn geti þró- ast, sem fræðslu- og uppeldisstofnun i tengslum við atvinnu- og menningarlif sins bæjarfélags. Segja má að umræðunni um hvaö og hvernig fjölbrautarskóli eigi að vera sé ekki lokið og verður því ekki haldið áfram hér. 1 fáum orðum sagt, menntaskóla, er þróast með fjölbrautasniði, hefur veriö valinn staður í miðbæ Kópavogs vegna þess: 1. að þar er hann í beztum umferðar- tengslum sem unnt er að fá í bæn- um. 2. að þar getur hann sem uppeldis- og menningarstofnun bezt orðið þátt- ur I menningarlifi kjarnabyggðar bæjarins og þar með bezt þjónað bæjarfélaginu. Að lokum skal þess getið að undir- ritaður hefur löngum verið hlynntur hugmyndum uin aukna borgara- þátttöku og umræðu um vandamál bæjarfélagsins, jafnt skipulag mál sem1 önnur. Er þar ekki um að ræða neina sérstöðu fyrir skipulag miðbæjarins. Eins og krafizt er faglegrar þekkingar og hæfni af okkur fagmönnunum verður í því sambandi einnig að krefj- ast af þeim bæjarbúum, sem hafa vilja áhrif á gang mála, að þeir sýni for- dómaleysi og einlægan vilja til að kynna sér málin og ræða þau af þekk- ingu og sanngirni. Skúli H. Norðdahl skipulagsarkitekt Kópavogskaupstaðar Likan af skipulagstillögunum. Kirkjan sést efst i horninu tii vinstrí og fyrirhuguð menntaskólabygging er fyrír neðan hana og nær miðju. Við skólann er fyrírhugaður skrúðgarður með skrifstofubyggingum i kring og jafnvel listasafni. Gert er ráð fyrir iþróttahúsi fyrir neðan Borgarholtsbraut. Á eystri gjárbarminum, til hægri á myndinni, er gert ráð fyrir auknum skrifstofu- byggingum. DB-myndir Hörður. Teikning af skipulaginu. Skúli bendir á skrúðgarðinn með tjörn og blómum. Allir litlu dökku hringirnir tákna að um sé fært fólki i hjólastólum. Á miðri myndinni sést ljós hringur. Það er tillaga að hringtorgi fyrir strætisvagnaumferð og yrði það yfirbyggt. Við það er tillaga að komið verði upp útimarkaði. HOLMATINDUR í MATTABANNI Hólmatindur kom til Eskifjarðar Á mánudag var unmð við utskipun fyrir helgina meö 70 tonn af sæmileg- á 400 tonnum af loðnumjöli í Dísar- um þorski, að sögn Sturlaugs Stefáns- felli. Þá var væntanlegt erlent skip til sonar. Hólmatindur verður nú í viku Eskifjarðar og tekur 2000 tonn af þorskveiðibanni, sem sjómenn eystra loðnumjöli til útflutnings. kalla Mattabann í höfuðið á fv. sjávar- útvegsráðherra. -Regína/JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.