Dagblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 — 256. TBL. RITSJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.— AÐALSÍMI27022. f^ LOFTLEIÐAÞOTA FORST: NÆR 200 BK)U BANAB ÞAR AF 8 ÍSLENDINGAR Flugleiðaþota af gerðinni DC-8 með 262 innanborðs, þar af 13 íslendinga í áhöfn, fórst á Sri Lanka (Ceylon) í gærkvöld, um kl. 18 að ísl. tíma. Að minnsta kosti 170 manns biðu bana, flestir indónesískir pílagrímar. Fimm af áhöfninni komust líf s af. Vélin var í leiguflugi á leið frá Jedda í Sádi-Arabíu til Surabaya á austur- hluta Jövu, þegar hún í aðflugi skall niður á kókoshnetuakur um sex km frá flugvelli borgarinnar Colombo. Veður var afleitt, þrumur og eldingar. Um leið og vélin skall niður kom upp í henni mikill eldur. Vélin hafði fengið lendingarleyfi þrátt fyrir þrumuveðrið, að því er segir í fréttaskeyti frá Reuters-fréttastof- unni í morgun. Pilagrimarnir voru á heimleiðfrá Mekka. Rúmlega tuttugu manns sluppu með skrámur úr slysinu. Aðrir sextíu voru fluttir í skyndi á sjúkrahús í fiski- þorpinu Negombo þar í nágrenninu. Tullugu dóu þar fljótlega. og aðrir 23 fengu að fara þegar gert hafði verið að sárum þcirra.'Enn aðrir voru fluttir á hersjúkrahús á Colombo-flugvelli og til borgarsjúkrahússins þar. Björgunarsveitarmenn sögðu frétta mönnum i morgun að lik hinna látnu væru flest ennþá föst í flugvélarflak- inu. Önnur lik voru dreifð um svæðið. Talsmaður Flugleiða í New York sagðist í niorgun hafa fengið fréttir af þvi, að fimm úr áhöfninni hefðu lifað slysið af. ÓV Þau fórustí flugslysinu: Átta flugliðar Flugleiða h.f. létu liflð i flugslysinu mikla við C olombo flugvöll á Ceylon i gærkvöldi. Ásgeir Pétursson, yfirflug- stjóri, 48 ára, kvæntur. Olafur Axelsson, deildar- stjóri, 47 ára, kvæntur. Haukur Hervinsson, flug- stjóri. 42 ára, kvæntur. Guðjón Rónar Guðjónsson, flugmaður, 38 ára, kvæntur. Ragnar Þorkelsson, flugvél- stjóri, 55 ára, kvæntur. Erna Haraldsdóttir, flug- freyja, 38 ára, gift. Sigurbjörg Sveinsdóttir, flug- freyja, 37 ára, gift. Þórarinn Jónsson, forstöðu- maður flugdeildar, 52 ára, kvæntur. Þaukomustaf: Harald Snæhólm, flugstjóri. Jónína Sigmarsdóttlr, f lugfreyja. Kristín E. Kristíeifsdóttír, flugfreyja. Oddný Björgóffsdóttir, flugfreyja. Þuríður Vilhjálmsdóttir, flugfreyja. DB ræðir við flugstjóra á Shri Lanka: TÆPAN KM SKORTT A AD VÉUN NÆÐIBRAUT Fjóriraf fimm Islendingum sem björguðust eru ísjúkrahúsi Dagfinnur Stefánsson flugstjóri var staddur í Ngombo á Shri Lanka er flug- slysið varð í gær. i samtaii við DB sagði Dagfinnur að það væri rangt i frétta- skeytum að sex km hafi skort upp á að vélin næði á brautarenda. Vegalengdin sem á skorti var um hálf míla eða tæpur kílómetri. „Hér var mikið þrumuveður er slysið varð en vélin hafði ferigið lendingar- _leyfi,” sagði Dagfinnur. Hann staðfesti að fimm Íslendingar hefðu lifað af flugslysið. Fjórir þeirra væru í sjúkrahúsi en ein stúlka hefði sloppið svo til ómeidd og dveldist nú á hóteli þar i borg. Um heildartölu þeirra sem fórust rneð flugvélinni var ekki ná- kvæmlega vitað. Rannsókn slyssins er þegar hafin en ekkert liggur enn fyrir um hugsanlegarorsakirslyssins. -ASt. Hér er flugleiðin sem áhöfn D i pilagríma- Sri Lanka flutningum Flugleiða flaug þegar slysið varð. Haldið var frá Jedda í Sádi-Arabíu til Sri Lanka. Þaðan átti að fljúga áfram til Surabaja á Jövu. Slysið varð um kl. 18 i gærdag að íslen/kum tíma, en þá var nær liðið að miðnætti á Sri Lanka (Ceylon). ÍLAGIÁ PAPPÍRNUM _ Surabaja — viðhald flugleiðsögutækja f ólestri segir starfsmaður Flugleiða, sem þekkir vel til á Colombo-flugvelli Að sögn starfsmanns Flugleiða, er reynslu hefur af flugi á þeim slóðum, sem slysið á Ceylon varð og margoft hefur lent á flugvellinum á Loiompo, er völlurinn allþokkalega búinn tækjum „á pappirunum” eins og hann orðaði það. Aðflutningsleiðbeiningatæki þurfa á stöðugri leiðréttingu að halda, sem ekki er sinnt sem skyldi, auk þess að bili einhver mikilvæg leiðbeininga- tæki dregst oft i marga mánuði að lag- færa þau. Þá dynja oft yfir þrumuveður á þessum slóðum með miklum vind- sveipum, en að sögn er auðvelt að bregðast við slíku á DC-8, jafnvel örskömmu fyrir lendingu. Sumar þotur eru þannig að rétt fyrir lendingu verður lítið eða ekkert að gert við óvæntum aðstæðum. Aðhylltist starfsmaðurinn fremur að villandi leiðsögutæki hafi ollið slysinu en alvarleg vélarbilun, án þess að leggja neinn dóm á málið. Skammt er til varaflugvallar frá umræddum flugvelli, þannig að óliklegt er að vélin hafi neyðzt til að lenda á vellinum vegna alvarlegrar vélarbilunar og þvi teflt á tvísýnu i þvi slæma veðri sem gekk yfirerslysið varð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.