Dagblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978. / 5 \ Á SJÖnA HUNDRAÐ LANDAR ERLENDIS UM JÓL OG ÁRAMÓT — Kanaríeyjar enn vinsælastar Töluverður hópur íslendinga dvelur fjarri ættjörð sinni um jólin og ára- mótin. Þannig eru líkur til að á milli 400—500 manns verði á Kanarieyjum, hundrað manns á Miami, 40 i ísrael, 50—60 í Austurriki á skíðum og um 40 i Noregi á skiðum. Fyrir svo utan alla þá sem dvelja í smærri hópum annars staðar. Flugleiðir áætla að fara með 200 manns til Kanarieyja og hundrað til Miami. Til Austurríkis er áætlað að fara með 23 og 40 til Noregs. En allar þessar tölur eru birtar með mikilli varúð því landinn er óvenju seinn fyrir að pantasérferðiriár. Sunna fer með aðra 200 til Kanaríeyja. Er það svipaður fjöldi og í fyrravetur á sama tima. Sunna býður upp á nýjan ferðamannastað um jólin, ísrael. Þangað fara um 40 manns ef áæltanir standast. Þá fara 25 manns á skíði í Austurríki. Frá ferðaskrifstofunni Atlanticu fara líklega um 40 manns á skíði í Jólaparadis 400 Íslendinga, Kanarieyjar. Austurriki. Alls verður þvi fjöldi þeirra sem á þessum stöðum dveljast kringum 560—70 manns. .ds. / j Laugardalur: Hagur trimmara vænkast Ellert og Friðrik vilja umboðsmann íþróttaaðstaðan i Laugardalnum er að verða til mikillar fyrirmyndar. Þar er ekki einungis séð fyrir þörf keppnis- iþróttanna heldur fá trimmararnir líka eitthvað til að glíma við eins og sjá má á myndinni hér að ofan. í Laugar- dalnum er 360—370 metra löng trimmbraut og nú hefur verið komið fyrir meðfram henni alls kyns áhöldum fyrir þrekæfingar. Þannig geta trimmararnir gert hinar Qölbreytileg- ustu æfingar sér til heilsubótar. Eftir þvi sem DB veit bezt hefur almenningur ekki notfært sér þessa aðstöðu mikið en fyllsta ástæða er til að mæla með henni. -DB-mynd Sveinn Þorm. „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að leggja fram frumvarp til laga um umboðsmann Alþingis,” segir i þingsályktunartillögu, sem Ellert B. Schram (S) og Friðrik Sophusson (S) lögðu fram í gær. Kristján Thorlacius, sem þá var vara- þingmaður Framsóknar, bar fram til- lögu um þetta ásamt fleirum á þinginu 1966—67. Siðan bar sjálfstæðis- maðurinn Pétur Sigurðsson fram slíka tillögu á þinginu 1970—71. Hún var samþykkt sem ályktun þingsins i mai 1972. Fieiri tillögur hafa komið fram í svipaða átt. Umboðsmaðurinn er ókominn. „í seinni tíð hefur mönnum orðið Ijóst að með aukinni stjórnsýslu og viðameira framkvæmdavaldi þyrfti að tryggja betur en áður að réttur væri ekki brotinn á einstaklingum, að rangindum verði ekki beitt, þótt þau séu ekki beinlinis lögbrot, og að löggjafarvaldið geti haft nánara eftirlit með þvi að lögum sé fylgt,” segja Ellert og Friðrik i greinargerð. Skoðun rannsóknarnefnda Bflþjófar áferð Tilraun var gerð til bílþjófnaðar í nótt. Var það á Mýrargötunni um kl. 1.00. Tveir piltar, sem að sögn Guðmundar Hermannssonar yfir- lögregluþjóns voru þarna að verki og höfðu keyrt bílinn út úr stæðinu og á nærstaddan bil þegar umráöamann bílsins bar að garði. Piltarnir sem voru ölvaðir lögðu á flótta en annar þeirra náðist og var tekinn í vörzlu lögregl- unnar. En lögreglan telur sig vita, hver hinn er. -GAJ. þingsins geti verið háð tilviljununt og pólitiskum valdahlutföllum. ÞingiAsjálft geti ekki tekið að sér cftirlitshlutvcrk. Heppilegast sé að sett verði á stofn embætti umboðsmanns Alþingis. scm nteðal annars taki við kvörtunum út af rangindum stjómvalda eða eigi sjálfur frumkvæði að könnun á atferli stjórn- valda. Hann rannsaki mál á hlutlausan hátt, afli skjala og vitneskju nteð skýrslum stjórnvalda og cinstaklinga og sé almennt athugull um hvort ekki sé einhvers staðar að finna brotalamir eða ósamræmi i lögum og reglugcrðum og geri tillögur til úrbóta. -HH. Fertug Vika i Hollywood Vikan er fjörutiu ára á morgun. föstudag. og i dag kentur út mikið hátiðarlölublað í tilcfni þess. Fjörtiu ár eru ekki svo hár manns- aldur en telst til tiðinda i blaðaheiminum. Og til þess að sanna að cngin ellimörk séu á sér heldur Vikan hóf mikið i Hollywood i kvöld. Þar verður margt til skcmmtunar. gestir hennar fá afmælisgjafír og trúðar og loddarar bregða á leik. Skemmtunin hefst kl. 19.00 og þess má geta, aö hundraðasti hvcr gestur fær ársáskrift af Vikunni að gjöf. -ÓG. Aldrei önnur eins sala á jólahannyrðum „Ég man ekki aðra eins sölu i ein 5 ár.” sagði Guðrún Erla Skúladóttir, eigandi hannyrðaverzlunarinnar Erlu, er hún var spurð um hvort menn væru farnir að kaupa til jólanna. „Núna kaupa konur mun meira af efnum og garni og sauma út eftir munstrum úr dönsku blöðunum. Kaup á pökkum með öllu tilbúnu i hafa þó litið minnkað, en hlutfallið hefur breytzt. Þannig eru eru efnin og garnið um 60% á móti hinu. Það er ýmislegt sem menn kaupa eingöngu til að sauma fyrir jólin. Má þar nefna borðdregla, klukkustrengi með jólamyndum, póstpoka og fleira,” sagði Guðrún. •DS. Sfldveiðarnar: Veiðitími nótabát- anna ekki lengdur — þótt þeir veiði ekki upp í kvótann Veiðitimi hringnótabátanna á sild- veiðunum rennur út á mánudaginn og verða ekki veittar undanþágur eins og i fyrra, þótt þeir hafi að öllum likindum ekki náð kvóta sínum þá, að sögn Þórðar Eyþórssonar, fulltrúa í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Veiðarþeirra hafa gengið verr nú en i fyrra og vantar þá nokkuð á að vera búnir að afla jafnmikið og á sama tima þá. Munu undanþágur ekki veittar nú m.a. af þeirri ástæðu að ekki eru fyrir- liggjandi neinir áhugaverðir samningar umfram það magn sem þegar er veitt. Reknetaveiðarnar verða stöðvar á há- degi i dag þar sem þeir bátar hafa aflað uppí kvóta sinn. List- skautar Svartir og hvítir Póstsendum Stærðir: Hvítir 27-43, verð kr. 13.700 til 14.600 Svartir 31-46, verð kr. 14.100 til 14.900 Glæsibæ—Sími 30350 -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.