Dagblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978. g Útvarp Sjónvarp D INDÆLISFÓLK—útvarp kl. 21.15: ÚTVARPSSAGA BARNANNA—útvarp kl. 17.20: Æsku- draumar — eftir Sigurbjörn Sveinsson Um þessar mundir les Kristín Bjarna- dóttir útvarpssögu bamanna, Æsku- drauma, eftir Sigurbjörn Sveinsson rit- höfund. Höfundurinn. Sigurbjörn Sveinsson, var fæddur i Kóngsgarði í Bólstaðarhlíð 19. október 1878 og átti hann því aldarafmæli nú fyrir stuttu. Hann var fyrsti íslenzki barnabóka- höfundurinn hér á landi og vegna afmælis hans minnist útvarpið hans með lestri þessarar barnasögu. Ennfremur var fjallað um höfundinn í barnatíma fyrsta vetrardag, 21. október sl„ i þætti sem nefndist Ég veit um bók, í umsjá Sigrúnar Björnsdóttur leikkonu. Sigurbjörn var barnakennari 1908— 1919. eftir það flutti hann til Vest- mannaeyja og var kennsla hans aðal- starf þar til ársins 1932. Meðal bóka sem hann gaf út voru Bernskan og Geislar sem út kom í tveim bindum, Skeljar var önnur bók sem hann gaf út og kom hún út í 4 bindum. Sú bók inniheldur bæði barnasögur og Ijóð. Sigurbjörn Sveinsson lézt árið 1950. Bók hans, Æskudraumar, kom út árið 1921 og fjallar hún um þrjú börn í sveit, Kára bóndason, Odd stórbóndason og Þóru sem er munaðarlaus. Bókin segir frá bernsku þeirra og unglingaástum. Lesturinn i dag hefst kl. 17,20 og verða lestrarnir níu. ELA. Kristín Bjarnadóttir leikkona les um þessar mundir útvarpssögu barnanna. Geimtruflanir, peningar, trúarbrögð og listir -|gl' Þorsteinn ö. Stephensen fer með hlutverk Jónasar Web- ster i leikriti kvöidsins. Guðbjörg Þorbjarnardóttir fer með hlutverk Friðmeyjar Bláklukku. Sigurður Skúlason fer með Edda Þórarinsdóttir fer með hlutverk Owen Webster. hlutverk Agnesar Webster. I kvöld kl. 21,15 verður flutt í út- varpinu leikritið Indælisfólk eftir William Saroyan í þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur. Leikstjóri er Benedikt Árnason og með aðalhlutverkin fara Þorsteinn Ö. Stephensen, Edda Þórarinsdóttir, Sigurður Skúlason og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Með önnur hlutverk fara Lárus Pálsson, Rúrik Haraldsson, Ævar R. Kvaran og Flosi Ólafsson. Leikritið fjallar um Jónas Webster sem er heimspekilega þenkjandi og mikill mannvinur en aflar sér lifsviður væris á nokkuð óvenjulegan hátt. Owen, fimmtán ára sonur hans, telur systur sinni trú um furðulegustu hluti en V_____________________________________ sjálfur gerir hann ekki handtak og þykist vera skáld. Leikurinn snýst um geimtruflanir, peninga, trúarbrögð og listir. Málfarið er einfalt en yfir leiknum öllum hvilir Ijóðrænn og sakleysislegur blær. Að dómi höfundar skiptir ekkert jafnmiklu máliogástin. Höfundirinn, William Saroyan, er fæddur i Fresno í Kaliforníu árið 1908, af armensku þjóðerni. Hann missti ungur föður sinn og var sendur á munaðarleysingjahæli. Hann naut lítillar skólagöngu og vann við margvis- leg störf áður en hann gerðist blaða- maður og rithöfundur. 1 verkum hans kemur fram mikil bjartsýni, hann trúir á alheimskærleik- ann og það góða i mönnunum. Smásagnasafn kom út eftir Saroyan árið 1934 og hlaut frábæra dóma en síðan hefur hann skrifað bæði skáldsögur og leikrit. Indælisfólk (The Beautiful People) var frumsýnt í New York árið 1941. Útvarpið hefur flutt nokkur verka Saroyans, þ.á m. eru: Hæ þarna úti 1953 (einnig sýnt hjá Leikfélagi Reykja- vikur) og Maðurinn sem átti hjarta sitt í Hálöndum sem flutt var 1960. Leikritið Indælisfólk var áður flutt hjá útvarpinu árið 1967. Flutningur þess tekur um fimm stundarfjórðunga. -ELA. ___________________________________) 23 af alskonar bamafatnaðí. • Jólapilsin koma á föstudag. • Prjónakjólar á mömmurnar. LAUGAVEGI66 SÍM112815 VIKAN 40 ára í lilefni afmæli» Vikunnar höldum viö afmælia- veizlu i Hollywood f kvöld. Hundraöasti hvergestur fær áskrifaf Vikunni. Gestir fá gjafir frá Vikunni t.d. plakat, merki, skyni ofl. Afmælis-Vikan veröurá boöstólnum og Helgi Pét- ursson les kafla úr nýju Vikunni. Sérstök lesstund 1 Allir eru veizluna. IV Baldur Brjánsaon töframaöurlnn mlkll mætir á stað- ^ Innog leikur llstir sínar. ° + Plata kvöldslns er Ljósin í bænum Hln nýja frábæra hljómplata frá HOLUUVOOD

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.