Dagblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978.
9
Verður kúlan
að atvinnu-
brúðarrekkju?
— komnar fyrirspurnir um smíði á
fleiri lokrekkjum
„Það hefur komið til tals og er i
athugun að koma kúlunni upp á einu
hótelanna hér í borg og leigja hana
brúðhjónum til að halda þar
brúðkaupsnaetur,” sagði Ingvar Þor-
steinsson í húsgagnaframleiðslunni
Ingvar og Gylfi, er hann var spurður
um afdrif lokrekkjunnar frægu sem
var til sýnis á húsgagnasýningu nýlega
og kostar liðlega fimm milljónir með
öllum tækjabúnaði.
Ingvar sagði að tilgangurinn með
smiði kúlunnar, eins og hann kallar
lokrekkjuna, hafi verið að varpa fram
hugmynd til að framkalla nýjar hug-
myndir. Það hefur tekizt vonum
framan og mikil umræða skapazt um
kúluna, að hans sögn.
Hafa a.m.k. tveir aðilar lýst áhuga
að á láta smíða þess háttar grindur
fyrir sig og innrétta að eigin smekk.
Þeir sem skoðuðu rekkjuna á
sýningunni töldu margir að ekki væri
neinu við bætandi, en Ingvar sagði að
maður nokkur sé að hugleiða enn frek-
ari búnað í slíka rekkju. -S.G.
Ingvar Þorsteinsson: „Við komum með þessa hugmynd til að framkalla nýjar hugmyndir”. — DB-mynd R. Th.
Ekki samræmi í hlutunum, segja Greenpeacemenn:
VIUIÐ HVALAVERND EN STYÐJIÐ MESTU HVALA-
DRÁPARANA
Forsvarsmenn Greenpeace
samtakanna telja misræmi I þeirri
afstöðu íslendinga að telja flestar aðrar
þjóðir stunda ofveiði á hvölum en þá
sjálfa. Jafnhliða séu íslenzkir fulltrúar i
samtökum Alþjóðahvalveiðiráðsins einir
af helztu stuðningsmönnum Japana og
Sovétmanna, sem séu einir hörðustu
andstæðingar friðunar hvalastofna.
Greenpeace samtökin hafa fylgzt með
atkvæðagreiðslum hjá Alþjóðahval-
veiðiráðinu. Samkvæmt þeim at-
hugunum eru fulltrúar íslands í hópi
þeirra fimm rikja sem oftast greiða at-
kvæði gegn tillögum um verndun hvala-
stofna. Samkvæmt skýrslu Greenpeace
er Japan þar i efsta sæti, siðan koma
Sovétríkin, Noregur, Danmörk og
ísland.
næðist og tækju þá ekkert tillit til
friðunar einstakra hvalategunda. Eins
væri því farið með Spánverja, sem ekki
væru meðlimir i Alþjóðahvalveiðiráðinu
og færu því ekki eftir reglum þess.
Hvalveiðiskipin sem veiddu á Norður-
Atlantshafinu fyrir utan öll lög og reglur
væru skráð í ýmsum Afrikulöndum en
grunur væri á því að þau lönduðu afla
sínum í einhverjum Miðjarðarhafs-
höfnum á Spáni eða annars staðar. Talið
væri að japanskir aðilar stæðu á bak við
þessa ólöglegu útgerð.
Greenpeace samtökin og skyld
náttúruverndarsamtök láta sig ekki
einvörðungu varða verndun hvala-
stofna. í sumar reyndu samtökin að
koma i veg fyrir að brezkt skip losaði
geislavirk úrgangsefni í Atlantshafið.
Félagar úr Greenpeacesamtökunum að reyna að hindra Hval 9 við veiðar við
Islandsstrendur siðastliðið sumar. Lengst til vinstri eru tveir þeirra á gúmbát með
utanborðsvél i siglingastefnu hvalbátsins. t baksýn er skip samtakanna, Rainbow
Warrior.
Á fundi með fréttamönnum í gær
lýstu fulltrúar Greenpeace samtakanna
þvi yfir að þeir teldu að aðgerðir þeirra
gegn hvalveiði við Island, sem fram fóru
í sumar, hafi tekizt vel og mundu þeir
mæta aftur á skipi sinu Rainbow
Warrior við byrjun næstu hvalvertiðar
og trufla veiðar íslenzku hvalbátanna.
Segjast forsvarsmenn samtakanna ætla
að koma hér árlega þar til íslendingar
hafi samþykkt tiu ára hvalveiðibann i
samræmi við samþykktir Sameinuðu
þjóðanna.
Fulltrúar Greenpeace samtakanna
sýndu i gær kvikmynd af störfum sinum
hér við land i sumar og einnig frá
baráttu sinni gegn spænskum
hvalveiðimönnum.
Sögðu þeir að vitað væri um þrjú eða
fjögur hvalveiðiskip á Norður-Atlants-
haftnu sem veiddu þann hval sem til
Var þetta um það bil sex hundruð milur
suður af Islandi. Var þar um að ræða
um það bil fimm þúsund og fimm
hundruð tunnur eða rúmlega tvö
þúsund lestiraf úrgangsefnum.
Næsta sumar er ætlunin að reyna að
koma í veg fyrir að itölsk skip sökkvi
þúsundum tonna af eiturefnum frá verk-
smiðjum þar í landi i Miðjarðarhaftð.
Talsmenn Greenpeace samtakanna
sögðust vilja itreka jsá staðreynd að
starfsemi Alþjóðahvalveiðiráðsins i
friðunarmálum hefði verið ein sorgar-
saga frá byrjun. Sem dæmi mætti taka
sögu steypireyðar. Visindamenn hefðu,
þegar árið 1949, bent á að nauðsynlegt
væri að friða stofninn en úr því hefði
ekki orðið fyrr en sautján árum síðar.
Ekkert benti aftur á móti til þess að þær
friðunaraðgerðir hefðu komið nægilega
fljótt tilaðbjargasteypireyðinni. -ÓG.
—á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins, segja Greenpeacemenn
um af stöðu íslendinga
NuovaAjfXa?
lipur í umferðinni
.. er nískur
á bensínið
rúmgóður
að innan
... skemmtilegur smábíll
með frábæra aksturseiginleika
þægindum og aukaútbúnaði
Nú er það „kúpp“að
kaupa Lancia A112
Þar sem verðið á LANCIA A112 er bundió
skráðu gengi Bandaríkjadollars sem er í öldu-
dal þessa stundina, — þá er það sannkallað
,,kúpp“ að kaupa LANCIA A112.
Nokkrir bílar fyrirliggjandi.
BJÖRNSSON A£o
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI81530 REYKJAVÍK