Dagblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978. (S 13 Iþróttir Eþróttir Iþróttir Iþróttir D Jóhannes skoraði 3ja mark Celtic. Jóhannes skoraði þegar Celtic komst í undanúrslit bikarsins — Celtic sigraði Montrose 3-1 í skozka deildabikarnum í gærkvöld. Danny McGrain með á ný. HALLUR SiMONARSON Danny McGrain, sem af flestum er talinn bezti bakvörður Skota gegnum árin, lék sinn fyrsta leik með Ceitic í heilt ár í gærkvöld, þegar Celtic lék við Mont- rose á Parkhead í deildabikarnum. McGrain var fyrirliði liðsins og fagnað mjög af tugþúsundum áhorfenda, þegar hann birtist í fararbroddi liðs síns á vell- Lelkmenn Celtic komust strax i mikið stuð og skoruðu þrjú mörk á fyrstu 37 min. leiksins. Hið fyrsta skoraði McAdam, þá Andy Lynch úr vítaspymu og á 37. mín. skallaði Jóhannes Eðvalds- son knöttinn i mark Montrose. Það er fyrsta markið, sem Jóhannes skorar fyrir Celtic á leiktimabilinu. Hann var mark- hæsti leikmaður liðsins á síðasta leik- tímabili en hefur í haust verið aftasti maður i vörn liðsins. Fleiri urðu Celtic- mörkin ekki í leiknum en í síðari hálf- leiknum skoraði Montrose eitt mark. Celtic.vann þvi 3—1 og samanlagt 4—2 i báðum leikjunum. Jafntefli var 1 — 1 i leik liðanna i Montrose. Úrslit í skozka deildabikarnum í gær urðu þessi: Aberdeen — Ayr 3—1 Arbroth — Rangers 2—1 Celtic—Montrose 3—I Hibernian — Morton 2—0 Aberdeen vann santanlagt 4—2, Rangers 3—1 og Hibernian 2—1. I undanúrslitum leika því Aberdeen, Celtic, Hibernian og Rangers. Norðmennirnir Isak Arne Refvik og Svein Mathiesen léku báðir með Hibernian i gær — og mörk Refvik tryggðu Hibernian sæti i undanúrslitum. Hann skoraði eitt mark i hvorum hálf- leik. Rangers tókst að tryggja sér sigur gegn Arbroth fimm mín. fyrir leikslok, þegar Bobby Russel skoraði. Það var annað mark Rangers, sem vann 2—I. Gordon Smith skoraði fyrra markið en Fletcher mark Arbroth. Jafnt var i hálf- leik i leik Aberdeen og Ayr 1 —I en mörk Joe Harper og Archibald i siðari hálfleik tryggðu sigur heimsliðsins. Sviss átti varla skot á mark Pólverjanna! Pólverjar höfðu mikla yflrburði gegn Sviss í 4. riðli Evrópukeppni landsliöa i Wroclaw í Póllandi í gær. Sigraði þó aðeins 2—0 en svo miklir voru yfirburðir liðsins að Svisslendingar áttu varla skot á pólska markið. Pólska liðið var nær al- veg eins skipað og í september, þegar Pólland vann ísland í riðlinum 2—0 á Laugardalsvelli. Karl Engel átti stórleik i marki Sviss og það var ekki fyrr en á 38. min. að Zbigniew Boniek tókst að koma knettin- um framhjá honum í mark Sviss. Engel lék i marki vegna meiðsla Erich Burgener. Á 57. mín. skoraði Roman Ogaza siðara.mark Póllands og þar við sat. Fleiri urðu ekki mörkin til vonbrigða fyrir 45 þúsund áhorfendur. Svo getur farið að markatala ráði úrslitum i riðlin- Staðan í riðlinum er nú þannig: Holland 3 3 0 0 9—1 6 Pólland 2 2 0 0 4—0 4 A-Þýzkaland Sviss ísland 2101 3—4 2 2 0 0 2 1-5 0 2 0 0 2 1-8 0 Sviss öruggt í B-keppnina Sviss sigraði ísrael 27—20 <17—7) i C-keppninni i heimsmeistarakeppninni í handknattleik i Zúrich í gær og hefur svo gott sem tryggt sér sæti í B-keppn- inni. Hins vegar er keppnin um önnur sæti mjög tvísýn því Portúgalar komu mjög á óvart og sigruðu Norðmcnn 20— 16 í gær. 10—8 fyrir Portúgal í hálfleik. Liðin sex, sem eftir eru í úrslitum C- keppninnar, berjast harðri baráttu um sætin fjögur í B-keppninni. Aðeins Italía virðist enga möguleika hafa. I gær fapaði ílalia fyrir Austurriki 20—16 eftir 12—7 í hálfleik fyrir Austurríki. Staðan eftir þrjár umferðir af fimm er þannig: Sviss 3 Noregur 3 ísrael 3 Austurriki Portúgal 3 0 0 81-54 6 2 0 I 58-50 4 2 0 I 60-57 4 3 10 2 47-54 2 3 10 2 58-66 2 Italía 3 0 0 3 45-68 0 SUMARHUSfe/f KYNNA Viö bjóöum upp á heilsárs hús frá 12-73 ferm. Einnig eldhúsinnréttingar, furuhúsgögn o.fl. Ég óska eftir að fá sendan kynningabækling um Romsdalssumarhús. Nafn Heimilisfang Þriggja ára ábyrgð. Sýningarhús við Meðalfellsvatn SUMARHÚSfe/f Ármúla 23 - Sími 30880 - Heimasímar: 40210 og 75541

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.