Dagblaðið - 16.11.1978, Síða 3

Dagblaðið - 16.11.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978. 3 Engin sundlaug enn við Sjálfsbjargarhúsið: Skilningsleysi ráðamanna MöhDLU IS® MEÐ EKTA CALIFORNIU MONDLUM JÞiRÐhRD€RJh IS MEO MULDUM JARÐARBERJUM P€RU IS® RONDOTTUR vanillais með perubragði Breiðholtskjör: GUNNLAUGUR A. JÚNSSON llla stað- sett strætis- vagna- stöð Lamaðir og fatlaðir fóru 1 jafnréttisgöngu I sumar sem vakti mikla athygli. Ekki hefur sú ganga þó nægt til að koma þvf til leiðar að sundlaug verði byggð við Sjálfsbjargarhúsið 1 Hátúni 12. DB-mynd Ari Kristinsson getum ekki setið í bil og ekkert komist. P.S. Framlögum til sjóðsins er veitt móttaka i skrifstofu Sjálfsbjargar- hússinsað Hátúni 12. Endastöðin við gryfju á Landspítalalóðinni þar sem koma átti laug. Er hún þar með úr • sögunni. Loks þegar ráðherrar höfðu legið á Grensásdeild var samþykkt fjárveiting til laugarbyggingar þar. Hingað kemur mjög fatlað fólk hvaðanæva að, einnig af Grensás- deild, til ævidvalar. Meðan stórfé er eytt í fjarskiptastöðvar fyrir sjónvarps- útsendingar erlendis frá og annað álíka bruðl mega sárþjáðir og vanmegna sjúklingar hér i Sjálfs- bjargarhúsinu stara vonlitlum augum á þennan steypta grunn, því okkur hefur verið sagt af hjúkrunarfólki að laugin komi ekki fyrr en eftir 6—7 ár. Mér er fullkunnugt að forráðamenn Sjálfsbjargar, það ágæta fólk, hefur hug á að hefja byggingu laugarinnar svo fljótt sem verða má. En það er gamla sagan.. fjárskortur hamlar. Þetta er þjóðarskömm. Á Reykjalundi og Elliheimilinu Grund eru laugar til mikillar heilsubótar vistmönnum þar. Hér er það mér og ótal öðrum öryrkjum bein lífsnauðsyn að fá laugina sem allra.fyrst. Nýlega gáfu vinahjón min kr. 50.000 í sjóð þann sem tekðr á móti framlögum til laugar- innar. Mun sá sjóður lítt kunnur og um leið og ég þakka áðurnefndum hjónum af alhug þessa rausnarlegu gjöf langar mig til að-vekja athygli allra þeirra, sem fjárráð hafa. bæði einstaklinga og félaga, svo sem Kiwanis- og Lionsklúbba, á þessu aðkallandi og afdrifaríka máli. Ef margar hendur leggjast á eitt má mikið vinnast. Og þótt framlögin séu smá, þá holar dropinn steininn. Þið sem njótið þeirrar heilsubótar að komast i Laugardalslaugina, Vestur- bæjarlaugina og aðrar laugar — i nafni mannúðar og jafnréttis leggið okkur lið — okkur sem mörg hver María Skagan skrifar: Fyrir utan gluggann minn mér að Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu, blasir við steyptur grunnur — vísir að sund- og æfingalaug — sem átti að vera tilbúin fyrir mörgum árum. Félagið Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, hefur gert stórátak með byggingu dvalarheimilisins, Sjálfsbjargarhúsinu svokallaða þar sem verst fatlaða fólkið dvelur, sumt á sjúkradeildinni, sem rúmar 45 manns, sumt í nýju íbúðunum, sem verið hafa í byggingu i mörg ár og eru enn ekki allar full- gerðar. Ennfremur er hér æfingastöð með tveimur sjúkraþjálfurum og nokkrum raftækjabúnaði til gigt- lækninga. Allt er þetta ómetanlega mikils virði og ber að þakka af alhug. En hér sem víðar skortir það sem mörgum er mestra meina bót, nefnilega áðurnefnd laug. Það er óhrekjanleg staðreynd að i þægilega heitu vatni eru illa farnir sjúklingar færir um að gera margvís- legar og flóknar æfingar sem þeir með engu móti geta gjört á æfingabekkj- um, hversu færir sjúkraþjálfarar sem hlut eiga að máli. Danskur sjúkraþjálfari sagði eitt sinn við mig: „Þið íslendingar ættuð að geta haft hæfilega heita laug og heitan pott við hvert sjúkrahús á höfuðborgar- svæðinu. Þið sem hafið hveravatnið og getið hilað upp húsin." Skilningur forráðamanna þjóðfélagsins er þó ekki meiri en svo að mokað var ofan í Helga Jónsdóttir hringdi, og vildi vekja athygli stjórnar SVR á því hversu endastöð leiðar nr. 11 er illa staðsett. „Þarna er barnaleikvöllur og bömin þurfa að komast yfir þessa fjölförnu götu á hann. Núna hefur orðið dauðaslys þarna en það er alltaf eins og slys þurfi til að eitthvað verði gert." Heimilis- /æknir svarar Raddir lesenda taka við skiiaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" í slma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Spurning dagsins Veizt þú hvar jóla- sveinninn á heima? (Spurt I leikskólanum Varmá). F.yrún Kyþórsdóttir, 5 ára: Jólasveinninn, hann á heima i fjallinu. Ég rnan ckki hvað fjallið heitir. kannski Esjan. Ingvar Magnússon, 4 ára: Ég veit sko alveg hvar hann á hcima. Hann á heinia i fjallinu. Ég hef oft séð jólasveininn og hann hefur komið með pakka til ntín. Þaðvarofsallotl dót í pakkanum. Silja Traustadóttir, 4 ára: Hann býr i . Esjunni. Ég hef cinu sinni séð hann. Ég fæ að sjá hann aftur, þegar jólin koma bráðum. Kári Hafsteinsson, 5 ára: Jólasveinninn á heima á isjaka, langt, langt úti á hafi. Hann hefur aldrei gefið ntér pakka og mig langar ekkert til að sjá hann og ég ætla ekki að fara á jólaball. Haraldur Daði Ragnarsson, 4 ára: Ég held bara að hann búi i fjalli. ég bara ntan ekki alveg Itvað það heitir. En ég hef oft séð jólasvein og einu sinni gaf jólasveinninn mér Mikkantúsbók. Það varofsalega gaman. Magnús (pabbi hcitir lika Magnús), 5 ára: Jólasveinninn á heima uppi i fjöll- um og Grýla gamla er mamma jóla- sveinanna en þeir eru 10. Grýla cr ekki dauö, ég veit það alveg. Einu sinni sá ég jólasvein og hann hét Kertasníkir. Hann kom í heimsókn til min.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.