Dagblaðið - 16.11.1978, Side 4

Dagblaðið - 16.11.1978, Side 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978. Tegund: Tjara(mg): Nikótín: Tegund: Tjara(mg): Nikótin: Camel 25 1,7 Peter Stuy vesant 14 1,2 Camel Filter .19 1,3 Raleigh Filter 16 1,0 Chesterfield 23 1,4 Raleigh 24 1,4 Eve Super Long 16 1,0 Salem 17 1,1 Kgnt 13 1,0 Salem Light 11 0,8 Kent Super Long 14 1,1 Tareyton 17 1,2 Kool 17 1,3 Vantage 11 0,8 Lark 18 1,2 Viceroy Light 10 0,8 L&M 15 0,9 Viceroy 14 1,0 Marlboro 17 1.0 Viceroy Super Long 15 1,1 Merit 9 0,7 Winston Light 14 1,0 More 24 1,8 Winston Super Long 19 1,3 Pall Mall Super Long 18 1,3 Winston 19 1,4 Pall Mall 18 1,2 Ef þessi listi er ekki tekinn i fimm gerðir í efstu sætunum: Merit, Viceroy Light, Vantage, Salem Light starfrófsröð heldur ofanfrá og byrjað á eina tegundin með tjöruinnihald undir ogTCent. þeim tjöruminnstu verða eftirtaldar tíu og jafnframt minnsta nikótínið, -GJS. Eftirlýstur: Er Kákasusgerillinn enn við lýði? Mismunandi tjöruinnihald í sfgarettum á markaðnum: Nær þrefaldur munur á hæstu og lægstu Margir hafa hætt að reykja að undanförnu, aðrir treysta sér ekki til þess og enn aðrir vilja ekki hætta. í kjölfar mikils áróðurs um skaðsemi reykinga, einkum vegna tjörunnar i sígarettunum, hafa margir reykinga- menn snúið sér að léttari sigarettum, sem ekki voru fáanlegar hér til skamms tíma. Til glöggvunar fyrir þá sem vilja draga úr tjörnuneyzlunni án þess að hætta að reykja birtum við hér lista yfir tjöruinnihald þeirra 27 sígar- ettutegunda sem eru á markaði hér. Tölur þessar eru fengnar frá Banda- riska verzlunarráðinu. Tölurnar sýna milligrömm tjöru í einni sígarettu af hverri tegund. Jafnframt birtum við hér nikotíninnihald hverrar sígarettu. Fyrir um það bil tveimur árum gekk mikil gerilalda yfir íslenzku þjóðina. Þá átti DB sinn þátt í að miðla af þess- um dáindis gerli, sem ættaður var frá Kákasus, milli lesenda sinna og vel- gjörðarmanna. — Smám saman virtist áhuginn á gerlinum þó fjara út og ekk- ert hefur heyrzt um hann í langan tima, þar til nú í gær. Hringdi þá einn af lesendum Neytendasíðunnar og spurðist fyrir um hvort gerillinn væri enn til. Lesandi þessi sagðist á sínum tíma hafa átt þennan dáindis geril og hefði hann gert meira gagn en margar víta- mínpillur. Hins vegar hefði gerillinn tapazt við utanlandsferð. Nú langar þennan lesanda til þess að vita hvort Neytendasíðan geti útvegað annan I staðinn. Þar sem gerill Neytendasíðunnar hefur einnig tapazt, langar okkur að spyrjast fyrir um hvort einhver af les- endum okkar á enn geril í pokahorn- inu. Ef svo er, er sá hinn sami beðinn að hringja til okkar fyrir hádegi á morgun. - A.Bj. H Við á ritstjórn DB höfðum milligöngu I gerilmálinu fyrir tveimur árum, og birtust þá m.a. þessar myndir af Höllu Jónsdóttur sem þarna er að gera gerl- inum til góða. Á ekki einhver einhvern af afkomendum þessa góða gamla DB- gerils? DB-myndir Bjarnleifur Fiskbuff úr sfld Fiskbuff er hægt að búa til úr hvaða 1/8 tsk. pipar fiski sem vera skal, ýsu, þorski eða síld. 1 bókinni Við matreiðum er eftirfar- andi uppskrift: 500 g hakkaður fiskur (ýsa, þorskur eða sild) 2—3 msk. hveiti I tsk. salt 2 laukar 50 g smjörl. eða 2—3 msk. matarolía 3 dl fisksoð eða vatn 2 msk. hvciti 1 dl mjólk eða vatn. Blandið hveiti og kryddi saman við fiskinn og hnoðið í aflangt deig á bretti. Skiptið deiginu í átta jafnstóra bita og mótið í kringlóttar flatar buff- kökur. Skerið laukinn i sneiðar og brúnið í helmingnum af feitinni. Brúnið buffin í því sem eftir er af feitinni og takið þau af pönnunni. Hellið vatninu (soðinu) á pönnuna og jafnið með hveitijafningi (2 msk. í 1 dl mjólk eða vatn). Sjóðið í 3—5 mín.. Bætið sósulit, kryddi, tómatsósu eða soðkrafti í sósuna ef vill. Látið buffin út i sósuna, laukinn yfir og sjóðið í 3— 5 mín. Uppskrift dagsins Berið buffin fram með soðnum kartöflum og hrásalati. Veró: (Með því að nota 1/2 kg af flökum) í kringum 455 kr. eða 114 kr. á mann. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.