Dagblaðið - 16.11.1978, Page 15

Dagblaðið - 16.11.1978, Page 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978. 15 Þáttaskil á ferii Smokie Notum næsta ár til að reyna eitthvað nýtt, segir Chris Norman söngvari Liðsmönnum hljómsveitarinnar Smokie leið svo vel i Monreux í Sviss, er þeir unnu að upptökum á nýjustu LP plötu sinni, að þeir ákváðu að nefna hana eftir bænum. Því heitir platan Montreux Album. t Montreux er prýðis- gott hljóðver, þar sem margir heims- þekktir tónlistarmenn hafa unnið. Þeirra á meðal eru Emerson, Lake og Palmer, Rick Wakeman og fleiri. Alls hafa þrjú lög af Montreux Album náð vinsældum á litlum plötum. For A Few Dollars More reið á vaðið. Það náði fyrsta sæti vinsældalista viða um Evrópu, en gerði enga sérstaka lukku í heimalandi Smokie, Englandi. Það gerði lagið Oh Carol aftur á móti. Það komst á topp tíu þar einmitt sömu vikuna og Smokie lék hér á Listahátíð, nánar tiltekið miðvikudaginn 7. júní. Þriðja lagið af Montreux Album, Mexican Girl, kom loks út á lítilli plötu í september. Það náði ekki inn á topp tíu í Englandi, en I byrjun þessa mánaðar skreið það i efsta sæti þýzka vinsælda- listans. Lagið er fallegt og hugljúft, samið af þeim Chris Norman söngvara og Pete Spencer trommuleikara. — Mexican Girl er fyrsta lagið eftir liðs- menn Smokie sem sett er sem aðallag á litla plötu. Hin hafa öll verið eftir Nicky Chinn og Mike Chapman. Þannig séð er Mexican Girl í raun og veru tímamótalag fyrir Smokie. Chris Norman orðaði það svo í nýlegu viðtali: „í átta ár lékum við saman án þess að ná nokkrum sýnilegum árangri. Þá komu þrjú síðastliðin ár sem hafa fengið allar okkar björtustu vonir til að rætast. Því þá ekki að nota næstu þrjú árin til að reyna eitthvað nýtt.” Þessi orð koma heim og saman við það sem Chris Norman sagði í einkavið- tali við Dagblaðið í sumar. „Á næsta ári kemur til endurskoð- unar samningur okkar við Chinn og' Chapman,” sagði hann þá. „Ég veit ekk- ert um það, hvort einhverjar breytingar verða gerðar, en það getur allt eins verið að okkur detti í hug að reyna eitthvað nýtt.” Chinn og Chapman eru afkastamiklir lagasmiðir, sem hafa samið flestöll vin- sælustu lög Smokie. Þeirra á meðal eru Living Next Door To Alice, eina lagið sem Smokie hefur komið inn á topp tuttugu í Bandaríkjunum. Er Chris Norman var að þvi spurður síðastliðið sumar hvers vegna Smokie nyti ekki jafn mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og til að mynda i Þýzkalandi, svaraði hann: „Það kann svo að fara að á næsta ári leggjum við meiri áherzlu á Bandarikin en við höfum gert fram til þessa. Þangað til nægir okkur að vera topphljómsveit annars staðar í heiminum.” Verkið Börn og dagar erkomiðút Magnúsar viðtexta Kristjáns Hljómplatan Börn og dagar er komin út. Hún er sennilega dýrasta islenzka verkið sem hljóð- ritað er á þessu ári. Allur undir- leikur var tekinn upp i Englandi undir stjórn Del Newman, þekkts upptökustjóra og útsetjara. Söngurinn var siðan hljóðritaður i Hljóðrita í Hafnarfirði. Hann er i höndum — nei, munnum, fyrirgefiði — Björgvins Halldórs- sonar, Pálma Gunnarssonar, Ragnhildar Gisladóttur, Magnús- ar Þórs og Kórs Öldutúnsskóla. Á Börnum og dögum eru tíu lög sem Magnús Þór Sigmundsson samdi við texta sem Kristján skáld frá Djúpalæk þýddi og endursagði. Útgefandi er Hljómplötuútgáfan hf. -ÁT. ÁSGEIR TÓMASSON Víst er um að vinsældir Smokie eru víða miklar. í ýmsum Iöndum á megin- landi Evrópu slá þeir meira að segja ABBA við. í Þýzkalandi eru þeir ókrýndir konungar vinsældalistanna og á hljómleika þeirra flykkist fólk á öllum aldri, — aðallega þó ungar stúlkur. 1 margra augum eru liðsmenn Smokie sykursætir strákar, sléttir og felldir, sem fara snemma að sofa á kvöldin og gera ekkert ljótt af sér. — t raun og veru eiga þeir allir stutt i að geta kallazt gamlir karlar. Meðalaldur hljómsveitarinnar er 28 ár og liðsmenn hennar hegða sér ná- kvæmlega eins og aðrir popparar. Til að mynda hafa læknar nýlega bannað Alan Silson að neyta áfengis, þar sem hann ætti stutt í að verða alkóhólisti. „Ég drakk venjulega eina viskíflösku á dag og þótti sopinn orðinn anzi góður,” segir Alan. „Læknarsem ég leit- aði til skipuðu mér þegar í stað að leggja flöskuna alveg á hilluna meðan ég gæti. _Að öðrum kosti færi drykkjan að bitna á SMOKIE — Umkringdir islenzkum Ijósmyndurum stíga þeir Terry Utley bassaleikari, Pete Spencer trommari, Chris Nor- man söngvari og Alan Silson gitarleikari fyrstu skref sin á islenzkri grund. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson spilamennskunni áður en langt um liði.” Smokie er nú á hljómleikaferð um Evrópu. Hljómsveitin hefur nýlokið við að þræða hljómleikasali I Englandi og er nú komin til meginlands Evrópu. Meðal landa sem hljómsveitin heimsækir er höfuðvígið, Þýzkaland, og Júgóslavía. Ferðinni lýkur rétt fyrir jól. Þá tekur hljómsveitin sér hlé frá störfum og hverfur til síns heima, — smábæjarins Bradford í Englandi. - ÁT THE WIZ - Diana Ross og fleiri Hér er komið svar btókku- mannanna við Saturday Night Fever og Grease, ævintýrið um galdrakarlinn i Oz. Þetta er tvöfalt albúm, öU lögin úr kvik- myndinni, sem nú er verið að frumsýna viða um heim. Þarna koma fram ekki ómerk- arí listamenn en Diana Ross, Michael Jackson (úr Jackson Flve), Lena Horne (systir Lizu Minelli) og gamanleikarinn stórkostlegi, Richard Pry or. Siðast en ekki sizt: Sjálfur Quincy Jones útsetti og stjórnaði aUri tónUstinnL PIECES OF EIGHT — Styx Styx er tvimælalaust ein af fímm vinsælustu hljómsveitum. Bandaríkjanna með sítt harða og drífandi rokk. Gitarteikur Tommy Shaw á eftir að töfra marga, og þá ekki siður hljóm- borðsleikur DeYoungs. Sið- asta plata Styx, „Grand Illusion”, seldist í meira en milljón eintökum i Bandaríkjunum og þar með taUn s.k. platfnuplata. CITY NIGHTS - Nick Gilder Nick Gilder er nú á toppn- um í Bandaríkjunum með lag af þessari plötu, „Hot Chiid In the City”. Þetta er önnur LP- plata Gilders á merki Chrysak is. Allt að því kvenleg rðdd hans er engu Uk — samanber t.d. lögin „(She’s) One of the Boys” og „Got To Get Out”. & £ & & & TOTHE LIMIT — Joan Armatrading Joan Armatrading fæddist i Vestur-Indíum fyrir réttum 28 árum en hefur búið í Bretlandi lengst af avinni. Hún hefur um árabil verið uppáhald margra helstu rokk- og jazztónUstar- manna þar i landi. Hún ferð- aðpist um með Lundúnaupp- færslunni á „Hárinu” i hálft annað ár. Fyrsta plata hennar kom út 1973. Siðan hafa komið út fjórar plötur með þessarí nýjustu. Um þriðju plötu hennar, „Joan Armatrading”, sagði RoUing Stone timarítið að værí ein af mUcU- vægustu plötum þess árs. New York Times hefur hafið hana upp til skýjanna. Upptöku á þessarí plötu og tveimur siðustu stjórnaði Glvn John, sem hefur m.a. stjórnað upptökum fyrir Rolling Stones, F.agles, The Who og Eric Clapton. GREASE - John Travolta/ Olivia NewtorvJohn og f leiri Til þessa dags hafa fímm lög af þessarí plötu veríð gefín út á tveggja laga plötum i Bretlandi og Bandarikjunum. Þrjú hafa farið í fyrsta sæti, hin tvö hafa ekki faríð neðar en i fímmta sæti vinsældaUstanna. GREASE er upphaflega söngleikur, sem sýndur var á Broadway við gifurlegar vinsældir árum saman. Það var svo stórlaxinn og „súper-umbinn” Robert Stigwood, sem stóð fyrir gerð kvikmynd- arinnar, sem sýnd verður hér á næstunni og vakið hefur ótrúlega hrifningu víða um heim. Fleiri orðum þarf varla að fara um GREASE — þeir sem ekki þekkja þetta verk nú þegar munu gera það áður en langt um Uður. BAT OUT OF HELL Meatioaf Hlunkurinn Meatloaf — Kjöthleifur — vakti mikla at- hygU og hrifningu þegar hann kom fram i sjónvarpsþætti hér fyrir skömmu, enda ekki á hverjum degi sem 300 punda flykki allt að þvi cðla sig heima í stofu hjá landanum. En þátturínn sýndi Ifka, að hlunkurinn Kjöthleifur er rokksöngvarí af beztu tegund. Þessi plata hans nýtur mikilla vinsælda hérlcndis um þessar mundir og er nú ein af söluhæstu erlendu plötunum. & BÖRN OG DAGAR - Ragnhildur, Björgvin, Pálmi og fleiri Þetta er vandaðasta og dýrasta hljómplata, sem komið hefur út á Islandi til þessa. Þarna flytja RagnhUdur Glsladóttir, Björgvin Halldórsson, Pálmi Gunnarsson, Öldutúnsskólakórinn og fíeiri. lög eftir Magnús Þór Sigmundsson við þýdda og endursamda texta Kristjáns frá Djúpa- læk. Upptökunni stjórnaði Del Newman, einn virtasti útsetjari og upptökustjóri i Bretlandi síðustu árin. Við teljum engan vafa leika á, að þessi plata á eftir að njóta feikilegra vinsælda hér,hvort heldur er hjá þeim sem eru fimm ára, eða þeim sem eru 95 ára. SENDUM í PÓSTKRÖFU JAZZ - JAZZROKK—---------------- Einnig eigum viö mcsta úrval, sem fáanlegt cr hérlendis, af þróuðum jazzi og jazz-rokki. Má þar ncfna til dæmis: Al di Meola Allar Tom Scott Allar Billy Cobham Allar John Klemmer Life Style Crusaders Allar Herbie Hancock Sunlight Chick Corea Flestar Joe Sampler Rainbow Seeker Eric Gale Allar Lee Ritenour Captain's Journey Weather Report Quincy Jones Allar Aliar Miles Davis Flestar LAUGAVEQI33- SÍM111508 STRANDGÖTU 37 - SlMI 53762

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.