Dagblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978.
Ensk kvennahljómsveit komin til landsins:
ÞÆR GERA GRÍN AÐ TÓNLIST
„KARLVELDISINS”
Sally Potter til vinstrí, Lindsav Cooper til hægrí. „Karlaheimurinn er svo beyglaður, við konur verðum strax að búa til nýjan.”
Hvernig endar þetta allt saman? Er
karlveldið að hruni komið? Hingað til
hafa þeir þó að minnsta kosti ráðið öllu í
tónlistarheiminum. En nú er komin
hingað til lands hljómsveit, eingöngu
skipuð konum og það eldhressum. Við
hittum tvær þeirra í gærmorgun, Lind-
say Cooper og Sally Bowles, og var ekki
annað að sjá en þeim þætti gaman að
lifa, þótt þær á hinn bóginn væru sann-
færðar um að heimurinn væri algjörlega
beyglaður.
„öll tónlistersamin af karlmönnum,”
sögðu þær. „Konurnar hafa þar — eins
og annars staðar — verið ósýnilegar.
Þess vegna er í okkar menningu fátt sem
þær geta eignað sér. Húr»er hönnuð af
körlum fyrir karla.”
Stúlkurnar í hljómsveitinni eru niu,
en aðeins fimm þeirra koma hingað til
landsins. Þær eru á aldrinum 25—28
ára, allar ógiftar, en ein þeirra er fráskil-
inogáeittbarn.
Þegar maður spyr þær hvernig þær
ætli að haga lífi sinu næstu tíu árin, gifta
sig eða helga sig músíkinni, þá ætla þær
að deyja úr hlátri. Ég hefði eins getað
spurt á hvaða elliheimili þær hygðust
panta pláss.
— Þið eruð náttúrlega eins og söng-
fuglarnir, hugsið ekki til morguns.
„Jú, til morguns,” svarar Lindsay,
„en dagurinn þar á eftir er í órafjarska.”
Oft verða kvennahljómsveitir þannig
til að nokkrar konur taka sig saman til
að flytja baráttusöngva. En þessar
stúlkur, The Feminist Improvising
Group, hafa allar hlotið undirstöðugott
tónlistaruppeldi, ýmist í hefðbundnum
tónlistarskólum eða með rokk- og jass-
hljómsveitum, nema hvort tveggja sé.
Og þær láta sig ekkert muna um það að
leika af fingrum fram eða „spinna”, sem
er nýyrði fyrir að improvisera.
„Við leitum víða fanga,” segir Sally,
„tökum stef úr sígildum verkum, djass
og dægurtónlist, og leikum okkur að
þeim af hjartans lyst. Við hikum ekki
við að snúa út úr og gera grín að við-
teknum hefðum, til dæmis yfirmáta
rómantískum lögum.
Það skemmtilega við spunann er ein-
mitt að þá getur tónlistarmaðurinn gert
hvað sem andinn innblæs, rétt þá stund-
ina. Áður en við förum inn á sviðið
vitum við stundum ekkert hvað við
ætlum að gera. Ein byrjar á stefi og
síðan getur hver sem vill haldið áfram
hvernig og hvenær sem hún vill.”
Þær halda því fram að konur vinni
betur saman en menn. „Því að karlmenn
eru I stöðugri samkeppni. Einmana á sál-
inni vinna þeir að því að reyna að halda
heiminum áfram i baklás. En konur
vinna í sátt og samlyndi að því að skapa
nýjan og betri heim,” segir Sally.
Gagnrýnandi Le Monde í París komst
að þeirri niðurstöðu eftir að hafa hlýtt á
tónleika þeirra, að liklega væri einmitt
spuninn eða improvisationin i eðli sínu
kvenlegtform.
„Því konur sjá miklu fleiri hliðar á öll-
DB-mynd Ragnar Th. Sig.
um hlutum heldur en karlmenn,” segir
Lindsay. „En þeim er þrýst til að lifa
eftir ákveðnu munstri, þar sem útlitið
skiptir öllu máli. Og þær mála sig og
punta sig — og læsast inni í gervinu eins
og gildru.”
„En hvernig finnst ykkur þá að sjálf-
stæð kona ætti að lifa lifinu?”
Þær horfa á mig þegjandi dálitla
stund, unz Lindsay getur ekki stillt sig
lengur. Hrekkjaleg á svip læðir hún út
úr sér: „Væri fjarri lagi að ímynda sér að
hún mundi líkjast Sally Potter!”
Og viðtalið leysist upp t hlátri, af frek-
ari tilraunum til að skilgreina hina
spennandi veru, konu framtíðarinnar,
verður ekkert.
En verði þær stöllur jafn frjálslegar á
tónleikunum sínum er ótrúlegt að
nokkrum leiðist þar. Þær spila klukkan 4
í dag i Menntaskólanum við Hamrahlíð
og á sama tíma á morgun í Félagsstofn-
un stúdenta.
■ IHH
Viðar með pressunni
— gegn landsliðinu íhandknattleik ídag
kl. 15.30 íLaugardalshöll
Pressuleikur í handknattleik verður
háður í Laugardalshöll í dag kl. 15.30.
Leikur þessi er til að búa isl-
enzka landsliðið í handknattleik und-
ir Frakklandsferð. Jóhann Ingi
Gunnarsson, einvaldur landsliðsins,
hefur valið eftirtalda tólf leikmenn:
Markmenn:
Jens Einarsson ÍR
Ólafur Benediktsson Val.
Aðrir leikmenn:
Páll Björgvinsson Víking
Árni Indriðason Víking
Ólafur Jónsson Víking
Þorbjörn Guðmundsson Val
Stefán Gunnarsson Val
Bjarni Guðmundsson Val
Steindór Gunnarsson Val
Hannes Leifsson Þór, Vestmanna-
eyjum
Hörður Harðarson Haukum
Andrés Kristjánsson Haukum.
Hilmar Björnsson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari, valdi Pressuliðið,
sem er skipað eftirtöldum
leikmönnum:
Markmenn:
Brynjar Kvaran Val
Kristján Sigmundsson Víking
Aðrir leikmenn:
Geir Hallsteinsson FH
Viðar Símonarson FH
Guðmundur Magnússon FH
Jón Pétur Jónsson Val
Jón H. Karlsson Val
Þorbjöm Jensson Val
Viðar Sfmonarson leikur sinn fyrsta
leik I handknattleik i vetur með
pressunni i dag.
Stefán Jónsson Haukum
Ingimar Haraldsson Haukum
Sigurbergur Sigsteinsson Fram
Sigurður Gunnarsson Viking
Tvo varamenn hefur Hilmar einnig
valið:
Erlend Hermannsson Víking
Janus Guðlaugsson FH.
UMFERÐARVIKAN 78
SVFÍ [
1
AUKIÐ ORYGGII
UMFERÐINNI
Á mánudaginn hefst „umferðar-
vika” Slysavarnafélags íslands. Munu
félagsmenn á hverjum degi vikunnar
taka fyrir ákveðna þætti umferðar-
málanna með ýmiss konar
ábendingum og hugleiðingum í fjöl-
miðlum og að beina athygli fólks að
vandamálunum.
Þættirnir sex sem teknir verða fyrir,
einn á hverjum degi, eru: tillitssemi i
umferðinni, vetrarumferðin, hraðinn í
umferðinni, gangandi umferð, einkum
með tilliti til barna og eldra fólks,
gangbrautir, ölvun við akstur.
SVFÍ heitir á alla ábyrga
einstaklinga að gefa sér tima til að
staldra við í önn dagsins og hugleiða
þessi mál. Markmið umferðar-
vikunnar er: Aukið öryggi í
umferðinni. -ASt.
Bíllinn týndur í
nærviku
Cortina bifreið sem stolið var af
bílastæði við Kleppsveg 52
aðfaranótt sunnudagsins er enn
ófundin. Hefur lögreglan hugað að
bílnum en einskis orðið vör og nú
eru allir beðnir að hafa augun hjá
sér.
Bifreiðin er af árgerð 1967 og
ber dökkgrænan, sanseraðan lit.
Bifreiðin er þokkalega útlítandi og
m.a. með dráttarbeizli. Sæti bílsins
eru klædd með Ijósrauðu pluss-
áklæði. Skráningarnúmer bílsins er
R-34628. Þeir sem upplýsingar
gætu gefið eru beðnir að hafa
samband við lögreglustöðina á
Hverfisgötu. ,ASt.
Útvarpið kemur
sér upp stúdíói
á Akureyri
„Jú, við erum aö taka á leigu
litið hús sem Tónaútgáfan sf. hafði
áður til upptöku,” sagði Hörður
Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkis-
útvprpsins, er DB spurði hann
hvort Ríkisútvarpið væri að koma
sér upp stúdiói á Akureyri.
„Það hefur lengi verið vilji hér á
útvarpinu að gera landsbyggðinni
sem hæst undir höfði og þetta er
viðleitni til að ná betur til hennar.”
Húsið sem útvarpið er að taka á
leigu er á Norðurgötu 2B og er á
tveimur hæðum sem hvor um sig
er um 60 m2. Mun útvarpið leigja
þetta húsnæði til tveggja ára.
Hörður sagði að þessi aðstaða
yrði verulega til bóta því hún hefði
nánast engin verið fram að þessu.
Hann sagði að þessi aðstaða yrði
tilbúin á næstu vikum. Tæknileg
aðstaða yrði eitthvað bætt en
nokkur tækjakostur væri til hjá
tæknimanni útvarpsins á Akur-
eyri, Björgvin Júníussyni.
Er DB spurði Hörð hvort þetta
gæfi möguleika á beinum útsend-
ingum frá Akureyri sagði hann að
vonir stæðu til að hægt væri að
fara inn á örbylgjukerfið suður en
það sagði hann beztu flutningsleið
sem til er. Það mál er nú í athugun
hjá Pósti og sima. - GAJ
Greenpeaceekki
meðíað skvetta
rauða litnum
Allan Thronton fulltrúi
Greenpeace samtakanna hafði
samband við DB í gærkvöldi. Vildi
hann taka fram að enginn frá
Greenpeace hefði komið nálægt
aðförinni að skrifstofustjóra sjáv-
arútvegsráðuneytisins í fyrradag.
Lýsteftir
sjónarvottum
Ekið var á bifreiðina Y 1611 þar
sem hún stóð við verzlunina
Kaupgarð við Smiðjuveg i Kópa-
vogi. Bifreiðin er af Volvo station
gerð, árgerð 1974. Bifreiðin var
dælduð á vinstri afturhurð. Sá sem
valdur var að tjóninu forðaði sér af
vettvangi. Lögreglan í Kópavogi
óskar að hafa -tal af þeim sem
kunna að hafa orðið varir við
áreksturinn, en hann varð á milli
kl. 11.15 og 11.27 á fimmtudag.
Skákmótinað
hefjast - Mjölnir
byrjarámorgun
Vetrarskákmót Mjölnis hefst á
morgun kl. 14. Teflt verður i
riðlum og fer keppnin fram í
félagsheimili Ármanns við Sigtún.
Keppt verður á sunnudögum og
miðvikudögum nema á morgun,
sem fyrr segir.
Unglingamót Mjölnis hefst á
morgun en annars verður teflt i
þvi á laugardögum í Fellahelli.
-GS.