Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978.
Lélegur aðbúnaður
sorphreinsunarmanna
Grarnur verkamaður skrifar:
Það er mikils virði að þakka vel
unnin störf 1 okkar þjóðfélagi. Það er
enginn leikur að vinna við sorphreins-
un á höfuðborgarsvæðinu. Auglýst er
að fjarlægja beri snjó frá sorpílátum
svo vinnan gangi greiðlega. En ekki er
tekið sérstaklega fram að moka þurfi
úr sleipum tröppum svo við þrælarnir
verðum að taka tunnurnar á bakið og
bera þær að bílunum.
Á sumum stöðum, þar sem mokað
er frá, eru sorptunnur mokaðar í kaf.
Síðan birtast stórvirkar vinnuvélar og
ýta snjónum saman í háa garða utan
með götunum. Við verðum síðan að
fara með tunnurnar yfir þetta þakkar-
ávarp.
Aðbúnaður þrælanna er ekki alveg
upp á það bezta. Þar sem við vinnum,
langt frá heimilum okkar, getum við
hvergi fengið lánað klósett. Ég spurði
trúnaðarmanninn okkar hvar klósett-
in væru. Hann benti aftan á öskubíl-
inn og svaraði: „Þarna eru þau, auð-
vitað þar sem ruslið er látið.”
Svo er okkur ætluð kaffistofa i bíl-
unum. Er ekki hægt að koma fyrir litl-
um upphituðum skúr? Voru bílarnir
fluttir inn með þessu fyrirkomulagi?
Er hægt að bjóða starfsmönnunum
upp á slikar aðstæður? Nú er kvenfólk
einnig komið til starfa við sorphreins-
unina.
Hvar er Dagsbrún nú? Þangað
borgum við félagsgjöldin.
[>
Varla ber sorphreinsunarmönnum að
nota öskubílana sem klósett, eða hvað?
DB-mynd Sveinn
Fékkstu eitthvað í
skóinn í morgun?
Anna Elin Jasonardóttir, 3 ára: Já.
flautu. Það heyrist ofsa hátt þegar
maður blæs í hana. Það var ábyggilega
jólasveinninn sem kom með hana. Nei,
ég veit ekki hvaða jólasveinn, ábyggilega
ekki Stúfur, hann er svo lítill.
Spurning
dagsins
Tonni Grot, 4 ára: Nei. ég fékk ekkert.
Samt mundi ég alveg eftir að setja
skóinn i gluggann.
Áslaug Óskarsdóttir, 4 ára: Lakkris.
fullt af lakkris. Ég borðaði hann allan en
mér varð ekkert illt í maganum. Það var
Stekkjastaur sem kom með hann.
Sædls Þórisdóttir, 3 ára: Þessa dúkku.
Stekkjastaur kom með hana, hann gaf
mér hana. Ég var sofnandi, nei inni í
stofu svo ég sá hann ekki.
Grímur Bjarni Bjarnason, 4 ára:
Púsluspil og ég fékk að hafa það með á
barnaheimilið. Ég sá að það var Stekkja-
staur sem kom með það, hann býr i fjöll-
unum.
Þórir Steinþórsson, 4 ára: Bók um
Dodda. Það var Stekkjastaur sem kom
með hana. Ég sá hann ekki. Jóla-
sveinamir koma bara þegar maður fer
snemma aðsofa.