Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978. 45 Danir drrkka mcst Noröurlandabúa cnda fæst þar hærti bjór oj> brcnnivin í hvcrri sjoppu. Danska „Samvinnan” (Samvirkc) fjnllaói í síðasta hefti um áfcnpisncyzlu á Norðurlöndum og birti með öðru þcssa mvnd af lloskuiniðum. Hlutfallslcua flcstir cru frá Íslandi, enda sjaldscðastir. Rcyndar hefur tlækzt þar mcð miði af hinum holla og styrkjandi maltextraktdrykk og annar af pilsner. (Mynd: Samvirkc) .um. Hún er eins og fangi i gislingu því hann veit að á hverju sem gengur þá hleypur hún ekki frá þeim. Henni finnst hann bregðast sér með því að láta hana eina um það sem þau ætluðu að hlúa að i sameiningu, sum sé heim- ilið og börnin. Og beiskjan grefur um sig. Fyrirgefningin Áfengið er honum sterkur leikur í valdatafli, leikur sem heldur konunni lamaðri af ótta. „Mörgum sinnum hef ég beðið eftir honum á kvöldin — skjálfandi milli vonar og ótta — því það var ómögu- legt fyrir mig að fá að vita hvenær hann rnundi koma heim né í hvernig ástandi, hvort hann yrði sæmilega ró- legur ellegar umhverfður og snarvit- laus. Mörgunt sinnum hef ég kviðið fyrir að þurfa að hlusta á sömu ræð- una, horfa á sörnu stælana, útrásina sem hann yrði að fá áður en hann gæti sofnað. Hann reynir að breiða yfir minni- máttarkenndina með grobbi. Rausar um allar stúlkurnar sem glaðar hefðu lagt lif sitt að fótum honum. Sú sem hann valdi, er köld eins og ísjaki, segir aldrei vingjarnlegt orð við hann. Þetta eru þakkirnar fyrir að hann stritaði og púlaði fyrir hana. Hún elskar hann ekkert, býr bara með honum vegna teknanna sem hann aflar. Daginn eftir segir hann: „Fyrir- gefðu. ég meinti þetta ekkert, ég var bara fullur." En næst þegar hann dett- ur í það þarf hún að hlusta á sömu for- mælingarnar. sama rausið allt upp á nýtt. Þvi drukkinn og ódrukkinn er hann tveir gjörólikir menn. Öðru hvoru flýr hann inn i veröld vinsins og skilur mig eina eftir. stjarfa af skelf- ingu. Getur nokkur kona verið hvort tveggja i einu — annars vegar móðir, hins vegar ástkona og eiginkona? spyr Ásta. 1 ógnum næturinnar verð ég að hughreysta hann. daginn eftir á ég að vera refsiengill. Aldrei nýtur hann þess meira að fá fyrirgefningu en þegar hann er illa timbraður — þá er sú skuldin greidd. Bara að mér sé ekki sama. Auðvitað er ekki gott að ég sé reið. En hálfu verra er að ég sé áhuga- laus — þá finnsl honum ég láti mig engu varða vandræði hans. Antabus Hann vill ekki að ég verði of sjálf- stæðsem kona. Hann notardrykkjuna til að halda mér niðri, refsar mér með henni vikum saman fyrir að sýna ónóga umhyggju. Loks gefst ég upp. Þá þarf ég aftur að fara að leika mömmu fyrir hann. Hlúa að honum. mata hann með antabus. Hann hættir að drekka og allir segja: „En hvað hann er góður við þig þessa dagana." En hverju verði eru þessi gæði keypt? Hann hefur neytt mig til að taka þátt i valdastríði. Nú vill hann vera kúgaður, að ég kúgi hann þegar það er í rauninni ég sjálf sem er kúguð. Það er enn eitt hlut verkið sem ég á að leika. Er drykkjan ekki bara merki um djúpstæðari geðflækju, þörfina fyrir að kúga? Maðurinn minn veit mæta vel að ég get ekki yfirgefið hann þegar hann hefur það skítt. Ég er ekki þann- ig gerð. Mér fyndist hræðilegt að vera skilin eftir ein þegar ég sjálf ætti bágt. Þannig að þegar honum líður illa má ég ekki bæta á það með þvi að kvelja hann. Og þegar hann kerrist yfir þungiynd- ið og verður aftur glaður og hættir að drekka, þá vill hann að við gleymum öllu því ljóta og leiðinlega og sópum ágreiningsefnunum undir gólfteppið. Antabusinn felur bara vandann. Djúpt i sál hans eru flækjur sem brjót- ast fram þegar hann drekkur, og séu þær of lengi bældar niður endar allt með sprengingu. Sektarkennd Hann heldur dauðahaldi i sektar- kenndina og vill hafa einhvern til að skamma sig, segir Ásta. Af hverju var hann ekki kyrr hjá stúlkunni sem fyrirgaf honum allt? Af því hann varð að hafa sina refsinorn. Ég neita að ganga inn i þetta hlutverk, Þegar við förum saman í boð er ég hræðilega einmana, stif af ótta. Oft rif- umst við marga klukkutima áður en við fórum út saman. En ég fékk aldrei að vera heima því engum mátti detta i hug að hjónaband okkar væri í minnstaólagi. Það var ekki fyrr en ég varð ástfang in af öðrum manni sem hann hætti að drekka. Allt varð að fara í kaldakol áður en hann rankaði við sér. Var það þá í raun og veru það sem hann þurfti, aðég hundsaði hann? Hann sagði alltaf: Þú kæfir mig eins og fiðursæng — en hvers vegna þurfti hann þessa sæng? Ég vil ekki bera þessa sekt lengur. Ég er farin að skemmta mér þegar við erum úti saman. En þá verður hann hálfhræddur. Ég dansa við einhvern og hann rekst á okkur eins og barn sem finnst móðirin vera að svíkja sig. Ég mun aldrei yfirgefa hann. En ég vil ekki hengja mig á hann þvi við erum ekki litlir krakkar lengur. Það sem við þurfum er að geta treyst hvort öðru, finna að við séum vinir þegar við förum út saman. Ann ars er hið kynferðislega stolt sært. Maður var svo sem nógu góður heima, að baki luktum dyrum. En í sam- kvæmum var það til trafala að drasla með sér harðlæstu fjölskylduforminu, þvi formi sem var honum nauðsynlegt til að geta haldið áfram að leika lítið barn. Þið karlmenn byrjið að drekka i ykkur kjark strax sem unglingar, segir hún að lokum. Þið viljið endalaust halda áfram að fá að vera börn. Svo komið þið slagandi heim og neyðið okkur konurnar inn í móðurhlutverk sem við getum ekki nýtt til neins. DEMANTUR: Demantur í skartgrip er draumur konunnar. Úr og Skartgripir ; Jón og Óskar Laugavegi 70, sími 24910. Æfingagallar Æfingaskór Iþróttatöskur Stórkostlegt úrval Hentugar jólagjafir Póstsendum Dikorinn /f. Sportvðaiverslun Hafnarstræti 16 simi 24520 n nans. Wir'vVcurr'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.