Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978. 43 Thorvaldsen á efri árum Cari Frederik Wilckeni b BJöm Th. Bjömuon — Thorvaldson vlð Köngsins Nýjatorg, Sot- berg, 176 bb. Helge Finsen & Esbjöm Hiort — Steinhúsin gömlu á íslandi, Iðunn, 101 bb. Okkur íslendingum finnst alltaf gaman að því þegar landar okkar standa sig vel úti í hinum stóra heimi. Illar tungur halda þvi stundum fram að þar viljum við helst hafa fræga landa okkar. Enginn er spámaður o.s.frv. Við höfum talsvert lengi staðið i stappi við að fá viðurkennt að Bertel (Albert) Thorvaldsen, myndhöggvar- inn víðfraegi, hafi verið íslendingur að hálfu og sá helmingur hafi reyndar verið mikilvægari. Vitað er að Gott- skálk Þorvaldsson faðir hans var ágætur tréskeri og bræður Gottskálks voru miklir hagleiksmenn. Aftur á móti fara engar sögur af hagleik í móðurættinni. Danir hafa verið tregir við að viðurkenna faðerni Thorvald- sens og alténd hefur mátt skilja það á þeim að það hafi ekki skipt svo miklu máli hvað listgáfur hans snerti. „Af Islandsk slægt" í nýjustu heildarskrá Thorvaldsen- safnsins i Kaupmannahöfn (1975) er það eitt um uppruna hans sagt að hann hafi verið „af islandsk slægt". Englendingar eru hreinskilnari í þess- um málum. í „Oxford Companion to Art" segir um Thorvaldsen að hann Dansk — íslenzka menningarsambandið hafi verið „son of an lcelandic wood- carver”. í fyrravetur las Björn Th. Björnsson upp i útvarpi endurminn- ingar einkaþjóns Thorvaldsens, Carl Frederik Wilckens, og nú hafa þær verið gefnar út i þýðingu hans og með greinargóðum formála, þar sem fað- erni Thorvaldsens er mjög til umræðu, og er Björn harðorður i garð danskra kollega sinna fyrir sinnuleysi varðandi islenskar ættir hans. Þetta er tímabær ádrepa. Siðan segir Björn frá heimkomu Thorvaldsens frá Róm og skýrir frá aðstæðum hans þegar honum er fenginn einkaþjónninn Wilckens en þá átti hann eftir sex ár ólifuð. Glæsilegur ferill Ferill hans hafði þá verið með ein- dæmum glæsilegur. Til Rómar hafði Thorvaldsen farið árið 1797 eftir nám á Akademiunni í Kaupmannahöfn og það var i Róm sem hann vann sér frægðarorð. Þá var ný-klassiski stíllinn í fæðingu, upp úr merkum fornleifa- fundum í Herculanum og Pompei og áróðri þýska listjöfursins Winckel mann, og honum fylgdi trú á ný þjóð- félagsleg gildi, rómverskar dyggðir og stöðuglyndi. Thorvaldsen hreifst þegar af þeim fornminjum sem var að finna í Róm og með hjálp þýska mál arans Carstens og hins danska forn- leifafræðings Zoega fór hann að vinna i anda fornrar listar og taldi sig fylgja i fótspor Grikkja en ekki Rómverja, þótt fyrirmyndir hans væru í raun sið- hellenskar og rómverskar eftirmyndir. Thorvaldsen sló í gegn með styttu sinni af Jason (1802—3) og hafði eftir það svo mikið að gera að hanri varð að fá fjölda lærisveina sér til aðstoðar. Á tímabili ríktu þeir Thorvaldsen og Canova yfir allri höggmyndalist á svolítið einfaldur í sér en einlægur og hinn dyggasti þjónn, og svo nijög dáir hann húsbónda sinn að hann getur ekki imyndað sér að hann geri neitt sem ekki megi segja frá, þótt hann hafi sína sérvisku. Þessa njótum við lesendur því Wilckens segir blátt áfram frá öllum þeirra viðskiptum og dregur ekkert udnan að þvi manni finnst. Viðeyjarstofa og kirkja Ítalíu. Þar i landi var hann svo til 1838 er hann sneri heim eins og þjóðhöfð- ingi til Danmerkur og var safn byggt yfir hann og verk hans þegar í stað. Húsbóndi og þjónn Siðustu ár sin vann Thorvaldsen aðallega við það að gera við og gera eftirmyndir af verkum sinum, enda orðinn sjötugur er hann kom heim. Þá er þaðsem Wilckens kemur til sögunn- ar en hann og kona hans sáu um Thor- valdsen það sem hann átti eftir ólifað. Árið 1874 komu út þessarendurminn- ingar Wilckens og seldust þær upp en gleymdust siðan í næstum heila öld uns Politikens forlag gaf bókina út 1973.1 þeim er þeim vel lýst, Wilckens og Thorvaldsen. Wilckens er kannski DB-mynd Hilmar Þ. Sig. Ávallt mannlegur Það kemur líka i Ijós að Thorvald- sen hefur hreint ekkert að fela i sinu einkalífi sem virðist að öllu leyti vammlaust. Hann var reyndar einkar mannlegur þrátt fyrir alla frægðina — tillitssamur, skapstór, kenjóttur á köfl- um en ávallt alþýðlegur. Ég veit ekki urn neina aðra bók sem gefur manni þá innsýn i persónu Thorvaldsens stm þetta kver gerir og ekki er hægt að lasta þýðingu Björns Th. á nokkurn hátt. í bókinni eru einnig margar Ijós- myndir af verkum Thorvaldsens og niörgu af því fólki sem kemur við sögu — m.a. er þarna sjaldgæf mynd af Gottskálki föður hans og verki cftir hann. Ég er nú kannski ekki alls kostar ánægður með prentgæði margra þess- ara mynda. Ljósmyndir rnargar eru t.d. ósköp grámuskulegar og eins finnst mér skrýtið „lay-out" á niynd textum móti höfuðtexta, sérstaklega þegar myndtextar halda áfram yfir á næstu siður. Að lokurn læðist að manni sú hugsun að allur almenn ingur hér hefði kannski meira gagn af vandaðri bók um myndlist Thorvald- sens heldur en þessari bók, þótt skemmtileg sé. Nóg cr nú vist urn sögurnar af listamönnum. Gleðileg undantekning Það er ekki alltaf sem óskir manns rætast i bókamálum. Þó er hér gleðileg undantekning. í desember i fyrra skrifaði ég um bókina Gamle stenhus i Island eftir dönsku arkitektana Helge Finsen og Esbjört Hiort, sem er að öllu leyti hin ágætasta bók. Þar bað ég auðmjúklega um það að bókin yrði þýdd „af góðum nianni" og nú hefur Iðunn gefið hana út i þýðingu dr. Kristjáns Eldjárns og er ekki að sökum að spyrja: útkoman er öllum til sónia — höfundum, forlagi og þýðanda. Ég get ekki gert annað en endurtaka það sem ég hef þegar sagt um þessa bók: „Þeir Finsen og Hiort rekjí sögu hverrar byggingar fyrir sig með ræki legum tilvisunum í sanuíma skjöl. aðstæður og þjóðarhag — með teikn- ingum og Ijósmyndum. Nær frásögn þeirra allt fram á þennan dag. með upplýsingar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsunum og nú- • verandi ástand þeirra. Texti þeirrá er svo aðgengilegur og alþýðlegur að bæði fræðimenn og áhugafólk má hafa gagn af... " BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notadra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, til dæmis: Franskur Chrysler '71 Fiat 128 '73 Toyota Crown '67 Rambler '67 Volvo Amazon '65 Fiat 125 '73 Einnig höfum við úrval afkerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Sími 11397 lÉg qet el$j jd/ þaö getur venð erfitt aö sofa þegar einhver er aö hlusta á tónlist í húsinu og hefur hana hátt stillta. En þann vanda er auðvelt aö leysa með góöum heyrnartækjum. Viö eigum til afgreiöslu ýmsar tegundir heyrnartækja sem kosta frá kr. 13.500 til 55.300. t>etta er hentugasta jólagjöfin í ár# því þeir sem gefa heyrnartækin geta sofiö án truf lunar og hinir sem fá heyrnartækin geta nú hlustaðá tónlist hvenær sem þeim þóknast og haft hana eins hátt stillta og þeim sýnist. DEMANTUR Demantur í skartgrip er draumur konunnar. Úr og skartgripir Jón og Óskar l.aug.'vegi 70, sími 249.0

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.