Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 28
TIMEX HEIMSFRÆGU ÚRIN - 60 GERÐIR 1 ÁRS ÁBYRGÐ. PANTID í SÍMA 50590 EÐA BRÉFLEGA Kr. 10.900 503425 Kr. 11.380 Kr. 11.850 553215 526201* Kr. 11.380 556122* Kr. 12.750 573104* !Kr. 15.500 279605 Kr. 11.485 >33712 PÓSTSENDUM |D UAI MAGNÚSGUÐLAUGSSON U11" V ML STRANDGÖTU 19 - HAFNARFIRÐI að einbýlishúsi til sölu — sérteiknaðar. Uppl. hjá auglýsingaþjónustu Dag- blaðsins, sími 27022. r siyrktarfélaga a tH\ _____________________DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978. J Eiginkona drykkjumanns: \ Ofdrykkja eiginmanns i er hyldjúp hræðsla við | að treysta maka sínum i —áfengið er sterkur leikur í valdatafli sem heldur konunni lamaðri af ótta Eiginkona drykkjumanns er bjarg arlausasta vera á jörðunni, segir Marta Tikkanen, finnsk, sjálf gift drykkjumanni sem hún elskar. Hún sendi frá sér Ijóðabók i fyrra sem ber heitið Ástarsaga aldarinnar og vakti óhemju athygli. Þar lýsir hún þvi meðal annars hvernig öll vopn snúast í höndum slikrar konu þvi eiginmaður- inn finnur alltaf einhver ráð til að kenna einmitt henni um drykkjuskap sinn. Það er sama hvernig hún bregzt við. Sé hún mild og umburðarlynd, segir hann að hún sé skinhelgur hræsnari og reyni að hefja sig upp yfir hann. En bregðist hún við af hörku, helli vininu i blómapottana eða vaskinn og neiti að hlusta á það i hundrað og sautjánda sinn. hvað hann hafi átt bágt sem barn, þá er hún skilningslaus, harð- brjósta norn. Sumir karlmenn afsaka fylliri sitt beinlinis með því að þeir séu giftir drykkjumannskonu, eins og sérstök tegund kvenna ýti mönnum út í drykkju. En fleiri og fleiri eru að átta sig á þvi að áfengisvandamál stafar af djúpum geðflækjum sem viðkomandi verður sjálfur að leysa i stað þess að skella skuldinni á maka sinn. Leikrit Jónasar Jónassonar, Gler- húsið, sem nýlega var sýnt i Iðnó, var ágætt innlegg í málið. Og í desemberhefti dönsku Sam- vinnunnar rákumst við á eftirfarandi viðtal blaðamannsins Jens Branner við drykkjumannseiginkonu. Sú heldur því fram að maður hennar drekki til að kúga hana til að hugsa ekki um neitt nema hann, til að vera honum eins undirgefin og móðir er ósjálf- bjarga barni. Ástin breytist í beiskju Þegar hann hringir heim vill hann helzt hleypa henni upp. neyða hana til að segja það sem hann helzt vill heyra: „Vertu ekkert að koma heim, haltu bara áfram að drekka.” Orðaskipti eru næstum alltaf þau sömu og spegla ótt ann, kviðann, sem aldrei yfirgefur drykkjumannskonuna. En drykkju- maðurinn er alveg jafnöryggislaus — i mörgum hjónaböndum er drykkjan tákn um hyldjúpa hræðslu við að treysta á maka sinn — og sjálfan sig. „Drykkjuskapur mannsins mins kemur miklu harðar niður á mér en honum, segir kona sem við getum kall- að Ástu. Fyrstu hjónabandsárin lætur maður það ekki fá svo mjög á sig. Hjónin sættast með gráti og ástaratlot- um. En þegar fyrsta bamið okkar fædd- ist fór að versna í því. Barnanna vegna þori ég ekki að hafa hann drukkinn hér heima. Ég segi honum þvi að svalla áfram með kunningjum sínum — og hef líka vonda samvizku út af þvi. Það er ekki sérlega gaman að vakna við hliðina á honum morguninn eftir að hann hefur drukkið og finna út úr honum súra andremmuna. Þó skiptir það mestu máli að það er hún sem verður að bera alla ábyrgð á börnun Að vcra drykkjumannseiginkona er að vera alltaf að biða — hefur hann dottið í það og hvenær kemur hann og i hvcrnig ástandi? (Tcikning: Hans l.ollesgaard fvrir Samvirkc) Jó/agjöfín hans er gjafakassi frá Heildverzlun Suðurgata 14 Símar 2-10-20 og 2-51-01

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.