Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978. 15 N frá ströndu, þrátt fyrir að oft á tíðum er um að ræða þjáð fólk og vistalaust. Til Thailands eru þegar komnir um það bil hundrað og fimmtiu þúsund flóttamenn. Til Malasíu eru þegar komnir tugir þúsunda og í árslok er talið að þar verði í það minnsta fimm- tíu þúsund. Þangað hefur stærstur straumur þeirra, sem farið hafa sjó- leiðina, komið á undanförnum mán- uðum. Ef þessi þrjú lönd, sem öll eru fremur fátæk og vanþróuð, hefðu fengið fullvissu um að ríku iðnrikin mundu taka við sanngjörnum hlula þessa flóttafólks er öruggt að þvi yrði ekki snúið aftur út á hafið í dauðann og óvissuna. En lítið fer fyrir slíkum tryggingum eins og eftirfarandi dæmi sýna: Efeinrísaþota færístá viku? Bretland, hinn sjálfumglaði vernd- ari mannréttinda, hefur tekið við 346 flóttamönnum frá Víetnam. Þar til ný- Þessi kona er ein af þcim lánsömu og er ílutt til Kanada ásamt fjölskyldu sinni, ein af sextiu slíkurn sem þangað fær að flytjast á ári hverju. lega var vegur Vestur-Þýzkalands lítið betri en nýlega tilkynntu stjórnvöld þar að tekið yrði við 2650 flóttamönn- um. Kanada lætur sér sæma að taka Fólkinusnúið afturútí opinndauðann við sextíu fjölskyldum víetnamskra flóttamanna á mánuði. Japanir. trúir áralangri stefnu sinni og orðstir að vera nizkastir allra hinna riku iðn- ríkja.hafa ekki tekið við neinum flótta- mönnum. Bandaríkin og Frakkland, þau riki sem mesta ábyrgð bera á þróun mála siðustu áratugina á því svæði sem Vietnam, Kambódía og Laos eru og áður var kallað Indókína, hafa þó gert betur. Hið fyrrnefnda veitir 25000 innflytjendum frá Víetnam móttöku ár hvert auk 20000 til viðbótar i ár. Frakkar hleypa inn I land sitt 12000 víetnömskum flóttamönnum. Ástralía stendur sig líklega hlutfallslega bezt, tekur við niu þúsundum, þó mann- fjöldi þar sé aðeins einn sjöundi af ibúatölu Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að siðasttöldu löndin taki við nokkrum fjölda flóttamanna er biðin eftir því að komast þangað ótrúlega löng. Rúmlega tvo mánuði tekur að ganga frá innflytjendapappír- um til Frakklands og biðin á heimild til að flytja til Bandarikjanna er að meðaltali helmingi lengri. Á meðan fjölgar sifellt i flóttamannabúðunum i Thailandi og Malasiu og stjórnir ríkj- anna verða sífellt áhyggjufyllri, óttast að margir flóttamannanna muni aldrei komast á brott. Afleiðingin er sú að tekið er að snúa þeim flóttamönnum sem nú koma að ströndum og landa- mærum ríkjanna aftur til baka. Afleiðingin er eins og áður sagði að mörg hundruð manns drukkna i haf inu. Ekki er nóg með að bátum flótta- mannanna sé snúið frá ströndunum. Tæpast fæst nokkur lengur til þess að veita skipbrotsmönnum á sökkvandi fleytum neina aðstoð í raunum þeirra á opnu hafi. Þar fær fólkið að deyja Flestir flóttamannanna frá Vietnam veröa að hírast I yflrfullum flóttamannabúðum við þröngan kost. Þessi mynd er frá búðum á cyjunni Pulau Kapassem tilheyrir IMalasíu. drottni sinum í friði. Nægur timi þykir til að hafa áhyggjur af þessu flóttafólki þegar og ef það nær einhverju landi. Ljóst dæmi um þetta er frásögn af tveim Vietnömum sem komust við ill- an leik til Japans nýlega. Þeir voru einir eftir af hópi 141 Vietnama sem kvaddi land sitt fyrir tveim mánuðunt. Núþorírenginn aðbjargaskip- brotsmönnum áKínahafinu Allir nema þessir tveir drukknuðu eða létust af þorsta eða hungri á leiðinni. Margir bátar sökkva með manni og mús svo engar frekari sögur fara af þvi fólki. Hið hrikalegasla við þetta allt er að bátar Vietnamanna fara um fjöl- farnar alþjóðasiglingaleiðir þar sem kaupskip margra þjöðanna sigla um. Enginn tekur lengur þá áhættu að koma skipbrotsmönnum þessum til hjálpar. Ein grundvallarregla alþjóðareglna um siglingar á hafinu er brotin dag- lega. — Sú regla hljóðar þannig að ávallt skuli koma skipi i nauðum til hjálpar. —' Heiðarlegir sjómenn eru komnir i þá óhugnanlegu aðstöðu að verða að fórna lifi fjölda fólks með að- gerðaleysi. Ríki heimsins standa fyrir óhugnanlegum glæp og þetta er að gerast á þessari stundu. Brýnasta verkefnið þessa dagana er að hinar efnaðri þjóðir heims ábyrgist rikjum i Suðuaustur-Asiu að þau muni sjá flóttafólki þessu fyrir hæli. Auk þess verða hinar riku þjóðir að kosta uppihald fólksins á rneðan það biður í flóttamannabúðum. Þetta vcrður að ganga fyrir ákvörðun um hvar flótla- Ríkuþjóðimar tregarogseinar tilað taka við flóttamönnum fólkið eigi endanlega að hljóla griða- stað. Þá verður kaupskipum sent sigla um Kinahafið aftur fært að bjarga skipbrotsmönnum i þeirri vissu að ekki sé hætta á að þeir verði fastir um borð til eilifðar. Takist að ná samkomulagi um þetta á ráðstefnu þrjátiu og sjö jijóða. sem nú er haldin i Genf á vegum Flótta- mannahjálpar Samcinuðu þjóðanna, er núkið unnið. Ef mistckst að komast að samkomulagi um þetta munu fjöldantorðin á Kinahafi halda áfram. undir þjóðaratkvæði, málið sé ekki þess virði. Hvernig sem á málið er litið, er þó staðreyndin sú, að þegar þetta sigilda deilumál ber á góma, innan Alþingis eða utan, eru það andstæðingar áfenga bjórsins, sem gera málið að stórmáli i málflutningi sínum og færa „sín rök" fyrir því, að verði áfengur bjór leyfður i landinu, muni það verða ævilöng ógæfa þjóðarinnar. Er slíkrar röksemdarfærslu þörf í smámáli? Auðvitað er bjórmálið, hvernig sem á það er litið, stórmál, því annaðhvort er, að verði áfengt öl leyft til neyzlu þá batna neyzluvenjur og meðferð fólks á áfengum drykkjum, eða þá, að ölið verður þjóðinni til ævilangrar ógæfu, svo að vitnað sé til röksemdafærslu beggja málsaðila. Reynsla annarra þjóða sýnir þó glöggt, að. þar sem áfengt öl er leyft, og það er leyft í flestum löndum heims, eru neyzluvenjur og meðferð áfengis til fyrirmyndar hjá yfirgnæfandi meiri- hluta, og til sérstakrar fyrirmyndar fyrir okkur íslendinga, sem höfum umgengizt áfengi og notað það eins og drykkjarvatn væri, frá því fyrsta. Hins vegar ættu andstæðingar áfenga ölsins ekki að þurfa að kvíða þvi, að þjóðin fengi að kjósa um það, hvort hún vildi leyfa sölu á því í land- inu, ef þeir telja bjórmálið slikt smá- mál og lítilsvirði. Kjósendur myndu þá eflaust afneita því, ef um það yrði kosið. Þar með væri málið úr sögunni, a.m.k. næstu árin. En auðvitað vita andstæðingar áfengs öls, að þetta mál er stórmák og það vita alþingismenn einnig mætavel, og þess vegna er þeim það þyrnir í augum að sjá þetta mál koma fyrir Al- þingi, hvað eftir annað. Vegamálin eru líka stórmál. Jafnvel lokun Kefla- vikursjónvarpsins er stórmál, enda eru þessi mál sjaldan rædd á Alþingi af neinu viti, svo stór sem þessi mál eru. Og kannske verða þessi mál aldrei 'rædd af neinu viti, fyrr en sú kynslóð, sem kallar sig „aldamótakynslóðina" og þykist hafa átt mestan þátt i upp- byggingu I landinu, þótt hún hafi ein og óstudd eytt þeim stærsta gjaldeyris- sjóði, sem nokkurn tíma hefur skapazt í landinu, losar fingur sina af þeim þjóðþrifamálum, sem sjá dagsins Ijós hverju sinni. Hverjum er helzt treystandi? Og þá er komið að spurningunni um það, hverjum sé helzt treystandi til þess að stuðla að afnámi þeirra ömur- legu og frumstæðu áfengislaga, sem hafa verið lögfest hérlendis og hafa leitt til neyzluvenja, sem eru þær sömu, hvort sem þær eiga sér stað á löggiltum veitingahúsum, kvik- myndashúsum, að húsabaki, hentug- um skúmaskotum eða á hallærisplani höfuðborgarinnar, þrátt fyrir þá stað- reynd, að áfengt ðl er ekki leyft til sölu I landinu. Eru það stjórnmálamennirnir, sem sitja á Alþingi og þora ekki að fjalla um þessi mál af hreinskilni af ótta við kjósendur, ofstækisfullir bindindis- menn, sem ala á hatri gegn áfengi, SÁÁ-menn, sem hafa reynsluna sjálfir fyrir því að verða áfengi að bráð, þrátt fyrir ölbannið, eða fólkið sjálft — með þjóðaratkvæðagreiðslu um rýmri og endurbætta áfengislöggjöf, sem m.a. leyfir sölu á áfengu öli? Reynslan sýnir, og það ættu stjórn- málamenn og sérstaklega þeir sem á Alþingi sitja að vita, að þegar ólög eru sett af Alþingi , tekur fólkið sjálft ráðin i sínar hendur, með einum eða öðrum'hætti, en við slíkar aðstæður er mikil hætta á því, að siðgæði og við- tekin hefð sé fótum troðin fy/r en varir, og öngþveitisástand myndist, sem ráðamenn þora ekki að leggja til atlögu við. Og slikt öngþveitisástand hefur ein- mitt skapazt hér á landi vegna þeirra einstrengingslegu hafta, sem ríkja i áfengismálum þjóðarinnar. Það er I hæsta máta niðurlægjandi og lágkúru- legt ástand, að annað hvert heimili í landinu eða meir skuli hafa veriö gert að brugghúsum og að börn eru alin upp við þá tómstundaiðju föður — eða móður — að fylgjast með bjórbruggun í kjallaraholu eða bílskúrsræfli, sem heimilið hefur afnot af i þessu skyni. En við forsvarsmenn slíkra heimila er ekki hægt að sakast beinlinis, þeir fylgja þvi siðgæðislögmáli, sem hér er viðtekið og hefur verið skapað af landsfeðrunum sjálfum og löggjafar- stofnun þjóðarinnar. Að vísu hefur Alþingi ekki sett lög um, að bruggað skuli i heimahúsum, en lögin eru þess eðlis, að fólkið sjálft myndar sitt eigið siðgæði, innan þess ramma, sem lög- gjafinn skammtar, — og innan ramm- ans skrallar allt lausl — og löglegt. Tilraunir til úrbóta Á borgarafundi þeim, sem undirrit- aður vitnaði til í byrjun, voru auðvitað skiptar skoðanir á þvi, hvernig bæta ætti úr því ástandi, sem hér rikir, vegna ofdrykkju meirihluta þjóðarinn- ar. Kjallarinn Geir R. Andersen Bindindismenn ^vildu auðvitað láta banna alla áfenga drykki í landinu, og þótt slíkt sjónarmið sé andstætt þeim er þetta ritar, er þó engu að siður hægt að virða slik sjónarmið, því það er af- gerandi og það er ein þeirra leiða til þess að losa þjóðina undan áfengis- neyzlu að mestu, þvi annað vandamál myndi skapast i staðinn, stórfellt smygl, sem myndi leiða til enn nýs sið- gæðis. Hin leiðin, að semja sig að venjum siðaðra þjóða, er þó miklu liklegri til þess að lækna það ástand, sem hér rikir. Og það eru margar leiðir færar, og tiltækar, án þess að nokkra nefnd þurfi að skipa, án þess að nokkra fjár- veitingu þurfi til og án þess að taka áhættu i þvi að ástandið breytist til hins verra. Ein leiðin er sú, að leyfð verði sala á þvi öli, sem þegar er framleitt i ís- lenzkum ölgerðum, og verði áfengis- magnið í fyrstu sett svo lágt, að ein- ungis fari nokkur prósent fram úr þeim styrkleika, sem nú er leyfður. Sala á slíku öli ætti auðvitað að sæta sömu reglum og gerist um annað áfengi, rétt eins og þegar ný tegund af víni bætist við i Áfengisverzlun ríkis- ins. Ef dæmi er tekið um aðra leið, sem lara mætti I fyrstu, meðan séð verður hver árangurinn af breytingunni verður, þá er ekki fjarstæðukennt að sala á áfengu öli yrði til að byrja með einungis á veitingahúsum. sem hafa leyfi til áfengissölu. — og selt yrði ein- ungis í lausu máli eða i glösum. eins og gerist viða erlendis, og þá létt vín sömuleiðis. 1 þessu tilfelli mætti hafa áfengis- magn öls talsvert hærra en i fyrra dæminu og láta það jafnvel fylgja því prósemumagni, sem er algengt i áfengu öli á innanlandsmarkaði er- lendis, fjögur til fimm prósent. Það var einkennandi i málflutningi þeirra SÁÁ-manna á tittnefndum borgarafundi, að þeir voru allir á einu ntáli, að boð og bönn væru til litils, og eins um það, að áfengur bjór skyldi leyfður til sölu hér. Hins vegar minntu þeir á, að fræðsla og kynningarstarf- semi um áfengi, almennt talað. væri forsenda fyrir áfallaminni reynslu af áfengi. Einn þeirra gekk jafnvel svo langt í málflutningi sinum. að liann taldi, að því fyrr sem áfengur bjór kæmi í uml'erð hér á landi, þvi bctra, vegna þeirra sem á annað borð væru dæmdir til þess að hrasa fyrir Bakkusi. Ólánið myndi henda slika rnenn fyrr. en myndi standa skemmri tíma en nú cr raunin. En livað sem liður vangaveltum um þessi mál, hlýtur fólkið sjálft að fá að ákveða, hvort það vill leyfa sölu á áfengum bjór og breyta þannig áfengisneyzlunni frá þvi sem nú er. með þjóðaratkvæðagreiðslu, þvi al- þingismenn virðast vera vanhæfir til þess að fjalla um þessi mál af réttu hugarfari, og um leið leysa þá undan þeim ótta, sem þeir virðast haldnir, þegar áfengismál ber á góma. „Óbeint leyfi hefur verið veitt til að al- menningur geti bruggað sitt öl sjálfur." „Tvenn lög gilda fyrir borgarana."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.