Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 Sjálfsmark Celtic og Rangers komst í úrslit Karl og Þorsteinn til La Louviere —f óru utan í morgun — Samningsdrög liggja fyrir og allar líkur til að þeir skrif i undir — ÍBK sendir leikmenn og þjálfara út að kostnaðarlausu og ÍA fær greiðslur Þeir Karl Þórðarson og Þorsteinn Bjarna- son héldu utan i morgun til Belgiu. Þeir lita á| aðstæður hjá belgíska 1. deildarfélaginu La Louviere, eins og skýrt hefur verið frá í DB.| „Ég er spenntur fyrir tilboði La Louviere og tel allar likur á að ég taki tilboði félagsins,” sagði Karl Þórðarson við DB i gærkvöld. 1 Samningsdrög liggja fyrir bæði hjá Karli og Þorsteini, einungis er eftir að skrifa undir og það gera þeir félagar eftir að hafa litið á að- stæður í La Louviere. Félög þeirrá, ÍBK og lA, eru engan veginn afskipt. Þannig fá Kefl- vikingar boð um að senda út þjálfara og leik- menn á samningstímabilinu, þeim alveg að kostnaðarlausu. Greiðir La Louviere fyrir all- ar ferðir og uppihald. Skagamenn fá samsvar- andi upphæð í peningum, þar eð þeir höfðu áður gert hliðstæðan samning við hollenzka félegið Feyenoord, senda út leikmenn í æf- ingabúðir og þjálfara. Samningstímabil þeirra Þorsteins og Karls eru 18 mánuðir. Jóhannes Eðvaldsson gegn Rangers. Spánverjar sigruðu Kýpurbúa á Spáni La Louviere er borg, um 100 þúsund manns búa þar, við frönsku landamærin. Félagið á nýjan völl sem tekur 23 þúsund áhorfendur. Meðalfjöldi áhorfenda i leikjum félagsins er um lOþúsund. Að Loftleiðum I gær er gengið var frá uppkasti að samningi La Louviere og Karls Þórðarsonar. Karl, siðan Guðgeir Leifs- son, en hann hefur haft milligöngu um samninga Karls og Þorsteins, þá Heiman, framkvæmdastjóri La Louviere, og loks faðir Karls, Þórður Jónsson. DB-mynd Bjarnleifur. Forest lagði Brighton Spánverjar hafa tekið örugga forustu i 3. riðli Evrópukeppni landsliða, sigruðu Kýpurbúa 5-01 Salamanca á Spáni i gær- kvöld. Þriðji sigur Spánverja i röð, sigur f Belgrad á Júgóslövum og á Spáni gegn Rúmenum, þannig að staða Spánverja er ákaflega sterk i 3. riðli. Spánverjar náðu forustu þegar í upp- hafi leiks og eftir 10 minútna leik var staðan þegar orðin 2-0. Fyrirliðinn Juan Asensi skoraði á 8. mínútu og aðeins tveimur minútum síðar skoraði Del Bosque af stuttu færi eftir að varnar- menn Kýpur höfðu bjargað á linu. En markvörður Kýpur var snjall i leiknum og hann bjargaði liði sinu frá stðrtapi. Þannig bjargaði hann þrivegis snilldarlega í fyrri hálfleik. En Kýpurbúum tókst ekki að halda aftur af Spánverjum í síðari hálfleik. Á 52. minútu skoraði Santillana. Sóknar- loturnar buldu látlaust á vörn Kýpur. Á 65. mínútu urðu Pantzarias, markveðri Kýpur, á sín einu mistök er hann ætlaði að ná sendingu fyrir markið, missti af henni og Ruben Cano. fæddur i Argen- tinu, skroaði auðveldlega. Santillana skoraði siðan 12 minútum siðar, hans annað mark, glæsilegt mark, skallaði knöttinn í netið. VíkingurogFram mætastíHöllinni Charlie George, til Southampton. CHARUE GEORGE TIL SOUTHAMPTON Meistarar Nottingham Forest, hand- hafar deildabikarsins komust f gærkvöld i undanúrslit deildabikarsins eftir sigur á Brighton úr 2. deild á City Ground i Nottingham, 3—1. Ásamt Forest eru Southampton, Leeds og annaðhvort Stoke eða Watford i undanúrslitum. Yfir 30 þúsund áhorfendur sáu viður- eign Forest og Brighton, þar af um 5 þúsund er komu frá Brighton, sem er við suðurströnd Englands. Og það var Brighton, sem stal senunni. Brighton sótti mun meira i leiknum en meistarar Forest, fengu góð tækifæri til að skora en þau voru misnotuð. Forest á hinn bóginn nýtti sin færi nánast 100% og komst þvi áfram. Fyrirliði Forest John McGovern kom Forest yfir á 20. minútu fyrri hálfleiks. Peter Ward, stjama Brighton, var bókaður, er hann vildi fá viti, og fréttamenn BBC voru einnig á því. En Peter Ward tókst að jafna i upp- hafí siðari hálfleiks og Brighton hélt sinum hlut fyllilega. En John Robertson skoraði glæsimark, kom Forest aftur yfir. Gary Birtles skoraði skömmu síðar og Forest komst áfram. Leeds United sigraði Luton á Elland Road í Leeds, 4—1. Luton byrjaði með látum, sótti mjög fyrstu 10 mínútur leiksins og hélt sinum hlut fyllilega i fyrri hálfleik, fram að siðustu mínútu hans, að Trevor Cherry skoraði fyrir Leeds. Þegar á 1. minútu síðari hálfleiks kom Tony Currie Leeds yfir í 2—0. Eddie Gray bætti síðan við þriðja marki Leeds, bróðir hans Frankie Gray hinu fjórða úr viti og einstefna að marki Luton. Luton skoraði hins vegar, var þar að verki Brian Stein á síðustu minútu leiksins. Á Victoria Ground í Stoke áttust við Stoke úr 2. deild og Watford úr 3. deild. Áhorfendur voru 26 þúsund, þar af ferð- uðust um 10 þúsund áhorfendur frá Watford, sem er í útjaðri Lundúna. Jafn- tefli varð, 0—0 og liðin reyna með sér aftur í næstu viku. Vikingur og Fram leiða saman hesta sina i 1. deild íslandsmótsins i handknattleik I Laug- ardalshöll I kvöld, kl. 21. Viðurelgnir þessara Reykjavikurfélaga hafa ávaUt verið tvisýnar og harðar og væntanlega verður engin breyting þar á i kvöld. Charlie George samþykkti i gær að fara til Southampton fyrir 350 þúsund pund. Hann mun skrifa undir i dag, er hann hefur staðizt læknisrannsókn. Nán- ast formsatriði, og Laurie McMememy, framkvæmdastjóri Southampton, var ánægður i viðtaU við BBC. Honum hafði tekizt á einum sólarhring að koma Southampton f undanúrsUt deildabikars- ins eftir sigur á Manchester City og George samþykkti sfðan að fara til fé- lagsins. Charlie George vildi i upphafi fara til Nottingham Forest. En stjórn Derby og framkvæmdastjóri félagsins, Tommy Docherty, höfnuðu því alveg, þar sem aðeins 16 mílur eru á milli Nottingham og Derby og stjórn Derby óttaðist að áhangendur Derby flykktust til Notting- ham til að sjá George. Síðan hafnaði Derby að George færi til WBA og Úlf- anna og Southampton varð þvi fyrir val- inu. Ken Shellito, framkvæmdastjóri Chelsea, en það er nú í neðsta sæti 1. deildar, sagði i gær af sér. Chelsea hefur gengið mjög illa i vetur, tapað hverjum leiknum á fætur öðrum og ekkert nema fall blasir við. Félagið á í miklum fjár- hagsörðugleikum. Chelsea seldi í gær Ken Swain til Aston Villa fyrir 100 pund en sú sala féll niður í siðustu viku, þar sem Chelsea og Aston Villa mættust á Stamford Bridge í Lundúnum. Valsmenn mæta Njarðvikingum í úr- valsdeildinni I körfu I Hagaskóla kl. 20 i kvöld. Vfst er að um hörkuleik verður að ræða og f raun má hvorugt liðið við að tapa mikið fleiri stigum, eigi tslands- meistaratign að hafna að Hlfðarenda eða I Njarðvfk. Þetta er sfðasti leikur Vfkinga fyrir Evrópu- leik sinn gegn Ystad i Sviþjóð og raunar sið- asti leikurinn I 1. deild fyrir landsleikina við Dani. Báðir markverðir Vikings, þeir Kristján Sigmundsson og Eggert Guðmundsson, hafa náð sér eftir meiðsli. Eggert lék ekki siðasta leik Vikings, og Kristján meiddist þá, gegn ÍR. Lið Fram á framtiðina fyrir sér, margir ungir leikmenn og efnilegir. Með sigri I kvöld tækist Vfkingum að komast I efsta sæti 1. deildar. Þorsteinn Bjarnason leikur væntanlega fyrsta leik sinn með La Louviere þann 27. desember, í Bikarnum við Anderlecht, sjálfa Evrópumeistara bikarhafa. Þegar er uppselt á leikinn, 23 þúsund áhorfendur munu sjá viðureign Anderlecht og La Louviere og verður þvi eldraun Þorsteins erfið en það sýnir traust La Louviere á Þorsteini, að hann verður settur inn í liðið i fyrsta leik og þá gegn þessu sterka liði. Eyjamenn ráku Booker Staðanl l.deild er nú: Valur Vikingur i FH Haukar Fram i Karl Þórðarson mun hins vegar koma aftur til landsins, ganga frá sinum málum og fara út eftir áramót. Kona hans á von á barni og þarf Karl að ganga frá sínum málum hér á landi. Það vérður sjónarsviptir að þeim Þorsteini og Karli. Karl hefur lengi yljað íslenzkum áhorfendum með snilli sinni. Frami Þorsteins hefur verið mikill í islenzkri knattspyrnu, skot- 5 4 1 0 99—84 9 6 4 1 1 133-122 9 6 4 0 2 120—102 8 7 3 0 4 146—145 6 6 3 0 3 119—126 6 6 2 0 4 105—117 4 6 114 107—116 3 6 1 1 4 106—122 3 Eyjamenn hafa rekið bandariska blökkumanninn James Booker. Hann hefur þjáifað lið ÍBV, og leikið með.j Mikil óánægja var I Eyjum með störf; hans, bæði á leikvelli og sem þjálfara. ! Þau keppa í maraþonsundi DB og Ægis Maraþonsund DB og Ægis hefst á morgun I Sund- höll Reykjavfkur. 24 félagar úr Ægi munu synda i eina klukkustund hver, samtals 24 klukkustundir. Stefnt er að, að synda 90 kflómetra og verður Sundhöllin opin almenningi frá 7.20 á laugardag eins og venjulega og þannig getur fólk komið og fengið sér sundsprett jafn- framt þvi að fylgjast með maraþonsundinu. Sundfélagið Ægir leitar nú til fólks að heita 30 krónum á hvern kflómetra, ekki mikil upphæð fyrir hvern einstakling en verður drjúgt fyrir Ægi þvi safn- ast þegar saman kemur. Ragnar Guðmundsson 10 ára nemandi f Fossvogsskóla. Guðmundur Gunnarsson 11 ára nemandi f Mýrarhúsaskóla. Olafur Einarsson 11 ára nemandi f Mýr- arhúsaskóla Seltjarnarnesi. Ég undirrit.... heiti hér með á SUNDFÉLAGIÐ ÆGIR að greiða krón- ur 30.oo fyrir hvem syntan km í 24 klst. maraþon sundi félagsins er haldið verður í desember....... Heimili Elin Björk Unnarsdóttir 15 ára nemandi Álftamýrarskóla. Þóranna Héðinsdóttir 13 ára nemandi i Valhúsaskóla Seltjarnarnesi. Anna Jónsdóttir 15 ára nemandi I Rétt- arholtsskóla. Iþrótfir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrótfir Iþróttir Iþróttir Iþróttir núveróaallir meó á nótunum því MICKIE GEE er mættur á staðinn — einn sá besti sem til landsins hefur komió! A meóan Mickie dvelst hjá okkur, ætlar hann aó reyna aö setja nýtt maraþonheimsmet sem plötusnuóur — Til þess þarf hann aó spila litlar plötur stanslaust í ruman hálfan mánuó M fSkreytiö svalirnar meö gamaldags enskum luktum frá Sjónvali. 10 luktir í hverri seríu. Seríurnar eru vatnsþéttar og öruggar í öllum veörum, enda samþykktar af Rafmagnseftirliti ríkisins. Óþarfi er aö nota litaöar perur, þar sem luktirnar eru sjálfar í litum. Verö aöeins kr. 16.000 m/ perum SJONVAL Vesturgötu 11 Reykjavík sími 22600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.