Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.12.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 30.12.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978. 3 Verðum að taka upp hátt- atvínnumennsku Handknattleikurinn á niðurleið: fþróttaunnandi skrifar: Landsleikirnir við Dani í handknatt- leiknum voru alvarleg áminning. Ég veit að ég er ekki einn um þá skoðun að þessir tveir leikir hafa verið léleg- ustu landsleikir fslendinga I hand- knattleik fyrr og síðar. Það hefur heldur ekki farið framhjá neinum að handknattleiksíþróttinni hefur farið mikið aftur hér á landi. Áhugi áhorf- enda hefur enda sífellt farið minnk- andi og ekki er heldur nokkur vafi á því hvað veldur. Flestir okkar beztu handknattleiks- menn hafa horfið úr landi og stunda íþrótt sína erlendis vegna þess að þar er betur búið að þeim á allan hátt og þeir fá þar einhverja umbun erfiðis síns. Þegar svo er komið hætta áhorf- endur að sækja leikina hér heima, lang- skyttur sjást ekki lengur hér heima og meðalmennskan er alls ráðandi. Þessari þróun þarf að vinna gegn með því að taka upp hálfatvinnumennsku hér heima. Hvernig það má verða er e.t.v. ekki alveg ljóst en a.m.k. verður að kanna alla möguleika á því og þá hlýtur að finnast leið. Ef ekki heldur núverandi þróun áfram og við höldum áfram að missa okkar beztu leikmenn til útlanda og við stefnum hraðbyri I hóp þriðja flokks handknattleiksþjóða. Ekki eru mörg ár síðan íslendingar hrepptu sjötta sætið I úrslitakeppni beztu þjóða heims i handknattleik. Axel Axelsson, einn snjallasti handknattleiksmaður íslendinga. Hann er meðal þeirra sem horfið hefur úr landi og stundar íþrótt sina i Þýzkalandi við mun betri skilyrði en þekkjast hér. Flórida Almenn ferdaþjónusta Skipulagning hópferóa Spánn ttalía foróurlöm rland Rínarlönd Malta Austuríki W ** _r* - \ : . :Í y ÍÉl *? ISamhÍmuferöh ^ ' í AUSTURSTR/ETI 12- SÍMI 270/7 Spurning dagsins Ætlar þú að strengja áramótaheit? Unnur Ingólfsdóttir afgreiðslustúlka: Nei, ég þarf ekki að heita neinu. Úlfar Hermannsson Iðgregluþjónn: Nei nei, ég ætla bara að halda áfram með allargömlu vitleysumar. Guðjón Garðarsson bankamaður: Ja, ég drekk ekki og reyki ekki svo ekki þarf ég að hætta því en hins vegar hef ég ákveð- ið að verða betri maður og láta stelpurn- ari friðiá næstunni. Guðmundur Jónsson arkitekt: Já. ég ætla að lofa sjálfum mér svolitlu en frá þvi get ég ekki skýrt svona á almanna- færi. Helga Konráðsdóttir nemi: Ég ætla ekki að heita neinu, ég ætla bara að halda áfram að skemmta mér. Ég hef ekki sett mér nein áform til að efna um áramót. Katrin Árnadóttir fiðluleikari: Maður heitir alltaf hundrað hlutum um hver áramót og stendur svo aldrei við neitt af þvi, ætli það verði ekki sama sagan núna.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.