Dagblaðið - 30.12.1978, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978.
mBIAÐtt
Útgefandi: Dagbiaðifl hf.
Framkvæmdastjóri: Svoinn R. Eyjóffsson. Rrtstjórí: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjórí: Jón Birgir Pátursson. RrtstjómarfuUtrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjóri ritstjóman Jó-
hannes Reykdal. iþróttir Halkir Símonarson. Aðstoflarfróttastjórar Atli Steinarsson og Ómar Valdh
marsson. Menningarmál: Aflalsteinn Ingólfsson. Handrit Ásgrímur Pálsson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttír, EKn Afeerts-
dóttír, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, HaHur HaNsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson,
Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson.
Ljósmyndir Ari Kristínsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamieifsson, Hörflur Vilhjálmsson,
Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Pormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölusljóri: Ingvar Sveinsson. Dre'rfing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhottí 11.
Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linuri. Áskrift 2500 kr. á mánufli innanlands. i lausasöiu 125 kr. eintakífl.
Setning og umbrot Dagblaflið hf. Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skorfunni 10.
Friörík er maðurinn
Friðrik Ólafsson, forseti Alþjóða skák-
sambandsins, var næstum einróma kjör-
inn „maður ársins” á ritstjórn Dag-
blaðsins að þessu sinni. Það var í ár, að
hann náði glæsilegri kosningu í embætti
sitt eftir mjög tvísýna stöðu í forvali.
Sem maður ársins fylgir Friðrik í kjölfar Aðalheiðar
Bjarnfreðsdóttur og Vilmundar Gylfasonar, sem rit-
stjórn Dagblaðsins valdi árin 1975 og 1976. í fyrra náði
enginn íslendingur tilskilinni útkomu í atkvæðagreiðslu
ritstjórnar, svo að þá var ekki útnefndur neinn maður
ársins.
Friðrik er vel að nafnbótinni kominn. Hann hefur
verið í sviðsljósinu í þrjá áratugi og er vel kunnur
miklum fjölda íslendinga. Á þessum tíma hefur hann
aflað sér almennra vinsælda, ekki aðeins sem stórmeist-
ari í skák, heldur einnig vegna ljúfmennsku sinnar og
annarra mannkosta.
Sama orð fer af honum erlendis. Hvar sem Friðrik
hefur teflt á alþjóðlegum mótum, hefur hann vakið
athygli keppinautanna, ekki aðeins fyrir frábæra tafl-
mennsku, heldur einnig og ekki síður vegna persónu
sinnar. Það er fyrst og fremst vegna þessa, að hann er nú
orðinn forseti Alþjóða skáksambandsins.
í þessu öfluga sambandi hafa magnazt margvíslegar
og erfiðar deilur á undanförnum árum. Hinn aldur-
hnigni, fyrrverandi heimsmeistari í skák, dr. Euwe frá
Hollandi, hefur átt erfitt með að hemja þessar deilur.
Litríkir stórmeistarar á borð við Fischer og Kortsnoj
hafa valdið deilum. Þar við hefur bætzt spennan milli
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og spennan milli Sovét-
ríkjanna og sovézkra flóttamanna.
Til viðbótar þessu hefur svo magnazt spenna milli
Evrópu og þriðja heimsins. Skák er að vísu ekki mikið
tefld í þriðja heiminum, en skáksamböndin þar eru svo
mörg, að þau ráða úrslitum í alþjóðasambandinu.
Þe tta olli því, að ráðamenn í skáklífi Evrópu fóru að
svipast um eftir manni, sem vildi halda stjórnmálum frá
alþjóðlegum skáksamskiptum, væri hvorki hallur undir
Sovétríkin né Bandaríkin og vildi halda evrópskum hlut-
leysishefðum.
Þeir fundu Friðrik. Hann var maðurinn, sem gat sam-
einað skákhefðina annars vegar og hin nýkomnu vanda-
mál hins vegar. Gligoric frá Júgóslavíu var einnig talinn
koma til greina, enda nýtur hann vinsælda og virðingar á
borð við Friðrik.
Útkoman var sú, að Gligoric féll úr leik og Friðrik
hafði síðan sigur með sameinuðum atkvæðum Vestur-
og Austur-Evrópu og töluverðum atkvæðafjölda úr
þriðja heiminum.
Friðrik á gífurlega erfitt hlutverk fyrir höndum. Hann
þarf að leysa vandamál, sem upp komu í heimsmeistara-
einvígi Karpovs og Kortsnojs. Hann þarf að kanna,
hvort Fischer er horfinn skáklistinni. Hann þarf að auð-
velda þriðja heiminum að komast að í alþjóðlegri hring-
iðu skákarinnar.
Þetta eru nokkur dæmi um verkefnin. Friðrik gerir sér
ljósa grein fyrir þeim og hefur sett sér verkefnaskrá, sem
nýtur mikils hljómgrunns í skákheiminum.
í þessari hljómkviðu eru aðeins tveir falskir tónar, sem
fram hafa komið í greinum forseta og varaforseta
íslenzka skáksambandsins. Skoðanir þeirra eru sér á
parti og hafa ekki hinn minnsta hljómgrunn.
Mikilvægt er, að allir íslenzkir skákmenn og þjóðin öll
sameinist um að auðvelda Friðrik verkefni hans og gera
íslenzka tímabilið að mikilli uppgangsöld skáklífs í heim-
inum.
Guyana land kyn-
þáttahatursins
—landið þarsem nærri þúsund manns framdi sjálfsmorð
sjálfviljugteóa tilneytt
Kynþáttahatur, spilling og
kosningasvik hafa verið meginþáttur
fréttnæmra atburða frá Suður-
Ameríkuríkinu. Landið komst aftur á
móti óvenjulega hressilega í heims-
fréttirnar í lok nóvember síðastliðsins.
Trúarleiðtoginn Jim Jones og félagar í
flokki hans sáu fyrir því, eftir að hafa
drepið bandarískan þingmann sem
kom til búða þeirra í frumskógum
Guyana til rannsóknar, ásamt þrem
fylgdarmönnum sínum. Einn blaða-
maður komst naumlega undan en
særður. Hefur hann nú skrifað bók
um málið, sem er gott dæmi um það
að vestra eru hendur látnar standa
fram úr ermum ef fréttnæmir atburðir
eru annars vegar. Svo ekki sé talað um
ef jafnhliða er fjárvon.
Ef litið er á innanlandsmál í
Guyana, þá er þess fyrst að geta að
núverandi forseti landsins, Forbes
Burnham að nafni, hefur verið við
völd frá því árið 1966. Flokkur hans
nýtur fylgis svartra ibúa landsins, en
þeir eru í meirihluta. Áður var landið
brezk nýlenda. Kallar herra Burnham
land sitt því athyglisverða nafni —
Samvinnulýðveldið Guyana —.
Landið er um það bil tvö hundruð
þúsund ferkilómetrar og íbúar
landsins eru rúmlega átta hundruð
þúsund. Stundum er Guyana kallað
V
r
AÐ ELTA GÆS
Keisarinn í Kína hvað kunna skil á
kverinu sínu. Keisarinn í íran kann
Jeili á mörgu en getur ekki allt, frekar
:n aðrir dauðlegir menn. Hann ku
hafa leitt þjóð sína til auglitis við vest-
ræna tæknimenningu, en ekki hugað
að sálarró þegna sinna meðan þeir
gleyptu svo stóran bita sem hinn vest-
ræni tækniheimur er. í fyrstu sporð-
renndu íbúarnir öllu misjöfnu sem
keypt var fyrir olíuaurinn, en þar kom
að mörgum þótti nóg af svo hrárri
soðningu. Upphófust mótmæli og læti
mikil. í stað þess að tilbiðja og þakka
keisaranum fyrir alla ísskápana og bíl-
ana lögðu menn fæð sina á trúarleið-
toga sinn. Allir þekkja af fregnum
undanfarna mánuði hversu á gengur í
keisarans ríki.
1 lesbók Morgunblaðsins 2. desem-
ber lýsir Gísli Sigurðsson á sannfær-
andi hátt hvernig fer þegar einn
maður ætlar að færa þjóð sinni fyrir-
heitna landið á silfurfati. Greinin er
skrifuð með augum gestsins en glöggt
er gestsaugað. Er ekki laust við að
margur lesandinn hafi brosað í kamp-
inn við lestur greinarinnar. Fundið
sjálfan sig i svipuðtf umróti dagsins i
dag.
Umbreytingamar i tran geta verið
ivið broslegar á stundum í augum
framandi manna. En er sannleikurinn
ekki sá, að sams konar breytingar hafa
átt sér stað víða um veröld undan-
farna áratugi og gerast enn í dag með
meiri hraða en áður. Allt frá því
Ameríkanar komu með Caterpillar
jarðýtuna í Hvalfjörðinn, hafði lífið
þróast hér á landi án verulegrar tækni
eins og um getur I annálum allt fram á
upphaf tuttugustu aldar.
Milljónir loðna
dóu í gær
Þróunin frá hestunum yfir í véla-
hestöflin hefur verið snögg og komið
róti á hugi fólks. Um hægfara þróun er
tæpast lengur að tala, slíkur er hrað-
inná tækniöldinni.
Útgerðarmaður sem sendi bát sinn
eftir 500 tonnum af loðnu I gær, á von
á 1500 tonna skipi á morgun til að
geta skilað enn meiri afla að landi.
Kjarabót sem gefur skipstjóranum
milljónir í auknum aflahlut og lands-
mönnum þaðan af meir.
Kauphækkun sem fæstir tala um,
en allir vilja enn meira og undirbúa sig
undir stærri stökk.
Hver og einn þegn lýðveldisins,
hvort hann vill eður ei, er meðtekinn
af flóðbylgju tækninnar, verður að
fljóta með vilji hann ekki skolast
niður. Eða verða væntanlegur styrk-
þegi almannatryggingakerfisins.
öðrum, sem geta unnið, þykir gott að
komast á spena. Um leið og þeir glotta
til lífsgæðakapphlaupsmanna, eins og
þeir vildu segja, að það sé mátulegt á
þá að draga sig upp á öldutoppa vel-
megunarinnar.
Enn aðrir fara til ráðherra og biðja
um frían síma eins og þingmenn hafa
þegar og fá um hæl. Alls eru þeir góðs
verðugir ef þeir gera þá ekki Póst og
síma að útibúi almannatrygginga.
Raunar eru stjórnmálamenn I stöðugu
snatti fyrir hina og þessa hópa. Oft á
tíðum til að ná kjölfestu fyrir þá sem
minna mega sín í kapphlaupinu. Þess
á milli sem þeir stinga út stefnuna i
landsmálunum eftir meira og minna
misvísum kompás. Viðleitnin við að
fleyta rjómanum frá þeim stæðari yfir
til hinna sem minna eru megnugir er
góðra gjalda verö. Kompásskekkja er
hinsvegar öllu verri og raunverulegur
vilji almennings torskildari og vand-
fundnari en margan grunar.
Trúa keisarar
átröll?
Keisarar kunna að trúa á tröll og
mannvirki. Vilja þegnum sinum vel
með þvi að færa þeim glysvarning í
stað olíuauðæfa. Samt sem áður ólgar
og sýður undir niðri. Aldagömul hefð
og trú varð að lúta i lægra haldi fyrir
skyndilegu peningaflóði frá Vestur-
löndum. Oliugróðinn umturnaði öllu
hefðbundnu lífsgæðamati og ruglaði
fólk í riminu. Sama saga hefur verið að