Dagblaðið - 30.12.1978, Síða 11

Dagblaðið - 30.12.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978. II hefur ekki ávallt verið ýkja mikill vin- skapurá milli. Ástandið í landinu er þannig að stöðugar deilur eru á milli negrameiri- hlutans og Indverja, sem eru næstfjöl- mennastir en þó mun færri en þeir svörtu. Fremstur í flokki Indverjanna er tannlæknirinn Cheddy Jagan. Hafa deilur þessara flokka valdið þvi að efnahagslif landsins er i rúst. Forseti landsins, Burnham, telur sig stjórna landinu í sósíalískum anda. Hann nýtur þó stöðugt meiri stuðnings Bandarikjanna og Kína. Indíánarnir, frumbyggjarnir, eru farnir að sýna stöðugt meiri óánægjumerki vegna stjórnar- stefnunnar, sem þeir telja með réttu vera sér mjög óhagstæða. Kunnugir segja að ástandið í landinu hafi hentað vel fyrir sértrúar- söfnuði og furðuhópa eins og trúflokk Jim Jones hins bandaríska. land hinna sex kynstofna. Eru það leif- ar frá tíð Breta, sem tekizt hefur að blanda saman allra þjóða kvikindum i þessum hluta heims eins og viðar. Þar eru negrar, Kínverjar, Indverjar, Portúgalar, Bretar og síðast, en ekki sist Indíánarnir, hinir upprunalegu íbúar landsins. Allir þessir þjóðflokkar búa þarna saman og sannast sagna Er óþarf i að taka inn E-vítamín? Á föstudögum er þáttur í Dagblað- inu þar sem „heimilislæknir” svarar spurningum. Þátturinn getur orðið mörgum að gagni ef vandað er til svara. Hann getur einnig orðið hið gagnstæða, séu svör vafasöm eða röng, þvi að eðlilega hefur fólk ósjálf- ráða hneigð til að trúa orðum læknis, þótt margir hafi hlotið þá reynslu að ganga lækna milli til að fá bót sinna meina og komist að raun um að t>eim ber oft ekki saman. Einn segir þetta, annar hitt. Og hver og einn ákveður sjúklingnum lyf og meðferð i samranni við sitt mat eins og eðlilegt er. Og -'margur hefur því miður hlotið niein af röngum lyfjum og rangri meðferð. „Heimilislæknirinn” þarf því að vanda vel til svara, svo að enginn hljóti mein af. í Dagblaðinu 10. nóv. spyr stúlka um áhrif E-vítamíns, og hvort gagn- legt sé að taka það inn. Og læknirinn segir: „Venjuleg fæða inniheldur nóg E-vitamin og engin haldgóð rök mæla með inntöku þess aukalega.” 25. nóv. svaraði Skúli Halldórsson tónskáld heilsufarslegum spumingum í útvarpinu. Og meðai annars ræddi hann nokkuð um E-vitamin. Og milli hans og læknisins er skoðanamunur- inn hvitt og svart. Auðsætt er því, að þeir hafa ekki ausið úr sama upplýs- ingabrunni. — Eða sömu reynslu. Þar sem ég undirritaður á alla „sök” á innflutningi E-vítamins, auk annarra vitamín-stórsynda, er ekki óeðlilegt, að ég leggi orð i þennan belg. Ákvað það ,raunar er ég las svar læknisins. Innflutning E-vítamína hóf ég eftir að hafa lesið mjög athyglisverðar upp lýsingar um það. Og þær greinar og bækur sem ég hef séð um E-vitamín síðustu áratugi eru öfugar við staðhæf- ingar læknisins en samhljóða upplýs- ingum Skúla Halldórssonar í ofan- greindu viðtali. En upplýsingar hans eru jafnframt sterk ádeila á stefnu þeirra sem með heilbrigðismál hafa farið og gleymt hafa eða ekki skilið mikilvæg sannindi máltækisins Matur er mannsins megin. En stefnu þessara mála ráða f> r,t og fremst þeir læknar, sem koniizt hafa til mestra áhrifa og valda. Ráðherra sem samþykkja verður lög or reglugerðir svo að gildi hafi er jafnvel ekki hafður með í ráðum um mikilvægar ákvarðanir, sem hann á siðan að bera ábyrgð á. Staðhæfingar læknisins Svo mjög ber á milli staðhæfinga læknisins og þeirra sem byggja á rann- sóknum og reynslu að hann er skyldur að geta á hverju hann byggir staðhæf- ingar sínar og færa rök fyrir þeim. Fari læknirinn með staðleysur geta þær orðið harla alvarlegar þeim er trúa þar sem E-vítamín er talið rnikil- vægt efni til að fyrirbyggja blóðtappa ogeyða blóðtappa. Vill læknirinn skýra frá því hve marga blóðtappinn drepur hér árlega og hvaða skaða hann veldur i mikil- vægum líffærum? Wilfred E. Shute, B.A , M.D. chief cardiologist of the famous Shute Foundation for Medical Research hefur yfir 30 ár notað E-vítamín gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Hefur „heimilislæknirinn” lesið bók hans Vitamin E for Ailing and Healthy Hearts? Ekki einungis er E-vítamín talið mikilvægt gegn lífsfjanda okkar, hjarta- og æðasjúkdómum, heldur einnig gegn fleiri alvarlegum ómenn- ingarsjúkdómum og jafnframt eitt- hvert ágætasta græðiefni á bruna- og skurðsár. Shute ráðleggur fullorðnum 600— 900 einingar E-vitamins á dag. En við fáum ekki nema agnarlitið brot þess i daglegri fæðu. Á hollvörusýningu í London í maí á þessu herrans ári voru 1000 einingar — já, þúsund eininga skammtar af E- vitamini og seldir á frjálsum markaði. Svo er einnig í Bandaríkjunum. En dagskammturinn bandaríski hefur nú verið tekinn hér til fyrirmyndar, en „gleymt” að geta þess að skammtarnir sem hér hafa verið á markaðnum siðustu áratugi og nú á að banna frá áramótum eru frjálsir þar. Það er þvi full ástæða til að spyrja hvort bresk og bandarísk heilbrigðis- yfirvöld séu svo fádæma fávis eða hirðulaus — eða hvort tveggja — er þau leyfa slíka „dauðaskammta”, t.d. E:vítamín, á frjálsum markaði. Hér eru hxttumörkin sögð 45 einingar. Eða getur það verið að þeir sem hér ráða ferðinni fylgist miður með en Kjallarinn Marteinn Skaftfells skyldi? Sé svo hvort bcr þá að kenna það við ábyrgðeða ábyrgðarleysi? Óhætt er að fullyrða að E-vitantín er eins og önnur vítamin mikilvægt fæðubótaefni sem dagleg fæða full nægir þvi miður ekki. Af E-vítamini fáum við mjög Iítið. En læknirinn segir að þetta litla sé nóg. Vill hann færa rök fyrir þvi? Fæðan sé okkur lyf Hippokrates, faðir læknisfræðinnar. sagði að fæðan ætti að vera okkar lyf. Slikur var skilningur hans á gildi réttrar næringar. Hann skildi að viö eigum ekki að neyta fæðu lil að fylla magann heldur til að viðhalda heilsu ogstarfsþreki. Svoóralangt var hann á undan lærifeðrum stéttarinnar i dag. Þeir litilsmeta næringarfræðina scm vera ætti ein aðalgreina hvers læknis. En ég skal ekki efast um, að „heim- ilislæknir” Dagblaðsins sé mér sam- mála um að æskilegast væri að í dag- legri fæðu fengju allir gnægð allra nauðsynlegra næringarefna. Þá væri fæðan okkur lyf, eins og Hippokrates sagði fyrir 2400 árum að vera ætti. Og þá myndi fjöldi sjúklinga sem nú fylla vaxandi spítalabákn aldrei þangaðkomið Að lokum. Skv. þeim gögnum sem ég hef um E-vítamín þurfum við marg- faldan þann skammt sem læknirinn telur okkur þurfa. Sé það rangt færi hann rök fyrír þvi. Sé það rétt eru staðhæfingar hans hættulega rangar. Marteinn Skaftfells / Kjallarinn Sigurður Antonsson gerast hér á landi undanfarin ár. Flest er þar um líkt. Fiskveiðitækni flýgur fram. Verðbólgubál geisar og upp- lausn sem fylgir í kjölfarið er mikils ráðandi. Fiskurinn í sjónum er tak- markaður, sama gildir um olíuna og ný nýting auðæfa náttúru í sjónmáli. Nútimamaðurinn er á hraðri ferð, eins og litla músin þegar hún hleypur undan hinu óþekkta á öruggari stað. Reynslan hefur kennt henni við- brögðin. Oft lokast hún inni eða lendir i gildru líkt og maðurinn. Maður sem er á heimleið í bíl sínum er að flýta sér heim í holuna sína, steinsteypukass- ann. Hann reynir að róa taugarnar við að opna fyrir stereótækið eða hann leitar uppi eina af stöðvunum sem út- varpið hefur upp á að bjóða. Ör- skamma stund nær hann að festa hug- ann við eitthvert efni, en er ekki fylli- lega ánægður með neitt, áður en hann er kominn heim og ný verkefni taka við. Jólamánuðurinn Dæmigerður er lífsmátinn í jóla- mánuðinum, þegar menn lífga upp á skammdegið með jólaljósum og skárra hugarfari. En meira skal til Karlmenn færa kerlu sinni demanta, fínni stóla eða litauðugra sjónvarp. Húsmóðirin skreppur til London til að velja jóla- gjafirnar úr vörugnótt vestursins við hlið stallsystra sinna frá Evrópu og Asíu. Því halda skal virkilega dýrðleg jól. Eftir aðhafarogast með varninginn heim tekur við baksturinn og hrein- gerningin. Blessuð börnin fara ekki varhluta af hraðanum, þvi við þau gleymist að mæla í annríkinu. Afi og amma búa venjulega nokkrar strætis- vagnaleiðir i burtu, í stóra húsinu sem afi byggði þegar mölinni var mokað í hjólbörur. Ellegar þau eru komin á stóra sjúkrahúsið með fallegu rann- sóknartækjunum. Starfsfólkið er fleira en nokkru sinni fyrr og umönnun góð. Skurðaðgerðir eru komnar i upp- mælingakerfið og blóðbillinn þeysist út um allar trissur eftir nýju blóði. Sértu skurðarþurfi er vonin vis að þú fáir spítalapláss, en reikna máttu með að fara út á hækjum eða börum til að rýma fyrir nýjum skurðarþegum. Allstaðar er hraðinn yftrþyrmandi. Nóg að gera i allri velmeguninni. Mál- verkasýningar blómgast. Listagyðjan býður upp á ólíkustu málefni, aðeins ef þú hefur nægan tíma. í öllu timahrakinu reyna svo andans menn að ná i skottið á tæknimanninum. Kirkjunnar menn likna reköldum og boða trúna á annað líf og lifsgæðamat. Trúarþörfin er mikil, segja prestar og er ekki að undra. í tæknihraðanum vilja menn ná fótfestu engu síður en i volæði og hörmungum fyrri alda. Til að uppfylla allar óuppfylltu þarfirnar i dýrðardansinum eru Pálar og' Vil- mundar með uppboðshamarinn á lofti tilbúnir til að slá sér þá sem í vegvillu rata. Uppmálaður veruleikinn er flest um ljós, en fáir fá miklu umbreytt. Vörutrúaður stjórnmálamaður Ríki keppast við að auka vörunotk- fjölgunin, því dregið hefur úr fæðing- um á Vesturlöndum. Stjórnmálamaður velmegunarleitar- ans reynir að henda reiður á hvað honum sé fyrir bestu, en veit trauðla hvert stefnir. Forystumenn kunna að vita hvert þeir vilja leiða liðsmenn sína, en hvað þeim er fyrir bestu cr önnur saga. Hann styðst stundum við skoðanakannanir og tekst honum þá betur að halda velli. En yfirleitt boðar hann lausn á öllum málum með aukn- um efnahagslegum gæðum. Fylgis- menn hans eru þó ekki ætið tilbúnir að leggja á sig erfiðið sem þvi fylgir. menn eru einfaldlega ekki sammála ,varf ti\ náttúru- un hjá þegnunum. í sifellu eru boðuð stærri tæki, meiri vörunotkun, stærri leikföng til að mæta auknum kröfum. Sama gildir um fullorðna manninn og litlu börnin, hann þarf æ stærri leik- föng. En velmegunar-leitarinn verður fyrir vonbrigðum, þvi hann uppgötvar að hann þarf ávallt enn stærri hluti og fullkomnari vörur. Eitthvert afl er það sem rekur hann áfram í aðgera alltaf meira og betra en fyrirrennarar hans. Varla er það fólks- hver eigi að draga vagninn, eins og gengur. Þegar kapp er meira en forsjá i leitinni áköfu, hastar stjórnmála- maðurinn á háseta sina og biður þá að andhæfa eða láta reka um stund, meðan óveðrinu slotar. rétt eins og góður skipstjóri gerir. En munurinn er bara sá, að stjórnmálamaðurinn hefur að mestu uppblásið sínu eigin óveðri eða hann hefur tekið of stóran bita i ásókn sinni við að uppfylla óskir um- bjóðenda sinna. 1 sósíalistaríkjum kommúnista þurfa ráðamenn ekki að hafa veru- legar áhyggjur af slíku, með heraga og einokun fjölmiðla geta þeir stýrt hrað anum. Hjá þeim er vörutrúin nær al ger og einu trúarbrögðin sem leyfð eru. Þeim er því meinilla við Jesú og Allah. Einn guð skaltu hafa og ekki setja hækjur þínar á aðra guði. Á Vesturlöndum hafa menri rcynt að halda sér i trúna á æðri mátt. ásanit trúnni á velmegunaraukningu og gengið furðanlega. Guðstrúin. sem hefur nægjusentina að leiðarljósi. hopar hér samt sem áður fyrir vöru trúnni, enda margir boðendur. jafnt kaupmenn sem kommúnistar. Að rækta garðinn sinn Rótleysi tæknimenningarinnar og velmegunartrúarinnar veldur þvi aö nútímamaðurinn þráir svo kyrrð og afturhvarf til náttúru. Honunt verður á að líta hýru auga til bóndans sent þarf að bæta við sig cinni kú á ári til að halda i við verðbólguna. Engu aðsíður veit hann að bóndi sent sýnir nægju- semi, getur i róog næði talað við rollu skjáturnar sínar eða hlustað á kurr æðarfuglsins. Takntark hans er þvi að eiga hús i kyrrlátu umhverfi þar sem hann leitará vit náttúrunnar. Voltaire greinir frá slikunt gæðamanni í Birtingi 1760. Á vel sældarárinu 1978 á lýsingin vel við tæknimanninn sem leitar að hinu ókannaða, með leiðangri til mánans. Löng og lærdómsrik var ferð Birtings til Kúnigúndar í Konstantinópel, þar sem þau ræktuðu garðinn sinn í ell- inni. Sigurður Antonsson kaupmaður \ /

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.