Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.12.1978, Qupperneq 16

Dagblaðið - 30.12.1978, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978. Búast mátti við að Ingólfur 1 Utsýn hefði slegið Guðna i Sunnu við með sundskýlu- sýningu sinni en svo var ekki. Skömmu síðar birtust þeir Halli og Laddi á Sunnu- kvöldi í sundskýlum og börðu bumbur. Vinningar stóðu því 1—I. leizt því ekki meira en svo á heimsókn- ina er honum voru tilkynnt úrslitin. Barin saman stjórn Síðasta dag ágústmánaðar var loksins mynduð rikisstjórn á Islandi undir for sæti Ólafs Jóhannessonar. Með honum í stjórnina settust Tómas Árnason, Stein- grímur Hermannsson, Benedikt Grön dal, Kjartan Jóhannsson, Magnús H. Magnússon. Svavar Gestsson, Hjör- leifur Guttormsson og Ragnar Arnalds. September Nýja stjórnin tók til óspilltra málanna við óvinsælar efnahagsráðstafanir. Gengið var fellt um 15% og troðnar slóðir farnar i þvi efni. Þá var einnig reynd niðurfærsla verðlags og gerðist það þá sem landsmenn voru ekki vanir. Vöruverð lækkaði. Þetta er síðan aftur tekið með sköttum og leikurinn gengur áfram. Ágúst Þingflokkur sem ekki er til sendi full- trúa sinn á hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna og þótti ýmsum skrýtið. Það var Magnús Torfi Ólafsson fv. al þingismaður sem fór til New York á vegum SFV. Landbúnaðarsýningin hélt áfram með pompi og pragt. Þar var m.a. göltur er var orðinn leiður á einlífinu. i næsta búri var girnileg gylta sem bókstaflega beið eftir honum. Hann ákvað að gera eitthvað i málinu og komst við illan leik til sinnar heittelskuðu. Og þegar hann ætlaði að sýna mátt sinn og gefa til kynna að hann væri ekki bara máttlaust flesk, bar að múg og margmenni og eyði lagði allt gamanið. Gölturinn djarfi var dreginn í einlífiðá ný. Ekki er að spyrja að bolsé- vikkum Maður var fangelsaður fyrir kvist byggingu á Neskaupstað. Það er ekki að spyrja að þessum bolsévikkum í Nýja Rússlandi. Hvað ætli gerist ef menn voga að byggja sér heilt hús? „Ég hélt að þið væruð komnir til að rukka fyrir auglýsingu,” sagði Guðmundur Jóhannsson, sem vann heimsreisu í áskrifendaleik Dagblaðsins. Guðmundur hafði nýlega selt kjöltu- rakka i gegnum smáauglýsingar DB og lenzka ofurhuga og ákváðu bræðurnir Örn og Ragnar Ingólfssynir að stökkva fram af Laugardalshöll i svifdrekum. Bræðurnir komust klakklaust til jarðar. þjóðimar sluppu með skrekkinn. Það átti fyrir öðrum að liggja að berja saman stjórnina þótt margir teldu Lúðvík guð- föður hennar. Ingólfur Guöbrandsson ferðaskrifstofustjóri spilaöi út trompi er hann kom sjálfur fram á sundskýlu einni fata og barði afrikanska bumbu i takt við létt dansspor sýning- arstúlkna. Mjólkursamsalan var staðin að þvi að stimpla mjólk allhressilega fram í tim ann. Samsalan stimplaði fimnt daga fram I timann en hafði heimild til 3ja daga stintplunar og undanþágu fyrir einum degi til viðbótar. Síðar á árinu fékk Samsalan síðan frekari undanþágur og getur nú um frjálst höfuð strokið i stimpilmálum. Tízkublaðið Lif þykir óæskilegt að mati Time Incorporated en nafn Lif þykir likjast um of nafni timaritsins Life. Ekki verður þó i fljótu bragði séð að tizkublaðið ógni útkomu erlendra stór rita. Verzlunarmannahelgin fór frant með venjulegu sukki og náði ölvunin alveg upp á öræfi. Slíkt teljast fastir liðir og ekki til að kippa sér upp við. íslandsmót í svifdrekaflugi fór fram á Úlfarsfelli i Mosfellssveit. Isfirðingur inn Hálfdán Ingólfsson varði titil sinn og fór aftur með Dagblaðsbikarinn til ísa fjarðar. Innlendar fréttamyndir sjónvarps birtust landsmönnum i fyrsta skipti I lit. Litvæðing sjónvarpsins hefur gengið hratt fyrir sig og fjölgar litsjónvarps tækjum landsmanna óðfluga. Hlaup ársins Hlaup ársins fór fram á Selfossvelli áður en Landbúnaðarsýningin hófst þar í ágúst. Þar reyndu með sér Stefán Jas- onarson formaður búnaðarsambands Suðurlands og Jónas Kristjánsson rit stjóri. Hlupu þeir félagar fjóra kílómetra og var hlaupið hið iþróttamannlegasta. Stcfán var sterkari á endasprettinum og sigraði á nýju glæsilegu íslandsmeti og var rúmri mínútu á undan ritstjóranum. Áhorfendur klöppuðu köppunum lof í lófa að drýgðri hetjudáð. Stjórnarmyndunarviðræður voru helzta umræðuefni manna á meðal. Það gekk hvorki né rak, þrátt fyrir það að hver flokksmaðurinn af öðrum reyndi. Mesta athygli vakti er forseti Islands fól Lúðvik Jósepssyni formanni Alþýðu bandalagsins að mynda stjórn. Þótti sumum uggvænlega horfa ef komm- únisti settist. i forsætisráðherrastólinn. Bræðraþjóðir okkar í Nató fvlltust skelf- ingu og víða fréttist að kommúnistinn væri þegar seztur i stólinn. En bræðra- Terta I tilefni þriggja ára afmælis Dagblaðsins. Þeir sem vildu kaupa stúdentagarð höfðu góð tök á því þennan nýbyrjaða haustmánuð þvi Nýi-Garður var auglýs- ur á nauðungaruppboði. Eigendaskipti urðu þóekki á garðinum. Ríkisstjórnin hafði starfað i fimm daga er því var slegið yfir þvera forsíðu með stóru spurningamerki, hvort stjóm in splundraðist. Slíkar vangaveltur hafa síðan átt sér stað reglulega fram að ára- mótum og er ekkert lát á þeim. Ferðamannagjaldeyrir var tvöfald- aður og var tími til kominn. Nýja stjóm- in gat þó ekki á sér setið að lauma krumlunni ofan i vasa ferðafólks með þvi að leggja 10% aukagjald á ferða- mannagjaldeyri. Óvænt viðbrögð landans — hættu að fara í ríkið Áfengi hækkaði um 20% og siðar um haustið hækkaði áfengið enn á ný. Landinn brást við á óvæntan hátt. Menn hættu að fara í rikið og varð ró- legt jafnvel á mestu víndögum i áfeng- isbúðunum. Þá var Bleik brugðið. Snæfellið gamla sökk i Akureyrarhöfn og áður en árið var liðið endaði þetta far- sæla aflaskip ævidagana á hafsbotni fyrir norðan land. Snæfellið hafði legið árum saman í Akureyrarhöfn og beðið þesser verða vildi. „Skátar og iþróttaæska haldin af- brotahneigð umfram aðra,” sagði i rit- gerð ungs sálfræðings um afbrotahneigð barna og unglinga. Nú er fokið í flest skjól. Ekkert eftir nema Svifflug- félagið Radarvél hlekktist á á Keflavikurflugvelli og brann. Mannbjörg varð, en tækin sem eyðilögðust voru talin jafnvirði einnar Kröfluvirkjunar. Nýjar radarvélar tóku siðar á árinu við á Kcflavíkurvelli. isgöngu fatlaðra og fóru göngumenn um i hjólastólum, bilum, strætisvögnum og þeir sem gátu fóru gangandi. Flugleiðir ákváðu að kaupa DC—10 breiðþotu og er sú vél væntanleg nú um áramótin. Miklar deilur hafa verið á rnilli flugmanna Loftleiða og stjórnar Flugleiða um áhafnaskipun á nýju breið þotuna. Vilja Loftleiðamenn ekki sam þykkja að flugmenn frá Flugfélagi Is- lands fljúgi þotunni á þeirra flugleiðum. Það verða því væntanlega erlendir flug- menn sem fljúga þotunni fyrst um sinn. Sprengjur sem taldar voru frá þvi i þannig var komið í veg fyrir að hann gæti notið þeirra. Tækin eru heyrnar- tæki sem gera drengnum kleift að stunda nám í venjulegum skóla i stað Heyrn- leysingjaskólans. Eftir mikil blaðaskrif gaf kerfið sig og tollurinn var lækkaður. Drengurinn fékk tækin. Vinsældir dansins hafa aukizt að miklum mun siðustu mánuði. mest fyrir töfra Johns Travolta. Lengst allra döns- uðu þó átta pör I Klúbbnum. sem þátt tóku i maraþondanskeppni. Pörin döns- uðu þindarlaust i þrettán tima. Flugleiðir keyptu flugvélagið Arnar- flug og þótti ýmsum einokunarkeimur af þvi er fréttist að félagið vildi einnig eign- ast flugfélagið Vængi. Gárungarnir sögðu að nú væri ekkert eftir nema Svif flugfélagið. Af Vængjakaupunum varð þóekki. Útimarkaður opnaði á Lækjartorgi og þótti góð nýjung i bæjarlifinu. Þar er hægt að fá mikið af grænmeti og ýmsum öðrum varningi og jafnvel hægt að prútta eins og í útlöndum. Boðuð var kynlífsbylting i litlu frétta- bréfi TBR. Þar sagði að stefnt væri að sameiginlegu gufubaði karla og kvenna og án sundfata að sjálfsögðu. „Fólk er hætt að kippa sér upp við ber brjóst og stripaða rassa," sagði í fréttabréfinu. Þegar siðast fréttist vart byltingin þó ekki um garð gengin. Örtröð varð i kjötverzlunum er verð á kindakjöti lækkaði. Nú keypti enginn lengur kótelettur eða lærissneiðar til næsta matar heldur 5—10 skrokka og fengu menn færri skrokka en vildu. Skipverjar á Snorra Sturlusyni fengu óvæntan feng i vörpuna. Þar var kominn þorskur með fána brezka sjó hersins i eftirdragi. Ekki er virðingin mikil fyrir einni mestu siglingaþjóð heims en likur benda til að fáninn sé af einni af freigátum hennar hátignar er gerðu sig heimankomnar hér við land i síðasta þorskastríði. Mikill fjöldi manna tók þátt i jafnrétt Vlóavangshlaup ársins fór fram á Selfossvelli rétt áóur en Landbúnaðarsýningin hófst. Þar kepptu Stefán Jasonarson, formaður Búnaöarsambands Suðurlands og Jónas Kristjánsson ritstjóri. Stefán reyndist sterkari á endasprettinum. JÓNAS HARALDSSON stríðinu fundust í húsaporti í Reykjávík. Sprengjusérfræðingur lögreglunnar sprengdi þessa ógnvænlegu hluti i loft upp fjarri mannabyggðum. Stuttu síðar kom í Ijós að „sprengjurnar" voru gömul hitaelement úrgufukatli. Október Vísir og Dagblaðið hækkuðu áskrift- arverð i 2400 kr. á mánuði og hvert ein- tak i 120 kr. Önnur blöð hækkuðu I 2200 og 110 kr. hvert eintak. Siðdegis- blöðin lentu i málaferlum en striðið stóð stutt. því skömmu siðar tilkynntu öll blöð sameiginlega hækkun i 125 kr. hvert eintak og áskrift i 2500 kr. á mán- uði. Gersveppir allra landa sameinist Sala á bruggefnum rauk upp úr öllu valdi er hið opinbera reyndi að koma þvi til leiðar að gersveppir væru teknir af fri- lista. Bruggarar ráku upp ramakvein, þar sem nú var vegið að iðnaði þeirra. Sérfræðingar sögðu þó auðvelt að fram leiða sina eigin gersveppi. Svo fór að kerfið gaf sig og bruggunin heldur áfram óhindruð. En brennivinssala i rikinu dróst saman um þriðjung. Allt ætlaði að ganga af göflunum er fréttist að til stæði að slátra fjórum ís- lenzkum sauðum í Kuwait. Sauðunum átti að slátra eftir múhameðskum siða reglum og var sagt geipihátt verð i boði. Arabar voru tilbúnir að kaupa islenzkt fé tugþúsundum saman ef vel tækist til. En ekkert varð af þessu. Almenningur snerist öndvcrður gegn útflutningnum og sauðunum var slátrað á íslenskri grund. Innanflokksdcilur i Sjálfstæóisflokkn- um töfðu þingstörf. Þingmenn flokksins komu sér ekki saman um formann þing- flokksins. Styrr stóð um Gunnar Thor oddsen en svo fór að lokum að Gunnar var kosinn, en allmargir sátu hjá. Tillaga var lögð fram á Alþingi um rannsókn á einokun Eimskips og Flug- leiða. Flutningsmaður tillögunnar er Ólafur Ragnar Grimsson og kom hann fram i frægum grinþætti I sjónvarpinu með forstjórum „einokunarfélaganna”. 1 brezka timaritinu New Statesman er fjallað um hugsanlegan brottflutning Nató frá Keflavíkurvelli. i stað vallarins yrði komið upp herstöð á Hebrides eyjum. Nauðsynleg hjálpartæki litils drcngs voru hækkuð upp i lúxustollaflokk og

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.