Dagblaðið - 30.12.1978, Side 32

Dagblaðið - 30.12.1978, Side 32
32 /* DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978. „FÉLAGIJESÚS” OG VINSTRIMENN - Byrjar nú ballið aftur. Eigum við nú að fara að lifa á ný hina sænsku menn- ingartíma Njarðar P. Njarðvík og fé- laga, hugsaði ég er ég frétti um hina makalausu bók. 1 því sambandi vökn- uðu þessar spurningar: „Er þessi árátta vinstri manna aö ráðast að kristinni trú og siðgæði undireins og þeir komast til valda skynsamleg frá pólitisku sjónarmiði?" og i öðru lagi, „eru pólitísk afskipti af trú manna yfirleitt æskileg?” Athugum fyrri spurninguna. Færi ekki betur að menn huguðu í alvöru að orðum hins snjalla listamanns og ötula baráttumanns, Jónasar Árna sonar, sem efnislega hljóðuðu á þann veg að pólitiskum áhugamálum verði ekki framkomið með þvi að sýna af sér sóðaskap i listum, heldur á allt öðrum vettvangi. Ég tel að hér sé mjög heimskulega að staðið af eftirtöldum ástæðum: í fyrsta lagi; ef tilgangurinn er sá að brjóta niður kristna trú í land inu þá eru áhrifin oftast þveröfug. Trúað fólk er andlega skylt vinstri mönnum að þvi leyti að þar er hver höndin upp á móti annarri, en árásir af þessu tagi virka sem undralyf á þann veg að þjappa hinum sundurleita hóp saman til varnar og sóknar og hlýt ég þvi sem áhugamaður um kristilega út breiðslu að fagna þeirri hlið málsins. I öðru lagi er hér heimskulega að staðið, því það gefur pólitískum and- stæðingum skætt og mjög áhrifaríkt vopn í hendur. í þriðja lagi er þetta heimskulegt at hæfi að þvi leyti að það torveldar utanflokkafólki ( og þar er ég i hópi) sem vill viðhalda kristinni trú og lífs- skoðun i landinu að styðja vinstri flokka. 1 fjórða lagi skilur þetta fólk ekki það tímanna tákn að margt ungt trúað fólk er að verða miklu vinstrisinnaðra en áður var, sbr. stuðning katólskra presta við frelsishreyfingar í Suður- Ameriku og stuðning kristinnar kirkju við yfirleitt mannréttindabaráttu, hvar sem er i heiminum. En hugum nú að sjálfu bókarmál inu. Hvað er það í bókinni, sem er svona hneykslanlegt? hrópuðu Stefán Jónson og fleiri alþýðubandalags- menn. Réttara hefði verið að hrópa: „Hvað er það í bókunum” o.s.frv. þvi þetta er ekki eina bókin sem skrifuð hefur verið í svipuðum dúr og and- kristnum anda. Á öldinni sem leið voru uppi talsvert öflugar hreyfingar sem kölluðu sig frihyggjumenn. Þá var gefinn út urmull af allskyns and- kristilegum ritum og svo mun einnig hafa verið framan af þessari öld. Veslast upp af vesöld og kröm En hvað er orðið af öllum þessum ritum? Þó leitað sé með logandi Ijósi er erfitt að koma auga á þau hjá forn- bókasölum, svo mun einnig vera i einaksöfnum og það er trú min að þó að bókin Félagi Jesús seljist vafa- laust vel núna vegna hinnar gifurlegu auglýsingar sem hún hefur fengið muni örlög hennar verða þau að hún veslist upp af vesöld og kröm og það algjörlega án þess að fá kristilega jarð- arföt í kaupbæti. Á sama tíma og þessi örlög bíða þessara bóka eykst sala á Biblíunni og kristilegum ritum ár frá ári. T.d. er svo miklu af Biblíunni smyglað inn í Aust- ur-Evrópuríkin að þau telja sér stafa Kjallarinn Karl Adolfsson öllu meiri hættu af biblíuboxurum þessum, sem sumir kalla svo, heldur en af sjálfu Atlantshafsbandalaginu,, eftir viðbrögðum þeirra að dæma. En á þá að banna útgáfu á andkristilegum ritum? Svarið er alls ekki. Frá sjónar- hóli prentfrelsis er ekkert athugavert við útgáfuna og ekkert óeðlilegt þó að gefin séu út vantrúarrit af ýmsu tagi. Slíkt verkar að mínu mati frekar sem hvati að kristilegu starfi og skerpir andstæður, þvi ekkert er hættulegra kristilegu starfi en einmitt lognmollan. Nei, það sem athugavert er við málið og gerir það alvarlegt er að rekja má styrkveitingu til þessarar bókar frá pólitískt skipaðri nefnd og að ákveðnum pólitiskum flokki og það meira að segja framámanns i sama flokki. Hanskanum kastað Ég trúi ekki öðru en að Stefán Jóns- son og aðrir ábyrgir menn innan Alþýðubandalagsins hljóti að átta sig á því að útgáfa þessarar bókar er ekk- ert annað en það að verið er að kasta hanskanum framan i kristna trú og það hlýtur að vekja upp þessa spurn- ingu: „Ætlar Alþýðubandalagið i styrjöld við kristna trú og lifsskoðun i landinu?” Getur verið að menn séu svona skammsýnir? Getur það verið að menn hafi ekkert lært af viðureign austur-þýskra og pólskra valdhafa við kristna kirkju eða ekkert lært af þvi sem er að gerast i Iran i dag? Hvernig skyldu viðbrögð múhameðstrúar- manna hafa orðið ef eitthvað slikt hefði verið skrifað um Múhameð? Af þeim fréttum sem berast frá þeim heitu stöðum er ekkert ólíklegt að málið hefði verið afgreitt á þann ein falda hátt að skera höfundinn á háls og sennilega útgefandann lika. Ég er alveg viss um að við Stefán Jónsson gætum verið sammála um að þakka Guði fyrir það að afkomendur viking- anna eru ekki alveg svona herskáir og fyrir löngu hættir að stunda íþróttir af þessu tagi. En snúum okkur aftur að spurning- unni: „Hvað er það í bókinni, sem er svona hneykslanlegt?” Ég spyr til baka: „Getur það verið að Stefán Jónsson og félagar hafi aldrei heyrt lesna hina kristilegu trúarjátningu? — Það er auðvitað alveg Ijóst að bók þessi stangast, andlega séð, i öllum grundvallaratriðum á við kristna trú- arjátningu og kristna trú, og breytir þar engu um þó að hún sé túlkuð á hugljúfan hátt. (Sbr. ritdóm Ólafs Jónssonar í Dagbl. 12.12.). Ef alþýðubandalagsmenn skilja ekki þetta, þá er ekki hægt að rök- ræða við þá um bókina, heldur verður að skirskota til heilbrigðrar skynsemi og spyrja: „Er þetta skynsamlegt frá pólitisku sjónarmiði?" Ég hygg að fleiri en ég telji æskilegt að fá yfirlýs- ingu um það hver sé hin opinbera stefna flokksins gagnvart trúmálum. Víkjum þá að spurningunni: „Eru pólitísk afskipti af trú manna æski- leg?” Ég tel að svo sé ekki. Kristin trú og stjórnmál ættu að vera aðskilin mál af þeirri einföldu ástæðu að trúin er fyrir alla. algjörlega burtséð frá því hvernig þeir vilja skipa efnislegum þáttum mannlifsins, pólitiskt séð. Sú tíð ætti að vera liðin, eins og t.d. á timum keisaranna í Rússlandi, aðgjör spillt valdastétt notaði spillta og frá- fallna kirkju til að halda almúganum i kúgun og umturnaði á þann hátt með gjörðum sinum trú milljóna manna. Á sama hátt á það ekki að eiga sér stað að pólitikst skipuð nefnd noti aðstöðu sina til þess að styrkja bók sem tvi mælalaust verður að teljast árás á grundvallaratriði kristinnar trúar. Slikt athæfi er óumdeilanlega pólilisk afskipti af trú manna og að mínu viti pólitisk mistök sem ekki ættu að endurtakasig. Karl Adolfsson, bólstrari. Vetrartízkan: STÍLHREIN OG SPORTLEG —þannig skal hún vera Sífellt eru gerðar meiri kröfur til fatn aðarins sem hæst ber í tízkuheiminum hverju sinni. Fólk vill að flikin sé úr góðu efni sem hægt er að treysta að end ist. Þær flikur sem standast gæðin eru nú orðið kallaðar „fjárfestingaflikur”. Ennfremur skulu fötin vera sportleg i sniðum og geta gengið hvar sem er. Efnið í fötum núna er yfir höfuð bóm ull og silki, sem meðal annars notast i siðar skyrtur og mussur. Pilsin eiga nú að vera köflótt eða einlit með mikilli vídd og stórum vösum. Vinsælasti liturinn í dag er hvitur „vetrarhvítur” alla vega á okkar breidd- argráðu. Fleiri hvitir litir eru einnig vin- sælir s.s. beinhvitur og gráhvitur. Vattjakkarnir hafa náð töluverðum vinsældum bæði hér og erlendis og oft- ast eru þeir hvítir, þó svo að þeir fáist í fleiri litum. Oft er haft stroff á þessum jökkum i mittinu og í hálsmáli og á ermum. Jakk- arnir hafa einnig náð töluverðum vin- ! Hálsklútarnir bindast sawan þannig að þeir myndi sjal. sældum úr flaueli og þá gjarnan riffluðu. Vestin ganga enn i dag og að sjálf- sögðu breytast þau eins og allt annað i sniðinu. Nýjustu vestin eru eins og sjá má á myndinni dálitið út i sjóliðastil, með sjalkraga, stórum vösum og hneppt að framan. Vestin passa bæði við pils og buxur. Tveir klútaráská Þar sem allir klútar eru mjög vinsælir í dag og flestir eiga sér einn eða fleiri, væri ekki svo vitlaust að breyta örlitið til með klútana. Til dæmis er ein hugmyndin sú að binda saman tvo jafnstóra klúta. eins og sést á myndinni. þannig að klútarnir myndi stórt og gott sjal. Helzt þurfa klútarnir að vera jafn- stórir og eins á litinnn. Þá er bara að setja hvorn um sig í þrjá kanta og binda þannig að hnútarnir komi saman bæði að framan og að aftan. Þýtt-ELA

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.