Dagblaðið - 06.01.1979, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979.
Steinunn Bjarnadóttir kom á ritstjóm
DB. Var hún afar óánægð með þá
þjónustu sem Radíóstofan á Þórsgötu
14 hafði veitt henni. Steinunn átti
gamalt sjónvarpstæki sem hún að
eigin sögn lét innsigla í sumar og fór
siðan með til Radióstofunnar og bað
um að tækið væri selt. Þá var nýbúið
að gera við það og var það að sögn
Steinunnar í fullkomnu lagi. Þótti
henni því það alls ekki mega seljast
fyrir minna en 37 þúsund krónur.
Siðan leið og beið og ekki seldist
tækið. Nú í desember er Steinunn
hugðist sækja það frétti hún að búið
væri að selja það og hefðu fengizt 27
þúsund krónur fyrir. Einnig frétti hún
þá að við tækið hefði verið gert fyrir
15 þúsund krónur sem drægjust frá
þeirri upphæð sem hún fengi sjálf
fyrir tækið. Seinna var henni þó boðið
af eiganda Radíóstofunnar að sá reikn-
ingur yrði látinn falla niður.
En Steinunn vildi ekki sætta sig við
málalok. Þótti henni sem starfsmenn
Radíóstofunnar hefðu ekki heimild til
að selja tæki hennar fyrir lægri upp-
hæð en þá sem hún hafði sett sem lág-
mark. Þótti henni einnig furðulegt að
hún skildi ekki geta fengið einhverja
viðurkenningu á því í miðstöðinni að
tækið hefði verið selt með þeim skil-
málum sem greint var frá. Þóttist
Steinunn því hlunnfarin í viðskiptum.
Vitjaði aidrei um tækið
Sveinn Jónsson, eigandi Radíómið-
stöðvarinnar, sagði um málið að sala á
gömlum sjónvarpstækjum hefði valdið
eilífum vandræðum og væri fyrirtækið
hætt henni núna. Fyrirtækið hefði sett
sér að selja engum tæki nema það væri
í fullkomnu lagi og hefðu þvi öll sjón-
varpstæki sem í búðina komu verið at-
huguð. Þannig stæði á þeim 15
þúsund króna viðgerðarreikningi sem
Steinunn væri að tala um.
Tæki Steinunnar hefði staðið í búð-
inni í allt sumar og framundir jól og
hefði enginn sýnt neinn áhuga á að
kaupa það, því bæði þótti það of stórt
og of dýrt. Aldrei á öllum þeim tima
segir Sveinn að Steinunn hafi hringt
eða komið til að vitja um tækið. Þegar
inn í búðina kom maður fyrir jól og
bauð í það 27 þúsund krónur urðu
menn þar guðs lifandi fegnir að losna
við það og var það selt á staðnum, án
þess að haft væri samband við Stein-
unni.
Þegar Steinunn svo kom nokkrum
dögum seinna í búðina var henni sagt
Fór með gamla sjónvarpið í umboðssölu
Selt fyrir minna en
lágmark án samráðs
vegna misskilnings á hvað tækið hefði
verið selt og að hún ætti að greiða við-
gerðarreikning. Sveinn haföi hins
vegar ætlað að fella reikninginn niður
og hefði þá Steinunn komið út með
ósköp svipaða upphæð fyrir tækið og
ef hún hefði sjálf þurft að Rreiða reikn-
inginn og tiu þúsundum meira hefði
fengizt fyrir tækið.
Um ástæðuna fyrir því að Steinunn
gat ekki fengið viðurkenningu á við-
skiptunum sagði Sveinn að hún hefði
komið I búðina daginn fyrir gamlárs-
dag og þá hefði allt uppgjör verzlunar-
innar verið I molum og hennar ekki
fundizt. En hún gæti vissulega fengið
viðurkenningu hvenær sem væri.
Að lokum sagði Sveinn að hinn 15
þúsund króna viðgerðarreikningur
sem Steinunn var svo hissa á hefði
v'erið á tækinu i allt sumar og vetur
; hefði aldrei verið neitt leyndarmál. Ef
hún hefði komið í búöina hefði hún.
séð hann.
Svo virðist sem bæöi Sveinn og Steinunn hafi nokkuð til sins máls og væri ef til vill heppilegt fýrír þau að fara að dæmi fólks-
ins á myndinni.
Um drykkjulæti Islendinga á Kanaríeyjaf lugvelli:
Húrra fyrir flugstjóranum
Vanur ferðamaður hringdi:
„Þrátt fyrir slæma frétt af hegðun
íslendinga um borð í Flugleiðaþotu á
Kanarieyjaflugvelli fyrir skömmu og
birtist á forsíðu DB, álit ég hana á sinn
hátt gleðifrétt.
Ég er vanur ferðalögum víða um
heim og þrátt fyrir að ég sé stoltur af
því að vera lslendingur, verð ég þvi
miður að segja að hvergi í heiminum
hef ég séð aðra eins vansæmdarfram-
komu flugfarþega og tslendinga.
í þvi sambandi er mér minnisstætt
er ég var eitt sinn í innanlandsflugi í
Bandarikjunum. Varð ég þá var viö
nokkra háreysti og drykkjulæti nokk-
urra manna aftast í vélinni.
Þegar ég átti svo leið aftur í vélina á
salerni, skildi ég skvaldur mannanna,
það var á íslenzku. Hér með skora ég á
islenzkar flugáhafnir að taka slík mál
fastari tökum í framtiðinni og vil að
lokum segja: Húrra fyrir framkomu
flugstjórans á Kanaríeyjum.”
Meina verður drukknum um flugfar
— Oróaseggirnir iðruðust er þeir áttuðu sig á greiða f lugstjórans við þá og óþægindunum fyrir
saklaustfólk
Farþegi, sem var i Kanarieyjafluginu
sem tafðist um tvo tima vegna drykkju-
láta um borð, hringdi:
Ég vil í framhaldi fréttar DB um
drykkjulætin í Flugleiðaþotunni á
Kanaríeyjum sl. föstudag, með þeim
afleiðingum að flugstjórinn frestaði
flugtaki um tvær klukkustundir, eða
þar til að viðunandi ró var komin á
óróaseggina, benda Flugleiðum á að
taka framvegis mun strangar á að
menn gangi ekki drukknir um borð í
flugvélamar.
Það verður að taka þetta leiðinda-
mál mun fastari tökum. Þótt ég og
kona min höfum liðið saklaus fyrir
óspektir hóps farjæganna, m.a. vegna
hita í vélinni á meðan hún beið,
styðjum við ákvörðun flugstjórans.
Jafnframt álítum við flugstjórann
hafa gert óróaseggjunum mikinn
greiða með að gefa þeim þetta tæki-
færi I stað þess að varpa þeim út I
hendur lögreglu, enda iðruðust þeir
eftir því sem á heimleiðina leið. Efast
ég um aö þeir muni i framtíðinni sýna
af sér aðra eins framkomu, en girða
verður fyrir að aðrir geri það.
Tveir menn sem voru f flugvél með drukknum Islendingum frá Kanarieyjum hafa haft samband við blaöfð og lýst mikilli
ánægju með frammistöðu flugstjóra Flugleiða.
/
Sóley Baldursdóttir, 12 ánu Já, ég sa
hann og mér fannst hann mjög
skemmtilegur. Ég ætla að fylgjast með
honum áfram.
Spurning
dagsins
Sástu sjónvarpsþáttinn
Rætur á miðvikudags-
kvðld?
Erna Reynaldsdóttir,-13 ára: Já. Eg sá
hann. Mér fannst mest spennandi þegar
hvitu mennimir voru að koma og taka
svertingjana.
Gfsli Kari Karisson afgreiðslumaðun
Nei, og ég hef ekkert heyrt á þennan
þátt minnzt. Ég horfi svo litið á
sjónvarp, enda þykir mér það yfirhöfuð
mjög lélegt.
Fjalar Vfðfsson, atvinnulaus sem
stendun Já. Ég sá þáttinn og mér fannst
hann gefa von um mjög góðan fram-
haldsþátt. Ég mun fylgjast með fram-
haldinu svo framarlega sem ég hef
tækifæri til.
Jóhann Ragnarsson sjómaðun Já. Ég sá
þáttinn og þótti hann góður. Ég vildi
gjama horfa á framhaldið en veit ekki
hvort ég get það þar sem ég reikna með
að verða á sjónum.
Árný Guðmundsdóttir hósmóðir: Já. Ég
sá hann og mér finnst hann lofa mjög
góðu. Það er lika óvenjulegt að sjá
blökkumenn leika aðalhlutverkin. Ég
ætla alveg endilega að sjá framhaldið og
sleppa öllum miðvikudagsklúbbum, svo
að ég geti það.