Dagblaðið - 06.01.1979, Side 4

Dagblaðið - 06.01.1979, Side 4
DB á ne ytendamarkaði LJÓSMYNDIR: BJARNLEIFUR BÍIARNLEIFSSON Lif ur ætti að vera á matseðlinum einu sinni f hverri viku DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979. Þaö eru ekki bara blikkbeljurnar sem þurfa aö komast leiðar sinnar í ófærðinni. Gangandi vegfarendur þurfa einnig aö komast áfram. Það getur verið erfiðleikum bundið í mikilli hálku en þá er gott ráð að fá sér mann- brodda. Einn af helztu mannbrodda- sölum höfuðborgarinnar er Gísli Ferdinandsson skósmiður i Lækjar- götunni. Neytendasíðan leit inn hjá honum i gær. „Mér finnst erfitt að selja gamla fólkinu mannbroddana á uppsprengdu verði,” sagði Gísli. „Broddarnir kosta 3.750 kr. Yfir- völdin standa víst í þeirri trú að þetta sé einhver lúxusvarningur ef dæma á eftir þeim álögum sem lagðar eru á mannbroddana. Af vörusendingu sem kostar 800 þúsund kr. þarf að greiða yfir milljón í tolla, vörugjald og sölu- skatt. Mér finnst að ríkisvaldið ætti að eygja þarna möguleika til þess að spara i ríkisrekstrinum. Með þvi að hafa mannbroddana á skaplegu verði, jafnvel sjá til þess að gamalt fólk og öryrkjar fái þá frítt, mætti spara í sjúkrahúsrekstrinum. Dagurinn á sjúkrahúsi kostar nú víst hátt í 60 þúsund kr. og þeir eru margir dagarnir sem'fólk liggur þar vegna beinbrota sem það verður sér úti um á hálk- unni,” sagði Gísli. Sagði hann okkur m.a. sögu af gam- alli konu sem býr á Hverfisgötunni. Hún beinbrotnaði á hálku og þorði ekki að hreyfa sig út fyrir dyr. Þegar Mannbroddarnir, sem eru likastir götóttum skóhlifum, lita svona út þegar bídö er að spenna þá i skóna. Þeir sem vit hafa á næringarfræði halda því gjaman fram að lifur eigi að vera til matar á hverju heimili a.m.k. einu sinni í viku. t bók Sigrúnar Davíðsdóttur, Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri, er að finna ótal prýðisgóðar og skemmtilegar upp- skriftir. Þar er þessi að glóðarsteiktri lifur. Þarsegir: „Bezta lifrin til þess að glóðarsteikja er ný lambalifur og svo kálfalifur, en auðvitað getið þiö notað uppáhaldslifr- ina ykkar. 800 g lifur olia eða kryddolía grænmeti og ávextirí karrýsmjöri 1. Reynið að hafa lifrina sem heil- legasta. Utan um lifrina er himna sem þið getið hreinsað burt, ef þið viljið, því hún getur orðið hörð við steiking- una. Til þess að ná himnunni burt hellið þið sjóðandi vatni yfir lifrina og þá losnar himnan frá og má fletta henni af nokkuð auðveldlega. Pensliö síðan lifrina með olíunni og setjið hana á rist yfir fati eða beint á fat. 2. Setjið lifrina inn I ofn eða yfir glóðir, ef þið steikið úti. Snúið lifrinni viö öðru hverju svo að hún steikist jafnt. Hæfilegur tími er um 45 mín. eða þar til að það vellur úr henni tær vökvi, en ekki rauðleitur, þegar þið stingið í hana. Eðlilega fer steikingar- tíminn eftir þykkt og stærð lifrarinnar. 3. Berið fram með ávöxtum í karrý- smjöri: 2 epli, helzt græn og sætsúr 1—2 bananar 1—2 msk. karrý (eða eftir smekk) 45 g smjör eða blanda af smjöri og olíu. Bræðið smjörið á pönnu og látið karrýið út i. Afhýðið eplin, takið kjamann úr og skerið í þunna báta. Epilin eru steikt í karrýfeitinni þar til þau eru farin að mýkjast. Afhýðið bananana, kljúfið að endilöngu og skerið í 3—4 bita. Steikið þá síðan i karrýfeitinni þar til þeir eru þaktir feiti og heitir i gegn, það tekur svona 3—5 min. Verð: Hráefnið i réttinn (fyrir utan grænmetið) kostar rúmlega 1300 kr. eða um 330 kr. á mann því uppskrift- in er ætluð fyrir fjóra. hún þurfti svo að fara til læknisins til eftirlits vegna beinbrotsins hringdi hún til Gísla og bað hann um hjálp, hvort hann gæti sent henni broddana. Gísli vorkenndi gömlu konunni og sendi son sinn með mannbrodda sem hann festi á skóna hennar. Hann sagði einnig að læknar á slysadeildinni hefðu eitt sinn komið og keypt sér mannbrodda er þeim ofbauð fjöldi þeirra sem leituðu til deildarinn- ar vegna hálkubrotanna. Nútíma mannbroddar eru likastir götóttum skóhlífum en neðan á gang- þófunum eru gaddar. Þetta er síðan strengt aftur yfir hælinn á skónum og spennt yfir tærnar. Til eru þeir sem þola illa að hafa mann- broddana spennta yfir ristína og tærn- ar. Gisli bjargar þeim á þann hátt að hann klippir broddana út úr og limir neðan á skóna. „Til eru þeir sem þola illa að hafa spennuna yfir tærnar,” sagði Gísli. Þá klippir hann gaddastykkið af og límir neðan á sólann. Fyrir kemur einnig að mannbroddarnir snúist á fætinum ef þeir eru ekki vel spenntir á. Hins vegar haggast þeir ekki ef þeir eru límdir neðan á sólann. Hjá Gísla voru einnig á boðstólum annars konar „mann- broddar” sem passa þó ekki nema á randsaumaða karlmannsskó. Er það eins konar plastsóli með tökkum neðan á og spennu aftur fyrir hælinn. Aðeins voru til fáein stykki af þessum búnaði sem kostar 2.200 kr. parið. Mannbroddar fást einnig í verzlun- inni Geysi. Þar eru til tvær gerðir. önnur er mjög einföld, litlir „gadd- ar” sem spenntir eru undir gangþóf- ann og yfir ristina. Sú gerð kostar 2.375 kr. Hin gerðin er mun öflugri, reglulegir mannbroddar sem spenntir eru undir hælinn á skónum. Slikir gaddar kosta 3.975 kr. Gangfærið á götunum er víst á leið- inni i það allra versta þegar þetta er skrifað, þegar frýs ofan í asahláku. Þá er það einmitt sem mannbroddar koma að beztum notum. - A.Bj. Þessir passa aðeins á randsaumaða karlmannsskó. Aðeins voru til fáein stykki af þeim hjá Gisla. t verzluninni Geysi voru til tvær tegundir af mannbroddum. Þeir til vinstri eru mjög einfaldir, spenntir yfir ristina og kosta 2.375 kr. Þeir til hægri eru mjög voldugir gaddar sem spenntir eru á hælinn og kosta þeir 3.975 kr. * * Gangandiveg- farendur þurfa líka að komastáfram - Mannbroddar nauð- synlegir f ófærðinni Þeir eru tollaðir eins og lúxusvarningur en eru ekkert nema öryggistæki

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.