Dagblaðið - 06.01.1979, Page 9
DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979. 9
noröur fimm lauf. Þá var komið að
austri með öll þessi spil og hann var
fljótur að dobla og ætlaði að setja þá
800 til llOOniður.
Vestur spilaði út hjartatíu og suður
tók á ás, austur lét kónginn, þá tók
suður spaðaás og trompaði spaða.
Tigulás og trompaði tígul, enn spaöi
trompaður. Tígull trompaður og
hjartadrottningin tekin en spaði
trompaður og staðan er orðin þessi:
Norðuh
+ Enginn
Vekkert
0 105
+A8
Austuk
a enginn
54
0 enginn
+ 106
SUÐUR
+ enginn
ekkert
o enginn
+ KDG9
Norður er inni og spilar út tígultiu,
sem austur verður að trompa með
laufagosa, og spilar út laufakóng sem
norður drepur á ás. Enn kemur tígull
og austur er varnarlaus. Suður fær
alltaf slag á laufatiu. Það er ekki alltaf
nóg að fá punktana, þó þeir séu 22,
eða tveggja granda opnun.
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Félagið bauð upp á nýárskaffi sl.
miðvikudag og var einnig spiluð
sveitakeppni um leið. Þetta voru stutt-
ir Ieikir, aðeins sex spil og spilaðar
fimm umferðir. Sveitakeppnina unnu
ungir og efnilegir spilarar eða sveit
Karls Logasonar. Úrslit urðu annars
þessi:
stig
1. sveit Karls Logasonar 76
2. sveit Hjalta Elíassonar 63
3. sveitSigurjónsTryggvasonar 62
4. sveit Óðals 58
Næst verður spiluð sveitakeppni hjá
félaginu eftir Monrad og hefst hún
næstkomandi miðvikudag kl. 19.30 í
Domus Medica. Menn geta látið skrá
sig hjá stjórn félagsins.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Eftir 9 umferðir i aðalsveitakeppni
félagsins er staðan þessi:
stig
1. Sveit Ingibjargar Halldórsdótturl70
2. SveitHansNielsen 144
3. Sveit Elisar R. Helgasonar 137
4. Sveit Sigriðar Pálsdóttur 113
5. Sveit Magnúsar Björnssonar 108
6. Sveit Óskars Þráinssonar 99
7. Sveit Jóns Stefánssonar 98
8. Sveit Erlu Eyjólfsdóttur 80
Næsta umferð verður spiluð nk.
fimmtudag 1 Hreyfilshúsinu og hefst
spilamennskan kl. 20.00.
Frá Tafl- og
bridgeklúbbnum
Fimmtudaginn 4. janúar hófst aðal-
sveitakeppni félagsins með þátttöku
16 sveita. Að venju skipa 10 sveitir
meistaraflokk, því aðeins 61. flokk.
Þrjár efstu sveitir í I. flokki vinna
sér þátttökurétt í meistaraflokki að ári
liðnu. Úrslit sl. fimmtudag urðu þessi:
Meistaraflokkur
Steingrímur Steingrimsson 17
— Ragnar Óskarsson 3
Björn Kristjánsson 15
Þórhallur Þorsteinsson 5.
Ingólfur Böðvarsson 14
— Eirikur Helgason 6
Gestur Jónsson 18
—Hannes Ingibergsson 2
Ingvar Hauksson 20
— Rafn Kristjánsson -3
I. flokkur
Sigurleifur Guðjónsson 15
— Helgi Halldórsson 5
Anton Valgarðsson 11
— Ólafur Tryggvason 9
Guðrún Bergsdóttir 13
— Sigurður Kristjánsson 7
Næsta umferð verður spiluð nk.
fimmtudag í Domus Medica og hefst
kl. 19.30.
Frá Ásunum
í Kópavogi
Nk. mánudag hefst eins kvölds ein-
menningur hjá félaginu en annan
mánudag aðalsveitakeppni félagsins.
Allir eru velkomnir. Spilað er í Félags-
heimili Kópavogs og byrjað kl. 19.30.
Unnið er að mótun iðnþróunarstefnu
til langs tima á vegum samstarfsnefndar
um iðnþróun, sem iðnaðarráðherra skip-
aði síðastliðið haust. Iðnaðarráðuneytið
mun siöar leggja fram á Alþingi þings-
ályktunartillögu um eflingu iðnþróunar.
DB hefur áður skýrt í meginatriðum
frá innihaldi þess „iðnaðarpakka”, sem
ríkisstjórnin mun nú leggja fram til
stuðnings iðnaðinum. Einnig hefur
komið fram í DB, að iðnrekendum þykir
lítið til þessara ráðstafana koma. Ríkis-
stjórnin gerði í gær opinbert sumt af
þessu. Hún segist munu láta fara fram
„athugun” á forsendum fyrir hækkun
jöfnunargjalds á flestar þær vörur, sem
falla undir ákvæði aðildarsamnings ís-
lands að EFTA og viðskiptasamnings
við Efnahagsbandalagið. Verði niður-
stöður athugunarinnar jákvæðar, skuli
Nýjar upp
lýsingar í
Grjótjöt-
unsmálinu
Grjótjötunsmálið bíður nú málflutn-
ings fyrir Sakadómi Reykjavíkur.
Skömmu fyrir jól bárust nýjar upplýs-
ingar frá Noregi um atriði, sem þar voru
rannsökuð.
„Ég mun kynna málsaðilum hinar
nýju upplýsingar einhvern næstu daga
til þess að þeir geti 1 málflutningi tekið
afstöðu til þeirra,” sagði Haraldur
Henrysson, sakadómari, i viðtali við DB.
Að öðru leyti kvað hann málið tilbúið til
flutnings.
Ekki vildi Haraldur tjá sig um efni eða
umfang hinna nýju viðbótarupplýsinga.
BS.
gjaldiö hækkað og tekjum af því varið til
sérstakra iðnþróunaraðgerða.
Tekjum af „uppbótargjaldinu”, sem
leggja skal á innflutt sælgæti, kex og
brauðvörur og DB hefur greint frá, skal
varið til iðnþróunaraðgerða. Á sama
tíma verði horfið frá niðurgreiðslum á
undanrennu- og mjólkurdufti til sæl-
gætisiðnaðar og innflutningur þessara
vara gefinn frjáls.
Ríkisstjórnin minnir ennfremur á
frumvarp um tollskrá, sem kveður á um,
að fresta megi eða afturkalla um tiltek-
inn tíma tollalækkanir á innfluttan fatn-
að og skóm frá löndum utan EFTA og
EBE.
35% innborgunar-
skylda
Innborgunarskyldan á innflutt hús-
gögn á að verða 35% af andvirði þeirra
og féð skal bundið í 3 mánuði. Þetta inn-
borgunarkerfi á að gilda í 2 ár og verða
afnumiðiáföngum.
Innborgunarskyldan á hráefni til iðn-
aðar, sem verið hefur 10—25%, verður
felld niður.
Nýlega hafa verið samþykkt lög um
framlengingu í eitt ár á iðnaðargjaldi,
sem eru tveir af þúsundi af launum í iðn-
aði. Tekjur af gjaldinu eru taldar vera 70
milljónir á árinu. .
Innkaupum hins
opinbera beint að
innlendum iðnaði
Ríkisstjórnin segist munu beita sér
fyrir, að settar verði reglur um innkaup
opinberra aðila, sem beini þeim til inn-
lendra framleiðenda svo sem fært þyki.
Opinber innkaup verði notuð til að
stuðla að vöruþróun og nýsköpun í iðn-
aði.
Stefnt skuli að breytingum á álagning-
arheimildum samkeppnisiðnaðar. Mál-
efni skipasmíðastöðvanna séu i athugun
og verði ekki veitt heimild til lántöku er-
lendis fyrir breytingar eða viðgerðir á
skipum nema að undangenginni öflun
tilboða innanlands.
Ríkisstjórnin kveðst munu hefja við-
ræður við Seðlabankann og viðskipta-
bankana um endurskoðun á reglum um
endurkaup afurðalána og setningu
ákveðnari reglna um rekstrarlán til iðn-
fyrirtækja. Viðræðurnar eigi að miða að
því að rýmka lánafyrirgreiðslu banka-
kerfisins til samkeppnisiðnaðar.
-HH.
Jassballettnemendur athugið
Kennsla hefst aftur fbstudaginn 12. janúar; 12 vikna
námskeiö. Nemendur sem voru fyrir jól hafi samband
við skólann. Flokkaröðun eins og varfyrir jól.
Endumýjun skírteina í fyrsta tíma. Upplýsingar í
síma 83730 frá mánudeginum 8. janúar. Innritun
nýrra nemenda á sama tíma (ekki yngri en 13 ára).
Jassballettskóli Bárn
Stigahlíð 45-47
Vesttk
) skiptir
ekki
1 máli