Dagblaðið - 06.01.1979, Síða 15

Dagblaðið - 06.01.1979, Síða 15
DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979. 15 . inga Huld Égfórað leika jólasvein... ÞVÍ MÉR LEIDDIST SVO MIKK) Á JÓLUNUM —segir Askasleikir, öðru naf ni Ketill Larsen Meður því að í dag er þrettándinr þótti okkur hér á DB rétt að hafa sam band við foringja jólasveinanna, Aska sleiki, áður en hann hyrfi aftur upp é fjöllin. Það er Askasleikir, sem er í farar broddi, þegar jólasveinamir koma til bæjarins á sleða eða jeppa í byrjun desember. Hann stjórnar hópnum. þegar kveikt er á Osló-trénu á Austur velli og þeir leika listir sinar á þaki Nýja kökuhússins — fljúga til dæmis á ósýnilegum flugskiðum upp á sval- irnar á Hótel Borg. Og þessa dagana ei Og þegar maður hefur taiað við hann svolitla stund, þá finnst manni, að ein- mitt svona maður ætti að stjóma „ári bamsins”. Því hann er alltaf að uppgötva ævintýri í tilverunni. Grænblesa og Brjóstsykur Sniðugir náungar hafa grætt mikið fé á bamavininum mesta, jólasveinin- um. En Ketill breytir sér í Askasleiki Jólasveinar koma til bæjarins. Askasleikir togar með dætrum sinum, Minnsta Stúf og Langminnsta Stúf. Giljagaur ekur jeppanum en auk hans eru á bilnum Stúfur, Mióstúfur, Kertasnikir, Pottasleikir, Gluggagægir, Hurðaskellir, Þvöru- sleikir, Skyrgámur, Litli Stúfur og Langi Stúfur. Þeir af þessum herramönnum, sem ekki sjást, eru bak við að ýta. Hvað eru þeir að brugga með sér? Ketill Larsen (með galdralurkinn) og Jóhannes Benjaminsson (með harmonikuna) auðsjáanlega ánægðir með það sem þeim hefur dottið i hug til að skemmta sér og krökkunum með. síminn hans síhringjandi, því varla ei hægt að halda jólatrésskemmtun án þess að fá Askasleiki eða einhvern fé- laga hans til að lita inn. Ellefu mánuði ársins heitir hann Ketill Larsen. Við finnum hann í kjall- araíbúð í Vogunum. Hann situr í hæg indastól, sem enginnfornsali mundi líta við, en með tvær glöðustu smá- telpur í heiminum í fanginu. Þær heita Sólveig Dögg og Hólmfríður, eða eins og faðir þeirra styttir nöfnin svo fall- ega: Sóldögg og Fífa. Það er ekki smáræðisheppni að eiga sjálfan jólasveinaforingjann fyrir föður. Og frá því þær gátu gengið hafa þær verið með sem Minnsti Stúfur og Langminnsti Stúfur. „En manstu, pabbi,” segir Fífa, „þegar Sóldögg hélt þú værir að breyt- ast i jólasvein?” Þá var Ketill að gera jókaæfingar i hálfmyrkri og barnið hljóðaði upp, því þrátt fyrir allt vildi hún ekki alveg missa hann yfir í annan heim. Árið um krir.g er Ketill starfsmaður hjá Æskulýðsráði Keykjavíkurborgar. ekki vegna peninga heldur af því honum finnst það svo gaman. „Upp- haflega byrjaði ég á þessu af þvi mér leiddist svo á jólunum,” segir hann. „Þunglamalegur sálmasöngurinn gerði mig dapran í bragði. Svo fyrir 22 árum síðan fór ég i jólasveinabúning, sem móðir mín hafði saumað handa mér, settist upp á brúna hryssu, sem ég átti, og fór ríðandi frá Engi, þar sem við áttum heima (á mörkum Reykja- víkur og Mosfellssveitar) niður í bæ- inn. Hryssan gekk alltaf þannig að hún var með hausinn niðri undir jörð, og ég hafði málað á hana græna blesu, svo við vorum heldur kostuleg ásýnd- um. Til fylgdar höfðum við hundinn Lappa, öðru nafni Brjóstsykur. Stundum setti ég hann á bak, en gekk sjálfur og teymdi undir honum. Og ekki virti ég umferðarreglurnar heidur fór niður Hverfisgötu og upp Lauga- veg eins og mér sýndist. Þegar við þrenningin komum að Framsóknarhúsinu voru þar einhverj- ir með jólaball og töldu mig á að koma ríðandi inn í húsið á Grænblesu. Það lá við að konan í fatageymslunni félli i yfirlið, þegar við birtumst. Ég hætti við að fara inn í sjálfan salinn. Þó ekki vegna konunnar, heldur út af þvi að hryssan var skaflajárnuð og hefði get- að skemmt gólfið. 1 rauninni var ég að gá hvað ég þyrði, til hvers ég dygði. Og mér var svo vel tékið, að síðan hef ég verið jólasveinn á hverjum jólum. Enda aldrei leiðzt!” 1 dag hefur Ketill, öðru nafni Aska- sleikir, um tuttugu jólasveina á snærum sínum. Þeir eru á aldrinum frá hundrað og eins árs til þrjú hundr- uðogþriggja. „Min bezta hjálparhönd er Jóhann- es Benjamínsson, skáld og harmóníku- leikarí, en auk hans eru margir aðrir góðir.” Á Indlandi og f Saltvík Einhvern tíma á jólasveinaferlinum komst Ketill að þvi að hann hafði leik- hæfileika. Hann fór til Ævars Kvaran og síðan i Þjóðleikhússkólann. Eftir ýmis smáhlutverk (eins og morðingja i Hamlet) tók hann þátt í Inuk, leiknum um Grænlendinga, sem enn er á sigur- för um heiminn og hefur verið sýndur í nítján löndum fram að þessu. „En ég hef líka farið kringum hnött- inn á eigin vegum,” segir Ketill. Pen- ingana til þess fékk hann með því að Eilefu mánuði ársins breytist Aska- sleikir jólasveinaforingi i hinn óbreytta borgara, Ketil Larsen. halda málverkasýningu — hann málar mikið dularfull blóm og fljúgandi skip frá öðrum heimi. „t ferðinni reyndi ég hvort ég gæti komizt i samband við fólk á fjarlægum stöðum með leik, söng, eftirhermum og látbragði. Og mér til gleði heppnaðist það vel.” Allra eftirminnilegast er honum, þegar hann söng á torgi Tarabúr-þorps í Indlandi. „Að standa þarna i myrkrinu og syngja íslenzkt lög fyrir ókunnugan fólksfjölda — það er alveg ógleyman- legt.” Yfirleitt lifir Ketill eftir þeirri reglu að gera það sem honum þykir skemmtilegt. Og honum finnst starfið hjá Æskulýðsráði mjög spennandi, „því unglingarnir hafa svó mikið ímyndunarafl”. Á sumrin fer hann með æskulýðn- um upp í Saltvik á Kjalamesi. Þá segir nesi. Þær léku hlutverk sín svo vei, að allir krakkarnir fengu mikinn áhuga á þeim og buðu þeim kaffi og kleinur til að spekja þær á flóttanum. Jaf nvel jóla- sveinar byggja En jafnvel jólasveinar með hugann fullan af leikjum verða að beygja sig undir kröfur lífsgæðakapphlaupsins i landinu. Og Askasleikir er ásamt Ólöfu konu sinni farinn að byggja. Hann á hús í smíðum í Mosfellssveit- inni. „Við erum ekkert að flýta okk- ur,” segir hann, „en ég held að við getum flutt inn í vor.” Það er eftir að leggja rafmagn í húsið og smíða ýmsar innréttingar. En það hlýtur að ganga vel. 1 versta falli verður Askasleikir að Á þaki Nýja kökuhússins. Mannfjöldi á Austurvelli biður þess að sjá jólasvein fljúga á ósýnilegum flugskiðum yfir á Hótel Borg. hann þeim sögur, sem hann býr til sjálfur. Og hann lætur þau leika. Hann stofnaði með þeim Leikflokk unga fólksins og Klúbb 71.1 sumar bjó hann til nýjanhóp, Leynifélagið. Hvað þar gerist er auðvitað leyndarmál, en við höfum hlerað, að þeir fáist meðal annars við að leika dverga og farist það vel. En til að komast í þetta félag þarf maður að vera orðinn tíu ára gamall. Og til að skemmta krökkunum i Saltvík lætur Ketill ýmsa undarlega fugla koma i heimsókn. Stundum eru það furðulegir „útlendingar”. Mesta lukku gerðu þó tvær kaupakonur, sem höfðu strokið úr vist á Króki á Kjalar- nota galdralurkinn, sem hann hefur ævinlega meðferðis. Með honum er hægt að sjá gegnum holt og hæðir. Það er lika hægt að hringja með honum hvert á land sem er, jafnvel alla leið til tunglsins. Hann er líka mjög góður til að lækna gigt í jóla- sveinum. „Það er fullt af ævintýrum kringum okkur, ef við bara liöfum augun opin fyrir þeim,” segir Ketill. Og við þykj- umst vita, að láti rafmagnsmaðurinn á sér standa við lögnina í nýja húsið, muni Askasleikir lyfta lurknum, segja hókus-pókus, og öll vandræði verði þar með leyst. IHH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.