Dagblaðið - 06.01.1979, Síða 20
DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979.
i
20
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi
sunnudaginn7.janúar 1979.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna og fjöl
skyldusamkoma i sáfnaðarheimili Árbæjarsóknar kl.
11 árd. Séra Guðrrjundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 2 að Noröurbrún 1.*
Eftir messu fundur í safnaðarfélagi Ásprestakalls.
Kaffi og félagsvist. Séra Grímur Grimsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Bamaguðsþjónusta
kl. 11 árd. i Breiðholtsskóla. Miðvikudagur 10. janúar,
kvöldsamkoma að Seljabraut 54 kl. 20.30. Séra Lárus
Halldórsson.
BÍJSTAÐAKIRKJA: Bamasamkoma kl. 11.00
Guðsþjónusta kl. 2.00. Organleikari Guðni Þ.
Guömundsson. Séra ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma i
safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 2. Foreldrar
fermingarbama sérstaklega vænst. Séra Þorbergur
Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11, bamaguðsþjónusta. Skóla-
kór Garðabæjar syngur undir stjórn Guðfinnu Dóru
Ólafsdóttur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson.
Séra Þórir Stephensen. Messan kl. 2 fellur niður.
GRENSÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. (Athugið
breyttan messutima, útvarp). Organleikari Jón G.
Þórarinsson. Almenn samkoma verður nk.
fimmtudagskvöld kl. 20.30. Séra Halldór S. Gröndal.
HALLGRlMSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson. Guðsþjónusta kl. 14. Séra
Gisli Jónasson, skólaprestur messar. Þriöjudagur, les-
messa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Séra Karl Sigur-
bjömsson. Muniö kirkjuskóla barnanna á laugar-
dögum kl. 2.
LANDSPÍTALINN: Mcssa kl. 10. Séra Karl Sigur-
bjömsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Bamaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 2. Séra Tómas Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma i Kárs-
nesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11 árd. Séra Ámi Pálsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL: Bamasamkoma kl.
10.30 árd. Séra Árelius Nielsson.
LAUGARNESKIRKJA: Ðarnaguðsþjónusta kl. 11.
Messa kl. 2, altarisganga. Þríöjudagur 9. janúar,
bænastundkl. 18. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Bamasamkoma kl. 10.30.
Guðsþjónusta kl. 2. Séra Guðmundur óskar ólafsson.
SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma í félags-
heimilinu kl. 11 árd. Séra Frank M. Halldórsson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Bamasamkoma kl.
10.30. Messa kl. 2. Organleikari Sigurður ísólfsson.
Prestur séra Kristjánsson Róbertsson.
Söngtónleikar
ð Akureyri
Kristján Jóhannsson heldur söngtónleika i Borgarbiói
á Akureyri laugardaginn 6. janúar kl. 17. Miðasala á
sama staö frá kl. 15. Á söngskránni verða innlend
og erlend lög, m.a. eftir Jón Þórarinsson, Jóhann ó.
Haraldsson, Áskel Jónsson, Verdi, Puœini og
Donizetti.
Jóhann Konráðsson syngur tvisöng með Kristjáni í
nokkrum laganna.
Arshátíðir
Eyf irðingar —
Akureyringar
Árshátíð Eyfirðingafélagsins verður haldin að Hótel,
Sögu föstudaginn 12. janúar og hefst með borðhaldi
kl. 19.
1. Ræðumaður verður gestur kvöklsins Gisli Jónsson)
menntaskólakennari Akureyri. 2. Tízkusýning. 3.
Ómar Ragnarsson skemmtir með nýju prógrammi.
Aðgöngumiðar verða seldir i anddyri Súlnasals mið-
vikudaginn 10. janúarogfimmtudaginn ll.janúarfrá
kl. 5—7 báða dagana. Borð tekin frá um leið.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Kvikmyndir
Kvikmyndasýning
í MÍR-salnum, Laugavegi 178
Laugardaginn 6. janúar (þrettándanum) kl. 15.00
verður sýnd kvikmynd gerð eftir gleðileik Shake-
speares „Þrettándakvöldi”. — Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill. — MÍR.
Happdrætti
Happdrætti
Krabbameinsfélagsins:
Volvo bifreiöin kom á númer 48669. Á aðfangadag;
var dregið i Happdrætti Krabbameinsfélagsins um
fjóra vinninga. Volvo bifreiðin, árgerð 1979, kom á
miða nr. 48669 en Grundig litsjónvarpstækí á nr.|
25154, 50684 og 65979. Að þessu sinni féllu allir
vinningarnir á heimsenda miða.
Krabbameinsfélagið þakkar innilega veittan stuðning
og óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs.
íþróttir
Landsleikir i handknattleik um helgina
LAUGARDAGUR
LAUGARDALSHÖLL
IsUnd — Póllandkl. 15.30.
SUNNUDAGUR
LAUGARDALSHÖLL
tsland — Pólland kl. 20.
Körfuknattleikur
LAUGARDAGUR:
Urvalsdeild.
t Njarðvlk kl. 14: UMFN-ÍR.
Hagaskóli kl. 14: Valur— Þór.
l.deild.
í Borgarnesi kL 14:Snæfell—Tindastóll.
í Vestmannaeyjum kl. 1330: ÍBV—KFÍ.
SUNNUDAGUR:
(Jrvalsdeild.
Hagaskóli kl,15:KR-lS.
l.deild.
Njarðvik kl. 13: ÍBK—Fram.
UMFG—Ármann.
Ferðalög
Útivistarferðir
Sunnudag 7/1 kL 11.
Nýársferð um Básenda og Hvalsnes. Leiðsögumaður
séra Gísli Brynjólfsson, sem flytur einnig nýárshug-
•vekju 1 Hvalsneskirkju. Verð 2500 kr., frítt f. böm m.
fuUorðnum. Fariö frá BSÍ, bensinsölu, kl. 11 (i Hafn-
arfirði v/kirkjugarðinn).
Ferðafélag íslands
Sunnudagur 7. jan. 1979 kL 13.
(JKarsfeU og nágrenni. Róleg ganga fyrir aUa fjölskyld-
una. Verð kr. 1000 gr. vA)Uinn. Fraið frá Umferðar-
miðstöðinni að austanveröu.
- ATH: Minnum á að koma með útfyUtar „Ferða- og
FjaUabækur”. og fá viðurkenningarskjaUð vegna ára-
mótauppgjörs.
ATH: Enn er aUmikið af óskUafatnaði og öðru dóti úr
ferðum og sæluhúsum hér á skrifstofunni.
Fundir
Samtök astma- og
ofnæmissjúklinga
Fræðslu- og skemmtifundur verður að Norðurbrún 1
laugardaginn 6. jan. kl. 3. Erindi um barnaexem flytur .
Amar Þorgeirsson húðsjúkdómalæknir.
Veitingar og félagsvist.
Prestar
halda hádegisfund í Norræna húsinu mánudaginn 8.
janúar.
Kvenfélag
Laugamessöknar
heldur fund mánudaginn 8. jan. í fundarsal kirkjunnar
kl. 20.30. Spilað veröur bingó.
Safnaðarfólag
Ásprestakalls
Fundur verður að Norðurbrún sunnudaginn 7. jan. og
hefst að lokinni messu. Spiluð verður félagsvist. Kaffi-
veitingar.
Kvenfélag
Langholtssafnaðar
heldur fund. í Safnaðarheimilinu þriðjudaginn 9.
janúar kl. 20.30. Ðaðstofufundur.
Rangæingar
önnur umferð i spilakeppni sjáífstæðisfélaganna I
Rangárvallasýslu veröur á Hvoli sunnudaginn 7.
janúar nk. kl. 21.
Ávarp flytur Albert Guðmundsson alþm. Góð kvöld-
verðlaun. Sérstök unglingaverðlaun. Aðalverðlaun
fyrir samanlögð þrjú kvöld er sólarlandaferð fyrir tvo.
Almennur félagsfundur ABK
Almennur félagsfundur verður haldinn hjá AlþVðu-
bandalaginu i Kópavogi miðvikudaginn 10. janúar kL
20.30. Fundarefni: Aðild ABK að bæjarstjóm Kópa-
vogs, stefnumótun og fjárhagsáætlun bæjarins fyrir
árið 1979.
Leiklist
Alþýðuleikhúsið fmmsýnir
farsa eftirDarioFo
Á sunnudagsvöldið verður fyrsta frumsýning
Alþýðuleikhússins, sunnandeildar, i Lindarbæ i vetur.
Þá verður frumsýndur nýlegur ærslaleikur eftir Dario
Fo: VH) borgum ekld! Vlð borgum ekkí! Þetta leikrit
var fyrst sýnt á ítaliu fyrir rúmum tveimur ámm en
he/ur síðan verið sýnt viða um Evrópu við fádæma
vinsældir. Þýðingu leikritsins gerðu Inglbjörg Briem,
Guðrún Æglsdóttir og Róska, leikmynd og búninga
gerði Messíana Tómasdóttir, lýsingu annaðist Daridl
Walters og leikstjóri er Stefán Baldursson.
Sex leikarar koma fram i sýningunni: Kjartan Ragn-
arsson, sem leikur sem gestaleikari frá Leikfélagi*
Reykjavikur, LUja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hanna
Maria Karlsdóttir, GisH Rúnar Jónsson, Sigfús Már
Pétursson og Ólafur örn Thoroddsen.
Leikritið gerist i MUanó og byggir á atburðum, sem
raunvemlega áttu sér stað þar, er almenningur tók
það ráð gegn vaxandi verðbólgu að ákveða sjálfur
verðlag á vömm og húsaleigu. Dario Fo notar þessa
hugmynd sem bakgrunn verksins en býr þó aUt i bún-
ing farsans, þar sem hver misskUningurinn á fætur
öðmm knýr atburðarásina áfram.
Með sýningunni á leikriti Dario Fo hefur Alþýðu-
leikhúsið nú starfsemi sina i Lindarbæ, sem það hefur
tekið á leigu i vetur. Verður frumsýningin á sunnu-
dagskvöld sem fyrr segir, 2. sýning á mánudagskvöld
og þríðja sýning á fimmtudagskvöld. Skömmu fyrir jól
vom hafðar fjórar forsýningar á þessu verki fyrir fuUu
húsi áhorfenda en almennar sýningar hefjast sem sé
fyrst nú. — Þess má geta að Alþýðuleikhúsið-sunnan-
deild hefur í vetur sýnt leikritið Vatnsberana eftir Her-.
disi Egilsdóttur i bamaskólum og em sýningar orðnar
yfir 50 talsins. Þá standa nú yfir æfingar á tveim verk-
efnum: islenzkum kabarett og barnaleikriti.
Skemmtistaðir
LAUGARDAGUR
GLÆSIBÆR: Hljómsveit Gissurar Geirssonar.
HOLLYWOOD: Diskótek.
HÓTEL BORG: Diskótekið Disa.
HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Hljómsveit Ragnars
Bjamasonar. Átthagasalur lokaður. Mlmisbar og
'Stjömusaluropnir.
INGÓLFSCAFÉ: Gömlu dansamir.
KLÚBBURINN: Deildarbungubræður, Octopus og.
diskótek.
LEIKHÚSKALLARINN: Thalia.
LINDARBÆR: Gömlu dansamir.
ÓÐAL: Diskótek.
SIGTÚN: Bingó kl. 3. Galdrakarlar um kvöldið.
SNEKKJAN: Dóminik og diskótek.
ÞÓRSCAFÉ: Lúdó og Stefán og diskótek.
SUNNUDAGUR:
GLÆSIBÆR: Hljómsveit Gissurar Geirssonar.
HOLLYWOOD: Diskótek, vinsældalistinn.
HÓTEL BORG: Gömlu dansamir.
HÓTEL SAGA: Súlnasalur og Átthgasalur lokaðir.
Stjömusalur og Mimisbar opnir.
KLÚBBURINN: Diskótek á tveimur hæðum.
Skemmtiatriði: Danssýning og Kimiwasa sýningar-
flokkurinn.
LEIKHÚSKJALLARINN: ThaUa.
ÓÐAL: Diskótek.
ÞÓRSCAFÉ: Lúdó og Stefán og diskótek.
Tilkynningar
Frá Félagi nýalssinna
Erindi og tónleikar i stjömusambandsstöð, Álfhóls-
vegi 121 Kópavogi.sunnudaginn 7. janúarkl. 3e.h.
Dagskrá: 1. Einleikur á flygil. Guðmundur Magnús-
son. 2. Erindi um franska heimspekinginn Henri Berg-
son. Gunnar Dal rithöfundur flytur. 3. Samræöur á
eftir.
Frá Kvenfélagi
Háteigssóknar
Skemmtun fyrir aldrað fólk i sókninni verður i Domus
Medica sunnudaginn 14. janúar kl. 3 siðdegis.
Óháði söfnuðurinn
Jólatrésfagnaður fyrir böm nk. sunnudag kl. 3 i
Kirkjubæ. Aðgöngumiðasala við innganginn.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs
vill vekja athygli bæjarbúa á að gírónúmer nefndar-
innar er 66900-8. Nefndin minnir á þörf samhjálpar
bæjarbúa og eru gjafir undanþegnar skatti. Munið
girónúmer Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, 66900-8.
Féksfélagar
Fáksfélagar, fögnum nýju ári í Félagsheimilinu annað
kvöld, þrettándakvöld 6. janúar. Góð hljómsveit.
Spariklæðnaður áskilinn. Miðar seldir i félagsheimil-
inuikvöldkl. 17—19.
Þrettándafagnaður
Alþýðubandalagsins
f Kópavogi
vcrður haldinn i Þinghól nk. laugardag. Skemmtiatriði
og dans fram eftir nóttu. Félagar eru hvattir til að
mæta vel og taka með sér gesti.
Kvenfélag Keflavíkur
heldur jólaskemmtun fyrir eldri borgara bæjarins í
Tjarnarlundi nk. laugardag, 6. janúar, og hefst hún kl.
3 síöd.
Kvenfólag Hreyfils
minnir á jólatrésskemmtunina sunnudaginn 7. jan. kl.
3 i Hreyfilshúsinu.
Frá Kattavinafélaginu
Að gefnu tilefni eru kattaeigendur beðnir aö hafa ketti
sina inni um nætur. Einnig að merkja þá með hálsól,
heimilisfangi og simanúmeri.
Skrifstofa
Ljósmæðrafélags íslands
er að Hverfisgötu 68A. Upplýsingar þar vegna stéttar-
tals Ijósmæðra alla virka daga kl. 16.00—17.00 eða í
sima 17399. (Athugið breytt simanúmer).
Frá skrrfstofu
borgarlæknis
Farsóttir í Reykjavik vikuna 10—16. desember 1978,
samkvæmt skýrslum 9 (8) lækna:
Iðrakvef.................................. 20(30)
Kighósti.................................... 5(0)
Rauðir hundar.............................. 39 (35)
Hettusótt...................................10(1)
Hálsbólga..................................52(31)
Kvefsótt...................................95(115)
Lungnakvef.................................18(19)
Inflúensa................................... 6(3)
Kveflungnabólga............................. 8(7)
Virus......................................15(16)
Dilaroði.................................... 2(0)
Umhverfismálastyrkir
Atlantshafsbandalagið NATO mun á árinu 1979
veita nokkra styrki til fræðirannsókna á vandamálum
er snerta opinbera stefnumótun á sviði umhverfis-
mála. Styrkirnir eru veittir á vegum nefndar banda
lagsins, sem fjallar um vandamál nútímaþjóðfélags.
Eftirgreind fjögur verkefni hafa verið valin til
samkeppni að þessu vinni'
A. Aðgerðir rikissijórnaúl þess að stuðla að skynsam-
legri nýtingu efna og náttúruauðæfa.
B. Stefna i orkumálum: hagnýtir valkostir.
C. Áætlanir um nýtingu landsins með tillit til
verndunar landbúnaðarsvæða.
D. Opinber stefna og kostnaður einkaaðila vegna
notkunar á salti til að þiða is af vegum.
Styrkirnir eru ætlaðir til rannsóknastarfa i 6—12
mánuði. Hámarksupphæö hvers styrks getur að
jafnaöi orðið 220.000 belgiskir frankar, eða rösklega
2.280.000 krónur.
Gert er ráð fyrir að umsækjendur hafi lokið háskóla-
prófi.
Umsóknum skal skilað til utanrikisráðuneytisins fyrir
31. marz 1979 — og lætur ráðuneytið í té nánari
upplýsingar um styrkina.
Útibússtjóraskipti í
Búnaðarbankanum
Útibússtjóraskipti verða í útibúi Búnaðarbanka
lslands á Hellu þann 1. febrúar nk. Gunnar Hjartar-
son, er verið hefur útibússtjóri frá árinu 1971, lætur af
störfum og tekur við starfi sparisjóðsstjóra á Dalvik.
Bankaráð hefur ráðið nýjan útibússtjóra^ Pétur
Magnússon núverandi forstöðumann Melaútibús i
Reykjavik.
Pétur er fæddur 27. janúar 1939 og hóf hann störf hjá
bankanum árið 1962. Hann hefur verið for-
stöðumaöur Melaútibús frá stofnun þess árið 1963.
Útibú Búnaðarbankans á Hellu hefur þróazt mjög vel
undanfarin ár og er nú næststærsta útibú bankans
utan Reykjavíkur.
Húseigendélag
Reykjavíkur
Skrifstofa félagsins að Bergstaðastræti 11 er opin alla
virka daga kl. 16—18. Þar fá félagsmenn ókeypis leiö-
beiningar um lögfræðileg atriði varðandi fasteignif!
Þar fast einnig eyðublöð fyrir húsaieigusamninga og
sérprentanir af lögum og reglugerðum um fjölbýlis-
Jiús.
Fréttatilkynning
f rá Mormónakirkjunni
Kirkja Jesú Krists af síðari daga heilögum (Mormóna-
kirkjan), sem nú hefur aðsetur sitt að Skólavörðustig
16, jarðhæð, mun framvegis sýna myndir með íslenzk-
um texta alla virka daga utan mánudaga, kl. 2—4 e.h.
öllum er veljcomið að líta inn og fræöast þannig um
starfsemi kirkjunnar og sögu í máli og myndum.
Ljósmæðrafélag
íslands
Skrifstofa Ljósmæðrafélags íslands er að Hverfisgöttj
68A. Upplýsingar þar vegna stéttartals Ijósmæðra alla
virka daga kl. 16.00—17.00. eða í sima 17399. (athug-
ið breytt simanúmer).
Frfmerkjasafnarar
Sel islenzk frímerki og FCD-útgáfur á lágu veröi.
Einnig erlend frímerki. Heil söfn.
Jón H. Magnússon, pósthólf 337 Reykjavík.
Minningarspjöld
Minningarkort
Barnaspítala
Hringsins
fást á eftirtöldum stöðum: Landspitalanum, Bóka-
verzlun ísáfoldar, Þorsteinsbúð, Snorrabraut, Geysi,
Aðalstræti, Vesturbæjarapóteki, Garðsapóteki, Breið-
holtsapóteki, Kópavogsapóteki og Háaleitisapóteki i
Austurveri.
Minningarspjöld
Styrktarsjóðs
vistmanna
á Hrafnistu
DAS, fást hjá Aðalumboði DAS, Austurstræti,
Guðmundi Þórðarsyni gullsmið, Laugavegi 50,
Sjómannafélagi Reykjavíkur, Lindargötu 9, Tómasi
Sigvaldasyni, Brekkustíg 8, Sjómannafélagi Hafnar
fjarðar, Strandgötu 11 og Blómaskálanum við Ný-
býlaveg og Kársnesbraut.
Minningarspjöld
Þroskahjálpar
Minningarspjöld landssamtakanna Þroskahjálpar eru
til sölu á skrifstofunni Hátúni 4a. Opið kl. 9—12
þriðjudaga og fimmtudaga.
Kvenfélag
Hreyfils
Minningarkortin fást á eftirtöldum stöðum: Á skrif-
stofu Hreyfils, sími 85521, hjá Sveinu Lárusdóttur
Fellsmúla 22, sími 36418, Rósu Sveinbjamardóttur,
Dalalandi 8, simi 33065, Elsu Aðalsteinsdóttur, Staða-
bakka 26, simi 37554 og hjá Sigríði Sigurbjömsdóttur,
Stifluseli 14, simi 72276.
Ekknasjóður Reykjavíkur
Styrkir til ekkna látinna félagsmanna verða greiddir
milli kl. 2 og 4 siðdegis í Verzlun Hjartar Hjartarson-
ar, Bræðraborgarstig l.simi 14256.
Frá Kvenréttíndafélagi
íslands
Menningar- og minningarsjóður kvenna. Samúðar-
kort. Minningarkort Menningar- og minningarsjóðs
kvenna fást á eftirtöldum stöðum: í Bókabúð Braga i
. Verzlunarhöllinni jð Laugavegi 26, í Tyfjabúð Breið-
.holts að Amarbakka 4—6.
Minningarkort
Sjúkrahússjóðs Höfða-
kaupstaðar Skagaströnd
fást hjá eftirtöldum: Blindravinafélagi íslands Ingólf-
stræti 19, Rvik, Sigriði Ólafsdóttur, simi 19015, Rvík,
Birnu Sverrisdóttur, simi 8433, Grindavík, Guðlaugi
óskarssyni skipstjóra, Túngötu 16, Grindavík, önnu
.Aspar, Elísabetu Ámadóttur og Soffiu Lárusdóttur
Skagaströnd.
Minningarkort
Líknarsjóðs
Áslaugar K. P. Maack
; Jst'á eftirtöldum stööum i Kópavogi: Sjúicrasamlagí1
Kópavogs, Digranesvegi 10, Verzluninni Hlif, Hliðar-
vegi 29, Verzluninni BjÖrg, Álfhólsvegi 57, Bóka- og
ritfangáverzlunini Veda, Hamraborg 5, Pósthúsinu í
Kópavogi, Digranesvegi 9.
Félagslíf
Sunddeild Ármanns
ÆfingataOa fyrir 1978—1979. Frá 1. októben
Sund — Byrjendur.
Sundhöll Reykjavflcur mánudaga kL 19—21, miöviku-
dagakl. 19—21, fimmtudgakL 19—20.
Keppnisflokkur, Laugardalslaug, mánudag kl. 18—
20, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og íöstu-
dagakl. 18-20.
Sundknattleikur Sundhöll Reykjavíkur þriðiudaga kL
20.30—22j)g£östudaga kL_20.30—21
(Þjáífarar: Byrjendur Ágústa Þorsteinsd., og Þórunn
Guðmundsdóttir. Keppnisflokkur Guðmundur Gisla-
son og Óskar Sigurðsson. Sundknattleikur Guðjón
ólafsson.
Innritun nýrra félaga á æfingatimum.
Gefin hafa verið saman í hjónaband af
séra Sigurði Sigurðssyni i Selfosskirkju
ungfrú Sigrún Árnadóttir og Sveinbjörn
Friðjónsson. Heimili þeirra er að Stelks-
hólum 8, Rvík. Ljósmynd MATS,
Laugavegi 178.
Gefin hafa verið saman í hjónaband af
séra Óskarí Þorlákssyni i Dómkirkjunni
i Reykjavík ungfrú Þóra K. Stefánsdótt-
ir og Ólafur Þ. Jónsson. Heimili þeirra er
að Kveldúlfsgötu 20, Borgamesi. Ljós-
mynd MATS, Laugavegi 178.
Gefin hafa veríð saman 1 hjónaband af
séra Lárusi Halldórssyni í Fellakapellu
ungfrú Guðrún Tómasdóttir og Lúðvík
Ægisson. Heimili þeirra er að Stelks-
hólum 2, Rvík. Ljósmynd MATS,
Laugavegi 178.
Myndlista- og handíðaskólinn:
Ný námskeið
hefjast mánudaginn 22. janúar og standa til
30. apríl 1979.
1. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga, 5 til 15
ára.
2. Teiknun og málun fyrir fullorðna, byrjenda- og fram-
haldsnámskeið.
3. Bókband.
4. Almennur vefnaður.
Innritun fer fram daglega kl. 10—12 og 14—
17 á skrifstofu skólans Skipholti 1.
Námskeiðsgjöld greiðist við innritun áður en
kennsla hefst.
Skólastjóri
Tónleikar
Stjórnmálafundir