Dagblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979.
3
Lítil saga um ölhellingu:
Að drekka tappann
og hella vaskinum
í flöskuna
Hefur þú
komiðtil
Eyrarbakka?
(Spurt i Hagkaupi)
Ég tók þá tappann úr annarri
flösku og hellti innihaldinu niður í
vaskinn, nema einu glasi, sem ég
drakk.
Ég tók svo tappann úr þriðju
flöskunni og hellti brugginu niður í
vaskinn, nema einu glasi, sem ég
drakk.
Ég tók svo tappann úr fjórða
vaskinum og hellti flöskunni niður i
glasið, sem ég drakk.
Ég tók svo flöskuna úr tappa þeirrar
næstu og drakk einn vask úr henni og
henti afganginum niður í glasið.
Ég dró vaskinn upp úr næsta glasi
og hellti vaskinum niður i flöskuna.
Ég lokaði svo vaskinum með
glasinu, hellti brugginu I flöskuna og
drakk bununa.
Þegar allt var orðið tómt, þá studdi
ég húsið með annarri hendinni og taldi
flöskurnar, tappana, glösin og vaskana
með hinni, sem voru 29.
Til að vera viss þá taldi ég þetta
aftur og þegar allt dótið var farið
framhjá, þá var ég kominn með 74 —
og þegar húsið fór fram hjá endurtók
ég talninguna — og að lokum var ég
búinn .að telja öll húsin,
flöskurnar, tappana og vaskana, nema
eitt húsið, en það drakk ég.
Eiginkonur, sem ætla að losa sig við
heimabrugg karla sinna, ættu að fara
að öllu með gát. Heppilegast væri að
þær helltu því niður sjálfar.
Bibi skrifar:
Mikið hefur verið skrifað um
heimabruggun á þessum síðum undan-
farið og hafa skoðanir flestra verið
bruggun í hag. Ég læt mér nægja að
lýsa hér atviki er henti kunningja
minn er eiginkona hans var orðin
þreytt á þessu eilifa ölsulli hans. Hans
raunasaga var svona:
Ég átti tólf flöskur af heimabruggi i
kjallaranum og kona mín skipaði mér
að hella hverjum einasta dropa i
vaskinn, að öðrum kosti skyldi ég hafa
verra af. Svo ég sagði henni að ég
skyldi gera það.
Ég tók tappann úr fyrstu flöskunni
og hellti innihaldinu niður i
vaskinn, nema einu glasi sem ég
drakk.
Guðrún Sigurðardóttir húsmóðir: Nei,
ég ferðast ekki mikið. Ég er alin upp i
sjávarþorpi sjálf og veit alveg hvernig
þetta er.
Cortínur vinsælar
Ingi Marinósson, Eskihlið 14 A hafði
samband við blaðið. Aðfaranótt
mánudagsins 22. janúar hafði bifreið
hans verið stolið af bílastæði fyrir utan
heimilið. Bíllinn var blá Ford
Cortina árg. 1970, dökkblá. Hún bar
skrásetningarstafina R—55686. Bað
Ingi lesendur DB að hjálpa sér að
finna bílinn og ef þeir gætu veitt
einhverjar upplýsingar að hringja í
rannsóknarlögreglu eða sig í síma
72434. Ef hann er ekki við er hægt að
biðja fyrir skilaboð.
Konur, hafið gát á eiginmönnunum þegar þeir hella niður brugginu.
DB-mynd Hörður.
Reynir Björnsson húsgagnasmiðun
Nei, ég held ekki en man þaðekki alveg.
Hver getur
gefið
upplýsingar
— um manninn á
myndinni?
Jón Þ. Eggertsson: Já, ég renndi þar í
gegn og fannst það heldur I gamla tím
anum.
þar sem 11 aðaldansarnir úr kvikmyndinni GREASE
verða kenndir.
Skírteini afhent sunnudaginn 4.
febrúarfrá kl. 16.00 tilkl. 19.00 í
Brautarholti 4 og Drafnarfelli 4.
Innritun frá kl. 17.00 tilkl. 22.00
í Brautarholti 4, sími 20345, og
Drafharfelli 4, sími 74444.
Hólmfriður Ingimundardóttir, af-
grciðslustúlka i Hagkaupi: Já, mér
fannst mjög skemmtilegt að koma þar.
Það er alltaf gaman að koma þar sem
sjórinn er nálægt.
Kennslugjöld fyrir námskeiðið
greiðist við afhendingu skírteina.
Verið með og lærið topp-
dansana ídag.
Hjónin Anna Guðmundsdóttir og
Kristján Guðmundsson.
Ólafur Axelsson hafði samband við
DB og bað fyrir birtingu á jxssari
mynd í þeirri von að einhver gæti gefið
honum upplýsingar um hvar
maðurinn á myndinni hér að ofan
heldur til nú. Konan á myndinni hét
Anna Guðmundsdóttir. Hún fór til
Bandaríkjanna árið 1925 með Friðu
Eiríksson og Guðmundi Eiríkssyni,
sem var fasteignasali í San Fransisco.
Anna giftist Kristjáni Guðmunds-
syuni kjötiðnaðarmanni og eignuðust
þau tvær dætur Jacqueline og
Constansa. Anna lézt árið 1941 og
rofnaði þá samband fjölskyldunnar
heim til íslands. Nú vilja ættingjar
önnu heitinnar, þ.á m. Ólafur Axels-
son freista þess að komast i samband
við dætur Önnu. Hver sá er gæti gefið
upplýsingar um Kristján eða dæturnar
er vinsamlegast beðinn að hafa
samband við Ólaf Axelsson í síma
85716 og 35459.
Sigurrós Magnúsdóttir nemi: Nei, ég hef
ekki haft tíma til þess.
Jónina Sefánsdóttir nemi: Nei, ég veit
ekki af hverju en það getur vel verið aó
égfari þangaðeinhvern tima.
Spurning
dagsins