Dagblaðið - 31.01.1979, Síða 4

Dagblaðið - 31.01.1979, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979. — ........................................................................................................................... ' VORT DAGLEGA BRAUÐ ^ Enginn vafi er á þvi að brauðát Islendinga hefur aukizt á undanförn- um árum. Er það ekki sízt að þakka eða kenna bökurunum sem hafa lagt sig eftir því að hafa á boðstólum fjöl- breyttara úrval en áður af alls kyns gómsætum brauðum. Undanfarna daga höfum við gert viðtæka könnun á því hvaða brauð eru á boðstólum í brauðgerðarhúsum borgarinnar og ná- grannabæjunum Hafnarfirði og Kópa- vogi. Höfum við því rætt við nokkuð marga bakara og bakarameistara undanfarið. Brauðin notuð til að falsa vísitöluna Einn af þeim sagðist vera hræddur um að brátt kæmi að því að hin svo- kölluðu „visitölubrauð" féllu út af markaðinum vegna þess að verð þeirra væri alls ekki raunhæft. Sagði þessi bakari að brauðin væru notuð til þess að.falsa vísitöluna. Annar bakari sagði að nýju brauð- tegundirnar væru á mun hærra verði en visitölubrauðin, hreinlega vegna þess að þau væru notuð af bökurunum til þess að greiða niður „visitölubrauð- in". En flestum kom saman um að brauðát hefði aukizt til muna á undan- förnum árum með tilkomu grófu brauðanna á markaðinum. Hins vegar hefur ekki orðið neinn verulegur sarn- dráttur I neyzlu hvitu brauðanna. Þjóðfélagsbreytingar „Það er þjóðfélagið sem hefur breytzt," sagði einn bakarinn. „Fólk er farið að borða allt öðruvisi heldur en áður. Nú er æ algengara að fólk hafi með sér nesti og borði siðan heitan mat heima hjá sér á kvöldin.” Einnig hefur aukin fræðsla um holl- ustuhætti orðið til þess að grófu brauðin eiga frekar upp á pallborðið hjá neytendum nú en fyrir nokkrum árum. Flestir neytendur hafa þann háttinn á að þeir kaupa sin ákveðnu brauð I sömu bakariunum. Þó eru auðvitað margir sem hafa gaman að þvi að aka á milli brauðgerðarhúsanna og reyna framleiðslu fleiri bakara. Þá getur stundum verið dálitið erfilt að átta sig á verði brauðanna vegna þess að vigt þeirra er svo mismunandi. Til hagræðingar fyrir neytendur höfum við nú haft samband við alla bakara í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, sem eru nokkuð á þriðja tug talsins, og fengið hjá þeim upplýs- ingar um framleiðsluna, vigt og verð. Síðan reiknum við út hvað hver 100 g kosta af hverju brauði fyrir sig. Þannig er hægt að fá nokkurn saman- burð á verðinu. — Hins vegar er ekki á okkar valdi að bera saman gæði brauðanna — e.t.v. er meira borið i eitt brauðið en annað og það þar af leiðandi dýrara en hitt. Það munar þó ekki svo miklu á verði brauðanna að nokkur láti það á sig fá og sennilega er ekki nokkur leið að dæma um hvort eitt brauðið sé betra en annað. Við eigum snjalla brauðgerðarmenn og allir vita að nýbakaða brauðið sem smakkað er á hverju sinni er alltaf það langbezta! Allir með nema einn Allir bakarar sem við ræddum við, með einni undantekningu, tóku vel i þessa könnun okkar og gáfu okkur greinargóð og skýr svör. Sá eini sem ekki vildi vera með var Alexander bakari hjá Bridde á Háaleitisbraut. Sagðist hann ekki sjá neinn tilgang með þvi að svara okkur og er Bridde þvi ekki með í könnuninni! Um könnun okkar getið þið lesið á Neytendasíðunni á morgun. A.Bj. Sjúkraliðar Sjúkraliðaskóli íslands heldur endurmenntun- arnámskeið í marz 1979 ef næg þátttaka fæst. Uppl. í síma 84476 kl. 10—12. Skólastjóri. Þorrablót Þingeyingafélags Suðurnesja verður haldið í Stapa laugardaginn 3. febrúar kl. 19. Miðasala verður í Stapa fimmtudag 1. ogföstudag 2. febrúar kl. 16—19. Skemmtinefndin. Tilkynninq f rá borgarfógetaembættinu í Reykjavík Þinglýsingadeild borgarfógetaembættisins í Reykjavík, Skólavörðustíg 11, verður fram- vegis opin frá kl. 10—15 mánudaga til föstu- daga. Borgarfógetinn í Reykjavík Grófu og dökku brauðin eiga vaxandi vinsældum að fagna meðal landsmanna. Við höfum gert viðtæka markaðs- og verð- könnun á brauðum scm eru á boðstólum og komizt að þeirri niðurstöðu að ekki sé með réttu hægt að segja að brauð sé dýr matur. Á Neytendasiðunni á morgun getið þið lesið um könnunina sem nær til á þriðja tugs brauðgerðarhúsa i Rcykjavik og nágrannabæjunum Hafnarfirði og Kópavogi. Ekki sjóða og ekki steikja hangikjötið — segir danskur matarsérf ræðingur Hvernig á að matreiða islenzkt hangikjöt? spyr danskur blaðalesandi i úrklippu úr dönsku vikublaði sem les- andisendiokkur. Það er enginn annar en matvælasér- fræðingurinn Kirsten Húttenmeier sem svarar spurningunni ogsegir m.a.: „Aldrei má sjóða eða steikja hangi- kjöt. Það er bezt að framreiða hangi- kjötið hrátt, skorið í næfurþunnar sneiðar og hafa með því sperglajafn- ing, spínatjafning eða hrærð egg — eða jafnvel þetta allt. Hægt er að bjóða sex manns i meðalstórt hangi- kjötslæri. Hangikjöt má geyma i frysti í allt að því heilt ár. Illt að vera án eldavélar og ísskáps í lengri tíma Neytendasamtökin á Akranesi koma til hjálpar Neytendasamtökin á Akranesi hafa auglýst eftir aðstoð þeirra sem eiga heima hjá sér nothæf heimilistæki sem þeir þurfa ekki sjálfir að nota. Er sér- staklega átt við eldavélar og isskápa. Hyggjast samtökin koma því til leiðar að slík tæki yrðu lánuð eða leigð gegn vægri þóknun til þeirra sem eiga að stríða við langvarandi bilanir á heim- ilistækjum vegna lélegrar þjónustu umboðs- og innflytjendafyrirtækja! Rúlluterta með ban- önum og valhnetum Margir halda að það sé einhver leyndardómur fólginn í þvi að baka vel heppnaða rúllutertu. Þetta er þó næsta einfalt en auðvitað er heppilegra að hafa þar til gert rúllutertuform sem fæst I flestum búsáhaldaverzlunum. Það er form sem er af svipaðri stærð og venjuleg bökunarplata, með lágum kanti i kring. Hægt er að nota rúllutertu i ábæti. Hérna er uppskrift að ábætis-rúllu- tertu: 3egg 200 g sykur I matsk. hveiti 40 g karftöflumjöl 1 tsk. lyftiduft 2 msk. kakó. Uppskrift dagsins Fylting og skraut 3 bananar 2 1/2 dl rjómi 2 tsk. vanillusykur valhnetukjarnar Þeytið saman egg og sykur. Blandið lyftiduftinu út í hveitið, kartöflumjölið og kókóið og látið saman við eggja- massann. Smyrjið rúllutertuformið vel og látið deigið i. Hitið ofninn vel (250°C) og bakið tertuna í ca 5—8 mín. Henni er síðan hvolft úr forminu á sykurstráðan smjörpappír, takið hana varlega úr forminu. Gott er að láta vel uppundið hreint léreftsstykki á kökuna áður en á að rúlla henni saman. Skerið bananana í þunnar sneiðar og raðið ofan á kökuna, látið helminginn af þeytta rjómanum ofan á og rúllið kökunni varlega saman. Siðan er afgangurinn af rjómanum látinn utan á kökuna og valhnetu- kjörnum raðað á til skrauts. Hráefnið í þessa rúllutertu kostar íkringum810kr.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.