Dagblaðið - 31.01.1979, Page 7

Dagblaðið - 31.01.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979. 7 Erlendar fréttir HvítiríRódesíu samþykktu Yfirgnæfandi meirihluti hvítra kjós- enda í Ródesiu samþykkti nýja stjórnar- skrá fyrir landið í kosningum i gær. 85% þeirra, sem kusu sagði já en kosninga- þátttaka var um 75%. Samkvæmt nýju stjórnarskránni fá svertingjar meirihluta á þingi og í stjórn landsins þó hvítir njóti ennumsinnmikillasérréttinda . Guatemala: Sjö hundruð drepn- ir á hálfu ári Verkalýðsforingi frá Guatemala i Mið-Ameriku sagði á blaðamanna- fundi í London í gær að meira en sjö hundruð pólitisk morð hefðu verið framin í landinu á síðustu sex mánuðum. Sagði hann að sex til sjö lík fyndust hvern dag á götum borga landsins. Bæru þau oft merki mis- þyrminga. Verkalýðsleiðtoginn, sem er vara- formaður verkalýðssamtaka Guate- mala sagði að leynilegur her hægri- sinnaðra öfgamanna stæði fyrir þess- um morðum. Hefðu forustumenn hers þessa gefið út dauðalista með nöfnum sextíu manns i október siðastliðnum. Nú væru þrír þeirra sem á listanum voru dauðir en ráðizt hefði verið á átta þeirra að auki. Meðal þeirra sem þannig voru dæmdir til dauða voru að sögn leiðtogans, verkalýðsforingjar. prófessorar við háskóla landsins, og lögmenn. Erindi varaformanns verkalýðs- sambands Guatemala i London er að ræða við brezka verkalýðsleiðtoga og leggja fram gögn sin um pólitisk morð og mannréttindabrot í landi sinu. Daninn varmeð 16 mm net í vörpunni Skipstjóri á dönskum fiskibáti var fyrir nokkrum dögum dæmdur til að greiða þrjátiu þúsund norskar krónur í sekt fyrir ólögleg veiðarfæri á þeim hluta Norðursjávar, sem er innan norskrar lögsögu. Mun norska strandgæzlan lengi hafa haft grun um að danskir fiskibátar notuðu slíkan útbúnað en þetta mun i fyrsta skipti, sem nokkur þeirra er gripinn glóðvolgur. Danski báturinn Connie Dan reyndist hafa innanborðs 3 botnvörpur með fjórföldu neti i pokanum og möskvarnir voruallt ni'ðurí 16 millimetra. Connie Dan mun vera fyrsti báturinn sem tekinn er með ólögleg veiðarfæri innan norskrar lögsögu í ár. I fyrra voru fimm skip staðin að slíku við Noreg. Voru það tvö sovézk, tvö brezk og eitt vestur-þýzkt. Efnahagsbandalagið: LITLAR UKUR A FISKVEIÐISAMN- INGIRÍKJANNA Engar likur eru taldar til þess að riki Efnahagsbandalagsins muni ná sam- komulagi um sameiginlega fiskveiðis- tefnu og veiöar innan efnahagslögsögu sinnar á næstu mánuðum. Fyrirhug- uðum fundi um þessi mál, sem halda átti um miðjan janúar var frestað þar sem Ijóst þótti aðenginn árangur yrði. Höfuðdeilumálið er á milli Breta og annarra Efnahagsbandalagsríkja. Vilja Bretar fá einkarétt til að veiða fyrir innan 50 milna efnahagslögsögu við Bretland en hinar þjóðirnar ekki fallast á slík sérréttindi nema að 12 mílunum. Bretar, sem segja að 60% af þeim fiski, sem aflist i hafinu við ríki bandalagsins fáist við Bretland. Því sé ekki neitt réttlætiiþviað þeir fái að- eins þriðjung al' fyrirhuguðum veiði- kvóta á þessu hafsvæði. I lok nóvember virtust brezki for- sætisráðherrann Callaghan og Schmidt kanslari Vestur-Þýzkalands hafa náð samkomulagi um fiskveiði- málin. Svo reyndist þó ekki og á ráð- herrafundi Efnahagsbandalagsins rétt fyrir jólin síðustu féll málið algjörlega í skuggann fyrir umræðum um sam- eiginlegan gjaldmiðil bandalagsríkj- anna. Rætt hefur verið um að leggja þessa deilu fyrir Evrópudómstólinn en sér- fræðingar eru ekki sammál um hvort það er æskilegt. Hin átta bandalags- ríki sem eru gegn Bretum i þessu máli segja kröfur þeirra um sérréttindi innan 50 mílnanna ekki standast hinn svokallaða Rómarsáttmála. En á hon- um byggðist upphafleg stofnun Efna- hagsbandalags Evrópu. Það mun stöðugt gilda í klæðatlzkunni að fólki hættir til að klæða sig þvi fáránlcgar eða þvi minna eftir þvi sem það er minna þekkt. Myndin hér að ofan sem tekin cr á einu þekktasta diskóteki New York sannar þetta. Til hægri á myndinni er Annie-Frid Lyngstad úr sænska sönghópnum ABBA i ósköp venjulegum kjól. Til vinstri á mvnd- inni er aftur á móti einhver furðuklæðnaður á ferðinni en eins og segir cinhvern staðar: Hverjum þykir sinn fugl fagur. Skákmótið íHollandi: Timmanfékk bameignarfríen Polugajevski enn ef stur Skák þeirra Polugajevski og Sosonko í tíundu umferð skákmótsins i Hollandi endaði með jafntefli og þar með heldur sá fyrrnefndi forustunni með 6,5 vinninga. Jan Timman frá Hollandi náði samkomulagi við Roman Dzind- zindashvili frá ísrael um að fresta skák þeirra í niundu umferðinni. Eigin- kona Timmans var að eignast dóttur í Amsterdam og féllst Israelsmaðurinn á að gefa honum tóm til að heimsækja mæðgurnar. Skákin verður tefld á morgun. Staðan eftir tíundu umferð er þessi: Polugajevski 6,5, Sosonko og Andersson 6, Húbner 5,5 og einni ólokið, Timman og Miles 5 og einni ólokið, Hort 5, Ree 4 og einni ólokið, Garcia 4, Dsindzindashvili 3,5 og tveim ólokið, Nikolac 3,5 og lestina rekur Gaprindashvili fyrrum heimsmeistari kvenna með þrjá vinninga. 1 REUTER Viðskipti og þjónusta: BÓKIN SEM VIT ER Í! Helztu kaflar: • Aðalskrá (uppl. um fyrirtœki og stofnanir á íslandi) • Starfsgreinaskrá (f lokkun fyrirtækja eftir starfsgreinum) • Umboðaskrá (yfir 4000 umboð talsins) • Kort (Götukort af öKum þáttbýliskjömum landsins) 10 þús. aðilar skrúðir A/3\'ösry. '700 húsgögn (innfiutningur, heildsala) 200ci Asbjörn ðlafsson hf. Borgartúni 33 ...................... 24440 Bláskógar hf. Armúla B .................................. 86080 Bústofn Aðalstratl 19 ................................... 29877 Falur hf. Hamraborg 1—3 Kóp.............................. 41430 Geunla Kompaniið Ðíldshöfða 18 ......................... 36500 Goddi sf. Follsmúla 24 .................................. 30801 Havana Goðheimum'9 ...................................... 34023 Húsgagnavinnust. Þorsteins Sigurðss. hf. Grettisg. 13 .. 14099 Magnús Haraldsson Laugavegi 66-68 ................. 16401,25458 íarinó Pétursson hf. Sundaborg 7 .................. 81044,81069 4úmi hf. Smyrlahraunl 40 Hf........•..................... 53044 >kúli ölafs Grettisgötu 56 .............................. 12320 húsgögn (verslanir) 200c2 Bláskógar hf. Armúla 8 .................................. 86080 Blóm og húsgögn Laugavegi 100 ........................... 12517 Borgarhúsgögn Fellsmúla 26 ........................ 86070,85944 Bólstrun Harðar Péturss. Grensásvegi 12 ........... 32035,33358 Bólstrun Ingólfs hf. Austurstræti 3 ..................... 27090 Dúna hf. Siðumúla 23 .............................. 84200,83521 Erlingur Jónsson Skólavörðustlg 22 ...................... 23000 Gamla Kompanllö hf. Blldshöfða 19 Heliaillð Sogavegl 168 36500 37210 'O ÖD tadb 1 ' v ’ W ■ ' (r. 4.800/- AGROS Prince F AHLMANN Sveifluskóflur AHLMANN Baöker sturtubotnar AIKO Hljómflutningstœki AIPHONE Innanhúskallkerfi AIRCO Rafsuöuvélar AIRVICK LTD AIWA Hljómflutningstæki AJAX Skápahöldur húnar og lamir AKATHERM AKZO ZOUT Saltsteinar fyrir búfé ALABASTINE Fylliefni ALADIN Lampar og olíuofnar ALBA ALBERT GERMAN KG ALBERT PADBERG Ritvélabönd ALBIN HAGSTRÖM ALBIN MOTOR AB Bátavélar ALBRIGHT & WILSON LTD Ólafsson hf SígTTVS'.ur Einarsson & Co Sighvatur Einarsson & Co Hallbjörn J Hjartarson hf Skat Rafeindatæki Klif hf Farmasía hf Hljómver Akureyrl Transit Trading Pípulagnir sf SÍS innflutningsdeild Ellingsen Hf Ellingsen hf Radíóstofa Vilbergs & Þorsteir E N Lampar hf Ritvélar og bönd hf Hljóöfærahús Reykjavíkur Vélasalan hf Gunnar Eggertsson hf ÍTARLEG - AÐGENGILEG - OMISSANDI

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.