Dagblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979.
9
„TEUUM AÐ FLEIRA BLANDIST
í MÁLIÐ EN BROT Á OKURLÖGUM”
„Ef rikissaksóknari telur þaö rétta
málsmeöferð aö aöhafast ekki frekar í
Pundsmálinu vegna fyrningar, þá ræður
hann þvi,” sagði Hallvarður Einvarðs-
son rannsóknarlögreglustjóri ríkisins.
„En við teljum að fleira hafi blandazt
inn í þetta mál en brot á okurlögunum.”
Rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu
rikisins beindist að því að sjá hvort
brotiö hefði verið gegn hegningarlögum
og því sagði rannsóknarlögreglustjóri
ríkisins að yrði að vísa til hegningarlaga
en þar segir m.a.: Tii þess að reka banka
eða sparisjóð þarf sérstakt leyfi stjórn-
valda. Stjórnun slíks reksturs fellur trú-
lega undir það sem kallað er leyfisbundið
starf eða sýslan. Brot I slíku starfi kann
að vera þess eðlis, að það sé metið til
meiri refsingar en sektargreiðslu, eða
einsárs varðhalds.
Slik sök fyrnist ýmist á 5 árum eða 10
árum, ef hún fyrnist þá yfirleitt.
Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök
á tveimur árum, ef refsing sú, sem til var
unnið, fer ekki fram úr sektum eða eins
árs varðhaldi.
Á 5 árum fyrnist sök, þegar refsing
hefði orðið varðhald um lengri tíma en
eitt ár eða fangelsi í 8 mánuði eða
skemmri tíma.
Á 10 árum fymist sök, ef refsing hefði
orðið þyngri en að ofan greinir, og
þyngsta refsing, sem við broti liggur, fer
ekki fram úr 6 ára fangelsi.
-JH
— segir rannsóknar-
lögreglustjóri
ríkisins í viðtali
viðDB
„ÓEÐLILEGT AÐ
MÁLIÐ FALU
— segir f ulltriíi Reykja -
víkur í stjórn Pundsins
aryfirvöldum um að hann geri eitthvað í
málinu.'
„En það er min persónulega skoðun,
að óeðlilegt sé að málið falli niður og rétt
sé að halda þvi áfram ef hægt er. Ég
mun hugleiða málið og tala við borgar-
stjórnarmenn og kanna hvaða leiðir eru
færar,” sagði Guðmundur.
„Málið hefur ekki verið tekið fyrir i
stjórn Sparisjóðsins, en í stjórn er nú að
mestu annað fólk en var árið 1975, er
málið kom upp.”
-JH.
NIÐUR”
Guðmundur Þorláksson er fulltrúi
Reykjavíkurborgar i stjórn Sparisjóðsins
Pundið. Dagblaðið hafði samband við
hann og spurði hann hvort hann myndi
krefjast rannsóknar á málalokum
Pundsmálsins fyrir hönd Reykjavíkur-
borgar til þess að fá stöðu málsins á
hreint.
Guðmundur sagðist tiltölulega ný-
kominn I stjórn sparisjóðsins og því
hefði hann ekki hugsað málið. Enn
hefur ekki borizt beiðni til hans frá borg-
Kærandinn í Pundsmálinu:
r
„Akveðinn að
höfða einkamál”
„Það er ákveðið að ég höfða einkamál
og læt reyna á það, hvort ég næ fram
rétti mínum,” sagði sá maður sem í
nóvember 1975 kærði Sparisjóðinn
Pundið fyrir ólögmæta viðskiptahætti.
„Mér finnst lögfræðingur minn hafa
sofnað nokkuð á verðinum, en ég hef
haft samband við hann núna og hann
mun hraða málunum sem mest má
verða. Ég hef rekið mjög á eftir málinu
að undanförnu, án þess þó að hafa gert
mér grein fyrir því að málið gæti verið
fymt meðan rannsókn stæði enn yfir.
Þá held ég að það hafi verið óþarfi hjá
saksóknara að afgreiða málið svona. Það
hefði mátt láta reyna á málið fyrir dómi.
En saksóknari ákvað að hafa þetta á
þennan veg og óneitanlega kemur manni
í hug að kippt hafi verið í spotta einhvers
staðar.
Málið fór af stað með miklum gassa,
en síðan dalaði málið og ég sé ekki betúir
en það hafi verið tafið. Ekkert var unnið
í málinu í nær tvö ár, en síðan var rann-
sókn hafin að einhverju gagni á nýjan
leik. Rannsóknarlögreglumaður sá er fór
með málið var ávallt settur í eitthvað
annað, þegar Pundsmálið kom inn á
borðhjá honum.
Mín krafa er sú að fá greidda til baka
okurvextina, sem ég var látinn greiða I
Pundinu. Og ég þykist vita, að ég var
ekki stærsti aðilinn, sem þurfti að greiða
okurvexti þar á þeim tíma. Þeir voru
fleiri.”
-JH
UM HVAD SNERIST
PUNDSMÁUÐ?
Fróðlegt er að rifja upp um hvað
hið svonefnda Pundsmál snýst, nú
þegar það er í sviðsljósinu á nýjan leik.
Hinn 27. nóv. 1975 voru tveir menn
handteknir vegna kæru viðskipta-
manns Sparisjóðsins Pundsins vegna
meintra ólöglegra viðskiptahátta þess-
arar bankastofnunar. Annar
maðurinn var forstöðumaður spari-
sjóðsins.
Taldi kærandinn, að hann hefði-
orðið að greiða gifurlega háa og ólög-
mæta vexti til þess að njóta víxilkaupa
hjá sparisjóðnum. Taldi hann, að sér
hefði verið gert að greiða óbærilegar
fjárhæðir, meðal annars til milligöngu-
manns, sem átti innistæður i Pundinu.
Hann taldi að þessar greiðslur hefðu
numið um 42% á ári af keyptum vixl-
um og að þessi viðskiptakjör hefðu
þegar til lengdar lét orðið sér óviðráð-
anleg.
Maðurinn kvað þessi viðskiptakjör
hafa verið ófrávikjanleg og skilyrði
fyrir víxlakaupum sparisjóðsins og að
engra breytinga hefði verið kostur,
þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir.
Eftir að lánþeginn bar fram kæruna
var harðneitað að framlengja vixla
hans í Pundinu. Hafnar voru harka-
legar innheimtuaðgerðir gegn honum,
en hann hafði orðið að setja veð gegn
skuldunum. Með því að selja húseign
tókst manninum að greiða skuld sína
við sparisjóðinn.
-JH.
SPAMSJOBt
PUND
UNGLINGA*
VIDEO
SVIPMYNDIR AF
FRUMSÝNINGU Á
GREASE
OG AF BALLINU SEM
HALDIÐ VAR Á EFTIR.
SVIPMYNDIR UR:
SATURDAY
NIGHT FEVER
ALICE COOPER KYNNIR
MEÐAL ANNARA KOMA FRAM:
ANDYGIBB OG BEE GEES
VlÐTÖL VIÐ. TRAVOLTA OLIVIU NEWTON JOHN O.FL
GLEYMD BORN '79„ þakka FACO
innilega fyrir veitta fjárhagsaðstoó
Mickie Gee
ER ENN STALSLEGINN !
OG HELDUR UPPI FJÖRINU ÞRÁTT FYRIR 204
KL.ST. AN HVILDAR.