Dagblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 24
f ....... 111 . . . ..
Tilmæli dómsmálaráðuneyf isins til lögreglunnar:
ENGAR YFIRHEYRSLUR
— menn kunna þvíað þurfa að dúsa
lengur í gæzluvarðhaldi en ella
Rannsóknarlögreglumenn eru nú
nokkuð á milli steins og sleggju með
störf sín þar sem dómsmálaráðuneytið
hvatti til þess fyrir jól að ekki yrði
unninn lengri vinnutími en dagvinnu-
timi. Ef nauðsyn rekur til yfirvinnu, er
mælzt til að hún verði alls ekki meiri
en 40 stundir á mánuði. Fari hún
framyfir það áskilur ráðuneytið sér
rétt til að skoða sérstaklega þá tíma
sem framyfir fara.
Að undanförnu hefur talsvert verið
deilt á beitingu gæzluvarðhalds og þá
gjarnan lengd þess. Víst má telja að
þessi tilmæli ráðuneytisins muni ekki'
hvetja rannsóknarlögreglumenn til að
Ijúka yfirheyrslum yfir gæzluvarð-
haldsföngum með miklu vinnuálagi,
með þeim afleiðingum að viðkomandi
verður ef til vill að sitja lengur í varð-
haldi en skyldi.
Umræður urðu um þetta mál fyrir
jól og telja a.m.k. sumir rannsóknar-
lögreglumenn þessi tilmæli ráðuneytis-
ins ekki samræmast gæzluvarðhalds-
úrskurðum fyrir stórhátiðir.
Ekki er þó svo að rannsóknarlög-
reglumenn séu öðrum gráðugri í auka-
vinnu, heldur líta þeir almennt svo á
að flýta beri sem mest þeim málum
sem menn hafa verið úrskurðaðir í
gæzluvarðhald vegna.
Tilmælum ráðuneytisins er beint til
allrar lögreglu í landinu, en viðkvæm-
ust eru þau í framkvæmd hjá Rann-
sóknarlögreglunni. -G.S.
Annar laumufarþeganna:
„VORUM BARA VONDIR
OG FÚLIR”
— en sjáum núna eftir öllu saman
„Við vorum bara vondir og fúlir
þennan dag og þess vegna datt okkur
í hug að fara með skipinu til Bandarikj-
anna,” sagði Karl Jóhann Normann,
annar piltanna, sem laumuðust með
Bakkafossi til Bandaríkjanna.
Karl Jóhann á ömmu og skyldfólk i
Bandaríkjunum og höfðu þeir strákarnir
hug á að ganga á vit þeirra, er þangað
kæmi, en að öðru leyti höfðu þeir ómót-
aðar hugmyndir um það hvað við tæki
er til Bandaríkjanna kæmi.
„Við hugsuðum ekkert út í það
hvernig fólkinu heima yrði við þegar við
fyndumst ekki og við vorum ekkert byrj-
aðir að sjá eftir þessu þegar við fund-
umst. Og okkur fannst það þara óheppni
þegar bátsmaðurinn fann okkur. En eftir
á, þegar við fórum að hugsa um þetta,
sáum við eftir þessu öllu.
Við vorum sjóveikir fyrst og gátum
ekki náð okkur i mat. En við vorum
búnir að hugsa okkur hvernig við
gætum farið frá borði þegar við kæmum
til Portsmouth. Við ætluðum að fara
fram á stefnið og fara þaðan eftir köðl-
unum niður á bryggju. Ingvi Sævar
þekkir sig vel i Portsmouth svo við
héldum að við gætum þetta, en við
vorum lítið farnir að hugsa unt hvað við
ætluðum aðgera þar.
Eftir að við fundumst var áhöfnin
mjög góð við okkur, sérstaklega skip-
stjórinn. Við viljum koma þakklæti okk-
ar til hans og skipverjanna. Við vorum
látnir vinna svolítið, t.d. hreinsa matar-
geymsluna. Þegar við komum til Ports-
mouth fengum við ekki að fara í land og
varðmaður var hafður yfir okkur, en við
fengum að fara um skipið, meðan það
var þar.
Á heimleiðinni var frekar vont veður
og við urðum sjóveikir. Ég held að við
höfum lært af reynslunni og gerum þetta
ekki aftur. Og ég komst að því að ég er
ekki sjóhraustur þannig að ég hugsa að
ég leggi sjómennskuna ekki fyrir mig
sem ævistarf. Ég er þvi feginn að vera
kominn heim aftur.”
Karl Jóhann tók það fram að ekki
væri rétt að þeir hefðu ætlað sér að
gerast bændur í Texas eins og fram kom
í fréttum í gær.
JH.
Karl Jóhann Normann 15 ára. „Við hugsuðum ekkert út i það hvernig fólkinu heima
yrði við.” DB-mynd Hörður.
„EKKIMEININGIN AÐ
„BLÖFFA” LAUNÞEGA”
— með f restun á opinberum hækkunum, segir f orsætisráðherra
— ágreiningur st jórnarf lokkanna harönar
„Nei, það er ekki meiningin að
„blöffa” launþega með því að fresta
opinberum hækkunum fram yfir út-
reikning verðbóta 1. marz,” sagði
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra í
morgun. „Satt er, að það frestast
kannski fram í miðjan febrúar að taka
ákvörðun um hækkanirnar. Stundum
hefur vísitala ekki legið fyrir fyrr en
um hinn 20. mánaðarins á undan. Ef
hækkanir verða samþykktar, munu
þær koma inn í visitöluna fyrir I.
marz. Augljóst er að launþegar verða
ekki hlunnfamir, ef hækkanir drag-
ast.”
Forsætisráðherra sagði að gjald
skrámefnd væri enn að skoða hækk-
Dnarbeiðnir opinberra aðila. Hann
sagðist hafa nokkra von um sam-
komulag í vísitölunefnd um lag-
færingu á vísitölu, svo sem að verka-
lýðshreyftngin féllist á viðskiptakjara-
visitölu.
„Hugmyndabanki
til vinnslu"
„Þetta er eins konar hugmynda-
banki sem fer til vinnslu í ríkisstjórn-
inni,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson
alþingismaður (AB) í morgun um til-
lógusmíð stjómarflokkanna. Sumar
tillögur væru sameiginlegar flokkun-
um, að öðrum stæðu tveir þeirra og
svo væru flokkarnir með sínar ein-
stöku tillögur. Árni Gunnarsson al-
þingismaður (A) sagði i morgun að það
gæti orðið mjög alvarlegt mál, ef
drægist fram undir 1. marz að ganga
frá efnahagsmálunum. Þá kæminýtt
erfiðleikatímabil og siglt yrði inn
i mjög krappa báru. Auk þess hefðu
launþegar í þann mund lausa samn-
inga.
Ríkisinnflutningur á
kaff i, sykri og
hveiti?
Ágreiningur hefur harðnað I stjórn-
arflokkunum. Deilt er um vísitölu-
málið, vaxtamál og um tillögur Al-
þýðubandalgsins um, að rikið taki í
miklum mæli að sér innflutning helztu
nauðsynjavara, svo sem kaffis, sykurs
og hveitis.
Hagstofan hefur gert lauslega
áætlun um, hver verði hækkun verð-
bótavísitölu 1. marz og fengið út að
5,5% sé líkleg tala, ef opinberar hækk-
anir koma ekki til. Hækkunin yrði
7,8%, ef allar þær hækkanir á opin-
berri þjónustu, sem á dagskrá eru,
kæmu til. Athuga verður að Hagstof-
an hefur ekki reiknað þetta dæmi
nema lauslega enn sem komið er og
mun dragast fram yfir mánaðamót að
fá nákvæmari tölur.
HH.
Srfálst, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 31. JAN. 1979.
Nýja Cargolux
Jumboþotan væntanleg
hingaðífyrramálið:
Kemur í
Tgóðum
holdum’
— með 70tonnaf
amerísku nautakjöti
Hin nýja Boeing 747 breiðþota
Cargolux, eða Jumbo, eins og slíkar
þotur eru gjarnan nefndar, er væntanleg
til Keflavíkurflugvallar snemma í fyrra-
málið á leið sinni frá Seattle i Banda-
rikjunum til Luxemborgar.
Kemur þotan hingað með fullfermi af
nautakjöti, eða 70 tonn, sem fara eiga til
Luxemborgar. Ragnar Kvaran verður
flugstjóri í þessari fyrstu ferð þotunnar.
1 farþegarými fyrir aftan flugstjórnar-
klefann verða 16 þoðsgestir, þ.á m.
Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux,
Gunnar Björgvinsson, yfirflugvirki,
Sigurður Jónsson flugrekstrarstjóri og
hópur á vegum Boeing verksmiðjanna.
Þotan mun hafa tveggja tíma viðdvöl
hér og munu m.a. nokkrir forráðamenn
Flugleiða skoða hana, en sem kunnugt
er, eiga Flugleiðir hlut i Cargolux.
-G.S.
DB-mynd Hörður.
Verk-
fallið
heldur
áfram
Flugmenn Flugfélags íslands fljúga
ekki til Vestmannaeyja, Hafnar í Horna-
firði, Glasgow og Kaupmannahafnar i
dag vegna verkfalls. En i dag verður
flotið til allra staða annarra
innanlands, sem eru á áætlun, þar sem
veðurútlit er fremur gott. Samninga-
fundur í deilu flugmanna og Flugleiða
hefur ekki verið boðaður, en talið er að
fundur verði siðar í vikunni.
-JH.
^Kaupio
,5 TÖLVUR í
I* OGTÖLVl
BANKASTRÆTI8