Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979. 7 Eru veitingahúsin að brjóta lög? Ofaglært fólk f störfum sem iðnlærðum þjónum „Veitingahúsin eru að brjóta lögin með því að hafa ófaglært fólk í störfum sem faglærðu fólki ber. Réttur nýútskrifaðs þjóns virðist í reynd vera mjög lítill gagnvart þessu fólki. Barþjónarnir sem fyrir eru í þessum störfum hafa bara fjöldann all- an af ófaglærðu aðstoðarfólki og því reynist okkur, sem höfum verið að mennta okkur i þessu starfi, ómögu- legt að fá vinnu,” sagði nýútskrifaður þjónn í samtali við DB. Hann hefur frá því hann útskrifaðist sem þjónn gengið á milli veitingahúsanna í Ieit að vinnu en alls staðar fengið sama svarið: Enga vinnu að fá. Hann hefur þá sögu að segja af skólafélögum sínum að fjöldi þeirra hafi orðið að hverfa úr landi i leit að atvinnu eða hreinlega taka vinnu sem er ekki i tengslum við menntun þeirra. Sagði hann að i mjög mörgum tilfell- um væri þetta aðstoðarfólk þjónanna á þeim aldri að það mætti raunveru- lega ekki vera á þessum stöðum. Það kynni ekki að blanda nema einföld- ustu kokkteila og bæri við tímaskorti þegar beðið væri um eitthvað þar fyrir utan. DB hafði af þessu tilefni samband við Friðrik Gislason, skólastjóra Hótel- og veitingaskóla íslands. Hann sagði að það væri ekki skólinn sem út- skrifaði þjónana. Þeir útskrifuðust frá 'meisturum sínum og það væri raun- 'verulega þeirra að sjá þeim fyrir at- vinnu en ekki skólans. Friðrik sagði að auðveldara væri að komast á samning sem þjónn heldur en kokkur en hins vegar væri erfiðara fyrir þjóninn að fá vinnu að námi loknu. Kokkurinn gæti þó alltaf fengið vinnu á sjónum. Friðrik sagði að bezt væri að segja sem minnst um þessi mál en kannaðist við að á mörgum stöðum væri ástandið í þessum málum ekki eins og það ætti að vera. í 13. grein samnings milli Félags framreiðslumanna og Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda segir að sé ekki unnt að fá nægilegan fjölda iðn- lærðra framreiðslumanna til starfa skulu veitingamenn hafa sótt um og ber fengið leyft Félags framreiðslumanna til þess að ráða ófaglært fólk til starf- ans. Hér virðist dæminu því alveg hafa verið snúið við þegar iðnlærðum þjónum er haldið frá starfi af ófag- lærðu fólki. En vandinn liggur ekki sízt í því að þeir þjónar sem fyrir eru vilja frekar hafa ófaglært fólk sér til aðstoðar heldur en að deila markaðn- um meðstarfsbræðrum sínum. GAJ Ný mjólkurbúö, það er frétt! Þessi búð á að vera öðrum slíkum til fyrirmyndar n „Nei, það er ekki ætlun okkar að setja upp fleiri slikar búðir hér í bænum. Þessi búð er miklu frekar hugsuð til að vera öðrum til fyrirmyndar,” sagði Bent Bryde, mjólkurfræðingur og nýráðinn verzlunarstjóri nýrrar verzlunar að Laugavegi 162 sem opnuð var í gær. Verzlun þessi á að þjóna fjölbreyttum tilgangi. 1 fyrsta lagi er um að ræða svo- kallaða fyrirmyndar mjólkurbúð, í öðru lagi ostabúð sem mun kappkosta að hafa á boðstólum allar fáanlegar ostategund- ir. í þriðja lagi er þar bakarí eða „kondi- tori” en þar mun verða ýmiss konar „sérbakstur” til sölu, fyrir utan hinar hefðbundnu vörutegundir Brauðgerðar Mjólkursamsölunnar. Síðast en ekki sízt er framúrskarandi góð aðstaða til vörukynninga. Er fyrir- hugað að hafa þær sem fastan þátt í starfsemi búðarinnar. Emmess ís verður að sjálfsögðu i fjölbreyttu úrvali en fyrir- hugað er að setja upp mjög fullkomna ís- búð í húsnæði gömlu mjólkurbúðarinn- Stjórn Mjólkursamsölunnar I hinni nýju og glæsilegu verzlun. Frá vinstri Oddur Andrésson, bóndi Neðra-Hálsi, Eggert Ólafsson, Þorvaldseyri, Ágúst Þorvalds- son, formaður, Brúnastöðum, Vífill Bogason, Ferstiklu og Guðlaugur Björg- vinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Á myndina vantar Gunnar Guðbjarts- son. DB-mynd Hörður. ar við hlið hinnar nýju þannig að öll þessi starfsemi myndi eina heild. Verzlunin mun verða opin frá kl. 8.30 til kl. 18.00 alla virka daga en frá kl. 9— 12 laugar- og sunnudaga. Hönnun nýju búðanna annaðist Guð- mundur Kr. Guðmundsson arkitekt en skreytingar og auglýsingar voru i umsjá Auglýsingastofu Kristinar. -GAJ- Sof ið úr sér í stjórnarráðinu Stjómarráðið varð 75 ára í fyrradag Fólk þurfti því ekki að mæta fyrr en og að vonum var haldið upp á þann kl. 13 og hafa þá væntanlega flestir merka atburð. En valdamenn í stjórn- verið búnir að sofa úr sér. Vænt væri arráðinu virðast hafa búizt við mikilli ef sem flestir atvinnurekendur væru gleði þvi ákveðið var að fresta allri svoskilningsrikir. vinnu í stjórnarráðinu í gærmorgun. -JH. Næg atvinna á Snæfellsnesi: Varð aö fá stúlkur f rá Ástraliu í fiskinn Vertíðin hefur byrjað mjög vel á fleiri stúlkum til vinnu en engin gaf sig Snæfellsnesi, sérstaklega hjá línubát- fram. Var því gripið til þess ráðs að fá unum. Algengt er að fimm til tíu tonn stúlkur frá Ástralíu og áttu þær að hafi fengizt á línu. Fiskurinn hefur koma nú um helgina. verið mjög góður og næg atvinna. HJ/GAJ. Þannig var t.d. auglýst á Sandi eftir Dýrlegt framsóknar- bragð að kjötinu Gott framsóknarbragð var að kjöt- aðsbúa. Það er afbragð. inu á þorrablótinu á Eskifirði. Að sögn „Það á að vera framsóknarbragð að Regínu fréttaritara eru framsóknar- kjötinu,” sagði Regína. „Þeir mega menn þeir einu sem kunna að salta og njóta sannmælis, framsóknarmennirn- reykja kjöt. Það kemur enda berlega í ir, i þessu efni,” sagði fréttaritarinn. ljós er kjötið berst frá Kaupfélagi Hér- -Reglna/JH. FÁST NÚ Á EINNI PLÖTU EINSÖNGUR • TV/SÖNGUR ÞR/SÖNGUR KÓRSÖNGUR Lögin á plötunni: Tómasarhagi Glatt er á hjalla Minning Kveðja Hugleiðing — Bœn Vögguljóð • Þúert Vor hinsti dagur er hniginn Dísa Edda Eddu-minni Einsöngvarar: Friðbjörn G. Jónsson Garðar Cortes Guðmundur Jónsson ívar Helgason Kristinn Bergþórsson Kristinn Hallsson Sigurður Björnsson 13 manna hljómsveit. Félagar úr Sinfóníuhljómsveitinni. Útsetning og söngstjóri: Jón Sigurðsson. Upptaka: Jón Þór Hannesson Fœst íflestum hljóðfœraverzlunum. DREIFING: STEINAR LAUGAVEGI 59 - SÍMI28155

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.