Dagblaðið - 03.02.1979, Side 10

Dagblaðið - 03.02.1979, Side 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979. Krossgáta Þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af Skákþingi Reykjavfkur hefur Ómar Jónsson forustuna i A-flokki, hefur hlotið 6 1/2 vinning af 8 mögulegum. Næstu menn eru þó ekki ýkja langt undan, en sökum fjölda biðskáka er staða þeirra mjög óljós. Þeir Björn Þorsteinsson, Elvar Guðmundsson, Sævar Bjarnason og Ásgeir Þ. Árna- son eru þó allir liklegir til aö blanda sér i toppbaráttuna. Ómar hefur átt ákaflega auðvelt með að knésetja andstaeðinga sína til þessa og hefur Caro-Kann vörnin verið hans beittasta vopn. Bæði Björn Þorsteinsson og Guðmundur Ágústs- son lágu í valnum í minna en 30 leikj- um og höfðu þá tapað ógrynni liðs. Hins vegar hefur Caro-Kann vörnin sínarskuggahliðar.cins og við fáum að sjásíðarí þættinum. 1 B-flokki er Þorsteinn Þorsteinsson efstur með 6 1/2 vinning og biðskák en siðan koma töframennirnir Jóhann Þórir Jónsson og Gylfi Magnússon með 6 1/2 vinning. Hinn ungi og efni- legi Karl Þorsteinsson fylgir síðan i humáttinaáeftir með5 1/2 v. Um efsta sætið í C-flokki berjast þeir Haukur Arason og Róbert Harð- arson. Haukur hefur hlotið 6 v. en Róbert 5 1/2. Þeir verða þó að hafa nánari gætur á Jóhanni Pétri Sveins- syni, sem hefur 4 1/2 v. og biðskák að auki. t D-flokki taka tvær konur þátt, þær Ólöf Þráinsdóttir og Áslaug Kristins- dóttir. Ólöf er nú efst í flokknum, með 6 1/2 vinning, en þá kemur Páll Þór- hallsson með 6 v. Gylfi Gylfason hefur tekið forust- una í E-flokki með 7 v. af 8 möguleg- um. Þarer Monrad-kerfið enn við lýði. en í hinum flokkunum tefla allir við alla. 9. umferð á mótinu var tefld i gær- kvöldi, en 10. og næstsíðasta umferð fer fram á sunnudag og hefst kl. 14 i Skákheimilinu viðGrensásveg. En þá er það Caro-Kann vörnin. Hinn ungi ogefnilegi Jóhann Hjartar- son tekur hér hraustlega á móti Caro- Kann vörn Jónasar P. Erlingssonar. Afraksturinn er peð, og síðan gerir Jóhann út um skákina á skemmtilegan hátt. Hvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Jónas P. Erlingsson Caro-Kann vörn 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Bc4 Nú i seinni tíð hefur framhaldið 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6 + Rxf6 7. Re5 verið .mjög vinsælt en þannig teflir heims- méistarinn Karpov m.a. Á skákþinginu tefldi Björn Þorsteinsson þannig gegn Óm- ari Jónssyni. sem varð þó ekki skotaskuld úr því að jafna taflið. Ómar lék 7,—Rd7 8. Bf4 Rxe5 9. Bxe5 Dd5. 5. — Rgf6 b. Rg5 e6 7. De2 Rb6 8. Bd3 h6 9. R5f3 c5 10. Bf4 Nýjasta nýtt i fræðunum. Aðrir möguleikareru 10. Be3,eða 10. dxc5. 10.— Rbd5 11. Be5 a6 Jónas hefur greinilega ekki fylgst með nýjustu byrjanarannsóknum. Svartur kemst af án þessa leiks og því hefði verið betra að leika 11. —cxd4 12. 0-0-0 Da5 og svartur hefur vissa möguleika á að jafna taflið. 12.0-0-0 Da5 13. Kbl b5?! Djarflega leikið. Svartur skeytir engu að koma mönnum sínum i gagnið og blæs strax til sóknar á drottningar- vængnum. Þessi sókn er þó dæmd til að mistakast, eins og sést af framhald- inu. 14. dxc5 Bxc5 15. Rd4 Db6 16. Rh3 b4? 16. — Bd7 verður að teljast væn- legra til árangurs. Hins vegar ekki 16. —Bxd4 17. Bxd4 Dxd4?? vegna .18. —Bxb5+ ogdrottningin fellur. 17. f4 Bd7 18. Bc4 a5 19. f5! 0-0 Kóngur svarts reynir að leita skjóls á kóngsvængnum. en það kostar peð. 20. fxe6 Bxe6 21. Bxf6 Rxf6 22. Rxe6 Hfe8 23. Rhf4 fxe6 24. Bxe6+ Kh8 25. Hhel Bf2 Leiðir til skjótra loka, en svörtu stöðunni varð vart bjargað. SPAÐAKÓNGUR- INN VAR FYRIR Í dag verður sýndur einn snilldar- leikurinn enn hjá Garozzo. Það er ekki hægt annað en að koma annað slagið með spil sem þessi snillingur spilar. í fyrra spilinu er hann i vörn ásamt sin- um stórkostlega meðspilara, Forquet. Svona varspilið: Nordur + D10764 3? 9 0 Á86 + ÁG82 Vestur Austur + 852 + KG V D73 1065 O 10954 O G732 + D109 * K543 SUDUR + Á93 V ÁKG842 0 KD + 76 Sagmr gengu: Norður Suður 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 4 lauf 4 spaðar 4 grönd 5 hjörtu pass 6 spaðar Fjögur lauf voru fyrirstöðuspurning og fjórir spaðar gáfu upp laufás. Garozzo var fljótur að finna veikleik ann og spilaði út laufaþristi. Sagnhafi drap á laufaás spilaði tígli og tók hjónin.síðan hjartaás.trompaði hjarta og tók tigulásinn og lét lauf i hann frá blindum. Spilaði laufi og trompaði. þá kom hjartakóngur og lauf frá hendinni. Nú á sagnhafi ekkert nema hjarta og spaða i blindum. svo hann spilaði hjarta og trompaði með tiunni, sem Garozzo yfirtrompaði með spaða- kóng?? Staðan er orðin þessi: Nordur + D76 Vekkert 0 enginn Vl.STl lt G Austur + 852 & G ^ekkert ekkert OI0 o G +ekkert Su'OUR K 5 ♦ Á9 G8 enginn + ekkert Garozzo spilaði laufakóng eftir að hafa trompað með spaðakóng og sagn- hafi áleit vonlaust að trompa með spaðaniu, svo hann trompaði með spaðaás og spilaði út spaðaníu og Garozzo fékk á gosann. Ef Garozzo trompar með spaðagosa og spilar siðan laufakóng, þá trompar sagnhafi með spaðaníu og tekur siðan spaðaás og þá kemur kóngurinn í og spilið er unnið. Skemmtilegt spil kom fyrir hjá Bridgefélagi Reykjavikur sl. miðviku- dagskvöld. Svona var spilið: Nordur A9 V 954 OÁDG82 + KG75 Au.-ti'r A10753 ^ÁDG ó Ekkert + 1098432 Sudur + ÁD ^ K1086 9' 7654 * ÁD6 A öðru borðinu voru spiluð þrjú grönd og eftir spaða út unnust fjögur. En á hinu borðinu fóru norður og suður i fimm tígla eftir fjórum spöðum hjá austri og vestri, þeir voru doblaðir og urðu tvo niður. Það sem er skemmtilegt við þetta spil er að þrjú grönd standa alltaf í norður-suður og fjórir spaðar i austur og vestur vinnast i flestum tilfellum nema með trompi út. Reykjavíkurmót undankeppni Þegar lokið er sex umferðum af nitján i undankeppni Reykjavíkur- mótsins i sveitakeppni er staðan þessi: Sveit stig 1. Þorgeirs Eyjólfssonar 100 2. Sigurjóns Tryggvasonar 92 3. Hjalta Eliassonar 91 4. Sævars Þorbjörnssonar 91 5. Þórarins Sigþórssonar 71 6. Óðals 70 1 undankeppni þessari taka þátt 20 sveitir og næsta umferð verður spiluð þriðjudaginn 6. febrúar i Hreyfilshús- inu viðGrensásveg. Vestur + KG8642 V 732 9 K1093 + ekkert

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.