Dagblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979. 5 Eins og hvrtur stormsveipur —brot úr sögu athafnamanns Ragnar Jónsson í Smára er sjötíu og fimm ára í dag. Þessi mikli atorkumaður er kenndur við smjörlikisgerðina Smára sem hann rak um langa hríð. En orðstír hans byggist ekki á margaríninu heldur ódrepandi áhuga hans fyrir að styrkja listirnar í landinu. Ótal sögur ganga um dáðir hans á því sviði. Hér er ein stutt og alvegdagsönn. Tónlistarskólinn hafði um stundar- sakir fengið inni í byggingu Þjóðleik- hússins. En þegar að því kom að leik- starfsemi hæfist i húsinu var skólanum sagt upp húsnæðinu. Hvað var nú til ráða? öll tónlistarkennslan var á göt- unni því hvergi var hægt að fá leigt fremur en fyrri daginn. Nokkrum klukkutimum seinna en uppsagnarbréfið barst, sér gjaldkeri í' Búnaðarbankanum hvar Ragnar kemur þjótandi inn í afgreiðslusalinn, þrifur handfylli sína af víxileyðublöðum og hverfur út eins og hvítur stromsveipur. Og næsta dag berst sú frétt um bæinn að hann sé búinn að kaupa stórt steinhús, Þrúðvang við Laufásveg, fyrir hönd skólans. Það var ekki verið að velta vöngum í marga þegar þegar okkar maður átti í hlut. Ekki veit ég hvað þeir eru margir, listamennirnir, sem hann Ragnar hefur hjálpað til að gefa út sina fyrstu bók, selja sína fyrstu mynd eða halda sinn fyrsta konsert. En hitt veit ég að áður fyrr var það fangaráð listamanna, þegar sultur var í búi, að leita til hans og fá hjá honum fjárstuðning upp i ennþá ósamið listaverk. Hann var oft eini maðurinn sem þeir gátu leitað til og það er áreiðan- legt að án hans væri þjóðin mörgum listaverkum fátækari. Og þótt I dag séu komnar margar opinberar stofnanir og sjóðir, sem að nokkru leyti hafa tekið við hans verki, þá veit ég að hann er enn i dag að rétta sína hjálparhönd þangað sem hann telur, með réttu eða röngu, að verið sé að búa til góða hluti. Gleymdi að opna skeytið Stuðningur hans við tónlistina hófst árið 1930. Þá höfðu nokkrir áhugamenn stofnað tónlistarskóla í Reykjavík en fjárhagurinn var þröngur, útlitið svart. Haukur Gröndal og fleiri kölluðu þá Ragnar á fund á sólskinsdegi í Grjóta- þorpinu i porti við prentsmiðjuna, sem nú heitir PÁS. Þar og þá var tónlistar- félagið stofnað til að styðja skólann og flutning tónlistar í bænum. „Við brjót- umst bara inn i banka" á Ragnar að hafa sagt, þegar menn létu í ljósi kvíða vegna peningaleysis. Hann varð fljótlega for- maður i félaginu og hefur verið það „Borgar Ragnar þetta?” var spurning sem margir hafa borið upp um dagana þegar eitthvað átti að gera i listamálun- um. Og venjulega fann hann einhver ráð. LJÓSMYNDIR BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON síðan. Aldrei kom til þess að hann þyrfti að fremja bankarán en hins vegar var hann óþreytandi að finna ráð til að halda skólanum gangandi hvað sem syrti i álinn. Fyrir utan að reka skólann gekkst félagið fyrir ótal konsertum. Stundum var innlendum tónskáldum boðið að halda hljómleika með eigin verkum en það er svo dýrt fyrirtæki að þeir hefðu aldrei getað framkvæmt slíkt á eigin spýtur. Og margir heimsfrægir erlendir tónlistarmenn komu til landsins og spil- uðu á vegum félasins. Fjöldi af sögum er til um viðskipti Ragnars og þessara frægu manna og lýsa flestar hvað þeim þótti vænt um hann. Eitt sinn hafði hann beðið Rudolf Serkin, pianóleikarann fræga, að halda tónleika á Íslandi. Serkin sendi strax ját- andi svar með skeyti. En sem vænta mátti um mann, sem hafði jafnmörg járn í eldinum og Ragnar og sem þurfti að hjálpa svo mörgum, þá var hann tals- vert utan við sig. Hann stakk skeytinu i vasann án þess að opna það og gleymdi því. Nokkrum mánuðum seinna fann hann það i vasanum, hélt það væri ný- komið, reif bað upp og varð mjög glaður. Hann sendi svar þar sem hann bað Serkin að koma strax. Maður skyldi halda að heimsstjarnan hefði verið orðin móðguð en það var öðru nær. Serkin kom strax fljúgandi til landsins með konu sína og börn og meira að segja svarta barnfóstru og spilaði og naut lifs- insí marga daga. Þess má enn geta að Tónlistarfélagið gekkst fyrir merkum kór og það hélt fyrstu óperusýningarnar hér í bænum. Sýnd var Meyjaskemman með lögum Schuberts og Brosandi land eftir Lehar. Og alltaf var Ragnar tiltækur að styðja þessa fjárfreku listviðburði. Kyssti mig sól En það var ekki aðeins tónlistin sem hann studdi. Árið 1936 kom til hans bóndasonur ofan úr Borgarfirði með sína fyrstu Ijóðabók, Kyssti mig sól. Þetta var Guðmundur Böðvarsson sem þá var alls ókunnur. En Rágnari fundust kvæðin svo falleg að þau yrðu að komast fyrir almennings sjónir. Hann hafði gefið út bækur i samvinnu við Kristin E. Andrésson, til dæmis Ljósvikinginn eftir Laxness. En þessi Ijóðabók var það fyrsta sem hann gaf út einn, og skömmu síðar Stjörnur vorsins eftir Tómas. Af þessum mjóa vísi reis svo mikið fyrir- tæki, Helgafell. Laxness, Þórbergur, Gunnar Gunnarsson, Steinn Steinarr, Davíð Stefánsson komu þar út. Og ótal yngriskálda. , Sjónarmið Ragnars var ekki að græða, það varð stundum tap og stund- um hagnaður. Hann gaf út þær bækur sem honum fannst að þjóðin yrði að lesa og studdi þau skáld sem honum fannst að þyrftu að lifa. Hann tók upp á því að greiða miklu hærri ritlaun en áður hafði tíðkazt og aðrir útgefendur neyddust til að fara að dæmi hans. Og hann gaf út bókmenntatimaritið Helgafell sem ekkert var sparað til. 4t Ásta Guömundsdóttir hefur unnið fjölda mörg ár í bókaverzlun Helgafells við Veghúsastfg. Þarna er hægt að fá margar dýrðlegar bækur á gamla verö- inu, jafnvel fyrir minna en þúsundkall. Honum óx aldrei neitt í augum. Hann gaf út vandaðar málverkabækur og endurprentanir af fjölda málverkum. Auk þess keypti hann ævinlega mikiðaf málurum sem sýndu. Ég held að Ragnar sé einlægur sjálf- stæðismaður, en aldrei spurði hann skáld sin um skoðanir þeirra og gaf Matthias Johannesson og hina rauðustu kommúnista út jöfnum höndum. Og ósk sina um það að verkamenn mættu njóta listanna jafnt sem hinir efnaðri sýndi hann í verki þegar hann reif flestöll sín málverk ofan af veggjunum hjá sér og færði Listasafni alþýðu þau að gjöf. „Ég gleymi því aldrei," segir einn vinur hans, „þegar ég kom inn i stofuna hjá honum skömmu siðar og sá að Silfra, hið undur- fagra málverk Ásgrims, var horfin. Þetta kalla ég höfðingsskap!” Beðinn að leysa út hest Eins og að likum lætur með slika hjálparhellu voru það ævinlega margir sem þurftu að ná fundi hans. En hann var alltof mikill atorkumaður til að geta neglt sig niður I stól við skrifborð. Hann keyrði á jeppanum sinum fram og aftur um bæinn og sumir sögðu að þar væri skrifstofan hans. Oft sat einhver lista- maðurinn við hlið hans til að segja honum frá áformum um strandhögg i riki listarinnar og leita liðs. í verzlun hans við Veghúsastig voru lögð til hans skilaboð um ótrúlcgustu hluti. „Borgar Ragnar þetta?” spurðu aðilar utan úr öllum bæ þar sem fengizt var við listræna hluti. Skáld sem haldið höfðu utan með fararsjóð frá Ragnari þeirra erinda að semja bækur, en voru orðin uppiskroppa, sendu skeyti. Einn á að hafa símað: „Sendu mér peninga, eða ég drep þig.” (Ragnar vill ekki staðfesta þessa sögu!). Og einhvern tíma beið eftir honum miði með þessari orðscndingu: „Ragnar beðinn að koma niður i Eim- skip og leysa út hest.” Það fylgir ekki sögunni hver átti hrossið. Það eitt er víst að ekki var það Ragnar sjálfur. Við Ijúkum þessu spjalli með þvi að óska afmælisbaminu og hans ágætu konu. Björgu Ellingsen, innilega til ham ingju meðdaginn. - ihh (Heimildarmenn: Haukur Gröndal. Kristján Karlsson. Böðvar Pétursson og Helga Egilson). , <**• ' Veghúsastfgur 7, Smjörllkisgerðin Smári, sem breytt hefur verið i bókaverzlun Helgafclls. Um tíma var málverkasýninga- salur á loftinu. Við gaflinn stendur Böðvar Pétursson verzlunarstjóri. DB-myndir Bjarnleifur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.