Dagblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979.
Ungu hjónin sem fengu mánaðarúttektina fyrir nóvembermánuð eru bæði ættuð
utan af landi og fá oft senda „böggla” sem innihalda eitt og annað matarkyns. Því
var það að þau voru með sérlega lágan kostnað við heimilishaldið i nóvember.
Hann hefur verið enn lægri hjá þeim i desember, þvi þau fóru i jólaheimsókn til
ættingja yfir jól og áramótin.
DB-mynd Bjarnleifur
Raddir neytenda
Garðyrkjan:
Garður
granna
Nú er svell og snjór yfir öllu en til
þess að missa ekki alveg tengslin við
áhugasama garðyrkjumenn koma hér
smáhugleiðingar frá garðyrkjusér-
fræðingi DB, Hermanni Lundholm,
garðyrkjustjóra Kópavogs.
„Gott samkomulag á milli granna
byggist á ýmsum mismunandi at-
riðum. Nefna máeftirfarandi:
Að gefa sér tíma til að rabba saman
í innkeyrslunni.
Að láta sér skiljast að ekki sé timi til
hangs af því að verzlanir og pósthús
eru komin að því að loka.
Að neita að gefa honum af sýktum
plöntum, sem þú ert að fleygja.
Að geta séð af græðlingi af sjald-
gæfri jurt.
Að geta glaðzt með honum yfir
nýju kartöflunum þótt þær séu
komnar viku á undan þínum eigin
kartöflum.
Að láta það vera að montast þótt
þínar kartöflur séu komnar á undan
hans.
Að viðurkenna að tré sem stendur
norðan við sólbaðsskýlið þitt standi
sunnan við hans.
Að dást að stóru tré nágrannans
sem þú getur hvort sem er ekki látið
hann fjarlægja.
Að hjálpast við að hirða limgerðió
milli lóðanna.
Að samþykkja að fella gerðið vegna
nánari samskipta.
er
sættir
Að fleygja heldur grófum og úr sér
vöxnum fjölæringum en að gefa þeim
sem ekki þekkir til þeirra
Að láta sér lynda að börn hafi hátt.
Að hugsa um að eldra fólk getur
þurft næði.
Að láta mótorsláttuvélina eiga sig á
matartímum og síðdegis á
sunnudögum.
Að stökkva ekki upp á nef þér þótt
nágranninn fari ekki eins að. Allt
tekur enda.
Að bjóðast til að hjálpa honum að
reisa nýja gróðurhúsið.
Eða í annan stað að skipta sér ekki
af því.
Að láta hjá líða að segja honum frá
því að til séu betri gerðir en hans.
Að segja honum frá þvi að þú
þekkir mann sem einmitt sé mjög
hrifinn af sams konar húsi.
Að geta lánað hvor öðrum
verkfæri.
Að fá ekki lánuð verkfærj hvor hjá
öðrum.
Að reyna að auka áhuga hans á
garðyrkjufélaginu.
Að láta þér lynda þótt hann hafi
önnur áhugamál.
Að láta sig varða hvor annan.
Að skipta sér ekki af hvor öðrum.
Það er ekki alltaf auðvelt að vera
nágranni.
(Þýtt úr Haven.apríl 1978)
Hermann Lundholm.
Hakkað kjöt má nota í marga rétti.
Liklega eru hamborgararnir lang-
þekktastir. Þeir eru dagleg fæða millj-
óna manna um allan heim. Hamborg-
arar eru líka fljótlegur matur sem
hægt er að elda á eða i grilli, sem ku
vera heilnæmasta matreiðsluaðferðin.
Hérna er uppskrift að,.hamborgurum i
sparikjæðum”.
Þeir eru svo sannarlega ekki slorlegir
á að Uta hamborgararnir þegar þeir
eru komnir i „sparifötin”. Hins vegar
er þetta nokkuó stór uppskrift,
reiknað með 125 g af hakki i hvern
borgara og tveir borgarar á mann. Það
ætti þvi enginn að vera svangur eftir
þessa máltlðina.
1 kg nautahakk
2 stórir laukar
1 egg
150grifinnostur
3 msk. tómatkraftur
3 msk worcestersósa
1 tsk. salt og 1/2 tsk. pipar
8 snciðar beikon
öllu (nema beikoninu) er blandað
saman. Hakkinu er skipt í átta hluta
og búin til buffkaka eða hamborgari
úr hverri köku.
Beikonsneiöarnar eru festarutan um
hverja köku með tannstöngli.
Hamborgararnir eru steiktir í ca 10
mín. á hvorri hlið í grillinu eða í mjög
heitum ofni (250 ° C) þar til þeir eru
brúnaðir. Berið hamborgarana fram
meðbökuðum kartöflum og hrásalati.
Þetta er rífleg uppskrift því hún er
ætluð fyrir fjóra. Hráefnið í réttinn
kostar (ef reiknað er með nautahakki
úr búð) í kringum 3.316.- kr. eða um
829 kr. á mann. Er þá ekki reiknað
með kartöflum eða hrásalati.
-A.Bj.
Eins og áður hefur verið bent á hér á Neytendasiðunni er gott að dusta snjóinn af trjágrcinunum. Þegar hann blotnar
verður hann þungur og getur sligað greinarnar. Þetta er vctrar„stemmningsmynd” sem Bjarnleifur Ijósmyndari tók í
Reykjavik á dögunum.
Þátttakan í þessari upplýsingamiöl-
un hefur verið mjög almenn á öllu
landinu. Seðlar hafa borizt frá fjörutiu
og átta stöðum á landinu. Það sýnir að
fólk um allt land hefur áhuga á að vita
í hvað það eyðir peningunum sinum.
Almenningur vill svo sannarlega fylgj-
ast með verðlaginu eftir fremsta megni
þótt þaðséstundum næsta erfitt.
- A.Bj.
Mánaðarúttektin er happdrætti en
ekki verðlaun handa þeim lægstu
Til okkar hringdi fullorðin hús-
móðir og lýsti undrun sinni yfir vinn-
ingshöfunum okkar fyrir nóvember-
úttektina.
„Það kom fram að þessum ungu
hjónum er sendur fiskur og annar
matur utan af landi og því er heimilis-
bókhaldið þeirra alls ekki raunhæft,”
sagði konan. „Bæði mér og mörgum
öðrum sem ég hef talað við finnst
þetta hreinasta óréttlæti.”
Hér er um misskilning að ræða.
Greinilega var tekið fram í viðtali við
ungu konuna sem fékk úttektarvinn-
inginn fyrir nóvembermánuð að heim-
ilisbókhald þeirra sýndi ekki „rétta”
tölu. Þau þurfa t.d. aldrei að kaupa sér
fisk í matinn. — Hins vegar virðist það
vera útbreiddur misskilningur að með
mánaðarúttektinni séum við að verð-
HAMBORGARAR
í HÁTÍÐABÚNINGI
launa þá sem sýna lægstan kostnað
við heimilishaldið.
í upphafi var ætlunin að hafa þann
háttinn á. Frá því var horfið vegna
þess að lítill vandi er að „gleyma" að
færa inn tölur, — og einnig ef fólk er
þannig í sveit sett að það fái frian mat,
verður kostnaðurinn minni. Því
höfum við alltaf framkvæmt þetta á
þann hátt að við drögum úr innsend-
um seðlum. Litið er á mánaðarúttekt-
ina sem eins konar umbun fyrir þá
fyrirhöfn að senda okkur upplýsinga-
seðlana. Úttektin er þvi alls ekki verð-
laun fyrir þá lægstu, — heldur eiga
allir jafna möguleika á henni, hvort
sem þeir eru með háa eða lága búreikn-
inga.