Dagblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979. Einstaklingar og félagasamtök Höfum fyrirliggjandi timbur einbýlis- og sumarhús af öllum stærðum og gerðum. Vanir menn sjá um uppsetn- ingu og frágang ef óskað er. Kynnið ykkur verð og gæði. STOKKAHÚSf Klapparstíg 8 105 Reykjavík Sími 91-26550. Brussel: Fallhlífaliðar sendir tíl Zaire Belgíustjórn hefur sent sautján hundruð fallhlífarliða til Afrikuríkisins Zaire. Opinber skýring er sú að her- mennirnir verði þar til æfinga og hefur Mobuto forseti Zaire og embættis- menn hans harðlega neitað öllum orð- rómi um að fallhlifarliðarnir eigi að aðstoða her landsins vegna mikillar ólgu, sem í landinu sé. Franskir og belgískir fallhlífarhermenn komu Mobuto til hjálpar í maí siðastliðnum er skæruliðar gerðu innrás i Shaba hérað, sem áður var kallað Katanga og er mjög auðugt af kopar. Haft er eftir belgískum embættis- mönnum að belgíska stjórnin hafi sífellt meiri áhyggjur af hinum þrjátíu þúsund Evrópumönnum, sem búa í Shaba héruðunum. Vinna þeir aðal- lega hjá þeim fyrirtækjum, sem reka koparnámurnar. Paul Vanden Boeynants forsætis- ráðherra Belgíu sagðist ekki hafa neina hpgmynd um að ráðagerðir væru uppi úm að flytja þá Belgi heim sem væru I Zaire. Ástandið þar væri að visu ótryggt en svo hefði verið lengi. Hundruð fólks féllu i Zaire í maí síðastliðnum, þar af i það minnsta tvö hundruð Evrópumenn. Skæruliðarnir flúðu síðan undan frönskum fallhlífar- hermönnum úr útlendingahersveitinni inni í Angóla. KOSNING AB ARÁTTAN Á SPÁNIHAFIN Formleg kosningabarátta hófst í morgun á Spáni í annað skipti á rúmu ári. Helztu tíðindin þar í morgun voru þau að svo virtist sem Sósíalíski verka- mannaflokkurinn hefði forustu yfir Mið- demókratasambandinu. Þar er Adolfo Suarez, forsætisráðherra landsins, helzti forustumaður. Stuðningsmenn og starfsmenn hinna ýmsu stjómmálaflokka voru í morgun þegar farnir að lima upp áróðursspjöld sín þar sem biðlað er til kjósenda. Um það bil níu þúsund frambjóðendur munu berjast um hin þrjú hundruð og fimmtíu sæti neðri deildar spánska þingsins og tvö hundruð fjörutíu og átta sæti í efri deildinni. Talið er að helzta baráttan verði á milli tveggja fyrrnefndra stjómmála- flokka eða bandalaga, Sósíaliska verka- mannaflokksins og Miðdemókrata- bandalagsins. Kosningarnar á Spáni verða I. marz næstkomandi. Skoðanakannanir sem birtar hafa verið um fylgi tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna, sýna mjög misjafnar niðurstöður. Mjög margir joeirra sem spurðir eru hafa þó verið óá- kveðnir. Sérfræðingar um stjórnmál spá því að hvorugur hinna stóru flokka muni fá afgerandi meirihluta. Ríkisstjórn Adolfo Suarez forsætis- ráðherra er minnihlutastjóm sem styðst við hlutleysi nokkurra flokka. Fjöldagrafir fínnast i Kambódíu Fjöldagrafir með tugþúsundum líka hafa fundizt i Norðaustur Kambódíu að sögn fréttastofu Vietnam. Eru líkin sögð vera af fórnardýrum Pol Pot stjórnar- innar, sem missti völdin I síðasta mánuði, þegar uppreisnarmenn komust til valda í Kambódíu með aðstoð vietnamsks herliðs. Guyana: SonurJim Jones sýknaöuraf moröákæru Yfirvöld I Guyana I Mið-Ameriku hafa fellt niður ákærur á hendur Stephan Jones hinum nítján ára gamla syni trúarleiðtogans Jim Jones fyrir að hafa átt þátt í fjöldamorðum eða sjálfs- morðum unt það bil níu hundruð félaga I trúflokki föður síns. Brussel: Engin lausn á landbúnaðar- deilum Landbúnaðarráðherrar Efnahags- bandalagsríkjanna gáfust I gær upp við að finna lausn á deilum um land- búnaðarmál, sem eru I veginum fyrir því að hægt verði að halda áfram undir- búningi að sameiginlegum gjaldmiðli bandalagsríkjanna. Ætla ráðherramir að halda nýjan fund um málið I næstu viku. John Wayne á góðum batavegi — færþó ekki að yfirgefa sjúkrahúsid Kvikmyndaleikarinn John Wayné er sagður á mjög góðum batavegi, en magi leikarans var fjarlægður fyrir 25 dögum. Yfirmenn sjúkrahússins sem Wayne dvelur á neituðu þó að segja af hverju leikarinn hefði enn ekki fengið að yfirgefa sjúkrahúsið. Fyrir níu dögum sagði talsmaður sjúkrahússins að Wayne fengi að fara af sjúkrahúsinu eftir u.þ.b. viku. Áframhaldandi sjúkrahúsdvöl hans hefur leitt til getgátna um að liðan leikarans hafi versnað. Kvikmyndaleikarinn gekkst undir gallblöðruuppskurð 12. janúar sl. en þá komust læknar að því að krabba- mein var komið í maga hans og því var maginn fjarlægð'ur I níu klukkustunda aðgerð. Viku eftir aðgerðina sagði skurð- læknirinn sem stjórnaði aðgerðinni, að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að krabbamein hefði komizt i aðra likamshluta. John Wayne gekkst undir mikla aðgerð fyrir 14 árum þar sem vinstra lunga hans var fjarlægt vegna krabbameins og siðast I apríl gekkst hann undir hjartaskurðaðgerð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.