Dagblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1979. 7 Erlendar fréttir Alsír: Eftirmaður Boumedienne formlega valinn í dag Átta milljónir kjósenda i Alsir munu ganga að kjörborði i dag og, ef allt fer eins og áætlað er, staðfesta eftirmann Houri Boumedienne, hins látna forsætis- ráðherra landsins. Heitir hann Chadli Benjedid fjörutiu og niu ára að aldri. Hann var valinn sem frambjóðandi Þjóðlega frelsisflokksins, eina leyfða stjórnmálaflokksins i Alsír hinn 31. janúar siðastliðinn. Afsalaði Benjedid sér þá öllum titlum sem hann hafði i her landsins samkvæmt alsirskri hefð. Kosningaúrslit verða tilkynnt á morg- un en hinn nýi forseti verður settur formlega í embætti á þriðjudaginn kemur. Bhutto beðið griða Hæstiréttur í Pakistan staðfesti dauðadóm yfir Bhutto fyrrverandi for- sætisráðherra landsins í gær. Rikis- stjórnir margra landa hafa beðið honum vægðar. Má þar meðal annars nefna, Carter Bandaríkjaforseta, Tyrkland, Bretland. Ástralíu, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Holland. Indira Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, hefur einnig lýst andstöðu sinni við liflát þessa fyrrum fjandmanns sins. r Atta mánaða lézt úr kulda Átta mánaða gamalt stúlkubarn fannst i gær dáið úr kulda i húsi einu í New York. Að sögn lögreglunnar hafði verið lokað fyrir upphitun hússins í október siðastliðnum vegna ógreidds reiknings. Bróóir stúlkunnar, tveggja ára gamall, var fluttur á sjúkrahús illa haldinn af kulda. Leka fyrsti berst gegn kommum í Albaníu Leka fyrsti sjálfskipaður konungur Albaniu tilkynnti i gær að hann ætlaði að dveljast enn um hrið i Ródesíu, en flytja sig siðan uni set eftir um það bil tvo mánuði. 1 fylgdarliði hans mun vera eiginkona hans og fjórtán líf- verðir. Konungurinn landlausí sagðist mundu halda áfram baráttu sinni gegn kommúnistastjóminni í Tirana höfuðborg Albaniu. Svíþjóð: Sendimanni íraks sleppt urhaldi Yfirvöld í Sviþjóð hafa sleppt, iröskum sendimanni úr haldi en hann' var handtekinn á sunnudaginn var, þeg- ar hann var að taka á móti leyniskjölum. Hann mun ekki verða ákærður í Svíþjóð en verður visað úr landi. Á myndröðinni sést hvernig málin þró- uðust frá þvi að undirhúningur maga- lendingarinnar hófst og þar til flugvél- in lá kyrr á vellinum. Iran: Stjóm Barzargan tilkynnt í dag Allt er enn óljóst um valdahlutföllin milli hinna tveggja forsætisráðherra landsins, Baktiars, sem keisarinn skip- aði og virðist njóta stuðnings hers landsins, og Barzargan þess, sem skip- aður hefur verið af Khomeiny trúar- leiðtoga. Sá síðarnefndi hefur sagt að verið geti að hann tilkynni um ráð herra I stjórn sinni í dag. Á morgun ráðgera stuðningsmenn Khomeinys mikla fjöldafundi um allt Iran til að sýna stuðning fólks við hinn nýja for- sætisráðherra. Baktiar forsætisráðherra, sem hlaut traust þings landsins við valdatökuna, tilkynnti í gær að hann mundi ekki segja af sér embætti nema þingið lýsti vantrausti á stjórn hans. Hann sagðist heldur ekki mundu aðhafast neitt gegn Barzargan forsætisráðherra Kho- meinys nema hann bryti eitthvað gegn stjómarskrá landsins. Mikið er rætt um hugsanlega mála- miðlun í deilunum í Íran en allt er þó mjög óljóst í þeim efnum. Búizt er við að i stjórn Barzargan verði ýmsir þekktir andstæðingar keisarans og auk þess tveir eða þrir fyrrverandi hers- höfðingjar. Ljóst er að her landsins mun hafa mikið að segja er málum verður skipað þar við stjórn landsins og i gær flugu herþotur og þyrlur yfir mannfjöldan- um, sem safnazt hafði saman i Teheran til að fagna komu Kho- meinys. Er herinn talinn hafa verið að sýna mátt sinn og megin. Fokker nauðlenti í Osló: „ALLAN TIMANN VISS UM AÐ NAUÐLENDINGIN GENGIVEL ■ ■ — sagði f lugstjóri vélarinnar, sem telur 7 7 Fokkerinn eina beztu vél sem hefur verið smíðuð Fokker Friendship flugvél norska flugfélagsins Braathens SAFE varð að nauðlenda á Fornebu flugvelli i Osló I fyrri viku og tókst nauðlendingin vel. Með vélinni voru 17 farþegar og þriggja manna áhöfn. Þegar eftir flugtak kom í ljós bilun í hjólabúnaði vélarinnar og var ekki hægt að ná hjólunum alveg upp i læsta stöðu. Þá var heldur ekki hægt að koma þeim niður aftur svo vel væri. Vélin var í áætlunarflugi til Röros og Þrándheims og var þegar í stað hætt við ferðina og flogið yfir í u.þ.b. þrjá tíma til þess að eyða eldsneyti. Aðalflugbraut Fornebuflugvallar var undirbúin fyrir nauðlendingu vélarinnar með froðu og fjöldi sjúkra- bíla og slökkvibíla tóku sér stöðu með- fram brautinni er vélin kom inn til lendingar. Vélin kom niður með hjólin niðri, en skömmu eftir að hún snerti braut- ina lét hægra hjólastellið undan og vél- in rann til vinstri á maganum, en stöðvaðist skömmu siðar. Eftir nauðlendinguna sagði flug- stjórinn að hann hefði allan tímann verið viss um að nauðlendingin gengi vel. „Fokker Friendship eru einhverj- ar beztu flugvélar sem hafa verið smíð- aðar,” sagði hann, „og sprengihætta við nauðlendingu i algeru lágmarki. Bensíntankar vélarinnar eru i vængj- unum en vélin er háþekja og engir bensintankar eru i skrokknum.” Hótel Akureyri Sími 96-22525. HÓTEL AKUREYRI hefur opnað eftir endurbæt- ur. Munið okkar lága verð. Herbergi frá kr. 3.825 pr. nótt, hópafsláttur. Verið velkomin. Stjórnunarfélag íslands AÐALFUNDUR Stjómunarfélags íslands verður haldinn að Hótel Sögu (Bláa sal) fimmtu- daginn 8. febrúar n.k. og hefst kl. 12:15. Dagskrá: 1. Venjuieg aðalfundarstörf 2. önrtur mál Að loknum aðalf undarstörf um mun Tómas Árnason fjár- málaréðherra f lytja erindi um „Áhrif efnahagsráðstafana rikisstjórnar á stjórnun opin- berra fyrirtækja og einkafyr- irtækja". Vinsamlegast tilkynníð þátttöku á skrifstofu Stjórnunarfélagsins í síma 82930.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.