Dagblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 23
23 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979. <§ Útvarp Sjónvarp I Tim Curry í gcrvi leikritaskáldsins fræga. t-------------------------------\ SHAKESPEARE—sjónvarp íkvöld kl. 21.00: STELUR EIGIN HÆNU Svo litið vita menn með vissu um William Shakespeare, að sumir hafa haldið því fram, að hann hafi alls ekki skrifað þau leikrit, sem við hann eru kennd. Um tima hölluðust margir að því, að rétti höfundurinn hefði verið Francis Bacon, aðalsmaður. sent ritaði stórmcrk heimspekirit, enda var hann hálærður. En faðir Shakespeares var hins vegar ráðsmaður af ótignum stiguni. en i latinuskóla fór strákurinn þó. Á hverju ári koma út kringum þrjú hundruð bækur eða svo um William Shakespeare og verk hans. Flestir halda nú, að hann sé réttilega höfundur þeirra verka sem við hann eru kennd. Menn vita, hvenær hann fæddist, hvenær hann gifti sig og hvenær hann dó. Flest annað í ævi hans er meira og niinna hjúpað blámóðu fortiðarinnar. Þess vegna er myndaflokkurinn brezki, sem sjónvarpið er að hefja sýningar á, rniklu fremur skáldskapur en heimilda- sagnfræði. Fyrsti þátturinn hefst á því. að skáldið stelur hænu. Shakespeare hefur eytt aurunum sinum i gleðisvall i kránum i London, og þegar hungrið fer að segja til sín, gripur hann til þessa prakkara- bragðs. Hann sér mann ganga á strætinu með hænu undir hendinni, hrifsar hana og hleypur burtu eins og byssubrenndur. En ókunni maðurinn er sendiboði frá konunni hans. Hún býr í sveitinni, i Stratford-on-Avon, og ætlar honum þennan glaðning. Hann hefur sumsé stolið sinni eigin hænu! Þátt'urinn er vel gerður, eins og Bretanna er von og vísa. En okkur hefur verið sagt að sá fyrsti að minnsta kosti sýni skáldalifið i allrómantísku Ijósi, sent síkáta svallara. -IHH. V J ÞRÓUN FJÖLMIÐLUNAR - sjónvarp í kvöld kl. 21.50: Þjóðir heims læra að stafa I kvöld hefst nýr franskur fræðslumyndaflokkur i sjónvarpi. Nefnist hann Þróun fjölmiðlunar og er í þrem þáttum. 1 þeim fyrsta er greint frá upphafi ritlistar og bókagerð fyrir daga prentaðs máls. Biblían segir að í upphafi hafi verið orðið. Og svo mikið er víst að orðið komst frá nianni til manns mörgum öld- um áður en menn fundu ráð til að skrá það niður. Hér á landi eru vel þekktar sögur af fræðaþulum sem gengu milli bæja og sögðu markverð tíðindi. Vita- skuld bárust fréttir seint á þessum tím- um en hverjum lá svo sem á? Að vísu voru nær frá upphafi byggða hér til skrifandi menn en almenningur i land- inu kunni lítt til lestrar. Þegar farið var að skrifa eitthvað að ráði gengu bækur milli bæja og menn rituðu upp það sem i þeim stóð. Sú er ástæðan til að mörg handrit eru oft til af sömusögunum. En á meðan íslendingar voru að reyna að stauta sig fram úr rúnum voru menn suður í Kina orðnir færir í flestan sjó í skrifkúnstinni. Það var búið að finna upp pappírinn þegar hér var enn skrifað á skinn. Pappir var reyndar notaður lengi í Evrópu áður en menn lærðu að skrifa á hann. Það var ekki fyrr en á 13. öld sem ítalir fóru að læra skrift og breiddist hún þaðan um Evrópu. Kinverjar voru þegar á fyrstu öld eftir Krist farnir að búa til bækur með þvi að þrykkja letri af úthöggnum steinum yftr á pappír. Fljótlega lögðu þeir steinana niður og tóku þess í stað upp tréristur sem þægilegra var að vinna. Myndir urðu einnig prenthæfar með þessari nýju aðferð. Strax um árið 1000 voru svo Kínverjar farnir að nota lausa stafi sem hægt var að raða saman í orð og losa síðan á milli. 1 þessum stöfum var fyrst brenndur leir en síðan kopar eða blý. Evróp.ubúar uppgötvuðu þessa kúnst í kring um 1400 og er talið að þeir hafi gert það án þess að vita af Kínverjum. Deilt er um það hvaða manni megi mest þakka heiöurinn af prentlist eins og við þekkjum hana nú á timum en yfir- leitt er Þjóðverjinn Gutenberg látinn njóta hans á síðum sögubóka. -DS. Prentvél Gutenbergs sem talinn er ciga heiðurinn af nútíma prentlist. ^ leðurkuldaskór meðhrágúmmísdlum Teg. 2646 í naturlit. Nr. 35-38 Einnig nokkur pör í bláu, kr. 7.950.- Frá kr. 6.730.- Pdstsendum samdægurs Domus Medica Egilsgötu 3 Sími 18519 Hjólaskóflur Michigan 175 seria III árg. ’70. Caterpillar 966 árg. ’68—’76. Man vörubíll, pallur, sturtur, mjög góður, árg. 67 Vélatorgið SiMI 33591 Styrkir til háskólanáms f Noregi Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fjóra styrki til háskólanáms i Noregi háskóla- árið 1979—80. — Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og eru veittir til niu rnánaða námsdvalar. Styrkfjárhæðin er 2.400 n. kr. á mánuði, auk allt að 1.500 n. kr. til nauðsynlegs ferðakostnaðar innan Noregs. — Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á norsku eða ensku og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktimabil hefst. Æskilegt er að umsækj- endur séu eigi eldri en 40 ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Utenrilcsdepartementet, Kontoret for kulturelt samkvent med ut- landet, Stipendieseksjonen, N-Oslo-Dep., Norge. fyrir 1. april 1979, og lætur sú stofnun í té frekari upplýsingar. Menntamálróöuneytið 2. febrúar 1979.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.